Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 12
12 %enning MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Frá Heklu til Húsafells fjallsins Heklu í tímamótaverki Ásgríms frá 1909 er skilgetið afsprengi rómantísku stefnunnar og hugmyndarinnar um hið háleita í náttúrunni sem eigi sér samsvörun í sálarlífi manns- ins. Impressjónisminn afhelgaði rómantíkina með því að mála hversdagsleikann og kryfja sjónskynið á nánast hlutlægan og vísindalegan hátt. Þótt flnna megi impressjónísk áhrif í rann- sókn Ásgríms á birtu og litbrigðum i náttúrunni strax á 2. ára- tugnum er eins og hin rómantíska hugmynd um hið háleita í náttúrunni yfirskyggi jafnan hið rannsakandi (og nútímalega) auga impressjónistans í verkum hans. Impressjónisminn var skilgetið afkvæmi nýrrar borgarmenningar sem ekki hafði skotið rótum hér. En landslag Ásgríms breytist með nýjum rýmisskilningi, fyllri og efnismeiri litanotkun og nýju klass- ísku jafnvægi á 3. og 4. áratugnum. Það eru áhrifin frá Cezanne þar sem málarinn er hættur að líta á eftirlíkingu náttúrunnar Ein fyrsta minning mín um sterka upplifun af myndlist er frá því er ég barnungur sá olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson af kræklóttri birkihríslu í Húsafellsskógi, málað í logandi litbrigðum af gulu, rauðu, dökkgrænu, bláu og brúnu. Þetta hefur verið snemma á 6. áratugnum, og um svipað leyti var ég að upp- götva frönsku impressjónistana, Cezanne og Van Gogh. Ég gat ekki gert mér grein fyrir því hvers vegna þessi mynd hafði svona sterk áhrif á Myndlist Ólafur Gíslason mig þá, en mér skildist að þetta væru ekki litimir í náttúrunni eins og við sjáum þá, heldur væri hér málað upp á lífið eða dauðann og að málaralistin fælist ekki bara í eftir- líkingu náttúrunnar heldur væri hún lífsspursmál, - að vart væri hægt að nálgast kjama tilverunnar betur en einmitt í málverki eins og þessu. Hvað stendur eftir af þessari sterku upplifun bernskunnar, og hvemig metum við verk Ásgrims Jónssonar í dag? Því miður er engin tilraun gerð til slíkrar greiningar i glæsilegri bók Listasafns íslands í tilefni síðbúinnar yfirlitssýningar á listaverkagjöf Ásgríms til ís- lenska ríkisins. Þar er allt lagt út af landafræðinni í einhverj- um óskiljanlegum misskilningi sem getur vart talist annað en sorglegur. En spurningunni verður ekki svarað án þess að fjalla um tengsl og inntak rómantíkur og impressjónisma og hvernig þær hugmyndir kristölluðust svo í hinum stóru for- dæmum Cezanne og Van Goghs undir aldamótin síðustu. Úr þessum jarðvegi er myndlist Ásgríms sprottin, og það era ekki síst andstæðumar Cezanne og Van Gogh sem endurspeglast í verkum hans upp úr 1940, þegar expressíónísk tilþrif birtast þar fyrst. í hverju voru þær andstæður fólgnar, og hvað gerði þessa mílustólpa í myndlist aldamótanna að tveim afgerandi en ólíkum fordæmum? Hin upphafna ímynd náttúrunnar þar sem við horfum til sem frumforsendu en horfír á sjálf- stæðan veraleika málverksins þar sem rýmið birtist ekki í dýptinni heldur í efniskennd litarins, þar sem birtan er ekki lengur gagnsæ heldur massíf og hversdagssjónar- horn impressíónismans víkur fyrir yflrveguðu klassísku jafhvægi. Cezanne vildi skapa nýja klassík á grundvelli málverksins sem slíks og niðurstaða hans var trú á hlut- verk málverksins í heildstæðri framsetningu á nútimalegri hugsun og þekkingu. Þessar hugmyndir end- uróma í list Ásgríms, til dæmis í Heklumyndinni frá 1920-30 sem nú er sýnd í Listasafninu. Svo verður afgerandi breyting á þessu upp úr 1940 þegar allt jafnvægi raskast, lit- imir verða æpandi og veðurbarðar hríslurnar í Húsafellsskógi verða eins og ímynd tilvistarkreppu. Áhrifin frá Van Gogh eru auðsæ og Ásgrímur hefur án efa fúndið að hinn rómantíski grunnur var þeim sameiginlegur, um leið og hann skildi að niðurstaða Van Goghs var þveröfug við það sem finna má hjá Cezanne: í stað yfirvegaðs jafnvægis kemur ólgandi tilvistarangist og efi, líka efi um möguleika málverksins í kapítalískum heimi sem hefur gert vinnuaflið og þar með manninn að markaðsvöra. Vel má skynja að Ás- grímur nálgaðist Van Gogh ekki af neinu alvöruleysi. Það gerðist á stríðsárunum þegar íslenskur efnahagur rétti loks úr kútnum en Evrópa var í rústum. í Húsafellsmyndunum þar sem náttúran leysist upp í ástríðubáli má ekki bara skynja sterka aðgreiningu innri og ytri veruleika þar sem ástríðurnar yfirgnæfa eftirlíkingu náttúrunnar heldur líka efasemdir um þá klassísku myndsýn sem rekja má til Cez- anne. Efahyggja Ásgríms á sér djúpar rætur í samtíma sem gerði honum ókleift að þróa hið klassíska myndmál áfram. Það era þessar sveiflur í list Ásgrims sem Listasafn íslands hefúr komið sér undan að kryfja með því að túlka hann sem land- könnuð eða landafræðing. Yfirlitssýning á listaverkagjöf Ásgríms Jónssonar stendur yfir til 1.12. í Listasafni Islands sem einnig gefur út bókina Ljós- brigði, safn Ásgríms Jónssonar, 263 bls. Verð kr. 6.900. Góð bók er gulli betri Síðastliðið ár hefur verið áhugafólki um ræktun hagstætt. Sumarið 1995 var gott, veturinn einstak- lega mildur og það sumar sem nú er liðið bæði hlýtt og kyrrviðrasamt. Ytri skilyrði hafa því verið ein- staklega hagstæð öllum gróðri. Óvenjuleg gróska hefur einnig ver- ið í útgáfu bóka fyrir ræktunar- fólk. Sumarið 1995 kom út hjá Garðyrkjufélagi íslands bókin Garðurinn - Hugmyndir að skipu- lagi og efnisvali; í vor gaf íslenska bókaútgáfan út íslensku garðblómabókina, og um mitt sumar gaf Forlagið út Stóru garðabókina. Allt eru þetta fallegar og læsilegar bækur, sem veita ræktendum mikinn fróðleik og styðja hver aðra, þar sem efnistök era ólík og segja má að hver bók fjalli um ákveðið sérsvið innan garðyrkjunnar. Stóra garðabókin ber nafn með rentu; hún er 542 síður í stóru broti. Hún er byggð á bók sem Konung- lega breska garðyrkjufélagið gaf út, Encyclopedia of Gardening, en vart finnst að bókin standi á erlend- um grunni. Sumir kaflar bókarinnar voru líka um- samdir að mestu til að þeir féllu að íslenskum aðstæðum. Nær 25 sérfræðingar um ræktun lögðu hönd á plóginn auk ritstjóranna þriggja til þess að Stóra garðabók- in kæmi íslenskum garðeigendum að sem mestum notum. Einnig hefur mikilhæft fólk unnið að þýðingum, prófarka- lestri, kortagerð og ýmissi Scimræmingu. Góð efnistök Stóra garðabókin er aðgengileg þrátt fyrir stærö- ina. Henni er skipt niður í tvo aðalhluta og fjallar fyrri hlutinn og sá viðameiri um uppbyggingu og ræktun í görðum en sá síöari um útbúnað og aðstæður til ræktunar. Hvor hluti skiptist í marga kafla sem hver um sig er sjálfstæður þannig að unnt er leita sér leiðbeininga um plöntuval, aðbúnað, gróðursetningu og um- hirðu einstakra plöntuflokka, allt eftir áhuga lesandans. Bókina prýða um 3000 ljósmyndir og skýr- ingarmyndir sem auka mjög gildi bókarinnar. Einkum eru þær gagnlegar í sérstökum út- dregnum köflum, þar sem kennd era rétt hand- brögð við fjölmargt sem að ræktun lýtur, svo sem gróðursetningu, klippingu eða ágræðslu. Hverjum kafla fylgja plöntulistar, þar sem get- ið er um heppilegar plöntur til ræktunar við ólík skilyrði. Stóra garðabókin er þörf bók, falleg og skrif- uð á góðu og lipru máli. Samhæfing og heildar- yfirbragð texta er svo gott að ekki er unnt af finna að hér hafi margir haldið á penna. Bókin er einkar gagnleg þeim sem era að stíga sín fyrstu spor á ræktunarbrautinni, og þeir sem lengra eru komnir finna líka fjölmargt við sitt hæfi. Hafi ritstjóri og allir þeir sem hafa staðið að útgáfu hennar þökk fyrir vandaða bók. Stóra garðabókin - Alfræði garðeigandans Ritstjóri Ágúst H. Bjarnason, aðstoðarritstjórar Óli Valur Hansson og Þorvaldur Kristinsson. Forlagið 1996 Bókmenntir Sigríður Hjartar Söknuður Missir og sorg era viðfangsefni þessarar sænsku bókar eftir Peter Pohl sem hann skrifar í samvinnu við stúlkuna Tínu sem missti tví- burasystur sína í bílslysi. Bókin fjallar um það hvemig hún tekst á við sorgina og lærir að yfirvinna hana. Bókin hefst á inn- gangsorðum Tínu þar sem hún skýrir fyrir les- anda að þetta sé ekki „spennusaga með út- smoginni fléttu" heldur galli hún um hana sem lifði af og þurfti að takast á við lífið. Hún ávarpar lesanda og segir: „Og það er ég, Tína, sem segi söguna en af því að ég veit að ég get ekki sagt frá mér í fyrstu per- sónu ætla ég að tala um „hana“ í staðinn." Frásögnin hefst á stuttri kynn- ingu á fjölskylduaðstæðum systr- anna en eiginlega sagan byrjar um jólaleytið þegar þær era þrettán ára. Þær eru nokkuð dæmigerðir unglingar í uppreisn við foreldrana því eins og allir vita eru þeir óskap- lega ósanngjarnir þegar maður er á þessum aldri. Albert faðir þeirra er líka ansi skapmikill þannig að það er ekki hægt að segja að heimilislífið sé frið- samlegt. Við fylgjum þeim svo fram á vorið en þá gerist hið ómögulega. Á afmælisdegi móð- ur þeirra era þær heldur mikið að flýta sér og Tína sem hleypur á und- an yfir götuna heyrir skell fyrir aft- an sig og bremsuískur. „Tína snýr sér við /.../ hvernig hefur Silla get- að lent alla leið þangað.“ Þessi bók er fyrir margra hluta sakir athyglisverð. Það er afskap- lega óvanalegt að fjalla um raun- verulega atburði eins og dauðaslys á eins opinskáan hátt og hér er gert, að ekki sé minnst á að gera það í unglingabók. Ekkert virðist dregið undan og lýsingar á hugrenningum og tilfinningum Tínu eru kunnug- legar fyrir þá sem hafa upplifað slíkt. Slysið hefur gríð- arleg áhrif á hana og á einu ári breytist hún úr frekar yfirborðs- legri tildurrófu í þroskaðan og ábyrgan einstakling sem sér líf- ið í allt öðru ljósi. Frásagnartæknin er skemmtileg. Sagan er mikið til sögð í þriðju persónu sem auðveld- ar væntanlega báðum höfundum verkið, ekki síst Tinu sem þannig fær ákveðna fjarlægð frá efninu. Hins vegar stígur Tína stundum inn, þegar á líður, með fyrstu per- sónu sögumann og það gerist eðli- lega þegar sorgin linar tök sin. í sögunni birtast ljóð eftir þær báðar og það besta, að mínu mati, hljóðar svo: Ég vildi vera tár,/fæðast við auga þitt,/hrynja niður vanga þinn,/deyja við varir þínar. Boðskapur sög- . unnar felst í orðum Alberts við dóttur sína. „Það er eitt sem maður lærir þegar slíkir atburð- ir gerast: hvað það er sem máli skiptir." Við eigum nefnilega bara hvert annað og allt annað er hjóm eitt, en því miður gera allt of margir þá uppgötvun of seint. Þessi bók er hvort tveggja í senn sorgleg og skemmtileg og ég held að hún láti engan ósnortinn. Peter Pohl & Kinna Gieth: Ég sakna þín. Þýðing: Sigrún Árnadóttir Mál og menning 1996 Bókmenntir Oddný Árnadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.