Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Tölvulistá McDonald s Ungur listamaður, Sigurður Óskar Lárus Bragason, sýnir um þessar mundir nokkrar tölvumyndir í veitingastofu McDonald’s í Austurstræti. Sig- urður sýnir þar tákn sem notuð eru á spjallrásum Netsins, eins og til dæmis broskallana sívin- sælu. Sýningin stendur að minnsta kosti til 15. nóvember. Gen á netið Hægt er að skoða kort af 16 þúsund genum á vefsíðu banda- ríska heilbrigðisbókasafnsins. Vefsíðan er hluti af átaki stofn- unarinnar og samstarfsaðila hennar til þess að fræða al- menning um erfðir. Slóðin á síðuna er www.nbci.nlm.nih.gov/SCI- ENCE/ Netið gagnast fölsurum Frönsk yfirvöld reyna nú að berjast við falsara sem nota Internetið til þess að nálgast upplýsingar um franska há- tísku. Upplýsingamar, sem eru í formi mynda og texta, eru svo notaðar til þess að falsa tisku- fatnað. Franskir embættismenn segja erfitt að eiga við glæpi af þessu tagi þar sem óheiðarlegir aðilar skoði það nýjasta í franskri tísku nokkrum mínút- um eftir að hönnuðir kynni hana á netinu. Talið er að stóru tískuhúsin í Evrópu tapi hund- ruðum milljóna króna á ári vegna falsana af þessu tagi. -JHÞ Beingreiðslur hjá Hringiðunni Hringiðan býður nú þeim sem hafa Internetsáskrift sína þar að greiða hana með bein- greiðslum. Fast mánaðargjald lækkar jafnframt um 300 krón- ur vegna þessa. 17 UTBOÐ RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 96008 - Aflspennir, 6,3 MVA, 66 (33) llkV Útboðsgögn verða seld á aðalskrifsofu RARIK, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 4. nóvember 1996 og kostar 2.000 kr. hvert eintak. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík, fyrir kl. 14 föstudaginn 29. nóvember 1996. Tilboðin verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska að vera nærstaddir. Vinsamlega hafið tilboðin í lok uðuumslagi, merktu: RARIK 96008 ^ RARIK Laugavegi 118-105 Reykjavfk Sími 560 5500 • Bréfasimi 560 5600 F „Dr. Dauði" færir út kvjprnar NY DAUÐAVEL Nýlega var fjallað um hinn hel- sjúka Ástrala, Bob Dent, sem ákvað að stytta sér aldur með aðstoð bún- aðar sem stjórnað er með tölvu en líknarmorð voru nýlega leyfð í norðurhéruðum Ástralíu. Nú hefúr heilinn bak við búnaöinn, dr. Nitschke (andstæðingar hans kalla hann reyndar dr. Dauða), ákveðið að setja upp heimasíðu um líknar- dauða. Þar verður meðal annars hægt að sækja forritið sem stjómar sjálfsvígsbúnaði hans. Vill kynna líknardráp Dr. Nitschke segir að reyndar sé forritið, sem stjórnar dauðavél hans, lítilvægur hluti hennar. „Það sé mjög einfalt að búa slíkt forrit til og það er reyndar auðvelt að búa vélina sjálfa til. Hins vegar er afar erfitt að verða sér úti um lyfin sem stytta sjúklingnum aldur,“ segir dr. Nitschke. Norðurhéruð Ástraliu leyfa ein líknardráp en dr. Nitschke segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að verða lögsóttur þó að fólk annars staðar í heiminum fari að taka upp á að nota -hugbúnaðinn til að stytta sér eða einhverjum öðrum aldur. Hann telur sig svo óhultan að hann hefur þegar sent fjölmörgum notendum Internetsins leiðbeining- ar um notkun hugbúnaðarins og dauðavélarinnar með tölvupósti. „Ástæðan fyrir því að ég er að kynna búnaðinn minn er sú að ég er að sýna þeim sem vilja sjá að líkn- ardráp fara fram með ábyrgum hætti hér í norðurhéruðum Ástral- íu,“ segir dr. Nitschke Er að þróa nýja vál Ef notað er mál viðskiptafræð- inga þá má segja að dr. Nitschke sé ekki einungis í markaðsstarfi þessa dagana heldur stendur hann einnig i umfangsmikilli vöruþróun. Hann er nefnilega að þróa nýja útgáfu af dauðavél sinni þar sem ætlunin er að banvænar lofttegundir taki við af lyfjum. „Það er svo erfitt að finna æðar þegar fólk er orðið mjög gam- alt og lasburða. Efiii eins og koltví- sýringur er mun þægilegra fyrir slika sjúklinga," segir dr. Nitschke Samantekt: JHÞ frá Megabúðinni, Laugavegi 96. 39,90 mínútan, Símatorg DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.