Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Fréttir 14. landsfundur Kvennalistans í Viðey: Kastljós á skóla- og jafnréttismál - vilium ræða samstarf við konur í öðrum flokkum, segir Kristín Halldórsdóttir 14. landsfundur Kvennalistans var haldinn um helgina í Viðey og var meginumfj öllunarefni hans möguleikar kvenna til áhrifa í sveit- arstjómum og þeim málum sem næst konum standa, en kjörorð landsfundarins var að breyta orðum í athafnir. „Okkur fannst ástæða til að beina sjónum okkar að þeim mál- um og að leiðum og möguleikum á að auka áhrif kvenna á sitt líf. Við tókum sérstaklega fyrir skólamál, jafnréttismál og fæðingarorlof og ræddum þau allítarlega. en talsverð vinna hefur verið innt af hendi í þessum málaflokkum sem var kynnt og rædd í hópum á fundin- um,“ segir Kristín Halldórsdóttir al- þingiskona í samtali við DV. Á landsfundinum var nokkuð rætt um hvernig Kvennalistinn skuli standa að málum í sambandi við samstarf við aðra flokka eða stjórnmálahópa. „Við erum þeirrar skoðunar að Kvennalistinn geti ekki staðið þegjandi álengdar. Við höfum verið fremur tortryggnar gagnvart upphrópunum um þörf fyrir samfylkingu þar sem minna er talað um samstillingu,“ segir Krist- ín Halldórsdóttir. í upphafl ársins efndu kvenna- listakonur, að sögn Kristínar, til viðræðna við konur innan þeirra flokka þar sem uppstokkunar- og sameiningarhugmyndir eru hvað efstar á baugi. Rædd var staða kvenna í stjómmálum og hverju einhvers konar samstarf gæti skilað konum. „Við urðum fyrir vonbrigð- um með undirtektir þá en nú finnst okkur mál til komið að ræða þetta betur og skiptast á skoðunum um það hvort samstarf af einhverju tagi geti fleytt umræðunni áfram og tryggt hugsjónum okkar og hug- myndum um kvenfrelsi meiri fram- gang,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, alþingiskona Kvennalistans. -SÁ Elín Hirst á fundi hjá Kvennalistanum: Taldi listann tímaskekkju Elín Hirst, fyrrverandi frétta- stjóri, telur að boðun hennar á fund Kvennalistans í Norræna húsinu sl. fostudag hafi byggst á misskilningi. Hún óskaði ekki eft- ir aö ræða málið frekar þegar DV hafði samband við hana i gær- kvöldi. Fundurinn var eins konar inn- gangur að 14. landsfundi Kvenna- listans, sem lauk í ,Viðey í gær- kvöldi, og var fundarefnið staða kvenna, hlutverk og ímynd í fjöl- miðlum og kvikmyndum. Elín Hirst gagnrýndi harðlega áherslur og vinnubrögð Kvennalistans og í máli hennar kom fram að hún teldi Kvennalistann tímaskekkju og að árangur af tilveru hans og starfi frá upphafi væri harla lltill. Orð hennar féllu ekki í frjóan jarðveg á fundinum. Elín Hirst í ræðustóli á fundi Kvennalistans í Norræna húsinu sl. föstudag. Elín lét í Ijós þá skoðun að áhersluatriði og vinnubrögð Kvennalistans hefðu litlu skilað konum. DV-mynd TJ Yfirlýsing landsfundar Kvennalistans: Orðin ein duga ekki - sveitarstjómarkosningar undirbúnar „Kvenfrelsiskonur hafa komist til valda í nokkrum sveitarstjómum og fengið þar tækifæri til þess að breyta orðum í athafnir. Þær hafa sýnt það og sannað að það er pólitískur vilji sem skiptir máli. Nærtækustu dæmin höf- um við af vettvangi borgar- stjómar Reykjavíkur þar sem orðin ein em ekki látin duga,“ segir í yfirlýsingu landsfundar Kvennalistans sem haldinn var í Viðeyjar- stofu um helgina. í yfirlýsingunni segir að margt bendi til að uppstokk- un sé fram undan í flokka- kerfinu og Kvennalistinn hljóti nú sem fyrr að vega og meta hvaða leiöir skili kvennabaráttunni fram á veg- inn og hvort breyttar baráttu- aðferðir geti skilað meiri ár- angri. Minnt er á að nú stytt- ist í sveitarstjómarkosningar en einmitt þá gefist tækifæri til að sækja fram og styrkja enn stööu kvenna. -SÁ Dagfari Þjóðsöngur óskast íslendingum þykir vænt um þjóðsöng sinn. Lagið er eftir Svein- bjöm Sveinbjömsson og Ijóðið eftir Matthías Jochumsson og þjóðinni þykir vænt um báöa þessa menn. Svo þykir þjóðinni sömuleiðis vænt um sjálfa sig og þessi vænt- umþykja öll hefur leitt til þess að menn hafa látið sig hafa það að eiga þjóðsöng sem enginn getur sungið og enginn kann. Enda hefur þetta ekki komið mikið að sök vegna þess að íslendingar flíka ekki þjóðsöng sínum nema við svo hátíðleg tækifæri að ekki er ætlast til að almenningur taki lagið. Til þess eru fengnir karlakórar og ein- söngvarar sem eiga að baki margra ára æfingar til að ná tökum á þjóð- söngnum. Nú er fólk allt í einu farið að halda því fram að þjóðin eigi að syngja þjóðsönginn. Menn vilja að þjóðin kunni Ijóðið og ráði við lag- ið sem hefur leitt til þess að menn hafa farið að lesa yfir texta Matt- hiasar og komist að þeirri niður- stöðu að hér sé alls ekki verið að yrkja um þjóöina heldur trúna og Guð í himnum. Þetta sé sálmur enda Matthías hið prýðilegasta sálmaskáld. Þjóðsöngurinn á með öðrum oröum ekkert skylt við þjóð- ina og Guðmundur Andri Thors- son segir að hann hafi ekki meiri merkingu hvað það snertir heldur Attikattínóa! Nú hefur einn af varaþingmönn- um Framsóknarflokksins lagt fram tillögu á sjálfu Alþingi um að ís- lendingar taki sér annan þjóðsöng - eða komi sér upp varaþjóðsöng, alveg eins og flokkamir hafa á sín- um snærum varaþingmenn. Vara- þingmaðurinn vill að þjóðsöngur númer tvö verði brúkaður við þau tækifæri þegar þjóðin þarf á þjóð- söng að halda en það megi svo nota sálminn hans Matthíasar við þau tækifæri sem ekki skipta máli fyr- ir þjóðina. Með öðrum orðum: Þjóðsöngur númer tvö er fyrir há- tíðleg tækifæri, þjóðsöngur númer eitt fyrir hátíðlegustu tækifæri. í rauninni mætti útfæra þessa hugmynd nánar og hafa nokkra þjóðsöngva á lager sem þjóðin gæti svo valið úr eftir því hvaða tilefni og tækifæri gefst til að leika þjóð- söng. Menn gætu þannig haft þjóð- söng sem hentar á íþróttakapp- leikjum, annan fyrir gesti á bjór- stofum sem vilja taka lagið á þriðja eða fjórða glasi og svo mætti hafa enn einn þjóðsöng fyrir þá sem dvelja erlendis og eru famir að ryðga í íslenskunni. Satt að segja er óþarfi að hafa einn og sama þjóðsönginn vegna þess að það eru mismunandi tækifæri sem gefast fyrir þjóðsöngva og fólk er misjafn- lega í stakk búið til að syngja þjóð- sönginn og það sem passar á einum stað er óviðeigandi á öðmm stað. Hugmyndin hjá varaþingmann- inum er sú að þjóðsöngurinn verði boðinn út, efnt verði til samkeppni um besta ljóöið og lagið, rétt eins og þeir gera i Eurovision, og þannig gætum við meira að segja haft árlega samkeppni og efht til söngvakeppni í sjónvarpssal og skipt um þjóðsöng frá einu ári til annars, eftir því hvaða lag og ljóð verða hlutskörpust í Eurovision- keppni um þjóðsöng! Ekki er ástæða til að gera kröfu um að þjóðsöngurinn verði á íslensku, enda íslenskt mál óþjált í lagatexta og enskan hentar miklu betur ef þjóðin á að geta sungið lagið og ljóðið af éinhverju viti og innlifun. Nú, ef ættjarðarvinum og þjóð- hollum íslendingum finnst þetta fullmikið umstang til að finna góð- an þjóðsöng má auðvitað leita að nýjum þjóðsöng með því að aug- lýsa í smáauglýsingadálki DV und- ir forskriftinni tapað - fundið. Við erum hvort sem er búin að tapa þjóðsöngnum og erum að leita að nýjum - þó ekki sé nema bara til vara. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.