Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 18 Hver hefur ekki óskað sér að hann ætti litla maskínu í jakkavas- anum eða veskinu sem gæti þýtt í einum grænum hvelli allt sem þjónninn á veitingahúsinu er að buna út úr sér, nú eða þá afgreiðslukonan í búðinni, hvort sem það er í Súdan eða Singapúr? Fátt er nefnilega óþægi- legra en að skilja ekki og geta heldur ekki gert sig skilj- anlegan. Slík þýðingarvél verður kannski ekki smíðuð alveg á næst- unni, að minnsta kosti ekki vél sem allur al- menningur hefði að- gang að. Þýskir vís- indamenn við rann- sóknarstofnunina í gervigreind í Saarbrúcken eru hins vegar að vinna að ísaJijjj unni. „Það er erfítt að finna hvar setn- ingmar enda. Þetta er eins og að \ lesa texta án nokkurrar greinar- merkjasetningar,“ segir Rein- hard Karger, einn vísinda- mannanna i Saarbrúcken, í viðtali við tímaritið New Scientist. Þá kemur hljóðfalls- fræðieiningin til sög- unnar en hún skoðar hljómfall setningarinn- ar, áherslur og tónhæð, til að komast að hinu sanna. Eining þessi ætti að geta greint á milli spumingar og full- yrðingar. Einingamar sem sjá um að þýða setningarnar úr N einu máli yfir á annað beita ýmsum aðferðum til að koma merkingunni rétt til skila. Hér er t.d. enn gripið til töl- fræðinnar til að ákveða endanlega Þýskir vísindamenn vinna að þróun hugbúnaðar tii þýðinga: Hvert nytt tungumál er eins og nýr neimur þróun hugbúnaðar sem getur þýtt talmál samstundis. Stjómandi hóps- ins er Wolfgang Wahlster og er verkið unnið í samvinnu við fjölda háskóla og fyrirtækja, þar á meðal IBM og Daimler-Benz. Verkefnið hefur hlotið nafnið Verbmobil. í fyrstu mun geta undratækis þessa einskorðast við samtöl um tímapantanir af ýmsu tagi og það getur þýtt takmarkaðan orðaforða úr þýsku talmáli eða japönsku yfír á ensku. Eins og nærri má geta er ekki hlaupið að því að þýða talmál, með öllum sínum gífurlega fjölbreyti- leika, úr einu tungumálinu yfir á annað. Vísindamennimir þurftu að yfirstíga miklar og margar hindran- ir áður en þeir náðu þessum ár- angri. Þeir bmgðu á það ráð að smíða kerfið í einingum til að ráða betur við það. Sú skipting gerir einnig kleift að betrumbæta einn hlutann án þess að það riðli öllu kerfinu. Einingar þessar sjá um að bera kennsl á og greina hið mælta mál, þýða það og síðan spýtir radd- gervill þýðingunni út úr sér. Verbmobil-kerfið notar m.a. töl- fræðileg tungumálalíkön og hljóð- fræðilegar upplýsingar til að bera kennsl á orðin sem á að þýða. En jafnvel þótt kerfið skilji einstök orð, getur það verið þrautinni þyngra að fá eitthvert vit í það sem sagt er þar sem ekki er hægt að reiða sig á greinarmerkjasetningu eins og í rit- uðu máli til að átta sig á merking- hvaða þýðingarútgáfa sé líklegust til að vera sú rétta. Þessu er síðan komið yfir á enskt talmál með að- stoð hljóðgervils sem líkir eftir röddu þess sem talar. Vísindamennimir hafa fullan hug á að aölaga Verbmobil að fleiri aðstæðum, eins og hótel- og flug- pöntunum. Það er hins vegar mjög erfitt aö laga kerfið að fleiri tungu- málum. „Hvert nýtt tungumál er eins og nýr heimur," segir Rein- hard Karger. finna í andrúmslofti tunglsins Evr- ópu sem einnig er fylgihnöttur Júpíters. „Eftir því sem við fáum best séð er yfirborð þessara tungla hreint ekki til þess fallið að hýsa líf í þeirri mynd sem við getum ímynd- að okkur það,“ segir Doyle Hall. Vísindamennimir gerðu uppgötv- un sína á Ganymede með aðstoð Hubble geimsjónaukans. Útfjólublá- ar myndir af tunglinu sýndu fram á súrefnið sem er í svipuðu magni og finnst hátt yfir jörðinni, í um það bil sömu hæð og geimskutlur fljúga. En Doyle Hall og félagar hans gerðu einnig aðra skemmtilega upp- götvun, nefnilega þá að allt bendir til að á háðum skautum Ganymede sé að finna ljósfyrirbæri eins og norðurljósin sem við þekkjum svo isetning og innsiglun Bjóöum nýja ökurita ftá VR ásamt ísetningu og innsiglun á öllum gerðum rafdrifinna ökurita. m HEKLA veladeild Laugavegi 170-174, simi 569 5500 Ný vitneskja um eitt af tunglum Júpíters: Súrefni í andrúmslofti þýðir ekki líf á yfirborði Þótt þunnt andrúmsloft úr súr- efni sé að finna á Ganymede, stærsta tungli reikistjörnunnar Júpíters, er ekki þar með sagt að þar geti þrifist nokkurt líf. Að minnsta kosti ekki eins og við ímyndum okkur það, að sögn vis- indamannanna sem gerðu uppgötv- unina. „Allar niðurstöður, sem við höf- um séð og snerta súrefni, þýða ekki þar með að líf fyrirfinnist," segir Doyle Hall, stjamfræðingur við Johns Hopkins háskólann í Banda- ríkjunum og forsprakki rannsókn- arhóps sem kynnti niðurstöður sín- ar á ráðstefnu í Arizona fyrir skömmu. Sömu vísindamenn höfðu áður skýrt frá því að súrefni væri að vel á norðurhveli jarðar. „Björtu svæðin koma vel heim og saman við skaut Ganymedes,“ segir Doyle Hall. Ef rétt reynist er það í fyrsta sinn sem slíkt uppgötvast á tungli í sólkerfi okkar. Ljósfyrirbæri þetta gerist þegar segulsvið reikistjömu dregur hlaðn- ar öreindir úr sólarblossum að skautum plánetunnar þar sem þær rekast síðan á lofttegundir í and- rúmsloftinu. Á jörðu niðri gengur þetta fyrirbæri undir nafninu norð- urljós á norðurhveli jarðar en suð- urljós á suðurhvelinu. Ljósfyrirbæri þessi er einnig að finna á reikistjömunum Júpíter, Satúmusi, Úranusi og Neptúnusi. Hákarlar verða líka sólbrúnir Skerpa sígarettureyk- ingar hugann? Reykingamenn kunna að I hafa eitthvað til síns máls þeg- ar þeir segja að þeir einbeiti sér betur með logandi rettuna í | munninum. John Dani og starfsbræður hans við Baylor læknaskólann i | Houston í Texas segja í grein í vísindaritinu Nature að nikótín auki sendingu taugaboða í drekanum, þeim hluta heilans sem fæst við lærdóm og minni. Dani og félagar notuðu rottur þ við tilraunir sínar og komust | að því að nikótínið likir eftir áhrifum asetýlkólíns, efnis sem | aðstoðar við að flytja taugaboð yfir taugamótin eða biliö milli j heilafrumna. Asetýlkólín örvar einnig losun annarra taugaboð- | efna. Vísindamennirnir segja að 1 niðurstöður þeirra kunni að I varpa ljósi á áhrif alsheimer- | sjúkdómsins en elliglöp gera vart við sig þegar asetýlkólín ; hverfur úr drekanum. Sleggjuhákarlinn og maður- inn eiga það sameiginlegt að verða báðir sólbrúnir en há- karlinn getur legið eins lengi í sólinni og hann vill því hann fær ekki húðkrabbamein. Vísindamenn við háskólann • á Hawaii segjast hafa uppgötv- að að ungir sleggjuhákarlar fengu umtalsverðan lit á skráp- inn þegar sólin náði að skína á ; þá. Við rannsóknir kom í ljós I að efnið melanín jókst í skráp | þeirra hákarla sem sólin skein á. Sama efni veldur því að húð okkar mannanna verður sól- j brún. Vísindamennirnir segja að nota megi þessa vitneskju í þró- un lyfja gegn húðkrabba og jafnvel öðrum tegundum krabbameins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.