Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 39 Fréttir Sundfólk þjálfað með fjarþjálfun DV, ísafiröi: Sundfólk Vestra á ísafirði var í þjálfunarbúðum á Flateyri á dögun- um. Var það liður í allsérstæðu fjar- þjálfunarferli sem Magnús Tryggva- son, sundþjálfari á Selfossi, stýrir. Fréttamaður DV fór til Flateyrar til að kynna sér hvernig íjarþjálfun í sundi fer fram. Þar var í gangi æf- ing í sundlauginni undir stjórn þjálfaranna Kristjáns Breiðfjörðs og Magnúsar Tryggvasonar sem var til að meta árangur fjarþjálfunarinnar. Magnús sagði að þjálfunin færi þannig fram að hann útbyggi þjálf- unarplan sem hann sendi síðan vestur til ísafjarðar. Þar erþað hlut- verk Kristjáns að framfylgja áætl- unum Magnúsar. Að sögn þeirra fé- laga hefur þetta gefist vel og er hug- myndin að Magnús komi annað slagið til að meta árangur af þessari ijarþjálfun. Þá sagði Magnús að það væri kannski ekki síst tilgangurinn með komu sinni nú að kynnast sundfólk- inu svo hann gæti betur samið þjálf- unarplan fyrir hvern og einn í lið- inu. Fyrirkomulag sem þetta mun ekki vera með öllu óþekkt og hefur Magnús ágæta reynslu af því. Þó aðstaðan í sundlauginni á Flateyri sé góð þá háir það keppnis- fólki mjög að engin sundlaug á svæðinu hefur fulla lengd sem keppnislaug. Raunar er ekki um aðra laug að ræða en sundlaugina í Tálknafirði sem uppfyllir þær kröf- ur en það er útilaug. Þeir félagar segja í raun furðulegt að ekki skuli hafa verið valinn ódýrari kostur við uppbyggingu iþróttamannvirkja á svæðinu en raunin varð. -HKr. ■X'ft’X' Kristján- Breiðfjörö og Magnús Tryggvason sundþjálfarar. Ljósmynd Höröur Drífa Skúladóttir, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ: Alþjóölegur björgun- arskóli á Gufu- skálum er draumurinn DV, Hellissandi: „Það er draumur okkar að al- þjóðlegur björgunarskóli taki til starfa hér á Gufuskálum. Þetta mál er í vinnslu hjá helstu björgunar- aðilum á landinu," segir Drifa Skúladóttir, bæjarfulltrúi í Snæ- fellsbæ, rnn möguleika þess að tek- inn verði upp alþjóðlegur björgun- arskóli að Gufuskálum þar sem áður var rekstur Lóranstöðvarinn- ar. Drifa segir ljóst að á þessu svæði sé allt sem til þarf til að þjálfa menn í leitar- og björgunarstörfum. „Við höfum allt sem þarf til að þjálfa fólk. Ég nefni jökulinn, strandlengjuna, sjóinn og hafnim- ar. Þá er þarna um að ræða afgirt húsnæði. Það er stutt í alla þessa þætti,“ segir Drífa. „Það hafa komið hingað ungliðar frá Slysavamafélaginu og hunda- þjálfarar sem hafa dvalið um hríð að Gufuskálum. Reynsla þeirra var að staðurinn væri mjög heppilegur. Það má segja að hann hafi sannað sig,“ segir Drífa. -rt Drífa Skúladóttir, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ, segir Gufuskála vera kjörinn stað fyrir alþjóðlegan björg- unarskóla. Allt á einum stað H smurstöð Vetrarhjólbarðar og umfelgun Þvottur og bón Púströr - bremsuklossar - perur - rafgeymar Smur, bón og dekkjaþjónusta sf Tryggvagötu 15, sími 562-6066, fax 562-6038 Greiðslukort OLÍS, Visa og Euro Islensk gæðaframleiðsla á frábæru verði feHjólbarðaþjónusta fagleg vinnubrögð örugg þjónusta Léttarhálsi 2 • Sími 587 5588 mán. - fösdud. laugardaga i I :=swe< ÚTSALA Skyrta kr. 3.600,- Buxur kr. 2.900,- Sportvörugerðin, Mávahlíð 41, s. 5628383 Varmanærfötin SKÚIHSOH 6J0NSS0H VERSLUN • SKÚTUVOGI 12H ■ REYKJAVÍK ■ SÍMI 568-6544 haubold , %,'*****' . <b ^■4GA í verslun okkar eigum við ávallt til fjölbreytt úrval af Haubold nagla- og hefti- byssum sem henta hverjum iðnaðarmanni sem vill láta að sér kveða. Jafnframt bjóðum við nagla og hefti á verði sem vert er að kynna sér betur. Haubold - þessar rauðu! Úrval notaðra bíla á góðum lcjöruml Ath! Skuldabréf til allt að 60 mánaða. Opiö: virka daga kJ. 9—18 laugardaga kl. 10 — 17 Jafnvel engin útborgun. Visa/Euro greiðslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.