Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1996 Utlönd Stuttar fréttir dv Evrópusambandiö um neyð milljón flóttamanna í Saír: Engin hjálp að ráði fyrr en vopnahlé kemst á Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að vopnahlé yrði að komast á í Saír áður en hægt yrði að koma yfir milljón flóttamönnum til einhverrar hjálpar að ráði. í yfirlýsingu sam- bandsins sagði að sendifulltrúar þess gerðu nú allt sem í þeirra valdi stæði til þess að reyna að koma á vopna- hléi miUi uppreisnarmanna tútsa og hersins í Saír. Franskur þingmaður hvatti í gær Evrópuriki til þess að vera viðbúin að grípa inn í til að koma í veg fyrir miklar hörmungar í Saír en tók það jafnframt fram að Frakkar þyrftu liðsinni. Emma Bonino, sem meðal annars fer með mannúðarmál hjá Evrópu- sambandinu, gaf út séryfirlýsingu í gær þar sem hún tók undir kröfur um að opnaðar yrðu leiðir til að hægt yrði að senda birgðir til flóttamann- anna. „Átta hundruð þúsund manns, þar af helmingurinn böm undir 15 ára aldri, hafa sest niður til að deyja. Fólkið er án matar, hreins vatns og læknishjálpar,“ sagði Bonino meðal annars. Hún hvatti stjórnina í Rú- anda til að tryggja örugga flutninga til Mugunga-flóttamannabúðanna. Búist er við að leiðtogar sjö grann- ríkja Saír, þar á meðal Rúanda, haldi fund í Nairobi á morgun til að rejma að flnna einhverja lausn. En forsæt- isráðherra Saír, Kengo wa Dondo, hefur lýst því yfir að á meðan her- menn frá Rúanda taki þátt í bardög- unum i Saír geti friðarviðræður ekki farið fram. Yfirvöld í Rúanda vísa því á bug að hermenn þeirra hafi far- ið yfir landamærin til þess að hjálpa uppreisnarmönnum tútsa. Skothríð heyrðist í austurhluta Saír í gær og þykir það benda til að uppreisnarmenn tútsa hafl mætt mótspyrnu þrátt fyrir aðstoð her- manna frá Rúanda í borginni Goma. Reuter Mohamad Dana faðmar litlu systur sína, Baraa’ah, á heimili þeirra sem eyðilagðist í fyrrinótt er bensínsprengjum var varpað inn um glugga. Frændi barn- anna segist hafa séð ísraelska landnema hlaupa frá húsinu sem er,í Hebron á Vesturbakkanum. Fimm manns særðust í eldinum, þar á meðal faðir barn- anna. Utanríkisráðherra Bretlands, Malcolm Rifkind, sagði í heimsókn sinni til Hebron í gær að landnám gyðinga á svæðum Palestínumanna væri ólöglegt. Símamynd Reuter Höll Kleópötru og vitinn á Faros fundin Fomleifafræðingar lýstu því yfir í gær að þeir hefðu fúndið rústir hallar Kleópötru Egyptalands- drottningar í hinni fomu Alexandr- íu þar sem hún giftist rómverska hershöfðingjanum Antoníusi. Kaf- arar hafa mánuðum saman teiknað kort af svæðinu. Þeir telja sig einnig hafa fundið rústir vitans á eynni Faros sem var eitt af sjö undmm veraldar. Reuter Kafari skoðar áletrun á steini. Símamynd Reuter UIUKI Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila. Birt með fyrirvara um prentvillur. Ásta Bjarnason, Laufási, Blesugróf, Reykjavík Ástríður Hartmannsdóttir, Skúlaskeiði 40, Hafnarfirði Björg Hafsteinsdótir, Austurströnd 12, Seltjamamesi Bæring Cecilsson, Fellaskjóli, Grundarfirði Finnur Baldursson, Lynghrauni 5, Reykjahlíð Guðmundur Magnússon, Víkurbakka 34, Reykjavík Guðrún Bóasdóttir, Grímsstöðum, Reyðarfirði Guðrún Guðmundsdóttir, Lyngholti 22, Keflavík Gunnar Bergþórsson, Nökkvavogi 1, Reykjavík Hildigunnur Haildórsdótir, Hagamel 26, Reykjavík Hólmkell Ögmundsson, Brautarholti 2, Ólafsvík Ingibjörg Jónsdóttir, Rauðsgili, Reykholti Jóhannes H. Ríkharðsson, Keldulandi, Sauðárkróki Díana ástfangin af múslímskum lækni Díana prinsessa er ástfangin af 36 ára gömlum múslímskum hjarta- skurðlækni sem á ættir að rekja til Pakistans, að því er breska blaðið Sunday Mirror fúllyrti í gær. Blaðið hefur þaö eftir vini prinsessunnar að hún sé yfir sig ást- fangin af lækninum, Hasnat Khan, og að hún vonist til að eignast dótt- ur með honum. Að því er greint er frá í Sunday Mirror hitti prinsessan Khan fyrir rúmu ári. Hann var einn þriggja lækna sem gerðu aðgerð á eigin- manni nálastungulæknis hennar. Tilfinningar Díönu í garð læknisins þykja útskýra reglulegar kvöld- heimsóknir hennar til sjúklinga á konunglega Brompton sjúkrahúsinu og ferðir hennar til Pakistans og Ástralíu. í febrúar síðastliðnum heimsótti Díana krabbameinssjúkrahús í Pa- kistan. Samkvæmt Sunday Mirror er nú talið að hún hafi notað tæki- færið til að heimsækja fjölskyldu Hasnats Khans sem á að hafa sam- þykkt hjónaband, jafnvel þó Díana taki ekki íslamstrú. Reuter Díana prinsessa tekur við blómum af Sydneybúum. Prinsessan hefur verið í Sydney í nokkra daga þar sem hún hefur meðal annars farið í heimsóknir á sjúkrahús. Símamynd Reuter Sfjórn Nyrups í hættu Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, baðst í gær afsökunar á því hvemig rithöfimdinum Salman Rushdie var greint frá því að Danir teldu sig ekki geta veitt honum næga vernd í Kaupmannahöfn. Stjóm- arandstcéðingar í Danmörku hafa hótað að bera upp van- trauststillögu gegn minnihluta- stjóminni vegna málsins. ísraelar undirbúi stríð Israelski ráðherrann Natan Sharansky hvetur stjórn sína til að búa almenning undir stríð við Sýr- land vegna hótana Sýrlendinga. Ciinton sigurviss Bill Clinton Bandaríkjaforseti er viss um að sigra í for- setakosning- unum á morgun þó skoðanakann- anir sýni að forskot hans á Bob Dole, frambjóðanda repúblikana, fari minnk- andi. Samkvæmt skoðanakönn- un Reuterfréttastofunnar var forskot Clintons í gær 3,8 pró- sent. Forskotið var 10 prósent samkvæmt könnun ABC-sjón- varpsstöðvarinnar en 13 prósent samkvæmt Gallupkönnun. Fundu tonn af kókaíni Spænskir tollverðir fundu tonn af kókaíni um borö í báti sem var að koma frá Barbados. Hættulegur úrgangur Yfirvöld í Ungverjalandi hafa beðið þýsk yfirvöld að sækja 380 tonn af efhaúrgangi sem Ung- veijar telja að sé ólögleg sending af hættulegum úrgangi. Efnin vora merkt sem hráefni og áttu að fara til Kína, í gegnum Ung- verjaland og Króatíu. Stoyanov lýsir yfir sigri Frambjóðandi stjómarand- stöðunnar í Búlgaríu, Petar Sto- yanov, lýsti yfir sigri í forsetakosn- ingunum í gær. Hann heitir þvi að færa land sitt nær Evrópu- sambandinu og Atlants- hafsbanda- laginu. Tók aftur barn sitt Bresk kona, er gefið hafði barnlausri vinkonu sinni sjö- unda barn sitt sem fæddist í júlí, hefur tekið það aftur til sín. Seg- ir hún vinkonuna ekki ráða við móðurhlutverkið. Traktor fyrir að kjósa Rúmenska ríkissjónvarpið, sem stjórnarandstaðan segir undir stjórn flokks Iliescus for- seta, bauð þeim svæðum þar sem kjörsókn reynist mest í þing- kosningum traktor. Einkasjón- varpsstöð bauð kjósendum sjón- varpstæki í happdrættisvinning. Milosevic spáð sigri Samsteypustjórn Slobodans Milosevics Serbíuforeta var í gær spáð sigri yfir stjómar- andstæðing- um í kosning- unum í Serbíu og Svartfjalla- landi. Eftir- litsmenn frá Bandaríkjun- um og Evrópu fylgdust með kosningunum. Jeltsín bjartsýnn Eiginkona Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, Naína, segir eigin- mann sinn bjartsýnan á að vænt- anleg hjartaaðgerð gangi vel. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.