Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaóaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: fflJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Heilsuspillandi ríkisstjórn Hagfræðideild Alþýðusambandsins hefur reiknað upp verðkannanir og komizt að raun um, að stjómvöld hafi með ofurtollum á grænmeti aukið skuldir heimilanna um 1,3 milljarða króna á síðustu tveimur árum. Nú þurfi að hækka laun um 1,5% vegna þessa eins út af fyrir sig. Sjálfsagt er unnt að reikna kostnað fólks af ofurtollum stjómvalda á ýmsan hátt og fá misjafnar niðurstöður. Meðan ekki em rökstuddar betri tölur um afleiðingam- ar en þær, sem Alþýðusambandið hefur reiknað, verða þær teknar gildar sem stærðargráða vandamálsins. Ríkisstjómin hefur snúið út úr alþjóðlegu tollasam- komulagi, sem kennt er við GATT og var undanfari þess, að komið var á fót Alþjóða viðskiptastofnuninni. Ríkis- stjómin fullyrðir blákalt, að markmið samkomulagsins hafi ekki verið að lækka vöruverð til almennings. Markmiðið með auknu viðskiptafrelsi í milliríkja- verzlun er að gera aðildarríki Alþjóða viðskiptastofhun- arinnar samkeppnishæfari á sérsviðum sínum með því að lækka rekstrarkostnað þeirra og auðvelda þeim að afla sér markaða fyrir útflutningsafurðir sínar. Fullyrðingar um, að ekkert markmið eða hálft mark- mið hafi verið með auknu viðskiptafrelsi, eru gripnar úr lausu lofti. Þær sýna hins vegar yfirgengilegan hroka ríkisstjómar, sem telur sig vita af reynslu, að kjósendur haldi áfram að éta þvættinginn úr lófa hennar. Samkomulagið miðaðist við hægfara bata á því ástandi, sem fyrir var. Enginn reiknaði með, að ein rík- isstjóm í heiminum læsi biblíuna eins og kölski og hækkaði grænmetisverð frá því, sem fyrir var. En þetta hefur einmitt gerzt hjá svartasta afturhaldinu á íslandi. íslenzk stjómvöld hafa talið sig vera að ganga erinda framleiðenda grænmetis, þegar þau bönnuðu áður fýrr innflutning grænmetis og setja núna ofturtolla á þennan innflutning. En afleiðingin er auðvitað sú, að íslenzkir neytendur borða miklu minna grænmeti en aðrir. Á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar og land- læknisembætta ýmissa vestrænna landa er eindregið hvatt til aukinnar neyzlu grænmetis, þótt neyzlan sé þar margfalt meiri en hún er hér. Stóraukin neyzla græn- metis er talin áhrifamikil leið til bættrar heilsu. Steöia íslenzkra stjómvalda leiðir til lakari heilsu þjóðarinnar og meiri kostnaðar ríkis og skattgreiðenda af sjúkrahúsum og öðrum stofnunum veikindageirans en ella væri. Stefha ríkisstjómarflokkanna er beinlínis tilræði við líf og heilsu almennings á íslandi. Harðast kemur hrammur afturhaldsins niður á neyzlu þess grænmetis, sem hollast er, lífrænt ræktaðs græn- metis. Það er dýrara en annað grænmeti og sérstaklega hart leikið af ofurtollum. Kílóverð á lífrænt ræktuðu grænmeti er hér báðum megin við þúsundkaflinn. í ljósi þessara móðuharðinda af mannavöldum er hlá- legt, að nytsamir sakleysingjar koma fram í ríkisrekn- um auglýsingum til að hvetja fólk til að borða það, sem þeir kalla fimm skammta af grænmeti á dag. Sakleysin- gjamir eru greinilega lítt fróðir um fiárhag ahnennings. Sérfræðingamir, sem hafðir hafa verið að fífli í aug- lýsingum þessum, ættu að biðja þjóðina afsökunar með því að ganga sameiginlega á fund ríkisstjómarinnar og óska eftir afnámi ofurtoflanna. Þar finna þeir vandamál- ið ekki síður en í lélegum lífsháttum almennings. Hlutur neytenda er í auknum mæli fyrir borð borinn. Ofurtollar á grænmeti eru ekki aðeins fjárhagslegar of- sóknir, heldur spilla þeir einnig heilsu fólks. Jónas Kristjánsson Veikleiki eöa styrkur þjóökirkjunnar aö prestar hennar skuli ekki vera sammála um alla hluti? spyr greinarhöf- undur m.a. Hversu einlit má þjóðkirkja vera? Fyrir skömmu hringdi í mig skelegg kona austan úr bæ. Hún vildi vita hvort prestar þjóðkirkjunnar mættu boða hvaða kenningar sem væri og hvort kirkj- an hefði enga fasta stefnu varðandi prédik- un og fræðslu. Ég bað hana lengstra orða að tala við þá á Biskups- stofu. Þetta hlyti að vera þeirra vandi. Hún spurði á móti hvort ég fengist ekki við mennt- un presta og hvað ég kenndi þeim eiginlega. Við bitumst um stimd en felldum loks talið í bróðerni. Allt frá því ég kvaddi konuna hef ég glímt við spurningar sem ég hafði raunar spurt áður: Hvort er það veik- leiki eða styrkur þjóð- kirkjunnar að prestar hennar skuli ekki vera sammála um alla hluti? Hvort er það kostur eða galli að þeir leiða ekki allir guösþjónustur og helgihald með sama hætti? Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor í guöfræöi viö H.í. sveitaprestur og fannst mig skorta myndugleik. Mér var einnig mikið í mun að gera söfn- uðum mínum ljóst að ég teldi mig ekki standa í stól- unum og básúna mínar persónulegu skoðanir heldur boðaði ég það eitt sem ég væri send- ur með. Því var mér tamt að grípa til frasa eins og „kirkjan kennir . . „það er boð- skapur kirkjunnar „Kírkja sem vill axla ábyrgð gagn- vart heilli þjóð og boða hverjum og einum það sem honum eða henni má helst verða til heilla verður einnigað þola fjölbreytt og stundum andstæð sjónarhorn inn- an sinna vóbanda.“ Alltaf meö hálfum huga .. Einu sinni leit ég svo á að mun- ur í boðun og kenningu væri kirkju og prestum mikill fjötur um fót. Ég var ungur og óreyndur Ég sagði þetta þó alltaf með hálf- um huga vegna þess að ég vissi það að þeir prestar sem staðið höfðu í þessum sama stóli á undan mér höfðu vísast boðað eitthvað allt annað. Sama fólk hefur einnig getað heyrt allt aðra útleggingu í útvarpsmessu fyrr um daginn. Hvað þýddi þá að segja: „Kirkjan kennir . . .?“ Hálft í hvoru öfund- aði ég kaþólska embættisbræður mína og ímyndaði mér að hlut- lægnin og samstaðan væri meiri þeirra megin. Frá mörgum sjónarhornum í seinni tíð hef ég aftur á móti tekið að efast mjög um gildi hinn- ar óskoruðu samstöðu. Auðvitað horfist ég í augu við að það eru ákveðin atriði í kristinni kenn- ingu þar sem gera verður ráð fyr- ir samhljómi. Þó held ég að hin at- riðin séu mun fleiri þar sem það er ekki aðeins óhætt heldur mjög til góðs að fleiri en ein túlkun fái að njóta sín í kirkjunni. Þetta getur jafnvel átt við þeg- ar um mikilvæg, guðfræðileg málefni er að ræða, hvað þá þegar röðin kemur aö guðs- þjónustusiðum og áherslum í safnaðarstarfi. Leyndardómar trúarinnar eru oftast óræðir og við skynjum dýpt þeirra best ef við nálgumst þá frá mörgum sjónarhornum. Kirkja sem vill axla ábyrgð gagnvart heilli þjóð og boða hverjum og einum það sem honum eða henni má helst verða til heilla verður einnig að þola fjölbreytt og stundum andstæð sjónarhorn inn- an sinna vébanda. EOa hlýtur hún að einangrast, staðna og ef til vill deyja. Hjalti Hugason Skoðanir annarra Holdtekja „fyrirtækja- sósíalisma“ „Þá er broslegt að fylgjast með tilraunum Krist- jáns Ragnarssonar við að reyna að koma sósíalista- stimpli á ritstjóra Morgunblaösins, því Kristján Ragnarsson er holdtekja þess „fyrirtækja-sósíal- isma“ sem segja má að sé eitt helsta verkefni nútíma stjórnmála að kveða niður. Allt frá því Halldór Ás- grímsson varð sjávarútvegsráðherra hafa stjórnvöld og öflugustu hagsmunahópamir í sjávarútvegi, með Kristján Ragnarsson í broddi fylkingar, talað einum rómi.“ Jakob F. Ásgeirsson f Mbl. 2. nóv. Varðskip til varnar sjóránum? „Sambúð bræðraþjóða er í uppnámi og dýmætum orðstír íslendinga í fiskivemd er drekkt í Smugunni. Og ekki nóg með það. Stjórnvöld leggja ekki bara blessun sína yfir sjórán íslendinga í Smugunni, held- ur senda þau varðskip til þjónustu við innrásarflot- ann, eins og Bretar gerðu við íslandsstrendur í þorskastríöum. Héldu menn þó að hlutverk Land- helgisgæslunnar væri að verja fiskimið en ræna þau ekki. Og víst er að margur atvinnurekandinn í landi myndi þakka fyrir samskonar opinbera þjónustu við rekstur sinn.“ Ásgeir Hannes í Degi-Tímanum 2. nóv. Tvískinnungur fiskveiðiþjóöar „Við íslendingar viljum að litið sé á okkur sem fiskveiðiþjóð, sem umgengst auðlindir hafsins af virðingu og ábyrgð. Sömuleiðis viljum við að önnur ríki fylgi sama fordæmi. Það má ekki vera hægt að saka okkur um tvískinnung í þessum efnum. Þess vegna verður nú að leggja ofurkapp á að ná samn- ingum um Smuguveiðamar og taka höndum saman við önnur ríki, sem hagsmuna eiga að gæta, um að hætta ofveiðinni á Flæmska hattinum." Úr forystugrein Mbl. 3. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.