Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
25
py__________________________________Fréttir
Fræknir fjárhundar kepptu
um smalahundabikarinn
- sigurvegarinn aö þessu sinni var Harpa Reynisdóttir á Hæli í Flókadal, með tíkina Snerpu
Guömundur Guömundsson, Harpa Reynisdóttir og Gunnar Þorsteinsson
lentu í verölaunasætum í smaiahundakeppninni á Hesti sem haldin var sl.
sunnudag.
DV, Borgarfirði:
Sjö hundar kepptu ásamt eigend-
um sínum um smalahundabikarinn á
Hesti á sunnudag, að viðstöddum
hátt á annað hundrað áhorfendum.
Þetta var þriðja smalahundakeppnin
sem haldin hefur verið en þær hafa
allar verið haldnar á vegum Vestur-
landsdeildar Smalahundafélags ís-
lands. Sigurvegarinn að þessu sinni
var Harpa Reynisdóttir á Hæli í
Flókadal, með tíkina Snerpu. í öðru
sæti varð Guðmundur Guðmundsson
á Kaðalstöðum með Sokka sem varð í
fyrsta sæti í fyrra. í þriðja sæti varð
svo Gunnar Þorsteinsson á Brekku
með hundinn Kát en fram kom að
mjótt hefði verið á mununum í þriðja
sætinu. Hundamir eru allir af
svokölluðu „border collie“-kyni.
„Ekkert rosaleg, náttúrlega dálítil
undirbúningsvinna. Ég held að hún
sé ákaflega sjáifgerð," svaraði Harpa,
aðspurð hvort ekki lægi mikil vinna
með tíkinni á bak við fyrsta sætið.
Snerpa er tveggja og hálfs árs og búið
að nota hana sem fjárhund í rúmlega
ár. Þær Harpa og Snerpa urðu í öðm
sæti í keppninni í fyma þegar nýbyrj-
að var að þjálfa Snerpu svo það er
ekki ofsagt að hún sé sjálfgerður fjár-
hundur. Á Hæli em fjórir hundar og
segir Harpa að annar hundur á bæn-
um, Skarði, sjái um að sækja kýmar
út á tún á sumrin, það nægi að segja:
„Skarði, farðu og sæktu kýmar!“ þá
rölti hann eftir þeim. í fyrstu fjár-
hundakeppninni varð Harpa í þriðja
sæti ásamt Skarða þannig að það hef-
ur verið jöfn og stöðug stígandi hjá
henni - annað sætið í fyrra og fyrsta
nú. Eiginmaður Hörpu, Jóhann Pjet-
ur Jónsson, keppti með Skarða í gær.
Þeir komust ekki á verðlaunapall að
þessu sinni en hrepptu þriðja sætið í
keppninni í fyrra.
Keppt er á lokaðri braut og gengur
keppnin út á að smalinn lætur hund-
inn reka fjórar kindur fyrir fram
ákveðna leið í gegnum brautina. í
fyrsta áfanga eru kindumar látnar
bíða eftir smalanum í um 150 metra
fjarlægð. Hundurinn á þá að fara í
víðan boga fyrir kindumar og stöðva
þar og koma þeim síðan til smalans.
Því næst á hundurinn að reka kind-
umar frá smalanum um 150 metra
leið í gegnum tvö hlið og stöðva þær
síðan í afmörkuðum hring og róa
þær. Lokahlutinn felst svo í því að
reka kindurnar inn í litla rétt. Tíma-
takmörk era ekki nákvæm en missi
hundar alla stjórn á kindunum era
þeir úr leik og þeir mega aðeins bíta
i sjálfsvöm.
Gunnar Einarsson á Daðastöðum,
sem er frumkvöðull í þjálfun fjár-
hunda hérlendis, hefur dæmt í
keppninni frá upphafi. Hann sagði
m.a. að vonir stæðu til að í framtíð-
inni yrði keppni sem þessi haldin í
hveijum fjóröungi landsins sem for-.
keppni fyrir landsmót. -OHR
Tíkin Snerpa frá Hæli fór létt meö aö reka kindurnar rétta leið i fjárhunda-
keppninni á Hesti og hlaut fyrsta sætiö aö launum.
DV-myndir OHR
Enn unnið í máli mannsins frá Sierre Leone:
Framsalið alvarlegra
vegna fyrirvara Finna
- segir Tómas Jónsson, lögfræðingur Christophers Bundeh
„Finnar hafa gert fyrirvara um 6.
grein mannréttindasáttmála Evrópu
og getá þar með ekki tryggt mönnum
munnlega málsmeðferð. Almennt
þýðir það að hugsanlegt sé að engin
formleg réttarhöld fari fram,“ segir
Tómas Jónsson, lögfræðingur Chri-
stophers Bundeh, mannsins frá Si-
erre Leone sem íslendingar fram-
seldu til Finnlands í byijun septemb-
Allt landiö eitt
atvinnusvæði
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra hefur kynnt í ríkisstjóminni
tvö lagafrumvörp, annað um vinnu-
markað og vinnumiðlanir en hitt
um atvinnuleysistryggingar. í
frumvörpunum felst að allt landið
verður eitt atvinnusvæði og vinnu-
miðlanir færast úr umsjá sveitarfé-
laga til sérstakrar stofnunar á veg-
um félagsmálaráðuneytisins,
Vinnumálastofnunar rikisins.
Tilgangur frumvarpanna er að
gera vinnumiölanir almennt virkari
og draga úr misnotkun atvinnuleysis-
bóta. Öli laus störf verður skylt að til-
kynna tii stofhunarinnar og þeir sem
eru án vinnu skulu bera sig eftir nýju
starfi hjá stofnuninni, eða vinnumiðl-
un á hennar vegum.
í frumvarpinu um atvinnuleysis-
tryggingar er meðal markmiða að
menn geti ekki verið á bótum leng-
ur en tiltekinn hámarkstíma, en
jafnframt skal Vinnumáiastofnunin
hafa fmmkvæði að miðla störfum
til hinna atvinnulausu, sem mönn-
um verður gert skylt að þiggja, eða
detta ella út af bótum. -SÁ
er vegna nauögunarmáls þar í landi.
Christopher hefúr árangurslaust
reynt að fá mál sitt tekið upp aftur
vegna þess að hann var ekki við-
staddur áfrýjunarúrskurðinn þar
sem honum var vikið úr landi áður
en hann var kveðinn upp. Sem fym
segir gerðu Finnar á sínum tíma fyr-
irvara vegna 6. greinarinnar en hún
á einmitt að tryggja öllum mönnum
réttláta málsmeðferð fyrir dómi.
Tómas segir enn alvarlegra að Is-
lendingar hafi framselt manninn
þegar í ljós kemur að Finnar hafi
gert umræddan fyrirvara.
„Ég hyggst halda áfram með þetta
mál og mun leita til mannréttinda-
dómstólsins í Strassburg til þess að
fá úr því skorið, í fyrsta lagi hvort
framsal íslendinga stangist ekki á
við mannréttindi og í öðra lagi hvort
Finnar hafi brotið af sér,“ segir Tóm-
as Jónsson.
Halldóra Gunnlaugsdóttir, unn-
usta Christophers, hefur verið í
Finnlandi frá því að hann var fluttur
út. Samkvæmt heimildum DV hefur
hún árangurslaust leitað til þar-
lendra lögfræðinga til þess að reyna
að fá málið endurapptekið. -sv
Starfsfólk veitingastaöarins Hard Rock bryddaöi upp á þeirri nýbreytni á fimmtudagskvöldiö aö klæöa sig í alis kyns
grímubúninga. Starfsfólkiö þjónaöi viöskiptavinum til borös í margvíslegum búningum og gervum og ekki var ann-
aö aö sjá á gestum, sem troöfylltu veitingastaöinn, en aö þeim líkaöi þessi uppákoma vel. Hér má sjá starfsfólk Hard
Rock í grímubúningunum sínum. DV-mynd S
8mAauoíýBÍngar
Nóuember
tilboð
fyrir aöeins
kr. 7.
færðu myndatöku afbörnunum
pínum cm? eina stækkun,
30x40 sentímetra,
innrammaða og
10 jólakort.
Úrvals jólagjöf
Að auki áttu kosti á að velja
úr 10-20 öðrum myndum
af börnunum og þær færðu
með 50% afslætti frá gildandi
verðskrá efpú pantar strax.
Hringdu og láttu senda þér
frekari upplýsingar, en biddu
ekki og lengi. nlboöiö gildir
aöeins ákveöinn tíma.
(j3 ódýrari^)
Ljósmyndastofan Mynd
sími: 565 4207