Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1996, Síða 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
Sviðsljós
Hönnuðurinn Francois Girbaud á heiðurinn af þessum vorfatnaöi sem er
röndóttur eins og brjóstsykur. Fatnaöurinn, sem sýndur var á dögunum f
New York, er úr nælonefni. Simamynd Reuter
Jeff Goldblum hefur
ekkert vit á tölvum
Eddie Murphy sakaður um ritstuld
Tveir bræður í Bandaríkjunum
hafa stefht Eddie Murphy og Uni-
versal kvikmyndafélaginu fyrir rit-
stuld. Bræðumir halda því fram að
þeir eigi hugmyndina að Geggjaða
prófessornum, nýjustu mynd
Eddies.
Bræðumir segja að Universal
hafi hafnað handriti frá þeim fyrir
fimm ámm.
Þar segir frá kvenkyns erfða-
fræðingi sem uppgötvar leið til að
megrast á einu andartaki. t Geggi-
aða prófessornum leikur Eddie karl-
kyns erfðafræðing sem uppgötvar
sams konar aðferð.
Eddie er ekki ókunnugur svona
lögsóknum þar sem dálkahöfundur-
inn Art Buchwald stefhdi honum á
sínum tíma fyrir að stela hugmynd-
inni að myndinni Coming to Amer-
ica. Art vann en Eddie tapaði.
Miðvikudaginn 13. nóvember mun aukablað um tækni fylgja DV.
í blaöinu verður m.a fjallað um sjónvörp, myndbandstæki og heimabíó.
Auk þess verður fjallað um hljómtæki og hvernig þau tengjast hinu sjónræna.
Þeir sem vilja koma ó framfæri nýjungum og efni í blaÖið er bent ó aS hafa
samband við Jón Heióar ó ritstjórn DV í síma 550-5819sem allra fyrst.
Þeir auglýsendur, sem
hafa óhuga ó að aug-
lýsa í þessu aukablaöi,
vinsamlega hafi sam- •
band viS Selmu Rut,
auglýsingadeild DV,
fyrsta, í síma
550-5720
Lovitz gefinn
fyrir drama
John Lovitz er þekktur fyrir að
vera mikill spaugfugl. Hann var
lengi í grínþáttunum Saturday
Night Live í amerisku sjónvarpi
og hefur síðan leikið í mörgum
gamanmyndum, svo sem City
Slickers eitt og tvö. En núna lang-
ar hann til að leika i alvöru
drama. Hann bendir á Robin
Williams og Tom Hanks sem fyr-
irmyndir. Gangi þér vel, Jon.
Hollywoodgengið veitir hvað öðru viðurkenningu:
Bob Hope heiðraður
sem alþjóðastofnun
Ekki var þurr hvarmur í salnum
þegar glansliðið i Hollywood, gamli
skólinn og sá nýi, kom saman á laug-
ardagskvöld til að verðlauna hvað
annað fyrir glæsilega frammistöðu á
hvíta tjaldinu. Mest hefur þó senni-
lega verið grátið þegar Elizabeth
Taylor ilmvatnsdrottning og Gerald
Ford, fyrrum Bandaríkjaforseti og
tyggjóæta, kynntu öldnu kempuna
Bob Hope.
„Heimurinn er betri staður þegar
enn er hægt að lifa í voninni og Hope
(von) hefur gert heiminn að betri
stað fyrir þig og mig,“ sagði Eliza-
beth þegar hún afhenti hinum 93 ára
gamla skemmtikrafti viðurkenningu
fyrir framlag hans til heimslistar-
innar. Talað var um Bob gamla sem
alþjóðlega stofnun og eru það orð að
sönnu.
Hátíðargestir risu úr sætum og
klöppuðu Hope lof í lófa þegar hann
gekk í hægðum sínum upp á sviðið
og á meðan lék hljómsveitin hinn
góðkunna slagara Takk fyrir minn-
ingamar.
Meðal frægra og ríkra við athöfn-
ina voru menn eins og Kirk Douglas,
Gregory Peck og Burt Reynolds.
Hátíðin á laugardag var haldin í
tilefhi veitingar svokallaðra Americ-
an Cinema Awards sem stofnað var
til árið 1984 í því skyni að verðlauna
skemmtikrafta í Hollywood fyrir af-
Leikarinn aldni, Bob Hope, veifar til félaga sinna og starfsbræöra eftir aö Elizabeth Taylor hafði afhent honum viður-
kenningu fyrir framlag hans til kvikmyndalistarinnar og skemmtanaiðnaðarins. Um þúsund manns sóttu samkom-
una. Símamynd Reuter
rek þeirra. Shirley MacLaine einnig í lukkupott- starfsmenn mínir hafa verið leikfé-
Bob Hope var ekki einn um að fá inn. lagar í sandkassanum," sagði
viðurkenningu heldur duttu þau Ric- „Þetta er búið að vera eins og róló Shirley þegar Gregory Peck hafði af-
hard Dreyfúss, Morgan Freeman og í 45 ár og allir þessir dásamlegu sam- hent henni viðurkenninguna.
Brooke Shields
vill þrjú börn
Bandaríska tennisstjaman
Andre Agassi veit hvað til síns
friðar heyrir. Kærastan hans,
leikkonan Brooke Shields, er
búin að skipuleggja væntanlegt
hjónalíf þeirra út í ystu æsar
þótt ekki sé enn búið að ákveða
giftingardaginn. Brooke vill
eignast þrjú börn. Tvö með
skömmu millibili en það þriðja
nokkrum árum síðar.
Vinsamlegast athugið oð síóasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 7. nóvember.
DV
Jeff Goldblum, sem leikur tölvu-
séníið Dave í Independence Day, á
ekki tölvu og kveðst ekkert vit hafa
á tölvum. Hann er hins vegar dug-
legur djasspíanisti. Jeff er nú við
tökur á framhaldi á myndinni Ju-
rassic Park þar sem hann leikur aft-
ur vísindamann.
Jeff er fyrrverandi eiginmaður
Geenu Davis en á nú vingott við
Lauru Dern. Þau bjuggu reyndar
saman um skeið en Laura flutti út
fyrr á árinu. Þau eru samt enn góð-
ir vinir og hittast reglulega.