Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Side 10
10 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http7/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Valfrelsið er marklaust Kosningaþáttaka í Bandaríkjunum hefur á þremur áratugum fallið úr rúmlega 60% niður í tæplega 50%. Þetta sýnir aukið áhugaleysi bandarískra kjósenda og gefur tilefni til að hugleiða, hvort svipaðar breytingar geti ekki líka orðið í öðrum þjóðfélögum Vesturlanda. Reynslan sýnir, að bandarískt þjóðfélag gefur tóninn á mörgum sviðum og önnur vestræn þjóðfélög fylgja í humátt á eftir. Breytingar byrja þar og síast síðan inn annars staðar í kjölfarið. Aukið áhugaleysi kjósenda fyr- ir vestan gæti því hæglega smitazt yfir til okkar. Að þessu sinni völdu Bandaríkjamenn milli tveggja óhæfra forsetaefna. Niðurstaðan varð, að þeir kusu sið- ferðilega vanþroskaðan mann, sem reynslan sýnir, að snýst eins og vindhani eftir aðstæðum hverju sinni, en hafði að þessu sinni mun betur smurða kosningavél. Hinn frambjóðandinn er gamalmenni, sem kastaði fyr- ir róða þeirri rökfræði, er hann hafði notað sem þing- maður, og tók upp þveröfug slagorð af ódýrustu tegund, svo sem loforð um miklu lægri skatta. Hann reyndist sami vindhaninn og hinn, þegar á hólminn var komið. í kosningabaráttunni hefur komið betur en áður í ljós, að sérhagsmunir af ýmsu tagi ráða miklu um val stjórn- málamanna og afstöðu þeirra. Þannig hafa ameríska byssufélagið, samtök tóbaksframleiðenda og stuðnings- hópar ísraels umtalsverð áhrif á bandarísk stjómmál. Svo langt gengur þetta, að erlendir aðilar eru farnir að taka þátt í fjármögnun kosningabaráttunnar og ná eyr- um valdamikilla manna. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar peningar úr þriðja heiminum eru farnir að lita stefnu heimsveldis í þeim heimshluta. Peningamenn kaupa bandarísk stjórnmál í vaxandi mæli. Þeir kosta framagirni stjórnmálamanna og stjórna gerðum þeirra á sínum hagsmunasviðum. Þannig tekst minnihlutahópum eins og byssufélaginu, tóbaksfram- leiðendum og ísraelsvinum að stjórna sínum sviðum. Að baki þessari þróun eru bandarískir kjósendur, sem eru að afsala sér frumburðarrétti borgarans og láta hafa sig að fífli. Möguleikar kjósenda til að greina kjarnann frá hisminu hafa minnkað í réttu hlutfalli við getu áróð- ursmeistara til að koma hisminu á framfæri. Við sjáum þetta gerast á mörgum sviðum í senn. Til dæmis eykst geta neytenda til að sjá við brögðum mark- aðsmana mun hægar en geta markaðsmanna til að finna nýjar leiðir til að villa um fyrir neytendum. Stjórnmálin eru bara einn þáttur af þessu almenna ferli. Sjónvarpið hefur haft afar slæm áhrif. Þar koma stjórnmálamenn og sýna af sér ímynd, sem kjósendur telja sér trú um, að sé persónuleiki þeirra. í stað þess að veita kjósendum innsýn í innri mann frambjóðandans lokar sjónvarpið beinlínis fyrir þessa innsýn. Rannsóknir sýna til dæmis, að frambjóðandi getur sýnzt meira trausts verður en andstæðingurinn með því að depla sjaldnar augunum en hann. Clinton afrekaði að læra að depla augunum nærri helmingi sjaldnar en Dole og var því kjörinn forseti Bandarikjanna. Eðlilegur fylgifiskur valdaafsals kjósenda er, að kosn- ingaþátttaka minnkar. í Bandaríkjunum er hún komin niður fyrir 50% í forsetakosningum. Fólk sér ekki til- gang í að velja milli strengbrúða, sem hagsmunahópar stjóma, og telur sig ekki eiga kost á öðrum leiðum til áhrifa. Hliðstæða strauma má sjá á íslandi. Þeirri skoðun vex fylgi hér, að sami rassinn sé undir pólitíkusunum, að sérhagsmunir ráði ferð og að því verði ekki breytt. Jónas Kristjánsson Abyrg fjármálastjórn færði Clinton sigur runnið framlög sem hundruðum þúsunda dollara skiptu frá kaup- sýslumönnum af asískum upp- runa og var þar höfðað til kyn- þáttafordóma kjósenda. En þótt Clinton kæmist nærri því marki sínu að ná hreinum meirihluta atkvæða dugðu yfir- burðir hans yfir Bob Dole ekki til að rétta hlut demókrata á þingi að marki. Horfur eru á að repúblík- amir hafi aukið meirihluta sinn í öldungadeild um eitt sæti en meirihluti þeirra í fulltrúadeild- inni rýrni um allt að tíu. Ekki eru þó neinar horfur á að harkalegir árekstrar þings og for- seta eftir að repúblíkarnir náðu meirihlutanum fyrir tveim árum endurtaki sig. í fyrsta lagi er Newt Gingrich, hugmyndafræðingur herskárra repúblíkana, vængbrot- inn eftir það hvernig Clinton lék hann undir lok kjörtímabilsins. Fulltrúadeildarmenn repúblíkana, sem komu nýir á þing 1994 og fylktu sér þá um Gingrich, tóku þann kost að telja sér helst til gild- is í kosningabaráttunni nú að hafa hafnað fomstu hans í þessu málinu eða hinu. í öðru lagi er botninn dottinn úr yfirboðsstefnunni í skattamálum. Ronald Reagan tók hana upp með þeim afleiðingum helstum að rík- isskuldir Bandaríkjanna fimm- fólduðust, að meginhluta í forseta- tíð hans og George Bush. Megin- kosningamál Dole var í upphafi að bjóða 15% skattalækkun en það fékk engan hljómgrunn. Hins vegar varð það Clinton til framdráttar framar öllu öðm að hann gat sýnt fram á að ríkissjóðs- halli hafði í stjómartíð hans lækk- að úr 290 milljörðum dollara 1992 eða 4,9% af þjóðartekjum í 116 milljarða á nýloknu ijárhagsári eða 1,5% af þjóðartekjum. Með þessu móti hefur tekist að lækka vexti, ýta þannig undir fjárfesti fyrirtækja og einstaklinga. og draga þar með verulega úr at- vinnuleysi. Clinton og forusta repúblikana á þingi náði í vor saman um það markmið að eyða bandarískum fjárlagahalla fram til 2002 en ágreiningur var um leiðir að markinu. Ljóst er að báðir aðilar miða að því nú að kosningum af- stöðnum að reyna að byggja á þessu samkomulagi. Þar er mikið verk að vinna því framreikningar sýna að héðan í frá hefur ríkissjóðshalli tilhneig- ingu til að fara vaxandi að öllu óbreyttu. Þar munar mestu um ört vaxandi útgjöld til almanna- tryggingu og sjúkratrygginga aldr- aðra en þegjandi samkomulag var um að láta þau viðkvæmu mál liggja í þagnargildi í nýafstaðinni kosningabaráttu. | Forsetahjónin Bill og Hillary Clinton (t.h.) og varaforsetahjónin Al og s Tipper Gore veifa til stuöningsmanna á sigurhátíö i Washington á miö- vikudagskvöld. Bill Clinton náði endurkjöri á forsetastól Bandaríkjanna með tæpum helmingi greiddra at- kvæða og þar með stuðningi fjórð- ungs kosningabærra Bandaríkja- manna, af því kosningaþátttaka komst rétt yfir 50%, hið lægsta sem um getur í forsetakosningum. Dræm kjörsókn í Bandaríkjun- um á sér tvær meginskýringar. Annars vegar verður fólk að hafa frumkvæði að því að koma sér á kjörskrá og víða hefur verið lenska hjá valdhöfum í ríkjunum að letja skráningar frekar en hvetja af því auðveldara er að stýra fylginu á kjördag eftir því sem kjósendahópurinn er tak- markaðri. En að auki kemur til í þessum kosningum að vaxandi fjöldi hefur skömm á stjórnmálabaráttunni eins og hún er nú rekin í Banda- ríkjunum. Eftir því sem kosninga- barátta færðist yfir í keyptar aug- lýsingar og kynningarþætti í sjón- varpi hefur hún orðið yfirborðs- legri, illvígari og fyrst og fremst dýrari. Talið er að forsetakosningar hafi að þessu sinni gleypt allt að milljarð dollara. Sigursæl barátta til öldungadeildarsætis kostar frá sex milljónum dollara upp í 30 milljónir eftir ríkjum. Frambjóð- andi til fulltrúadeildar þarf að hafa úr tveim milljónum dollara að spila til að eiga sigurvonir. Fjárþörf á þessu stigi hefur veitt fjársterkum aðilum, stórfyr- irtækjum og hagsmunasamtökum hvers konar tækifæri til að beita Erlend tíðindi Magnús Torfi Úlafsson framlögum í kosningasjóði til að ná taki á þingmönnum sem ekki hafa fyrr náð kjöri en þeir þurfa að fara að huga að fjáröflun í sjóð fyrir næstu kosningar sem eru á tveggja ára fresti til fulltrúadeild- ar. Bill Clinton og hans fólk hefur ekki dregið af sér við fjáröflun enda höfðu demókratar nú í fyrsta skipti um langan aldur úr álíka háum fjárhæðum að spila og keppinautamir repúblíkanar. Var það helsta árásarefni á forsetann undir lok kosningabaráttunnar af hálfu Bobs Dole, mótframbjóðandi hans, og annarra repúblikana, að í kosningasjóði demókrata hefðu skoðanir annarra Andóf kæft í Kína „Kínversk stjórnvöld virðast telja að þau geti | fylgt stefnu um aukið frjálsræði í efnahagsmálum I án þess að þurfa að horfast i augu við kröfur um að I losa pólitískt kverkatak sitt. Ef eitthvað er, þá virð- 1 ast kínverskir leiðtogar nú vera staðráðnari en 1 nokkru sinni í að kæfa allt andóf með því að dæma | þekktustu lýðræðissinna Kína til langrar fangelsis- f vistar eða þrælkunarvinnu." Úr forustugrein New York Times 5. nóvember. Mælistika á menningarstig | „Hvernig getur öryggismálanefnd ríkisstjornar- innar hafa verið þeirrar skoðunar eitt augnablik að | hún ætti að koma í veg fyrir að rithöfundurinn og ESB-borgarinn Salman Rushdie kæmi til Kaup- : mannahafnar? Hlutverk ríkisstjóma er að vemda f borgarana. Ekki mælast til að þeir hypji sig og fari í felur þegar þeir óska eftir að koma fram. Þegar umræddur borgari er einnig lifandi tákn fyrir tján- ingarfrelsið og sem á að heiðra fyrir framlag sitt til listanna í menningarborg Evrópu, Kaupmanna- höfn, verður þessi sjálfsagða skylda afgerandi mæli- stika á menningarstig samfélags okkar.“ Úr forustugrein Politiken 5. nóvember. Stöðugleikinn blífur „Kjósenður gerðu það lýðum ijóst, með því að veita Bob Dole ekki brautargengi, að þeir hafa áhuga á stöðugleika í efnahagsmálum, ekki skatta- lækkunum. Stærstu mistök meirihluta repúblikana á síðasta þingi kunna að hafa verið að blanda sam- an niðurskurði á framlögum til hinna þurfandi og skattaívilnunum fyrir þá sem greinilega era betur settir.“ Úr forustugrein New York Times 7. nóvember. i»i8wro8W88888wwa»ia8W8iiwi»awiTOWWttWwiwmwwwwwtiiiiiiiiiitii[iiiiiii»Tiiiiwi*a88e8a8838sae8»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.