Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 JLj"W
16
mðtal
Kristinn Alexandersson, trommari hjá Steina spil, varð að hætta í tónlistinni vegna liðagigtar:
Strekkti geitarskinn á
kökuboxin hennar mömmu
—segir gigtina ekki há sár því að heilinn sá í lagi þó að fingurnir séu krepptir
„Ég byrjaði snemma að fikta við
trommur en mig langaði alltaf að
læra á píanó. Árið 1955 var ekki
hægt að fá hljóðfæri með afborgun-
um og maður keypti frekar bíl en pí-
anóræfil. Ég átti ekki kost á því að
læra á píanó af því að það var ekki
til á heimilinu. Þá fór ég að fikta við
að búa mér til frumstæð hljóðfæri.
Ég stal öllum kökuboxunum frá
mömmu og fór svo inn í skinna-
verslun við Austurstræti og
strekkti á þau geitarskinn. Þannig
eignaðist ég fyrsta trommusettið,“
segir Kristinn Alexandersson hljóð-
færaleikari, 57 ára.
Kristinn er fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Hann fékk snemma mik-
inn áhuga á tónlist og kom sér upp
sínu fyrsta trommusetti um 17 ára
aldur. Nokkrum árum síðar var
hann að vinna í skóverksmiðju og
keypti sér þá sitt fyrsta sett, notað
og á afborgunum, en kökuboxunum
úr fyrsta settinu skilaði hann
aldrei. Orðrómur um flinka tónlist-
armenn var fljótur að berast um
Reykjavík i þá daga og hann byrjaði
fljótlega að spila í hljómsveitum,
meðal annars á Vellinum. Meðal
annars þannig sá hann sér og fjöl-
skyldu sinni farborða í fjölda ára
eða þar til hann varð að hætta í
spilamennskunni vegna liðagigtar.
Kristinn lék með mörgum hljóm-
sveitum. Hann varð einna kunnast-
ur fyrir leik sinn með hinni vin-
sælu Hljómsveit Þorsteins Guð-
mundssonar, Steina spil, en hann
lék með þeirri hljómsveit 1963-1979.
Kristinn var hrókur alls fagnaðar
enda léttur í lundu þrátt fyrir veik-
indin og segist hafa verið fenginn til
að vera með alls kyns spaug í lögun-
um. í tólf ár vann hann samhliða
spilamennskunni í Sundlaugum
Reykjavíkur en varð að lokum að
velja á milli og valdi spilamennsk-
una. Hann segist hafa haft vikulaun
verkamanns fyrir kvöldið en auðvit-
að var slítandi að vinna fulla dag-
vinnu og spila svo á sveitaböUum
um helgar.
Fenginn í fíflaskap
„Árið 1963 var liðagigtin farin að
herja á mig. Ég gat ekki unnið bæði
í sundlaugunum og verið í spila-
mennskunni þar sem var spilað að
meðaltali þrjú kvöld í viku, föstu-
dags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld. Ég varð að segja upp í sund-
laugunum 1974 og sneri mér alfarið
að músíkinni. Auðvitað hefði verið
tryggara að vera starfsmaður hjá
Reykjavíkurborg en maður er alltaf
svo gáfaður eftir á. Ég hefði getað
fengið rólegra starf, orðið gæslu-
maður eða baðvörður, en enginn er
í hljóðfæraleik nema áhuginn sé
mikill,“ segir hann.
Á sjöunda og áttunda áratugnum
ferðaðist Kristinn með hljómsveit
Steina spil um allt land til að spila
á sveitaböllum. Þá var spilað frá
átta eða níu á kvöldin og fram yfir
miðnætti og meðan á skemmtun-
inni stóð segist Kristinn hafi verið
fenginn í alls kyns fíflaskap. Þegar
hljómsveitin mætti á staðinn var
gjarnan biðröð við miðasöluna. Oft
var nóg að hafa einn magnari, tvo
gítara, einn trommara og míkrófón
með í fór, „svipað og á gömlum
bítlcunyndunum þar sem þeir eru að
syngja saman í einn mikrófón,
10.000 kr. Risaafsláttur
af vinsælu 28" ATV tækjunum frá AIWA umboðinu í Skandinavíu.
28" ATV á aðeins kr. 59.900
* ^uper planar black line lampi
* Islenskt textavarp
* Góðir hátalarar að framan
* Stereo heyrnartólatengi
* Fullkomin góð fjarstýring
* Allar aðgerðir á skjá
* Nicam stereo magnari a . xá
* Sjálfvirk stöðvarleitun ®&p£
* S-VHS inngangur
* 2 Euro skart tengi
Komið og tryggið ykkur vandað 69.900 kr. tæki á aðeins 59.900 kr.
K
\/ *
Ármúla 38 (Selmúlamegin),
Sími 553 1133 • Fax 588 4099
KRINGLAN 8-12-SIMI 5681000
vælandi hvor upp í
annan.“
Gigtin sigraði
„Eg hélt áfram
fram til 1979 en þá
var gigtin að sigra.
Þetta var ekkert snið-
ugt líf lengur því að það
lá við að ég þyrfti að
liggja í bælinu mánudag,
þriðjudag og miðvikudag
til að vera búinn að
jafna mig og geta
spilað föstudag,
laugardag og
sunnudag,“
segir Krist-
Málaði á náttunni
Þegar Kristinn fór á ör-
orkubætur í lok áttunda
áratugarins sá hann sér
leik á borði og fljótlega
fóru að streyma til
hans pantanir
enda hafði
hann alltaf
málað
átt-
j \', . % ha«a’
Kristinn Alexandersson hætti í spilamennskunni árið 1979 og fór þá á ör-
orkubætur. Hann hafði þó alltaf verið málandi og teiknandi og sneri sér að
því af fullum krafti. Hann hefur nú málað átthagamyndir og selt í áraraðir.
og hann útskýrir að trommur séu að
mörgu leyti góðar fyrir gigtarsjúk-
linga því að þeir megi ekki setjast
niður því að þá fær gigtin tíma til að
grassera. Hreyfmgin sé best fyrir þá.
Þegar Kristinn er heimsóttur er
greinilegt að þar er maður sem ekki
lagði árar í bát þó að spilamenns-
kunni hafi verið lokið því að á heim-
ilinu prýða alla veggi teikningar,
málverk og klippimyndir eftir hann.
Þegar hann fór á spítala árið 1956
vegna ónýtra ökkaliða var hann si-
Kristinn Alexandersson var
trommari hjá Steina spil í um 15 ár
og ferðast þá vítt og breitt um land-
ið. Hann fékk sitt fyrsta trommusett
þegar hann strekkti geitarskinn á
gömul kökubox en keypti sér svo
nokkur síðar gamalt sett með af-
borgunum.
teiknandi enda hafði teikning verið
hans besta fag í skóla og þessu hefur
hann haldið áfram allt fram á þenn-
an dag.
„Mér var oft hent út úr teiknitím-
um þegar ég var krakki því að ég var
oft að gera spaugmyndir af teikni-
kennaranum og hann þoldi það
ekki,“ segir hann.
myndir jöfnum höndum meðfram
spilamennskunni. Hann notaði þá
sérstaklega tímann á nóttunni þeg-
ar hann gat ekki sofið og fram und-
ir morgun og nú hlær hann að því
að í sumum myndunum séu litirnir
ekki alveg réttir því að hann hafi
orðið fyrir áhrifum af eldhúsljós-
inu, neon ljósi, á nóttunni.
„Ég fékk oft æði á nóttunni,
kannski á mánudags- eða þriðju-
dagsnótt, og rauk í að mála. Þegar
ég var að koma heim á morgnana
klukkan fimm og sex þá rauk ég í
þetta því að það var enginn annar
tími. Síðan kalla ég þessa liti alltaf
neon litina. Þegar ég hætti í tónlist-
inni gat ég eytt meiri tíma í þessi
verkefni og þá fór ég að sinna þessu
meira,“ segir hann.
Erfitt vegna gigtar?
Á síðustu árum hefur Kristinn
teiknað myndir á jólakort, hannað
plaköt með öllum skjaldamerkjum
sveitarfélaganna í landinu, sem
hann vann fyrir 50 ára afmæli lýð-
veldisins 1994, og nú nýlega hefur
hann sent frá sér plakat með
merkjum allra hestamannafélag-
anna í landinu auk þess sem hann
hefur unnið nokkra mánuði á
Múlalundi. En er ekkert erfitt fyr-
ir mann sem er illa farinn í hönd-
um og öðrum liðamótum vegna
gigtar að mála og teikna fínlegar
myndir?
„Gigtin er bara hlutur sem ein-
hvern veginn hefur þróast gegn-
um árin alveg án tillits til þess
hvað ég hef verið að fást við
hverju sinni. Þó að puttarnir
kreppist er heilinn í lagi. Meðan
ég er með styrka hönd og get
teiknað beina línu án reglustiku
gengur þetta,“ segir hann og
kveðst vinna í törnum og hvíla sig
á milli
,-GHS