Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 20
4 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 DV Magnús Leopoldsson rýfur tuttugu ára þögn um 105 daga gæsluvarðhald: Margir nornaveiðaranna eru í háum embættum Björk Valsdóttir, Valdfs, Magnús og María þegar fjölskyldan var sameinuö á ný en Magnús missti þrettán kfló f gæslu- varöhaldinu. „Menn voru trylltir og allar regl- ur voru þverbrotnar. Stríðsástand rtkti í fangelsinu og þetta líktist einna helst nornaveiöum," segir Magnús Leopoldsson sem sat sak- laus i einangrun í Síðumúlafangels- inu í 105 daga árið 1976, ásakaður um morðið á Geirfinni Einarssyni sem hvarf tveimur árum áður. Magnús segir frá reynslu sinni í bók sem Jónas Jónasson rithöfund- ur hefur skrifað. Magnús hefur í tvo áratugi þagað þar sem hann treysti sér ekki til að rifja upp atburðina. Honum var haldið í gæsluvarðhaldi, jafnvel þótt sannanir gegn honum væru engar. Á þessum tíma léttist hann um þrettán kíló og einangrun- in fór afar illa með heilsu hans. Honum voru gefin lyf þar sem taug- arnar biluöu við álagið og hann var illa haldinn af ótta og innilokunar- kennd. Magnús hefur hvorki náð sér líkamlega né andlega og situr uppi með skaddað ónæmiskerfi eftir kalda vistina í Síðumúlanum. Mannorðsmorð Ýmsir menn höfðu áhrif á at- burðarásina og er fjallað vun þá í bók Jónasar. Magnús segist ekki vera á neinum nomaveiðum en seg- ir menn sem að málinu stóðu hafa gert mikil mistök. Hann hefur þó reynt að fyrirgefa þeim. Órökstuddar kenningar manna á borð við Hauk Guðmundsson, rann- sóknarlögreglumanns í Keflavík, og Kristjáns Péturssonar tollvarðar um Klúbbinn og stjómendur hans hrundu af stað þeirri atburðarás sem einkenndi Geirfinnsmálið. Hin- ar alvarlegu sakargiftir á hendur Magnúsi voru bomar fram af rann- sóknardómaranum Emi Höskulds- syni og veitti hann íjölmiðlum upp- lýsingar. Þórður Bjömsson, fyirum ríkissaksóknari, neitaði að ræða við Hafstein Baldvinsson lögmann um flutning Magnúsar úr einangrun- inni á sjúkrastofu vegna slæmrar heilsu. Til þess að kóróna skömm- ina setti Öm Höskuldsson takmark- anir á ferðafrelsi Magnúsar frá því hann var leystur úr gæsluvarðhald- inu. Athyglisvert væri til dæmis að skoða hvar sumir þeirra manna era staddir sem Magnús getur þakkað dagana 105 í gæsluvaröhaldi. Hall- varður Einvarðsson er ríkissak- sóknari, Sigurbjöm Víðir Eggerts- son og Eggert Bjamason era enn þá í rannsóknarlögreglunni. Einum fangavarðanna, Högna Einarssyni, var til dæmis fljótlega umbunað og hann gerður að rannsóknarlög- reglumanni og fannst Magnúsi þaö sérkennilegt. Það má segja Emi Höskuldssyni rannsóknardómara til hróss, segir Magnús, að hann hætti störfum fljótlega hjá Sakadómi eftir að málinu lauk. „Þorsteinn Pálsson mun væntan- lega skoða þessi mál betur nú þar sem í gangi eru umtalsverðar breyt- ingar á rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Ég verð þó aö viðurkenna að það getur verið erfitt fyrir hann þar sem hann var á þessum tíma rit- stjóri Vísis og hlýtur á einhvern hátt að hafa borið ábyrgð á skrifum Vilmundar Gylfasonar," segir Magnús. Mannréttindi brotin „í yfirheyrslunum brotnaöi ég al- veg niður. Rannsóknarlögreglu- mennimir og fangaverðimir vora að gera út af við mig. Þeir héngu yfir mér og reyndu stanslaust í marga klukkutíma að þvinga mig til þess að játa,“ segir Magnús. Magnús fékk ekki dagblöö, bæk- ur, útvarpstæki né blöð til þess að skrifa á og þurfti að híma öllum stundum í ísköldum pínulitlum klefa með eitt Álafossteppi. Einung- is lögmaður hans, Hafsteinn Bald- vinsson, fékk að heimsækja hann einu sinni í viku fimmtán mínútur í senn. Lögreglumaður fylgdist með öllu sem sagt var og stjómaði því hvað þeir fengu að tala um. „Ég upplifði að ég væri peð á tafl- borði réttvísinnar. Það hefúr alveg gleymst að kenna fangavörðum og lögreglu mannleg samskipti. Hvað sem mönnum fannst um mig þá era menn saklausir uns sekt er sönnuð. Það var litið á mig sem hvem ann- an skít,“ segir Magnús. Fangaverðimir sýndu Magnúsi eindæma hroka og mannvonsku. Magnús varð stundum var við mik- il óhijóð á nætumar eins og verið væri að misþyrma fólki. Hann fékk ekki að koma út undir bert loft og var það liður í því að veikja mót- stöðu hans. Fjarvistarsönnun Magn- úsar var skoðuð en rEmnsóknaraðil- ar horfðu fram hjá henni og tóku hana ekki trúanlega. „Ég fékk ekki að fara á salemið án þess að verðimir leyföu mér. Þeir biðu þrír, vopnaðir kylfum, á ganginum og voru viðbúnir að beija mig. í lokin reyndu fangaverðimir að fá mig til þess að játa en þá vora rannsóknaraöilar orðnir örvænting- arfullir. Fangaverðimir fóra þá út fyrir sitt verksvið," segir Magnús. Réttarkerfið ónýtt Magnús hefði aldrei getað trúað því þvílíkt réttarkerfi væri til á ís- landi. Á sfrmdum hafði hann á til- finningunni að hann væri að leika í kvikmynd. Hann komst að því að hann ætti rétt á að hitta prest en prestinum, séra Jóni Bjarman, var sagt að Magnús vildi ekki hitta hann. „Sem betur fer gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað alþjóð fannst um málið á meðan ég sat inni. Það virtist þó espa fólkið mikið þegar Sighvatur Björgvinsson hélt ræðu um Geirfinnsmálið á Alþingi. Allir töldu sig vera með öruggar sannan- ir fyrir því að ég hefði framið morð- ið. Fangaverðimir og rannsóknar- lögreglumennimir reyndu að teija mér trú um að þjóðin og fjölskylda mín hefðu dæmt mig sekan og ég stæði einn. Það hjálpaði mér mjög mikið að vera saklaus maöur í fang- elsi,“ segir Magnús. Magnús trúöi því alltaf að réttlæt- ið myndi sigra og hann hafði mesta trú á Hæstarétti íslands. Þegar það brást og Hæstiréttur framlengdi gæsluvarðhaldsúrskurðinn tvisvar sinnum án þess aö sönnunargögn gegn honum væra nokkur var trúin á íslenska réttarkerfið brostin. „Ég var fómarlamb í þessari at- buröarás en ég trúi því að þetta mál eigi eftir að leysast þar sem farið er að grafa í því aftur. Það þarf að skoða betur hvort upphafið að þessu hafi verið framburður Sævars Ciesi- elski og Erlu Bolladóttur eða hvort hann var þvingaður fram,“ segir Magnús. „Ég hef ekki hitt neinn sem vill bera ábyrgð á þessum atburðum. Við þurftum jafhvel að standa f úti- stöðum við kerfið um að fá bætur þótt sakleysi okkar hefði verið sannaö," segir Magnús. Morðingjastimpillinn Fram að gæsluvarðhaldinu hafði flest gengið Magnúsi og hans fjöl- skyldú í hag. Hann byrjaði snemma aö vinna fyrir sér þar sem hann var skilnaðarbam og bjó með móður sinni. Hann keypti verslimina Esju á Kjalamesi tvítugur að aldri. Hann var óformlegur framkvæmdastjóri Glaumbæjar þar til hann brann en þá tók hann við framkvæmdastjóra- stöðu Klúbbsins. Áhrifin sem gæslu- varðhaldið og morðákæran hafði á fjölskylduna vora gífurleg. Dóttir þeirra, Valdís, þurfti að skipta um skóla þar sem hún fékk að heyra að pabbi hennar væri morðingi. Magnús kom Klúbbnum á skrið aftur eftir að hann losnaði úr Síðu- múlafangelsinu. Eftir það langaði hann helst að hverfa úr skarkala borgarinnar. Hjónin keyptu jörðina Sogn í Kjós þar sem þau bjuggu í tíu ár. Þau urðu að bregða búi vegna þess hve Magnús var heilsutæpur eftir fangavistina. Magnús heftir í ellefu ár starfað við fasteignasölu og sem löggiltur fasteignasali frá 1994. Síðustu fimm árin hefur Björk Vals- dóttir, eiginkpna hans, staöið við hliö hans. Magnús vonaðist til þess að hör- mungum fjölskyldunnar væri lokið j þegar fangavistinni sleppti en svo var ekki. Tuttugu árum síðar kallar fólk hann morðingja eða hættir við j aö skipta við fasteignaskrifstofu hans þegar það heyrir nafn hans. Sumir halda að hann hafi framið , morðin en staðist yfirheyrslurnar. ‘ Þjóðin hefur ekki sannfærst um sakleysi Magnúsar enda hefur rétt- arkerfið ekki reynt aö draga athygli að sakleysi hans og enginn hefur beöið hann afsökunar. -em Magnús Leopoldsson fyrir utan Síðumúlafangelsiö þar sem hann var I gæsluvarðhaldi f tuttugu daga og bjó viö mik- iö haröræöi íslenska réttarkerfisins. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.