Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 JJ^'V
★
22 *
W •
fréttir
Birna Willardsdóttir, Ford stúlkan 1993, hefur áhuga á dýrum svo líkist ástríðu:
Langaði að eignast slöngu
sem verður 7 metra löng
„Þetta er mannskemmandi
bransi. Auðvitað var þetta rosalega
skemmtilegur tími því að ég fór til
Afríku, ferðaðist mikið og hitti
frægt fólk en maður fékk alltaf að
heyra það slæma. Ég hélt að ég væri
þokkalega sterk en maður var brot-
inn niður hægt og sígandi á hverj-
um einasta degi þannig að ég er al-
veg til í að gera eitthvað allt annað
í framtíðinni," segir Bima Willards-
dóttir, Ford stúlkan 1993.
Bima var aðeins 16 ára gömul
þegar hún sigraði í Ford keppninni
hér heima. Eftir sigurinn fór hún til
frænda síns, Valgeirs Sigurðssonar
veitingamanns í Lúxemborg, þar
sem hún var að kynna nýjan vodka.
Hún ferðaðist mikið um í starfinu
og segir eftirminnilegast að koma til
Birna Willardsdóttir starfaöi sem fyrirsæta f Parfs í sumar. Hér er hún í sam-
kvæmi f Afrfku ásamt tfskukónginum fræga, Jean Paul Gaultier, og Árnýju
Hlfn Hilmarsdóttur fyrirsætu.
Rússlands.
„Mér fannst hrikalegt hvað allt
var grátt og drullugt. Gamalt fólk
var í sitt hvorum skónum og engum
jakka, að drepast úr kulda,“ segir
hún.
Kynntist
Jean Paul Gaultier
Seint á síðasta ári fór hún til Par-
ísar til að kynna sér aöstæður og fór
svo aftur utan snemma í janúar.
Hún komst í kynni við mjög góða
umboðsskrifstofti gegnum kunn-
ingjakonu sína, Berglindi Ólafsdótt-
ur, ungfrú Reykjavík, og segist hafa
grætt mikið á því hvað eigendur
skrifstofunnar hafi veriö duglegir
að koma sér á framfæri. Hún hafi
náttúrulega þurft að koma sér á
framfæri sjálf en ekki eins mikið og
hún hafi búist við því það hafi skap-
að sér vinsældir að vera íslendingur
og ný í bransanum.
„Ég var rosalega mikið aö vinna
út á hárið á mér enda var það klippt
fram og til baka. Ég var að vinna
mikið fyrir fræga hárgreiðslumenn,
til dæmis Frank Provost, og fékk
mest borgað fyrir það. Ég var bæði
S I
lífeyrissióáir
sameign - sereign
gerðu skýran greinarmun
Missir þú starfsgetu, verðir háaldraður eða látir eftir þig
fjölskyldu, færð þú og/eða fjölskylda þín mjög líklega meira
úr sameignarsjóði en þú greiddir til hans.
i ✓ Ar ■
rsjoíir
ligri kostnaáur - eftirlaun til æviloka
Rekstrarkostnaður á hvem sjóðfélaga árið 1995 var:
A.937 kr. tTOkr.
i sameigiui'sjóðum i sereignarsjóðmvi
á „live“ sýningum og sat fyrir á
myndum. Svo var maður klipptur of
mikið eða hárið á manni litað fjólu-
blátt,“ segir hún en í Túnis kynntist
hún hinum víðfræga og „skemmti-
lega“ tískukóngi Jean Paul Gaulti-
er.
Bima var með sítt hár þegar hún
fór utan en kom heim aftur með
mun styttra hár. í samkomulagi
milli hennar og umboðsskrifstof-
unnar kom fram að ekki mætti
klippa hár hennar meira en tvo
sentímetra en í sumum tilfellum
var það klippt um allt að 20 cm og
segir hún það alvarlegt mál fyrir
fyrirsætu.
Bima fór heim aftur í lok júlí því
að hún var farin að sakna íslands og
hafði áhyggjur af köttunum sínum
tveimur. Hún segir að það hafi ver-
ið notalegt að koma heim aftur eftir
sjö mánaða dvöl erlendis.
Mirra og Sebastian
„Þegar ég fór út fyrir jólin var
mér sagt að ég fengi frítt fæði og
húsnæði, vasapening og allt yrði
borgað fyrir mig. Mér fannst það
náttúrulega frábært og fór aftur til
þeirra eftir jól. Áður en ég fór heim
aftur bað ég um stöðuna hjá þeim
því að ég hélt að ég ætti kannski
inni einhvem pening. Þá var ég
með helling í skuld því að ég hafði
verið rukkuð um allt sem átti að
vera frítt, húsaleigu, síma, hita, raf-
magn og fleira þannig að það er
ekki hægt að treysta neinu eða nein-
um í þessvun bransa. Maður þarf að
passa sig rosalega vel,“ segir hún.
Bima hætti 16 ára gömul í skóla
vegna veikinda. Hún er óráðin með
framtíðina og segist stefna að því að
búa einhvers staðar annars staðar
en á íslandi árið 2000 „en svo getur
vel verið að maður skjóti rótum hér
heima, fari að eignast böm og borga
reikninga," segir hún.
Bima hefur gífúrlegan áhuga á
dýram, á persnesku kettina Mirra
og Sebastian og hefúr áður átt svín,
hænur, kanínur, naggrísa, hunda,
mýs, hesta, fiska og páfagauka. Hún
starfar í gæludýraverslun og segist
vera orðin veik í hunda. í París var
hún fastagestur í einni gæludýra-
verslun og var þá næstum því búin
að fá sér slöngu. Sem betur fer hætti
hún viö þegar henni var sagt að
slangan yrði sjö metrar að lengd á
næstu sex árum enda ekki auðvelt
að eiga slíkt gæludýr ef maður er
mikið á faraldsfæti.
-GHS
Birna Willardsdóttlr, Ford stúlkan 1993, hefur mikinn áhuga á dýrum og var
næstum því búin aö fá sér slöngu i sumar. Hún hætti þó viö þegar hún
heyröi aö slangan yröi sjö metra löng á næstu sex árum. DV-mynd PÖK