Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 40
48 LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 Vi rt „ fi ii Gríska sólskinseyjan Rhódos: Undir yfirráðum þriggja þjóða á öldinni Gríska sólskinsparadísin Rhódos í Dódecanese-eyjaklasanum á sér merkilega söguarfleifð. Sögu hennar má rekja nokkur þúsund ár aftur í tímann og miklar breytingar hafa átt sér stað á eyjunni á síðustu öld. Þeir sem ferðast til eyjarinnar hafa margt annað að gera en að sóla sig því fomminjar eru víða á eynni og sannarlega þess virði að skoða. Rhódos er allsunnarlega í Miðjarð- arhafinu og vegna legu hennar er þægilegt að heimsækja eyna flesta tíma ársins. Meðalhiti kaldasta timans (des- ember og janúar) er um 14 gráður á Celsius svo það er sennilega of kalt fyrir ferðamenn sem vilja njóta sól- ar. Sumrin geta verið vel heit. Al- gengt er að hitinn sumarmánuðina sé um 35-40 gráður og því oft mollu- heitt. Hagstæðasti tíminn til dvalar á eynni era því vorin og haustin og þá er gróöur hvað litríkastur. Með- alhitinn fer ekki undir 20 gráður fyrr en i lok október og nær aftur um 20 gráðum í miðjum marsmán- uði. Sjórinn verður hins vegar aldrei of kaldur til sjóbaða, fer aldrei undir 16,5 gráðu á Celsíus og vel yfir 20 gráður um sumarmánuð- ina. Bitist um yfirráð Þær eru ekki margar eyjamar í heiminum sem verið hafa undir stjórn þriggja þjóðrikja á tuttugustu öldinni. Núverandi valdhafar yfir eyjunni eru Grikkir en ekki eru nema tæp 40 ár síðan ítalir höfðu yf- irráðin. ítalir voru í síðari heims- styrjöld bandamenn Þjóðverja og Japana og þurftu, eins og þær þjóð- ir, að gjalda tapið dýru verði. Árið 1948 varð samkomulag um að Grikkir tækju við yfirstjórn Rhódos úr höndum Breta sem réðu eynni í 3 ár eftir að hún var tekin úr höndum ítala. (Grikkir ráða nú yfir öllum eyjum i griska eyjahafinu, allt að landamærum Tyrklands.) Yf- irráð ítala höfðu heldur ekki staðið lengi. Tyrkir höfðu yfirráðin fram til loka fyrri heimsstyrjaldar en urðu að láta eyjuna í hendur ítölum í kjölfar ósigra í styrjöldinni. Þótt að saga tuttugustu aldar á eyjunni sé merkileg þá bliknar hún í samanburði við eldri sögutímabil hennar. Þessi 144 ferkílómetra eyja er lítil í samanburði við island. Lengsta beina lína sem hægt er að draga yfir eyjuna er ekki nema 78 km og hún er aðeins 38 km á þver- veginn þar sem hún er breiðust. Grískt ríkidæmi Þrátt fyrir smæð Rhódos gegndi hún mikilvægu hlutverki í valda- baráttunni á þessu svæði fyrir þús- undum ára. Fyrstu íbúar eyjunnar voru taldir vera Carianar, ættflokk- ur Asíubúa. Fönikíumenn ráku þá burt frá eynni og gerðu Rhódos að mikilvægri verslunarmiðstöð, enda er hún nálægt mótum heimsálfanna Evrópu, Asíu og Afríku. Næstir til að ríkja á eynni voru Krítverjar, sem réðu þar í aldir, en Grikkir frá eyjum nær Grikklandi hernámu Rhódos um 1400 árum fyrir Krist. Rústir frá veru þeirra má finna á Ialissos og Kamyros á norðvestur- hluta eyjarinnar og síðar Lindos á austurhlutanum sem eru þeirra glæsilegastar (sjá mynd á síðunni). Borgvirkið Lindos var tengiliður- inn til austurs og þangað flæddi mikið ríkidæmi frá Asíulöndum. Minjamar frá Lindos eru þekktar um víða veröld og gefa Akrópólis- hæð í Aþenuborg litið eftir í glæsi- leik. Ferðamenn sem koma til eyjar- innar (1,2 milljónir á ári hverju) láta fæstir hjá líða að skoða þær minjar. Frá Lindos gerðu Grikkir út skip sín og stofnuðu margar frægcir nýlendur við Miðjarðarhaf, meðal annars Sikiley og fjölmarga staði i Frakklandi og á Spáni, allt til 600 f.Kr. DV-myndir ísák irlitinu hér á undan gætir menning- aráhrifa margra þjóða á eynni. Fomminjar eru víða og merkilegast- ar í Lindos. Einnig eru merkar minjar í bænum Rhódos, Ialissos, Theologos og Kamiros á vesturhluta eyjarinnar. Skamman tíma tekur að keyra hringinn um eyjuna. Það þarf ekki að taka nema einn dag aö skoða merkilegust staðina en betra væri að taka lengri tíma í það. Vespur eða mótorhjól Tiltölulega ódýrt er að leigja sér bíla á Rhódos og jafhvel enn auð- veldara að leigja vespu eða mótor- hjól sem eru algeng farartæki eyjar: skeggja (innan við 1000 króna leiga á dag). Matarhefð eyjarskeggja er undir miklum grískum áhrifum og nokkuð ólík íslenskri. Matur er ódýr en ekki er víst að hann falli öll- um í geð. Lambakjöt er áberandi á veitingastöðum en oft borið ffam mauksoðiö. Létt vín eru hins vegar afbragðs- góð og ódýr, sérstaklega hvítvínin. Að panta sér eina léttvínsflösku með mat kostar sjaldan meira en 4-500 krónur. Verð á hótelum er í meðallagi hátt. Öll stærri hótel eru bæði með inni- og útisundlaugar en Miðjarðarhafið er oftast heitara en sundlaugamar. Eyjarskeggjar eru grísk-kaþólskir og strangtrúaðir. Með fram þjóðveg- um er algengt að rekast á litlar bænastöðvar með stuttu millibili. Kirkjugarðar eyjarskeggja eru merkileg fyrirbæri. Allir grafir eru skreyttar voldugum marmarablokk- um með mynd af hinum látna (sjá mynd á síðunni). íburður er allur mun meiri en gerist hjá mótmæl- endum og fólk hugsar um grafir hinnar látnu eins og garðinn sinn. Kirkjur eru einnig fagurlega skreyttar, oft í miklu óhófi. Vissara er aö vera í sæmilegum fötum ef leyfi á að fást til að skoða kirkjur að innan. Óhætt er að segja að heimsókn til eyjarinnar Rhódos býður upp á ýmislegt fleira en sólböð og áhuga- menn um foraa menningu og minj- ar verða örugglega ekki fyrir von- brigðum. -ÍS Fornminjarnar f Lindos gefa rústunum á Akrópólishæö Iftiö eftir í glæsileik. Hernám Persa Á fimmtu öld fyrir Krist urðu straumhvörf í sögu eyjarinnar. Persar hemámu eyna um tíma en Grikkir náðu henni aftur á sitt vald. Striðsástand ríkti í Grikklandi á þeim tíma og Rhódos studdi ýmist Spartverja eða Aþenubúa. Á þeim tíma sem þeir voru undir áhrifum Spartverja var borgin Rhódos á nyrsta hluta hennar stofnuð en þar er langstærsta þéttbýli eyjunnar í dag. Næstu aldimar einkenndust bæði af valdabaráttu og miklu blóma- skeiði eyjunnar. íbúar Rhódos héldu sjálfstæði sínu gagnvart Rómaveldi sem þá reis upp en smám saman fór þó að halla undan fæti og í deilum við Rómverja var eyjan hemumin árið 42 fyrir Krist. Á næstu öldum tóku við miklar hörmungar og borgir á eynni voru oft rændar af nágrannaþjóðum í austri, Persum, Saracenum og loks Seljuk-aröbum árið 807 e.Kr. Rhódos tengdist Evrópu meira á næstu öldum og árið 1191 gerðu krossfaramir Ríkharður ljónshjarta og Filippus frá Frakklandi hana að nýlendu sinni. Krossfaramir vora reknir burt þaðan af Tyrkjum en náðu aftur völdum 1309 og ríktu í 213 ár, fram til 1522. Á þeim tima ríkti blómatímabil sem lauk með hemámi Tyrkja. Almennt er talað um að hernámstími Tyrkja sé svartasta tímabil í sögu Rhódos en hann entist fram til fyrri heims- styrjaldar. Eins og nærri má geta af söguyf- Kirkjugaröarnir á Rhódos eru merkileg fyrirbæri og allar grafir eru skreyttar fburöarmiklum marmarablokkum og myndum af hinum látnu. Lúr í háloftunum Yfir 20 flugfélög leyfa flug- mönnum sínum að sofa í flug- stjórnarklefanum á meðan á flugi stendur, segir í nýút- kominni skýrslu um flugmál sem gefin var út í Singapúr. Meðal þessara flugfélaga eru Air New Zealand, hið ástralska Qantas, Swissair, Lufthansa, British Airways, Finnair og South African Airways. Enn ; fremur segir: „Jafnvel þó til- hugsunin sendi hroll niður eftir bakinu á flugfarþegum hefur svefn flugmanna breyst í rétt- indi sem ekki er talið rétt að hrófla við.“ . Ekki hætt á neitt Yfirvöld á Macau hafa tekið upp sérstakar vamaraðgerðir þegar norður-kóreskar flugvél- ar eiga í hlut af ótta við hryðju- verk af hálfu Norður-Kóreu- manna. Ferðamenn forðast Jóhannesarborg Feröamenn hafa sótt i mikl- um mæli til Suður-Afríku- und- anfarin misseri en nú virðast Ivera blikur á lofti. Glæpum í landinu hefur fjölgað mjög og sérstaklega virðast ferðamenn nú forðast að heimsækja Jó- hannesarborg sem þykir með afbrigðum hættuleg. Hótelnotk- un erlendra ferðamanna minnkaði um 6,3% í ágúst á þessu ári miðað við árið í fyrra. Síma í stað sígarettu Tveir þriðju allra þeirra sem ferðast í viðskiptaerindum styðja algjört reykingabann á öllum innanlandsleiðum, að því I er fram kemur í nýútkominni skýrslu Alþjóðlegu flugumferð- arsamtakaxma. Það voru 1000 kaupsýslumenn sem voru spurðir og var andstaðan við frekari takmarkanir á reyking- um mest meðal Evrópubúa. í könnuninni kom einnig fram aukinn þrýstingur á að hafa síma í flugvélum. KLM hækkar fargjöld Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, tilkynnti nýlega að það myndi hækka fargjöld sín frá og með 1. nóvember, einnig á þeim leiðum þar sem flogið er í samvinnu við bandaríska flugfé- lagið North-West Airlines sem er samstarfsaðili KLM. Skýringin sem er gefin á hækkuninni er að : eldsneyti hafi hækkað mjög í ; verði. Hækkunin nemur sem svarar 350 islenskum krónum á flugleiðum aðra leiðina innan í Evrópu og 680 krónum á flugleið- um til Afiriku, Mið- Austurlanda, | Indlands og á þeim ferðum sem flognar eru til Bandaríkjanna í | samvinnu við bandaríska flugfé- lagið. Á öllum öðrum flugleiðum nemur hækkunin 860 krónum. Belgar í verkfall Evrópskir starfsmenn sam- göngmnála eru duglegir við að fara í verkfoll þessa dagana og í síðustu viku fóru belgískir lest- arstarfsmenn í sólarhringsverk- fall sem hafði mikil áhrif á sam- göngumar innanlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.