Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 63 Til hamingju með afmælið 10. nóvember Ásta Jónasdóttir húsmóöir, Ból- staðarhlíð 45, Reykjavik, er áttatíu og flmm ára í dag. Starfsferill Ásta fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún stundaði ýmis störf utan heimilisins, einkum skrifstofustörf, og vann hjá Skipa- útgerð rikisins í fimmtán ár. Fjölskylda Fyrri maður Ástu var Bjarni Pálsson frá Hrísey, f. 27.7. 1906, d. 1967, vélstjóri og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hann var sonur Páls Bergssonar, útgerðarmanns í Ólafs- firði, og Svanhildar húsmóður Jör- undsdóttur (Hákarla- Jörundar), formanns og útgerðarmanns í Hrís- ey, Jónssonar. Seinni maður Ástu var Skúli Guðmundsson, f. 6.11. 1902, d. 1987, kennari í Reykjavík. Hann var son- ur Guðmundar Þorleifssonar, múr- ara í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Filippusdóttur húsmóður. Börn Ástu eru Svanhildur Bjamadóttir, f. 8.2. 1937, skrifstofu- maður hjá Flugleiðum, og á hún fimm syni; Jónas Bjarnason, f. 23.6. 1938, efnaverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, kvæntur Kristínu Hjartardóttur og eiga þau einn son; Svavar -Bjamason, f. 26.7. 1943, tæknifræðingur hjá Pósti og síma, kvæntur Brynju Halldórsdóttur og eiga þau tvo syni og tvær dæt- ur. Systkini Ástu: Rann- veig Jónasdóttir, f. 18.10. 1903, nú látin, lengst af kennari við Austurbæjar- skólann í Reykjavík; Regína Mar- grét, f. 30.4. 1905, d. 31.8. 1923; Guð- björg, f. 7.5. 1908, ekkja eftir Sigurð Birkis, söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar; Kristján, f. 12.5. 1914, d. 27.7. 1947, læknir i Reykjavík, var kvæntur Önnu Pétursdóttur. Fóstursystkini Ástu: Hansína Sigurðardóttir, nú látin, var frá fæðingu hjá foreldrum hennar, gift Magnúsi Magnússyni sem einnig er látinn; Páll Daníelsson, f. 1913, sjó- maður í Reykjavík; Ingibjörg H. Jónsdóttir, f. 1917, nýlátin, var frá sex ára aldri hjá foreldrum hennar, og Hansína Bjamadóttir var í nokk- ur ár hjá foreldrum hennar, ekkja eftir Jón V. Bjarnason garðyrkju- bónda. Foreldrar Ástu voru Jónas Kristjánsson, f. 20.9. 1870, d. 3.4. 1960, læknir og alþm. á Sauðárkróki, og k.h., Hansína Benedikts- dóttir, f. 17.5. 1874, d. 21.7. 1948, húsmóðir. Ætt Jónas var sonur Krist- jáns, b. á Snærings- stöðum í Svínadal, Kristjánssonar „ríka“, b. í Stóradal, bróður Péturs, afa Þórðar Sveins- sonar, yfirlæknis á Kleppi. Kristján var sonur Jóns, b. á Snæringsstöð- um í Svínadal, Jónssonar, b. á Bala- skarði, Jónssonar, „harðabónda" í Mörk i Laxárdal, Jónssonar, ættföð- ur Harðabóndaættarinnar. Móðir Jónasar var Steinunn, systir Jó- hannesar Nordals, fóður Sigurðar Nordals. Steinunn var dóttir Guð- mundar, b. í 'Kirkjubæ í Norðurár- dal, Ólafssonar, bróður Frímanns, afa Valtýs Stefánssonar ritstjóra og hálfbróður Páls, langafa Ólafs Ólafssonar landlæknis. Móðir Guð- mundar var Sigríður, systir Vatns- enda-Rósu. Bróðir Sigiúðar var Jón, langafi Þuríðar óperusöngkonu og Einars fræðimanns Pálsbarna. Sig- ríður var dóttir Guðmundar, b. í Fornhaga, Rögnvaldssonar og Guð- rúnar, hálfsystur Guörúnar, langömmu Guðrúnar, móður Frið- riks Friðrikssonar æskulýðsleið- toga. Guðrún var dóttir Guðmund- ar, b. í Lönguhlíð, ívarssonar, bróð- ur Bjöms, langafa Stefáns, afa Dav- íðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Björn var einnig langafi Bjöms, föður Þórhalls biskups, föður Tryggva forsætisráðherra. Hansína yar dóttir Benedikts, prófasts á Grenjaðarstað, Kristjáns- sonar, hálfbróður Kristjáns, b. á Snæringsstöðum. Móðir Hansínu var Regína Magdalena Hansdóttir Sívertsen, kaupmanns í Reykjavík Sigurðssonar Sívertsens, kaup- manns í Reykjavík, Bjarnasonar Sí- vertsens, kaupmanns í Hafnarfirði. Móðir Hans var Guðrún Guð- mundsdóttir, systir Helga Thorder- sens biskups, afa Ragnheiðar Mel- sted (Hafstein), ömmu Hannesar Þ. Hafstein sendiherra. Móðir Hans- ínu var Christiane Hansdóttir Linnets, verslunarstjóra í Hafnar- firði, og k.h., Regine Seemp. Ásta er að heiman á afmælisdag- inn. Ásta Jónasdóttir. Margrét Karlsdóttir Margrét Karlsdóttir, zbóndi og húsfreyja að Skipholti I, Hruna- mannahreppi, er sextug í dag. Starfsferill Margrét fæddist í Efstadal í Laugardal og ólst upp í Laugardaln- um og Biskupstungunum. Hún lauk barnaskólanámi í Reykholti í Bisk- upstungum og hefur verið bóndi og húsfreyja í Skipholti frá 1957. Fjölskylda Margrét giftist 13.6. 1958 Guð- mundi Stefánssyni, f. 3.3. 1931, bónda. Hann er sonur Stefáns Guð- mundssonar og Guðrúnar Kjartans- dóttur, búenda í Skipholti. Börn Margrétar og Guðmundar eru Sigrún, f. 4.4. 1958, skrifstofu- máður í Reykjavík, en sonur henn- ar er Ásgeir Kristjánsson; Úlfar, f. 17.7. 1964, bifreiðastjóri á Flúðum, en sonur hans er Guðmundur Hrannar; Sigþrúður, f. 9.5. 1967, kennaiú á Hofsósi, en dóttir hennar er Ylfa Birgisdóttir; Karl, f. 24.1. 1969, bóndi í Skipholti, en unnusta hans er Valný Guðmundsdóttir og er sonur hennar Flosi Þór. Systkini Margrétar era Helga Karlsdóttir, f. 9.7. 1928, húsfreyja á Gýgjar- hóli; Jón Karlsson, f. 8.10. 1929, bóndi í Gýgjar- hólskoti; Guðrún Karls- dóttir, f. 10.1. 1931, hús- freyja i Miðdalskoti; Ingi- mar Karlsson, f. 1.6.1932, nú látinn, rafvirki í Reykjavík; Guðni Karls- son, f. 2.10.1933, starfsmaður í ráðu- neyti, búsettur í Kópavogi; Amór Karlsson, f. 9.7.1935, bóndi í Arnar- holti í Biskupstungum; Gunnar Karlssonm, f. 26.9. 1939, prófessor viö HÍ; Ólöf Karlsdóttir, f. 17.6.1943, skrifstofumaður á Selfossi. Foreldrar Margrétar voru Karl Jónsson, f. 1.7. 1904, d. 4.6. 1979, bóndi í Efstadal og í Gýgjarhólskoti, og k.h., Sigþrúður Guðnadóttir, f. 8.10. 1896, d. 29.4. 1967, húsfreyja. Ætt Karl var sonur Jóns, b. á Ketilsstöðum og í Efstadal, Grimssonar, b. á Laugardalshólum, Jónssonar. Móðir Gríms var Valdís Grímsdóttir, stúdents í Skipholti, bróður Einars, langafa Oddleifs, afa Helga leik- stjóra og Ólafs biskups Skúlasona. Einar var einnig langafi Gríms, afa Ármanns Kr. Ein- arssonar rithöfundar. Grímur var sonur Jóns, b. í Skipholti, Jónssonar, hálfbróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Karls var Guðný, systir Ein- ars Arnórssonar ráðherra. Guðný var dóttir Arnórs, b. á Minna-Mos- felli, Jónssonar, b. á Neðra-Apavatni, Jónssonar. Móðir Guðnýjar var Guð- rún Þorgilsdóttir, b. á Stóruborg í Grímsnesi, Ólafssonar. Sigþrúður var dóttir Guðna, b. á Gýgjarhóli, Diðrikssonar, vinnu- manns í Flóa, Diðrikssonar, b. í Laugarási, bróður Þorsteins, langafa Sigurðar, föður Eggerts Haukdals. Diðrik var sonur Stefáns, b. í Neðrad- al, Þorsteinssonar. Móðir Stefáns var Guðríður Guðmundsdóttir, ættföður Kópsvatnsættarinnar, Þorsteinsson- ar. Móðir Diðriks í Laugarási var Vigdís Diðriksdóttir, b. á Önundar- stöðum, Jónssonar og Guðrúnar, systur Böðvars, prests í Holtaþing- um, afa Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Guðrún var dóttir Presta- Högna Sigurðssonar. Móðir Sigþrúðar var Helga, syst- ir Guðlaugar, móður Ásgríms Jóns- sonar listmálara. Helga var dóttir Gísla, hreppstjóra í Vatnsholti í Flóa, Helgasonar, b. á Grafarbakka, Einarssonar. Móðir Gísla var Mar- ín Guðmundsdóttir, ættföður Kóps- vatnsættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Helgu var Guðlaug, systir Guðrúnar, langömmu Einars Jóns- sonar myndhöggvara. Guðlaug var dóttir Snorra, b. í Vatnsholti, Hall- dórssonar, ættföður Jötuættarinn- ar, Jónssonar. Margrét er að heiman. Margrét Karlsdóttir. Svala ívarsdóttir Svala ívarsdóttir innheimtufull- trúi, Heiðarbraut 38C, Akranesi, verður sextug á morgun. Starfsferill Svala fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og í Breiðafjarðareyjum og Stykkishólmi. Hún lauk gagnfræða- prófi, stundaði nám við Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og við Póst- og símamálaskóla íslands. Auk húsmóðurstarfa vann Svala hjá Kaupfélagi Stykkishólms, við Póst og síma á Akranesi og hjá Raf- veitu Akraness, nú Akranesveitu. Svala hefur setið i stjóm Alþýðu- flokksfélags Akraness og stjóm kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Hún hefur starfað í Rebekkustúkunni Ásgerði nr. 5 IOOF á Akranesi og gegnt trúnað- arstörfum á vegum hennar. Fjölskylda Eiginmaður Svölu var Sig- urður Ástvald- ur Hannesson, f. 22.2. 1938, d. 3.8. 1990, vél- virki og bif- vélavirki hjá Sementsverk- smiðju ríkis- ins. Hann var sonur Hannesar Fri- manns Jónassonar, verkstjóra á Akranesi, og Ástríðar Torfadóttur húsmóður. Börn Svölu og Sigurð- ar Ástvalds eru Ástríð- ur, f. 29.4. 1962, gæða- stjórnandi í frystihúsi á Patreksflrði, og eru börn hennar Svala, f. 29.11. 1980, og Heiðrún, f. 12.9. 1996; Sigrún Valgerður, f. 29.6. 1963, verkstjóri í lyfjafyrirtæki í Danmörku, en mað- ur hennar er Lasse Folkmann And- ersen og era börn þeirra Daníel Ivan, f. 31.10. 1988 og Heidi, f. 6.5. 1990; Hannes Frimann, f. 26.5. 1964, byggingatæknifræðingur i Mosfells- bæ og eru böm hans Thelma Sjöfn, f. 22.8. 1984, Sigurður Kári, f. 18.5. 1986 og Helena Rakel, f. 18.8. 1996, en sambýliskona Hannesar er Svan- dís Sturludóttir og er dóttir hennar Eva, f. 1.7.1986; íris Guðrún, f. 31.8. 1972, leiðbeinandi á Pat- reksfirði, og er dóttir hennar Elín Guðný, f. 11.8. 1994, en sambýlis- maður Irisar Guðrúnar er Valgarður L. Jóns- son. Systkini Svölu: Björg, f. 25.8.1928, ræstingastjóri við Hrafnistu í Hafn- arfirði; Helga, f. 7.2. 1930, starfsstúlka við Landspitalann; Örlygur, f. 2.4. 1931, véltækni- fræðingur; Brynjar Guðbjöm, f. 8.1. 1932, skipasali; Leifur, f. 23.1. 1934, verslunarstjóri. Foreldrar Svölu: ívar Mövel Þórðarson, f. 4.1. 1904, d. 5.5. 1983, bóndi í Arney á Breiðafirði og verkamaður, og Sigrún H. Guð- bjömsdóttir, f. 4.2. 1900. Haldið verður upp á afmælið í Oddfellowhúsinu, Kirkjubraut 54-56 á Akranesi, laugardaginn 16.11. kl. 18.00-21.00. Ármann Eiríksson - leiðrétting í afmælisgrein, sem birtist 9.10. sl., um Ármann Ei- ríksson fimmtugan féll niður dánardægur eiginkonu hans, Erlu Guðrúnar Gestsdóttur. Hún fæddist 22.10. 1948 en lést 28.6. 1992. Eins féll niður starfsheiti föð- ur hans, Eiríks R. Ferdínandssonar sem var skó- smíðameistari. Þá ber að geta þess að Ármann var varalandsforseti JC ísland - ekki landsforseti. Hlutaðeigendur er beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Svala ívarsdóttir. 90 ára Kristmundur Bjamason, Laufási 14, Egilsstöðum. Sólveig Einarsdóttir, Hrafnistu i Hafnarfirði. 85 ára Armann Bjarnason, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Aðalheiðin- Halldórsdóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Dagmar Jóhannesdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Magnea Rannveig Þorgeirsdóttir, Laugavegi 133, Reykjavík. Júlíana Sigurjónsdóttir, Álfheimum 54, Reykjavík. 75 ára Kristinn Ólafur Karlsson, Smyrlahrauni 47, Hafnarfirði. Kristinn Þorsteinsson, Öldugötu 37, Hafnarfirði. 70 ára Jörgen Ólason, Yrsufelli 32, Reykjavík. Theódór Pálsson, Sveöjustöðum, Ytri-Torfustaða-hr. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, Háti’öð 8, Kópavogi. 60 ára Freyja F. Sigurðadóttir, Hamrahlíð 25, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Einar Sigurðsson. . Hún er stödd í Dómeníska lýðveldinu á afmælisdaginn. Guðjón H. Jónsson, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Ásthildur Jónsdóttir, Ásbúð 59, Garðabæ. Hrefna Pétursdóttir, Lyngbrekku 4, Kópavogi. Kolbrún Þórhallsdóttir, Lækjargötu 4, Reykjavík. 50 ára Kári Jakobsson, Furagrund 52, Kópavogi. Garðar Jónsson, Ásum, MosfeUsbæ. Gylfi Viðar Ægisson, Hringbraut 32, Hafnarfirði. Björn Gunnlaugsson, Háhæð 25, Garðabæ. 40 ára Ólöf Jónsdóttir nemi, írabakka 12, Reykjavík. Kristín María Westlund, Leirubakka 28, Reykjavík. Albert Jensen, Syðra-Brekkukoti, Arnarneshreppi. Þórdis Þórarinsdóttir, Ránargötu 6, Grindavík. Þröstur Birkir Steinþórsson, Garðbraut 43, Garði. Júlíana Gísladóttir, Bogahlíö 9, Reykjavík. Kiistín Sigríður Garðarsdóttir, Ljósabergi 32, Hafnarfirði. Kristín H. Valdimarsdóttir, Jöklaseli 15, Reykjavík. Bylgja Scheving, Kötlufelli 9, Reykjavík. Grímsbœ v/Bústaðaveg Skreytingar við öll tœkifœri. Frí heimsending fyrir sendingar yfir 2.000 kr. Sími 588-1230
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.