Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Síða 59
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996
K V I K M Y RLD A
iRYNi
irki<
Regnboginn - Emma
Hjúskaparmiðlarinn Emma
Emma er eins og Fortölur og fullvissa
(Persuasion) sem sýnd er í Bióborginni,
gerð eftir skáldsögu Jane Austen. Emma er
öðruvísi en Fortölur og fuilvissa að því leyti
að textinn er allur léttari og þar með yfir-
bragð myndarinnar einnig og svo hefur
Gwyneth Paltrow slíka útgeislun í titilhlut-
verkinu að hún næstum ber myndina á
herðum sér. Það er þó, eins og í öðrum sög-
um Austen, fúllt af öðrum persónum og enn
sem fyrr þarf smátíma fyrir ókunnuga til að
komast inn í tengslin. Emma er ung stúlka
sem hefúr sína kosti og galla. Gallamir felast í því að hún þykist vita betur
hvað aðrir vilja en þeir sjálfir og svo er hún ekki laus við snobb en hver var
það ekki í yfirstéttinni á þeim tíma sem myndin gerist. Kostimir em að hún
má ekkert vont sjá og þá er hún hjálpsöm með eindæmum og þá sérstaklega
við að koma ættingjum og vinum í hnapphelduna. Þessi áhugi hennar á ásta-
málum annarra á eftir að koma henni í klípu og þá kemur að því að hún
verður að horfast í augu við eigin tiifmningar.
Emma er að mörgu leyti hrífandi kvikmynd þar sem húmorinn er í háveg-
um hafður. Það er virkilega gaman að fylgjast með Emmu gera allt sem hún
ætti ekki að gera og þótt Emma sé sú persóna sem mest áberandi er þá tapast
aldrei sambandið við aðrar persónum sem margar hverjar eru mjög vel gerð-
ar frá höfundar hendi.
Frammistaða Gwyneth Paltrow er sigur fyrir þessa ungu leikkonu og má
vænta mikils af henni í framtíðinni. Jeremy Northam, sem elskar hana í
laumi og tekur af skarið þegar hún gerist um of tiltektarsöm um athafnir
annarra, er hinn dæmigerði breski séntilmaður og fer Northam vel með hlut-
verkið. í raun er enga feilnótu að finna hjá leikurum þótt hlutverkin séu mis-
stór. Það er helst að myndin virki stundum dálítið yfirborðsleg, er um of
glansandi og fin, nokkurs konar finiseruð veröld af raunveruleikanmn. En
leikstjórinn Douglas McGrath, sem einnig hefur samið handritið, hefur góða
stjóm á hlutunum og þegar á heildina er litið er Emma hin besta skemmtun.
Leikstjóri og handritshöfundur: Douglas McGrath. Kvikmyndataka: lan Wilson.
Tónlist: Rachel Portman. Aðallleikarar: Gwyneth Paltrow, Jeremy Northam, Toni
Collette, Ewan McGregor og Greta Scacchi. Hilmar Karlsson
Saga-bíó - Ríkharður III
Kóngur skal ég verða
Mesta illmenni sem Shakespeare skapaði var Ríkharður IH og hefur oft ver-
ið talað um Ríkharð sem eitt mesta iúmenni klassískra bókmennta. í kvik-
mynd þeirra Ians McKellans og Richards Loncraine heíúr Ríkharður nálgast
okkur og stundar illvirki sín á fjórða áratugnum í Englandi. Borgarastríð hef-
ur geisað og Ríkharður konungsbróðir hefur ekki látið sitt eftir liggja tO að
berja á óvinmum. Svo mikið þakkar hann sér sigurinn að hann telur sig vera
mun hæfari til að sítja með veldissprotann heldur en bróður sinn, Játvarð IV.
Eftir að honum hefur tekist að koma bróður sínum í gröfina þarf að tryggja
það að aðrir erfmgjar séu ekki fyrir.
Þeir McKellan og Loncraine lögðu upp með það að gera kvikmynd upp úr
leikriti Shakespeares en kvikmynda ekki leikritið og það hafa þeir gert eftir-
minnilega. Leikritið sem slíkt er horfið en i áhrifamikilli kvikmynd, þar sem
stríðstól nútímans eru óspart notuð, lifir texti þessa mikla leikskálds. Leikrit-
ið er margslungið og í kvikmynd, sem er talsvert innan við tveggja klukku-
stunda löng, hlýtur eitthvað af innihaldinu að tapast, en það vinna þeir félag-
ar upp með áhrifamiklu myndmáli og beinskeyttu handriti.
Ian McKellan fer á kostum í hlutverki Rikharðs sem er samviskulaus
væskill með kryppu og er unun að fylgjast með honum. Hann þarf ekki aðeins
að fara vel með áhrifamikinn texta því að Ríkharður er kroppinbakur, með
hálfgerða staurhönd og hvemig McKellan túlkar persónuna með hreyfingum
sínum er jafii áhrifamikið og textaflutningurirm.
Það er skiljanlegt að fjórði áratugurinn skuli valinn. Hitler var allur að fær-
ast í aukana og þvi kjörið að nýta sér ástandið í heiminum og má segja að at-
riðið þegar Ríkharður er hylltur sem konungur af hermönnum sínum sé tekið
beint upp úr heimildarmynd um Hitler. Ríkharður III er mikið sjónarspil og
dæmi um hvemig hægt er að koma klassíkinni til skila á góðu myndmáli.
Leikstjóri: Richard Loncraine. Handrit: lan McKellan og Richard Loncraine. Kvik-
myndataka: Peter Biziou. Aðalleikarar: lan McKellen, Annette Bening, Kristin Scott-
Thomas, Robert Downey jr„ Maggie Smith og Nigel Hawthorne. HK
Sambíóin -Tin Cup:
Næstum hola í höggi
Tin Cup er önnur golfinyndin sem kemur í
reykvísk kvikmyndahús á skömmum tíma,
golfúrum til óblandinnar ánægju. Þótt ekki sé
hér nein stórmynd á ferðinni má hafa töluvert
gaman af þessu rómantíska og gamansama til-
brigði við hið gamalkunna stef um glímuna
um hjarta stúlkunnar.
Kevin Costner er í ágætisformi sem Roy
McAvoy, efnilegur golfari á háskólaárunum
sem hefúr dagað uppi sem eigandi og kennari
á golfæfingasvæði í krummaskuði einu í Vest-
ur- Texas. Kannski ekki allt of ánægður með
hlutskiptið en of værukær til að gera neitt i því. Það er ekki fyrr en hin fagra
Rene Russo i hlutverki sálfræðingsins Mollyar Griswold kemur í kennslustund
að gangverkið tekur við sér. Ekki dregur það svo úr ásetningi Roys, eða Tin
Cup eins og hann er kallaður, að ná í stúlkuna þegar upp úr dúmum kemur
að hún er kærasta Davids Simms (Don Johnson), gamals skólafélaga og keppi-
nautar á golfvellinum á háskólaárunum í Houston. Sá er atvinnumaður í golfi
og mikil stjarna. Svo fer að þeir leiða saman hesta sína á opna bandaríska
meistaramótinu þar sem gera á upp sakimar í eitt skipti fyrir öll.
Svona mynd fer náttúrlega margtroðnar slóðir rómantískra gamanmynda og
gerir það svona í meðallagi vel, eða rúmlega það. Hún er kannski heldur lengi
að koma sér að aðalatriðinu, keppninni á golfinótinu mikla. En þegar þangað
kemur lifnar heldur yfir henni. Golfatriðin eru nefnilega alveg prýðileg og
undir lok síðustu umferðarinnar, og myndarinnar, þegar bæði Roy og David
eiga möguleika á að sigra, tekst að byggja upp töluverða spennu. Ekki spillir
heldur fýrir að mörgum frægum golfleikurum bregður fyrir á vellinum.
Áðurnefndir leikarar sleppa allir vel frá hlutverkum sínum en ógetið er
hins prýðilega Cheech Marins í hlutverki Romeos, aðstoðarmanns Roys vestur
í Texás. Hann á ekki minnstan þátt í að halda uppi fjörinu.
Lelkstjóri: Ron Shelton. Handrit: Ron Shelton og John Norville. Kvikmyndataka:
Russell Boyd. Leikendur: Kevin Costner, Rene Russo, Don Johnson, Cheech Marin,
Linda Hart oa fullt af golfurum.Guðlaueur Bergmundsson
kvikmynair
67
Tveir ólíkir heimar skerast þegar leiöir þeirra Louis Pinnocks og Thaddeusar Thomas liggja saman. Harry Belafonte
og John Travolta í hlutverkum sínum í Hvíta manninum.
Hvíti maðurinn í Sam-bíóum:
Hvítur verkamaður
rænir svörtum auðkýfingi
í Hvítur maður (White Man’s
Burden) er hlutunum snúið við í
sambandi við það hverju kvik-
myndahúsagestir eiga að venjast í
samskiptum svartra og hvíta. John
Travolta leikur verkamanninn Lou-
is Pinnock, sem vinnur hörðum
höndum við að sjá fjölskyldu sinni
fyrir sómasamlegu lífi. Hollusta
hans við fyrirtækið, sem hann vinn-
ur hjá, er algjör og hann á von á því
að verða fljótlega verkstjóri. Þar til
hann verður á vegi Thaddeus Thom-
as (Harry Belafonte) sem er kominn
af ríku fólki og hefur aldrei þurft að
hafa áhyggjur allt sitt líf. Honum
gengur vel í viðskiptalífinu og á
mikið og fínt hús og fallega fjöl-
skyldu. Möguleikamir eru endalaus-
ir þar til hann og Pinnock hittast. Á
einu augnabliki verður Pinnock það
á að fara yfir mörkin sem skilja að
bæði hina ríku og fátæku og hvíta
og svarta og þetta atvik kostar hann
allt; heimilið, fiölskylduna og
lífslöngunina. í örvæntingu sinni
rænir hann Thomas, sem var ábyrg-
ur fyrir því að hann missti starfið,
og fer með hann í gettóið þar sem
þeir verða fyrir lífsreynslu sem á
eftir að hafa áhrif á þá það sem eftir
er ævinnar.
Leikstjórinn og handritshöfundur-
inn Desmond Nakano segir um
mynd sína að hún fialli um það sem
flestar kvikmyndir koma ekki ná-
lægt; „Sagan gerist í borg, þar sem
allt er auðþekkjanlegt, nema það að
þeir sem ráða ferðinni eru svartir
og hvítir eru neðar í þjóðfélaginu.
Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Na-
kano leikstýrir en hann hefur verið
virkur handritshöfundur og er mað-
ur á bak við hinn sterka texta í Last
Exit to Brooklyn og American Me.
Nakamo er japansk-amerískur og
fæddist í Los Angeles, hann gekk í
háskóla í Kalifomíu, þar sem hann
lagði fyrir sig handritsgerð, og með-
al kennara hans þar var Paul
Schrader, maður á bak við handrit-
in að Taxi Driver og Raging Bull.
Og það var Schrader sem sá í
Nakamo hæfileikana og kom honum
á framfæri í Hollywood. Desmond
Nakamo er ágætur tónlistarmaður
og hefur unnið í tónlistinni með því
að skrifa handrit en nú hefur hann
lagt tónlistina á hilluna.
Það er orðið langt síðan Harry
Belafonte hefur sést í kvikmynd.
Hann hefur að vísu aldrei verið
virkur kvikmyndaleikari en með-
fram tónlistinni lék hann í
nokkrum athyglisverðum kvik-
myndum fyrr á árum. Má þar nefna
Carmen Jones, Odds Against
Tomorrow og Island in the Sun. Þá
lék hann fljótt eftir að hann hafði
leikið í Hvíta manninum í kvik-
mynd Roberts Altmans, Kansas
City. Belafonte hefur imnið mikið
að jafnréttismálum og verið marg-
heiðraður fyrir og hann eins og allir
aðrir leikarar, að John Travolta
meðtöldum, tók lítil sem engin laun
fyrir leik sinn í Hvíta manninum.
DENZEL WASHINGTON
MEG RYAN
( Stórmyndin^)
COURAGE
-UNDER-
FIRE
(Hetjudáð)
Forsýning
í Regnboganum
sunnudaginn
10. nóvember
kl. 21.00