Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1996, Page 64
Alla laugardaga Vértu viðhúinM vinnlngi! (20)(27)^0) KIN S LT3 <C FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,oháð dagblað LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 íslenskur skipstjóri á fraktskipi frá Miö-Ameríku og áhöfn hans: í varðhaldi á írlandi grunaðir um kókaínsmygl íslenskur skipstjóri á fraktskipi, skráðu í Belís í Mið-Ameriku, hef- ur ásamt áhöfninni verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald á írlandi fram yfir helgi vegna gruns um stórfellt smygl á kókaíni. írska fikniefnalögreglan fékk ábendingu frá Surinam í Panama, þaðan sem skipið lagði af stað, um að stór farmur kókaíns gæti verið um borð. Skipið leitaði reyndar hjálp- ar írsku strandgæslunnar á þriðju- dagskvöld vegna bilunar í stýris- búnaði og var tekið inn til hafnar í Castletownbere á suðurströnd ír- lands, skammt frá Cork. Þar hefur víðtæk leit farið fram um borð síð- an á miðvikudagsmorgun. Talsmaður lögreglunnar í Cast- letownbere sagði i samtali við DV um miðjan dag í gær að enn hefði ekkert kókaín fundist en leitað yrði gaumgæfilega áfram. Hann vildi ekki segja hversu mikið kóka- ín væri talið um borð en sagði það verulegt magn ef grunsemdir reyndust réttar. Skipið, sem nefnist Tia, hefur verið vaktað af vopnuðum lög- reglumönnum á meðan leit hefur staðið yfir. Það er 700 tonn að stærð og var ekki með farm um borð þegar það var tekið til hafnar í írlandi. Samkvæmt ferðaáætlun átti Tia næst að koma við í Do- negal, smábæ á norðurströnd ír- lands. Þrír eru í áhöfninni auk íslenska skipstjórans; Breti, Nigeríumaður og íri búsettur í Cork. Að auki hef- ur írska lögreglan verið með tvo íra í yfirheyrslum í Dublin vegna þessa máls. írsk fíkniefnalög leyfa lögreglunni að halda mönnum í varðhaldi í allt að 7 daga án þess að leggja fram kæru. Talsmaður lögreglunnar í Cast- letownbere vildi ekki upplýsa ann- að um skipstjórann en að hann væri íslenskur. Um eigendur skips- ins sagði lögreglumaðurinn að þeirra upplýsingar bentu til að ís- lenskur aöili væri þar á meðal. Enginn þeirra sem DV ræddi við á íslandi í gær kannaðist við þetta skip né hafði heyrt að íslendingur væri skipstjóri á fraktskipi frá Belís. Nýlegir tankar Grimur um kókaínsmygl fékk byr undir báða vængi þegar lög- reglan sá nýja suðu í jafnvægi- stönkum i botni skipsins. í raun má segja að skipið hafi verið hlut- að í sundur í ítarlegri leit írsku lögreglunnar. Lögreglumaðurinn írski sagði að það hefði tafið leitina hversu skipið væri ryðgað og illa farið, rottur hefðu fundist um borð og hann myndi ekki treysta sér til að sigla því í stórsjó! „Við höfum ekki séð ástæðu til að hafa samband við lögregluna á íslandi og vil ekki segja hvort við höfum rætt við íslensk stjórnvöld. Slíkar upplýsingar veiti ég ekki á þessu stigi,“ sagði lögreglumaður- inn í Castletownbere. -bjb Ríkislögreglustjóri: Bogi, Jónatan, Stefán og Þórir sækja um Jónatan Þórmundsson lagaprófess- or, Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri, Þórir Oddsson vararannsókn- arlögreglustjóri og Stefán Hirst, skrifstofustjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, eru meðal umsækjenda að stöðu ríkislögreglustjóra, samkvæmt upplýsingum DV i gær. Starfsemi embættisins mun samkvæmt lögum hefjast þann 1. júlí á næsta ári. Þar mun verða eins konar mið- og yfir- stjóm allrar lögreglunnar í landinu í framtíðinni með umboð frá dóms- málaráðuneytinu. Rannsóknarlögregla rikisins verð- ur lögð niður og munu helstu verk- , __efni hennar - rannsókn alvarlegustu sakamálanna - flest færast út í hér- uð, þ.e. til allra lögregluembætta landsins. Hjá ríkislögreglustjóra verður hins vegar starfrækt rann- sóknadeild sem sér um skatta- og efnahagsbrot auk annarra stjórnun- arverkefna. Markmiðið með þessum breyting- um er meðal annars að gera rann- sóknir og ákærur í sakamálum skil- virkari. Þannig mun hvert embætti fyrir sig rannsaka, ákæra sakbom- inga og fylgja málum síðan eftir fram að dómsuppkvaðningum. Þannig mun ákæruvald færast í enn ríkari mæli en verið hefur til lögregluemb- ættanna. Eftir breytingamar mun Ríkissaksóknaraembættið hafa með höndum alvarlegustu sakamálin. - -Ótt L O K I Þingfulltrúar á flokksþingi Alþýðuflokksins risu úr sætum og klöppuöu fráfar- andi formanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni, lof í lófa að lokinni setning- arræöu hans á 48. flokksþingi flokksins í gær. Á innfelldu myndinni má sjá Bryn- dísi Schrami beygja af þegar hún faðmaði mann sinn. DV-myndir ÞÖK Moröið í Genf: Morðinginn dæmdur í 15 ára fangelsi Dómstóll I Genf í Sviss dæmdi í gær 39 ára Frakka í 15 ára óskil- orðsbundið fangelsi fyrir morð á íslenskri konu, Vivan Hrefnu Ótt- arsdóttur. Hann var einnig ákærð- ur fyrir tilraun til að nauðga dótt- ir hinnar látnu. Vivan fannst látin í íbúð sinni í Genf að morgni laugardagsins 9. september árið 1995. Svissneska lögreglan handtók Frakkann á veitingastað skömmu síðar en hann hafði sést í fylgd með Vivan. Maðurinn viðurkenndi við yfir- heyrslur að hafa orðið Vivan að bana og hefur setið i fangelsi síð- an. Maðurinn var ólöglega búsettur í Genf og starfaði sem múrari. Málið vakti mikinn óhug í Sviss á sínum tíma. -RR Mánudagur Veöriö á morgun: Slydda og snjókoma Á morgun verður suðvestan- og síðar suðaustankaldi eða stinnings- kaldi. Slydda og snjókoma verða um landið sunnanvert en úrkomulítið nyrðra. Frostlaust verður um tíma um mestallt land. Veðrið á mánudag: Kalt og hvasst Á mánudag gengur í nokkuð hvassa norðanátt með frosti. Snjókoma verður um landið norðan- og norðaustanvert en él annars staðar. Veörið í dag er á bls. 65

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.