Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 T>V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Yfirgangur ómagans Boutros Ghali er bezti framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá upphafi, enda nýtur hann meira og víðtæk- ara trausts en dæmi eru um. Hann hefur þar að auki skorið kostnað niður meira en allir fyrirrennarar hans til samans. Þess vegna ber að endurkjósa hann. Stuðningurinn við Boutros Ghali er almennur í öllum heimshornum, enda spannar hann sjálfur ýmsa menning- arheima. Hann er frá íslamska Afríkuríkinu Egyptalandi, er sjálfur kristinn og er kvæntur konu af gyðingaættum. Auk þess er hann menntamaður á vestræna vísu. Samkvæmt venju sækir Boutros Ghali um endurráðn- ingu í annað kjörtímabU, sem hefst um áramótin. TU þess hefur hann stuðning aUs meginþorra ríkja heims, nema þess ríkis, sem ber meiri ábyrgð en nokkurt ann- að ríki á fjárhagsvandræðum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin eru skuldakóngurinn. Þau skulda Samein- uðu þjóðunum sem svarar 85 miUjörðum íslenzkra króna. Samt eru Bandarikin hvað eftir annað að reyna að fá Sameinuðu þjóðirnar tU að taka að sér ný og ný verkefni, er kosta peninga, sem ekki eru tU. Sameinuðu þjóðirnar og Öryggisráðið hafa hvað eftir annað tekið þátt í verkefnum og haft kostnað af verkefn- um, sem Bandaríkjastjórn hvers tíma hefur talið sér afar mikUs virði, aUt frá Kóreustríðinu yfir í Persaflóastríð- ið, frá hernámi Bosníu yfir í hernám Haítí. Þótt Bandaríkin séu í vaxandi mæli að verða fjárhags- legur ómagi á heimspólitísku framfæri Sameinuðu þjóð- anna, haga þau sér eins og þau eigi samtökin. Svartasta dæmið um frekju og yfirgang Bandaríkjanna er dólgsleg andstaða þeirra gegn endurráðningu Boutros Ghali. Raunar hefur stjórn Clintons Bandaríkjaforseta ekk- ert málefnalegt út á Boutros Ghali að setja. Brottför hans hjálpar ekki neinum málum Bandaríkjanna og sparar Sameinuðu þjóðunum ekki krónu. Andstaðan er mis- heppnuð tilraun til að sýna mátt sinn og megin. Velflestir bandamenn Bandaríkjanna í Sameinuðu þjóðunum hafa hvatt Bandaríkjastjórn til að skipta um skoðun. Hið sama hafa ótal samtök gert í Bandaríkjun- um, þar á meðal fjölmörg kirkjuleg samtök. Bandaríkin hafa alls engan stuðningsaðila í máli þessu. Bandaríkjastjórn er þegar farin að finna fyrir því að hafa æst alla upp á móti sér. Um daginn var ekki endur- kosinn fulltrúi frá Bandaríkjunum í hina valdamiklu fjárlaganefnd Sameinuðu þjóðanna, enda tæpast við hæfi, að sjálfur ómaginn sitji í svo mikilvægri nefnd. Eitt fordæmi er fyrir, að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafi ráðið framkvæmdastjóra gegn neitunar- valdi heimsveldis í Öryggisráðinu. Það var þegar Norð- maðurinn Tryggve Lie var, að ráði Bandarikjanna, end- urkjörinn árið 1950 gegn neitunarvaldi Sovétríkjanna. Nú er kominn tími til að stöðva yfirgang Bandaríkj- anna á sama hátt og yfirgangur Sovétríkjanna var stöðv- aður 1950. Ríki Sameinuðu þjóðanna setja ofan, ef þau leyfa dólgslegri ríkisstjórn að haga sér eins og hún eigi samtökin og koma sér hjá því að greiða félagsgjald. Ef skuldakóngurinn kemst upp með að neita Boutros Ghali um endurráðningu, þótt hann sé bezti fram- kvæmdastjórinn frá upphafi og njóti öflugs stuðnings flestra ríkja heims, hafa Sameinuðu þjóðirnar sett svo ofan, að vafasamt er, að samtökin eigi tilverurétt. Eina leiðin til að verja reisn Sameinuðu þjóðanna gegn árás hins vanhæfa Clintons Bandaríkjaforseta er að endurráða Boutros Ghali gegn neitunarvaldi Banda- ríkjanna. Jónas Kristjánsson Sama kákið blasir við í Mið- Afríku Heirasráðstefna æðstu manna um fæðuöflun hófst í Róm í vik- unni, samtímis því að alþjóða- stofnanir og ríkisstjórninr vand- ræðast fjórðu vikuna í röð við að koma sér saman um viðbrögð við neyðarástandi vegalauss mann- grúa, eitthvað á aðra milljón, á landamærum Zaire og Rúanda. Framkvæmdastjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, Jacques Diouf frá Senegal, við- hafði enga tæpitungu heldur setti fram kjarna vandans í Mið-Afríku á þessa leið á fundi með frétta- mönnum í Róm: „Allur heimur vissi að þessu fólki var haldið í gíslingu uppreisnarmanna sem framið höfðu þjóðarmorð en heimsbyggðin aðhafðist ekkert.“ Starfsmenn hjálparstofnana hafa skýrt fréttamönnum nánar frá því sem fram fór í flótta- mannabúðunum í Kivuhéraði í Zaire. Yfirvöld Zaire gerðu enga tilraun til að afvopna morðsveitir herskárra Hútúa sem ráku flótta- mannaskarann yfir landamærin til að skýla sér bak við fjöldann. Byssumennirnir tóku síðan völd í flóttamannabúðunum, hrifsuðu yfirráð matvælaúthlut- unar af starfsliði alþjóðlegra hjálparstofnana og drápu jafn- harðan flóttafólk sem gerði sig lík- legt til að beita sér fyrir aftur- hvarfi til fyrri heimkynna í Rú- anda. Einum líknarsamtökum, Lækn- um án landamæra, var nóg boðið í desember 1994 og drógu sig í hlé. „Við fórum af því að við töldum að verið væri að nota okkur til að kynda undir öðru stríði," segir talsmaður samtakanna, Samantha Bolton, við fréttamann Was- hington Post. „Okkur bárust drápshótanir ... Herflokkarnir héldu flóttafólkinu í heljargreip- um. Þeir drápu fólk í okkar aug- sýn. Við urðum að mótmæla." Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna vissi líka um ástandið Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson og hvatti til að sent yrði á vett- vang alþjóðlegt lögreglulið til að skilja ofbeldisflokkana frá varnar- lausu flóttafólki. Hún fékk afsvar. Afleiðingarnar hefði mátt sjá í borginni Goma sem nú er verið að reyna að gera að miðstöð endur- upptöku hjálparstarfs. Borgin er á valdi uppreisnarsveita gegn stjórn Zaire en utan við hana eru flótta- mannabúðirnar Mugunga á valdi morðsveitamanna. Dag hvem um sólsetur hafa sprengjur úr sprengjuvörpum við flóttamannabúðirnar lent á Goma. Á fimmtudagsmorgun hóf svo uppreisnarherinn í Goma stórárás með fallbyssum, sprenguvörpum og vélbyssum á virkin við flótta- mannabúðirnar. Drátturinn á að koma saman áætlun á vegum SÞ um nýtt átak til að koma hjálp til neyðarsv.æðis- ins stafar jöfnum höndum af vand- kvæðum á að láta til sín taka á bardagasvæði og ríg milli stjórna Bandaríkjanna og Frakklands. Hvor um sig grunar hina um að reyna að notfæra sér ástandið til að afla ítaka í Afríku. Bandaríkjastjórn kom í síðustu viku í veg fyrir stefnuákvörðun í Öryggisráðinu um aðgerðir í Mið- Afríku og hlaut fyrir ákúrur Emmu Bonino, mannréttindafull- trúa Evrópusambandsins. Nú hef- ur Clinton forseti ákveðið að fela Bandaríkjaher liðsinni við loft- flutninga á svæðið og að sjá fyrir loftmyndum af því úr gervihnött- um. Þessi ákvörðun kom eftir að Kanadastjórn hefði boðist til að fela Kanadaher yfirstjórn aögerða í umboði SÞ og leggja fram allt að 1.000 manna lið. Gert er ráð fyrir að frekari liðsveitir komi frá Frakklandi og Spáni en fámennari herflokkar frá öðrum ríkum í Evr- ópu og Afríku, einkum Suður-Afr- íku. En Bandaríkjastjóm setur ýmis skilyrði fyrir liðveislu sinni, með- al annars að sveitum SÞ verði alls ekki falið að skilja morðsveita- menn Hútúa frá Rúanda úr flótta- mannaskaranum. Með slíku ráðslagi væri tryggt að sama kák- ið yrði viðhaft áfram af hálfu sam- félags þjóðanna og girt fyrir að flóttamannavandinn yrði leystur á eðlilegan hátt í fyrirsjáanlegri framtíð. Fréttamaður International Herald Tribune hefur eftir emb- ættismönnum í Washington að ein ástæðan fyrir því að Banda- ríkjastjórn er svo hikandi við að boða herflutninga til Mið-Afríku sé undirbúningur undir að fram- lengja dvöl bandarísks herliðs í Bosníu. Clinton gaf fyrirheit um heimkvaðningu liðs frá Bosníu að árinu liðnu til að afla samþykkis Bandaríkjaþings. Nógu erfitt kunni forsetanum að reynast að réttlæta fráhvarf frá því mark- miði þótt ekki bætist við samtím- is ný skuldbinding um hersend- ingu til Mið-Afriku. Flóttafólk ferjað á bátum yfir Kivu-vatn á landamærum Rúanda og Zaire. skoðanir annarra 1 Unga fólkið og áfengið „Það er enginn vafi á því að margt ungt fólk drekkur of mikið og byrjar stöðugt fyrr. Það hefur örugglega sín áhrif að þessi kynslóð á foreldra sem hafa ráð á að hafa bjór og vín á borðum á hverjum degi - og hafa það í mörgum tilfellum. Lausnin á áfengisvandanum er ekki bann. Upplýsingar eru af hinu góða en það hefði miklu meiri áhrif ef foreldr- ar og allt samfélagið kæmi sér upp annarri og skyn- samlegri áfengismenningu en þeirri sem nú er við lýði.“ Úr forystugrein Jyllands- Posten 12. nóv. Friður háður efnahag „Horfurnar á friði í Mið- Austurlöndum eru að miklu leyti komnar undir efnahag Palestínumanna. Þessa dagana er hann slæmur og fer versnandi. Það I hefur í för með sér ókyrrð og reiði. Fjármálaráð- herrar og framkvæmdastjórar svæðisins, sem hitt- ast í Egyptalandi í þessari viku, geta gert eitthvað í málinu. Raunhæfar og hentugar tillögur geta orðið lyftistöng í efnahag Palestínumanna." Úr forystugrein New York Times 13. nóv. Bófar í Burma „200 bófar réðust á leiðtoga stjómarandstöðunnar í Burma, Daw Aung San Suu Kyi, á laugardaginn. Létu þeir grjóti rigna yfir bíl hennar og ógnuðu henni meö hnífum og kúbeinum. Samkvæmt traust- um heimildum ýtti herstjórnin undir árásina og skipulagði hana líklega líka. Herstjórnin óttast Daw Aung San Suu Kyi og óbrigðult hugrekki hennar meira en nokkuð annað. Þessi síðasta skammarlega árás var ekki aðeins villimannleg heldur einnig heimskuleg - eins og ef kynþáttaaðskilnaðarstjórn- in í S-Afríku hefði, þegar hún var í andarslitrunum, ráðist á Nelson Mandela í stað þess að vinna með honum.“ Úr forystugrein Washington Post 13. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.