Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 30
»> %/ikmyndastjarna LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 JL#"V Leikarinn Tom Berenger leikur aðalhlutverkið í myndinni The Substitute: Tom Berenger er ekki mjög kvik- myndastjörnulegur þar sem hann er klæddur í grábláan jogging galla og með tösku um mittið en fyrir nokkrum árum síðan var hann ein skærasta stjarnan í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum eins og The Big Chill, Betrayed og Platoon sem færði honum Óskarstilnefn- ingu. Björt framtíð virtist blasa við honum en það var eins og hann næði einhvern veginn ekki flugi og hefur aðeins fengið aukahlutverk eða aðalhlutverk í hasarmyndum. Tom fékk að reyna elsta lögmál draumaverksmiðjunnar, að dvölin á toppnum er oft mun styttri en leið- in þangað. Tom Berenger tekur þessu öllu með jafnaðargeði og er meira um- hugað um uppeldi barnanna sinna fimm, á aldrinum 1-19 ára, en frama í Hollywood. Hann er líka að snúa sér meira að framleiðslu, m.a á sjón- varpsþáttum sem eiga rætur i sögu Bandaríkjanna og fjalla um stríð. Stríð er nefnilega aðaláhugamál Tom Berenger, og alveg frá því að hannn var lítill strákur átti hann þann draum stærstan að vera yfirmaður í hernum. Sá draumur varð þó ekki að veruleika og Tom Berenger hefur aldrei stundað hermennsku eða tekið þátt í stríði. Það er athyglisverð stað- reynd að hann er harður á móti byssueign almennings og verður það að teljast frekar óvenjulegt mið- að við áhuga hans á hermennsku. En þannig er Tom Berenger einmitt, með báða fætur á jörðinni og skoð- ar hvert mál frá öllum hliðum áður en hann myndar sér skoðun. Festast í hlutverkum Nýjasta myndin hans heitir The Substitute og fjallar um málaliðann Shale sem tekur að sér kennslu und- ir fölsku nafni í gagnfræðaskóla í Flórída til að uppræta eiturlyfja- hring sem notar skólann fyrir mið- stöð starfseminnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Berenger leikur málaliða eða hermann, nægir að nefna myndirnar : Sniper, Platoon og Bom On The Fourth Of July og því spurði ég hann fyrst hvort hann sæktist eftir slíkum hlutverkum eða hvort það væru bara þannig hlutverk sem stæðu hon- um til boða? „Eg held að hið sið- ara sé nokkuð nærri sannleikanum. Það er auðvelt að festast í hlutverkum í Hollywood því það hentar framleiðendum ágætlega að geta sett mann í visst hlut- verkahólf og sótt mann þangað þegar þá vantar, í mínu tilfelli hermannatýpu. Eftir að ég fékk Óskarstil- nefningu fyrir að leika Barnes liðsforingja í Platoon flokkuðu framleiðendur mig í hermannahólfið og vildu hafa mig í því hlutverki. Það er svo sem í lagi mín vegna svo lengi sem mér finnst hlutverkin krefjast einhvers af mér og að sagan hafi boðskap fram að færa. Það er eitthvað við skipulagninguna, ag- ann og herkænskuna sem heillar mig. Ég er líka mikill áhugamað- iu um sögu og saga jarðarinnar hefur mik- ið til mótast og ráðist í stríðum,“ segir hann. Tom segir að aðalá- stæðan fyrir því að hann ákvað að leika í The Substitute hafi verið sú að eftir að hafa lesið handrit- ið þá hafi hann talið að þessi hasarmynd hefði jákvæðan boð- skap fram að færa, sérstaklega þau atriði þegar Shale er með krökkunum í skólanum. Hann segist hafa vitað að leikstjórinn Robert Mendel væri maður sem legði áherslu á að sá boðskap- ur sem Tom Berenger hefur mikinn áhuga á hernaði og hermennsku þó að hann hafi aldrei stundað hernað nema í bíómyndum og sé ákafur talsmaður gegn stríði. Hann er nú að framleiða sjónvarpsmynd um stríðið á Kúbu 1898 fyrir sjónvarpsstöðina TNT og sameinar þar áhuga sinn á sögu og hernaði. myndin hefur kæmi fram. Það hafi veriö skemmtilegt að vinna að þess- ari mynd og hann sé ánægður með útkomuna. -Nýlega hafa verið framleiddar tvær myndir með svipaðan sögu- þráð, Dangerous Minds með Mic- helle Pfeiffer og The Principal með James Belushy. í báðum eru það réttsýnir kennarar sem koma og tuska til einhver glæpagengi í skól- unum, fannst þér þetta ekkert þreytt umfjöllunarefni? „Ja, ég vissi nú ekkert um að Mic- helle Pfeiffer væri að gera mynd með svipuðum söguþræði. Sú mynd var frumsýnd þegar við vorum að taka okkar. En þessar myndir taka líka á ólíkan hátt á þessu vandamáli sem glæpagengi í bandarískum gagnfræðakólum er. Að mínu mati breytir það engu að aðrir hafi gert myndir sem fjalla um þetta sama efni. Eitt það skemmtilegasta við að gera þessa mynd var að flestir krakkarnir sem léku í myndinni eru raunverulegir meðlimir í gengj- um í Miami í Flórída. Til að hafa myndina sem næst raunveruleikan- um var ákveðið að ráða krakka sem lifa þessu lífi dags daglega og láta þau leika sjálf sig. Viö æfðum með þeim í tvær vikur og á þeim tíma kynntist maður þeim nokkuð vel. Þessir krakkar voru yfirleitt klárir og fljótir að tileinka sér það sem lagt var fyrir þá. Þau hafa einfald- lega ekki haft sömu tækifæri og aðr- Nýjasta mynd Toms Berengers fjall- ar um málaliðann Shale sem tekur að sér kennslu í gagnfræðaskóla og ætlar að uppræta þar eiturlyfja- hring. ir og koma yfirleitt frá fátækum og erf- iðum heimilum og hafa þess vegna leiðst á villigötur. Eftir að hafa tekið þátt í gerð þessarar myndar hafa nokk- ur ákveðið að hætta í genginu og reyna fyrir sér í leiklist og kvikmyndagerð. Ég var mjög ánægður þegar ég heyrði það frá þeim að þau hefðu allavega feng- ið áhuga á ein- hverju öðru en glæpastarfsemi. í dag eru þjóðfé- lagsaðstæður aðrar en þegar ég var að alast upp og harkan hefur aukist með opnara og frjálsara þjóðfélagi. Það getur líka verið að við séum bara að fara í gegn um ákveðið að- lögunarskeið frá ströngu þjóðfélagi yfir í frjálsara. Það er mikill munur á hugsunarhætti kyn- slóða, sérstaklega núna því breytingar gerast örar en áður. Þetta skapar ákveð- ið ójafnvægi og mis- skilning milli bama og fullorðinna. Þegar ég var ung- lingur þá var ég alltaf i ruðningsboltaliðinu og hafði ekki tima í annað eins og eiturlyf og að hanga með klíkunni. íþróttir áttu hug minn allan og ég fékk því útrás með þvi að spila íþróttir. Iþróttir eru sérstaklega mikilvægar á þess- um árum því unglingar þurfa að geta fengið útrás einhversstaðar. Þetta eru erfíðir tlmar og mikil samansöfnuð orka til staðar sem þarf að losa um. Með einkakennara fyrir börnin sín Berenger finnst að kvikmyndir eigi að hafa einhvern boðskap fram að færa og eigi að reyna að kenna áhorfandanum eitthvað. Honum finnst nóg af afþreyingarefni sem hefur engan boðskap fram að færa og markaðurinn þurfi sannarlega ekki meira af slíku efni. Hann hefur líka ákveðnar skoð- anir á ílestum málum og hikar ekki við láta þær í ljósi. Honum finnst skólakerfið ekki nógu gott og sendir bömin sín ekki í skóla heldur ræð- ur sjálfur kennara til að koma heim og kenna þeim þar. Hann er líka að reyna að kenna fólki meira um sögu Bandaríkjanna og er um þessar mundir að leggja síðustu hönd á 4 klukkutíma sjónvarpsmynd fyrir sjónvarpstöðina TNT um stríðið á Kúbu árið 1898. Berenger er fram- leiðandi myndarinnar og sameinar þar áhuga sinn á sögu og hemaði. Hann segir að á þeim tíma hafi hetj- ur fólksins verið hermenn en nú séu hetjurnar kvikmyndastjörnur og það segi ýmislegt um breyttan tíðaranda. Páll Grímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.