Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 stuttar fréttir Mafíubossi án lífeyris ítölsk yflrvöld hafa hafnaö beiðni mafíuforingjans Sal- vatores Riinas um lífeyri þar sem hann hafi grætt óhemjufé á glæpastarfsemi. Riina, sem af- plánar margfaldan lífstíðar- dóm, kveðst bæði saklaus og auralaus. Sakaður um stríðsglæpi Bosníuserbar ætla að kæra Alija Izetbegovic, forseta Bosn- íu, um stríðs- glæpi. Stjórn- arerindrekar telja að með þessu ætli Bosníuserbar að trufla frið- arferlið sem komst á i kjölfar Daytonsamkomulagsins. Izet- begovic hefur aö beiðni Banda- ríkjanna samþykkt að reka tvo háttsetta embættismenn og auð- veldað þar með vopnasendingu frá Bandaríkjunum. Annar embættismannanna hefur sterk tengsl við íran. Tudjman með krabba Franjo Tudjman, forseti Króatiu, er nú í Bandaríkjun- um þar sem hann fær með- höndlun vegna krabbameins. Tími fyrir konu Filippseyski þingmaðurinn Leticia Ramos Shahani, sem vill veröa framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir tíma til kominn að kona fái starfið. Breyting á stafsetningu Þýskur auglýsingatextahöf- undur reynir nú fyrir dómstól- um að koma í veg fyrir breyt- ingar á stafsetningu og mál- fræði þýskrar tungu. Segir hann þær hafa svipt sig lífsvið- urværi. Þeir sem styðja breyt- ingarnar segja þýskuna verða auðveldari skólanemendum og útlendingum. Hafna beiðni Mandela Stjórnarflokkurinn í Zambíu hefur hafnað beiðni Nelsons Mandela, for- seta S-Afríku, um að fresta kosningun- um sem fram eiga að fara í næstu viku. Sakar flokk- urinn hann um aö koma fram við sig eins og bam. Keppinautur Chilubas forseta, Kenneth Kaunda, fékk ekki að bjóða sig fram og flokkur hans, helsti stjómarandstöðuflokkur- inn, sniðgengur kosningamar. Lexía fyrir eiginkonuna Ibúi í Lyon í Frakklandi hef- ur viðurkennt að hafa sprengt sprengju fyrir utan banka þar sem kona hans starfar. Kvaðst hann hafa verið að kenna henni lexíu. Reuter Bensín hækkar Verð á bensíni hefur hækkað tals- vert á erlendum mörkuðum undan- farna viku Verð á 95 oktana bensíni hækkaði úr 228 dollurum í 238 doll- ara og 98 oktana bensín hækkaði líka um tiu dollara fimnan. Verð á hráolíu hefur einnig hækkað. Sigurgeir Þorkelsson, starfsmað- ur Esso, segir að verðhækkunin stafi af aukinni eftirspurn eftir elds- neyti vestanhafs. Viðskipti í erlendum kauphöllum hafa verið lífleg að undanförnu. Hlutabréfavísitalan hefur þó lækk- að í New York, Frankfurt og Hong Kong en hækkað lítillega í Lundún- um og Tókýó. Reuter Hundruð þúsunda snúa aftur heim - enn talin þörf á yölþjóöaher Hundruð þúsunda hútúa frá Rú- anda héldu í gær áleiðis til landsins sem þeir flúðu í skelfingu i kjölfar þjóðarmorðsins á tútsum fyrir tveimur árum. Streymdu flótta- mennirnir í gegnum borgina Goma í átt að landamærunum við Rúanda sem em í nokkurra kílómetra fjar- lægð frá borginni. Mugunga-flóttamannabúðimar, sem voru helsta bækistöð uppreisn- armanna hútúa og fyrrum her- manna hútustjómarinnar, sem og flóttamanna, tæmdust öllum að óvörum í gær. Það var þó ekki fyrr en vopnaðir hútúar höfðu flúið úr búðunum undan sameinuðu liði uppreisnarmanna Saírs og tútsa sem venjulegir flóttamenn yfirgáfu búðirnar. Skelfileg sjón blasti við frétta- mönnum sem komu í búðirnar í gær, iila útleikin lík og rottumergð. Talið er að uppreisnarmenn tútsa hafi myrt flóttamennina en ekki er talið útilokað að vopnaðir hútúar, sem hrætt höfðu flóttamennina til að vera um kyrrt í Saír, hafi slátrað þeim. Bizimungu, forseti Rúanda, sem sjálfur er hútúi, hélt að landamæra- stöð í gær til að bjóða landsmenn sína velkomna og var honum vel fagnað af flóttamönnunum. Sameinuðu þjóðimar lýstu yfir ánægju sinni með heimfor flótta- mannanna frá Saír en lýstu því jafn- framt yfir að enn væri mikil nauð- syn á fjölþjóðaher á svæðinu. Reuter Flóttamenn á leiö heim til Rúanda eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúöum í Saír. Simamynd Reuter Pólítískt stríð blossar upp á ný í Kreml Vopnahléð milli núverandi og fyrrverandi starfsmanna Borís Jeltsíns Rússlandsforseta var rofið í gær. Dagblað í Moskvu birti meinta segulbandsupptöku á samtali Anatolís Tsjúbaís, starfsmannastjóra Jeltsíns, og tveggja annarra aðstoð- armanna Jeltsíns frá 22. júní síðast- liðnum. Þetta var tveimur dögum eftir að Jeltsín rak Alexander Korzhakov líf- vörð sinn að undirlagi Tsjúbaís sem var þá að skipuleggja kosningabar- áttu forsetans. Tsjúbaís harðneitar að segulbandsupptakan, sem dagblað- ið gaf í skyn að kæmi úr herbúðum Korzhakovs, væri ekta. Korzhakov var yfirmaður öryggisþjónustu for- setans þar til hann var rekinn. í meintu samtali leggja Tsjúbaís og helsti ráðgjafi Jeltsíns, Viktor Iljushin, á ráðin um hvemig hindra megi rannsókn saksóknara vegna handtöku starfsmanna Korzhakovs á tveimur starfsmönnum kosning- askrifstofu Jeltsíns en þeir voru með hálfa milljón dollara í reiðufé. Atvik- ið átti sér stað á milli fyrri og seinni umferðar forsetakosninganna. Allir sem hlut áttu að máli vísuðu því á bug að mennimir hefðu haft féð und- ir höndum. í meintri segulbandsupptöku hringir Iljushin í ríkissaksóknara Rússlands og skipar honum að af- henda ekki rannsóknaraðilum skjöl um málið fyrr en eftir seinni umferð forsetakosninganna. Tsjúbaís á að hafa fyrirskipað að Korzhakov yrði skipað að halda sér saman annars yrði honum stungið inn. Kvaöst Tsjúbaís hafa nógar sannanir fyrir þjófhaði og morðum Korzhakovs til þess að fá hann dæmdan í 15 ára fangelsisvist. Reuter Sudur-Afríku- tengslin enn áhugaverð Sænski saksóknarinn Jan Danielsson er kominn aftur til Svíþjóðar eft- ir þriggja vikna rann- sóknir í S-Afr- íku á meint- um tengslum þarlendra manna við morðið á Olof Palme, fyrr- um forsætisráðherra Svíþjóðar. Upphaflega stóð td að sænskir rannsóknaraðilar yröu viku í S- Afríku en dvölin varð lengri vegna nýrra upplýsinga sem tald- ar em mikilvægar. Danielsson, sem í upphafi var vantrúaður á að S-Afríkumaður hefði myrt Palme, telur nú að frekari upplýs- ingar geti komið fram í dagsljós- ið þegar fyrrum leyniþjónustu- menn, njósnarar og lögreglu- menn vitna fyrir svokallaðri sannleiksnefnd gegn því að verða ekki ákærðir fyrir glæpi sem framdir voru í tíð stjóm hvíta minnihlutans. Belgískir for- eldrar heSmta afsögn ráðherra Foreldrar tveggja belgískra barna, sem myrt voru af bama- níðingnum Marc Dutroux, hafa hvatt Johann Vande Lanotte inn- anríkisráðherra til að segja af sér. Ef hann gerir það ekki ætla þeir að efiia til nýrrar fjölda- göngu en alls tóku 250 þúsund manns þátt í fjöldagöngu í síðasta mánuði til að sýna foreldrum fórnarlamba barnaníðingsins samúð. . Foreldrar Julie og Melissu, sem fundust látnar í húsi Dutroux, segja innanríkis- ráðherrann bera ábyrgð á klúðr- inu, dugleysinu og metingnum innan lögreglunnar. Innanríkis- ráðherrann segir dómsmálaráð- herrann bera ábyrgð á lögregl- unni. Fullyrðingar um yfirhylming- ar hafa fengið byr undir báða vængi eftir að dómarinn Jean- Marc Connerotte, sem álitinn er einn af fáum heiðarlegum dómur- um í landinu, var látinn víkja fyrir að hafa þegið pastarétt af stuðningsmönnum foreldra fóm- arlambanna. Skrifta símleið- is til að endur- byggja kirkju Syndarar í sókn einni á írlandi geta hringt í biskupinn á staðn- um og skriftað símleiöis. Biskup- inn hefur komið upp heilunar- og skriftasímalínu og borga þeir sem hringja 1 írskt pund fyrir mínútuna. Peningunum verður varið til þess að endurbyggja kirkju í héraðinu Offaly í mið hluta írlands. „Það er raunveru leg þörf fyrir þessa þjónustu, sér staklega fyrir þá sem em bundn ir heima við eða búa afskekkt segir biskupinn Michael Cox. Camilla og Emma í afmæli Karls Karl Bretaprins hélt upp á 48 ára afmæli sitt á fimmtudaginn með kampa- víns- og karri- veislu meö að- stoð ástkonu sinnar, Camillu Park- er Bowles. Leikkonan Emma Thompson var meðal 40 annarra veislugesta i veislunni sem var með austurlensku yfirbragði. Sít- arleikarinn Ravi Shankar, sem er orðinn 76 ára og hafði mikil áhrif á Bítlana á sínum tíma, skemmti veislugestum. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.