Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 29
H>"V" LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
karkynning
29
Fjölvaútgáfan gefur út bókina Júrí úr Neðra eftir Eyvind Erlingsson og Júrí Resitov:
Sannfærður um að Rússa-
grýlan er ekki dauð
- hef að minnsta kosti ekki verið viðstaddur útförina. segir sendiherra Rússa á íslandi
„Þegar mér liður ekki vel heima þá fer ég út
í bæ og þá kemur fólk og byrjar að tala við
mig. íslendingar hafa skiptar skoðanir um
Rússland og ég er sannfærður um að Rússa-
grýlan er ekki dauð. Ég sagði einu sinni að
mér hefði að minnsta kosti ekki verið boðið
að vera við útfórina. En Islendingar hafa
aldrei brugðist mér. Þeir hafa alltaf verið vin-
gjarnlegir og þegar ég fer í sund kemúr fólk og
spjallar. Þá lít ég á sjálfan mig sem hálfgerð-
an íslending," segir Júrí Resitov, sendiherra
Rússa á íslandi.
Júrí kom ungur maður til starfa í sendiráði
Sovétmanna á íslandi fyrir nokkrum áratug-
um og hefur alla tíð síðan haft sterkar taugar
til landsins. Hann fæddist í borginni Gorkí,
sem nú heitir Nishni Novgorod eða Nýigarður
Neðri, en á þessum árum var hún þekkt fyrir
háa tiðni glæpa. Hann lék sér á götunni með
mönnum sem síðar áttu eftir að verða
„gángsterar" eða jafnvel „ekta morðingjar".
Júri átti þó eftir að feta aðrar slóðir. Hann var
í Milliríkjaviðskiptaháskóla Utanríkisráðu-
neytisins, smitaðist þar af áhuga kennara síns
á norrænum fræðum og lærði íslensku.
\
Hvítt er hvítt
og svart svart
I bókinni lýsir Júrí lífi sínu og byrjar á
mótmælum íslendinga við sendiráð Sovét-
manna hér þegar Imra Nagí, forsætisráðherra
Ungverja, var handtekinn og líflátinn í lok
sjötta áratugarins. Hann segir einnig frá kvik-
mynd sem hann sótti í Tjamarbíói fyrir hönd
sendiráösins en myndin fjallaði um bylting-
una í Ungverjalandi. Myndin hafði mikil áhrif
á unga túlkinn enda lýsti hún allt öörum
veruleika en gefmn var í sovéskum blöðum.
Almenningi voru engin grið gefin.
„I blöðunum var byltingunni lýst sem gagn-
byltingu vondra manna. Kvikmyndin beindi
hugsunarhætti mínum í ákveðna átt og ég
varð fyrir miklum áhrifum. Ég sat í bíósaln-
um og hugsaði ég með mér að ef hinir áhorf-
endurnir vissu að þarna var útsendari rúss-
nesku ríkisstjórnarinnar þá myndi kannski
einhver hvetja til að drepa mig en það gerðist
ekki,“ segi’r Júrí.
Slær oft á
látta strengi
Júrí hefur verið sendiherra á íslandi und-
anfarin ár og vakið athygli fyrir að vera
óvenjulegur sendiherra, sérstaklega náttúru-
lega fyrir íslenskukunnáttu sína, en hann hef-
ur löngum þótt óvenjulegur embættismaður
sem hefur tekið strangar reglur mátulega al-
varlega. Hann slær oft á létta strengi en bend-
ir samt á að grín geti verið „dauðans alvara."
Hann virðist nokkuð gagnrýninn á stjómvöld
í Sovétríkjunum sálugu og viðurkennir að
starfið hafi stundum verið erfitt. Það gildi
einnig um önnur ríki. Stjómvöld ljúgi þegar
þeim hentar, sama hvar þau eru á hnettinum.
„Sem embættismaður varð ég að skilja
ákveðna hluti, til dæmis að það er erfitt að
kalla hvítt hvítt og svart svart. Ég mátti ekki
gleyma persónulegri ábyrgð minni og varð að
nema staðar þegar stjómvöld í landi mínu
reyndu að troða á mig einhverri vitleysu og
lygum,“ segir Júrí.
Eitt sinn átti hann í samningaviðræðum
við Svía vegna tillögu um dauðarefsingar.
Samkomulag náðist en á síðasta augna-
bliki kom boð um að styðja tillöguna
ekki. „Þá sagði ég: „þetta gengur ekki.
Ég er persóna og maður, ekki bara full-
trúi ríkisstjómarinnar,“ segir hann.
Hyldýpið aðskildi
Þegar Júrí var túlkur við sovéska
sendiráðið hér fann hann til skyld-
leika við mann, sem þá var blaða-
maður á einu stærsta blaði landsins
og er nú ritstjóri þess en aldrei varð
af neinum kynnum þeirra i milli,
kannski vegna þess hyldýpis sem
áður aðskildi austur og vestur,
fyrr en á ráðstefnu i Genf fyrir
nokkrum áruin og síðan má
segja að þeir hafi bundist vin-
áttuböndum.
„Þá allt í einu
verður hann þess
var að hann er
ekki einn. Það
skrjáfar i sandin-
um og í vatninu
birtist mynd ann-
ars manns, - ein
sog hans.
-Sæll vert þú!
Það er ritstjór-
inn frá íslandi,
mættur aftur í
sömu mynd, með
sama hætti og
forðum. Einkenni-
legt vægast sagt.
Liggur við að það
slái á hann her-
fjötri, vott af löm-
un í fæturna.
Jakob er með
honum. Þeir höfðu
ákveðið að enda
dvöl hans hér með
prómenaði á
vatnsbakkanum.
Lestin fer eftir
klukkutima.
-Merkilegt að
rekast saman ein-
mitt hér, segir
Júrí.
-Ég veit ekki.
Kannski sækj-
umst við eftir sömu hlutum
segir skáldið,“ segir
meðal annars
í bók-
inni.
i
M m >
. :* *
þrátt fyrir allt, Á þessari ráðstefnu báðu íslendingar Júrí
stundum um að leyfa sér að fylgjast með
þeim nefndum sem hann sat í.
Lenti óvart í Kaup-
mannahöfn
Júrí lét mannréttinda-
mál mjög til sin taka, sér-
staklega á tímum Gor-
batjovs, og segir að
það hafi þurft að
vinna með lagni að
góðum tillögum.
Júrí var höfúndur
löggjafar um
ferðafrelsi á tím-
um Gorbatjovs en
með henni gjör-
breyttust mögu-
leikar manna til að
flytja utan.
Honum er ofar-
lega í huga sönn
skemmtisaga af
öldruðum Akureyr-
ingi sem ætlaði að
fljúga milli landshluta
en fór í vitlausa vél og
lenti óvart í Kaup-
mannahöfn. Til að bæta
fyrir þau mistök var
hann lóðsaður um alla
borgina og flugfélagið
greiddi fyrir hann ferðakostn-
aðinn. Hefðu þessi mistök átt
ser stað í Sovétríkjunum hefði mað-
urinn líkast til orðið að sæta refs-
ingu.
Eyvindur Erlendsson leikstjóri
skrifar bókina um Júrí ásamt Júri
Resitov. Eyvindur segir að bókin
sé blanda af skáldsögu og sann-
leika. Þeir viðurkenni ekki
fyrir rétti að þetta sé ævi-
saga Júrís Resitovs. í
bókinni sé aðeins búin
til ný persóna, sem
heiti sama nafni og
sendiherrann og
lent í
sömu raun-
unum og
hann.
-GHS
Júrí Resitov, sendiherra Rússa á íslandi, er höfundur bókarinnar Júrí úr Neðra ásamt Eyvindi Erlendssyni leikstjóra.
Bókin er blanda af skáldsögu og sannleika þar sem búin er til ný persóna sem heitir sama nafni og sendiherrann og
lendir í sömu raunum og hann. DV-mynd GVA
59.900,.flgr. 46.900,-s,gr. 39.900,-s,gr. 39.900,-s,gr. 29.900,-s,gr. 41.900,-s,g,.
Iberna ICM-31 Iberna ID-28 Iberna ID-24 Iberna IMP-245
H x B x D = 163 X 60 x 60 cm H x B x D = 143 x 60 x 60 cm H x B x D = 143 x 54 x 60 cm H x B x D = 143 x 54 x 60 cm
Kælir ofan 221 Itr. Kælir neðan 213 Itr. Kælir neðan 181 Itr. Kælir204ltr.
Frystir 65 Itr. Frystir 67 Itr. Frystir 44 Itr. Frystir 20 Itr.
Rétt verð 63.900,- Rétt verð 50.950,- Rétt verð 43.980,- Rétt verð 41.960,-
Iberna IMP-1 4.3
H x B x D = 85 x 54 x 60 cm
Kælir 118 llr.
Frystir 14 Itr.
Réttverð 35.910,-
Iberna IMP-30.0
H x B x D = 143 x 60 x 60 cm
Kælir 302 Itr.
Frystir enginn
Rétt verð 46.900,-
NÝTT FRÁ FÖNIX
ítalskir ísskápar
-ibeffío
TAKIÐ EFTIR!
Nú selur Fönix ítalska
ísskápa af betri gerðinni
á verði, sem gerist
vart hagstæðara.
ibemQ
fyrsta flokks frá
/?anix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420