Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 JLlV
22
Jósafat Arngrímsson segir DV frá gæsluvarðhaldi
síðustu viku og meintum sakamálum síðasta áratugar:
Bragðaði hvorki
vott né þurrt
í varðhaldinu
„Ég er alveg óhræddur við þessa
karla. Þeir héldu mér í 5 daga í
gæsluvarðhaldi og ég bragðaði
hvorki mat né drykk. Þeir kölluðu á
lækni en ég hélt mér alltaf fast við
sannleikann. Þetta hafði ekki
minnstu áhrif á mig. Minn andlegi
styrkleiki er það mikill. Það er
reyndar ekki mér aö þakka. Ég er
íslendingur, ég er Vestfirðingur, ég
er ísfiröingur - þetta er mín arf-
leifð,“ sagði Jósafat Amgrímsson,
63 ára athafnamaður sem búsettur
hefur verið í Dublin í áraraðir, um
gæsluvarðhald sem írska lögreglan
Askrifendur
aukaafslátt af
smáauglýsingum
^ a\\t milíi hirr\jn.
Smáauglýsingar
EEEa
550 5000
Smáauglýsinga
deild DV im
er opin: 'm
• virka daga kl. 9-22^
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Skilafrestur smáauglýsinga
er fyrir kl. 22 kvölaio fyrir
birtingu.
AHl. Smáauglýsing í
Helgarblað DV verður þó að
berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudag.
gWt milll hirrtjf^
Smáauglýsingar
550 5000
fékk hann hnepptan í á miðvikudag
í siðustu viku og fram á síðastliðinn
mánudagsmorgunn.
Sigurður bróðir
er prestur og sterkur
Sigurður Amgrímsson, 65 ára
bróðir Jósafats og fyrram sóknar-
prestur í Hrísey, sem er skipstjóri
og eigandi flutningaskipsins Tia
sem tollverðir hafa nánast finkembt
í leit að kókaíni situr enn í gæslu-
varðhaldi - ákærður fyrir tilraun til
innflutnings á fikniefnum. Lögregl-
una grunaði að Jósafat hefði staðið
á bak við fjármögnun ferðar skips-
ins til Surinam í Mið-Ameríku það-
an sem skipið kom til Irlands í síð-
ustu viku þegar bræðurnir, þrír
menn úr áhöfn Siguröar og útgerð-
armaður skipsins í Dublin voru úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald. Sigurð-
ur er sá eini sem enn situr inni.
Hann hringdi í Jósafat fyrir helgina
úr fangelsinu:
„Hann fékk að tala við mig á
ensku í fimm mínútur í síma. Hann
var eftir atvikum hress og sagði
auðvitað að þaö væri ekki stafur
fyrir ákæranni. Hann kveðst algjör-
lega munu standa á sínu sakleysi.
Sigurði líður auðvitað illa þama
inni en hann er prestur og andlega
sterkur. Það er hægt að svipta menn
mörgu en þaö er aldrei hægt að taka
persónuleikann og loka sálina af þó
líkaminn sé lokaður inni,“ sagði
Jósafat.
Ég á már þrjú boðorð
Jósafat segist reikna með að
ákæran á hendur Sigurði verði felld
niður í næstu viku - með henni hafi
lögreglan reyndar einungis verið að
réttlæta vinnu 70 ríkisstarfsmanna
vegna leitarinnar og rannsóknar
málsins sem enn stendur yfir.
„Ég sagði við þá í síðustu viku:
„Látið mig fá bara eina staöreynd
sem sannar ykkar ásakanir." Þeim
hefur ekki tekist það og mun ekki
takast það. Þeir era nú búnir að
kemba skipið og ég vona aö þeir rífi
það í sundur. Þetta mál er tómt
kjaftæöi. Af hvaða rótum ásakan-
imar era runnar er þeirra mál,“
segir Jósafat.
„Sannleikurinn gerir mann frjáls-
an en hann kemur gjaman ekki upp
á yfirborðið fyrr en um síðir. Ég á
þtjú boðorð fyrir alla menn. Þaö
fyrsta er: Láttu þá njóta vafans.
Annað er: Láttu þá ennþá njóta
vafans. Þriðja boðorðiö er: Láttu þá
enn og aftur njóta vafans.
Með öörum oröum - vertu alltaf
varkár og aldrei viss í þinni sök í
sambandið viö ásakanir! En þaö er
eins og lögreglan segi: Ekki rugla
okkur með staðreyndum - það er
búið að taka ákvörðim um sekt. Ég
sagði aftur og aftur við þá:
„Af hverju leitið þið ekki fyrst í
skipinu og handtakið svo fólkiö á
eftir." Það er ekki hygginna manna
háttur að handtaka menn eins og
gert var. Þú tekur ekki ákvarðanir
fyrst og reynir svo að sannreyna.
En því miður skaut lögreglan sig í
lappimar," segir Jósafat.
Bótamál gegn West-
minsterbanka of dýrt
fyrir mig
Á síðasta áratug hefur Jósafat
verið ásakaður eða ákærður í þrem-
ur stórum sakamálum en ekki hlot-
Jósafat Arngrímsson hefur ekki talaö við fjölmiöla um árabil. í viötali viö DV t dag upplýsir hann meöal annars hver
aödragandinn var aö þvi aö hann sat í 6 mánuöi i fangelsi í Bretlandi vegna fjármálabrots, uppgjöri í Westminster-
bankamálinu og margumtöluöu skreiöarmáli þar sem hann var sakaöur um aö hafa svikiö ógnarfjárhæöir út úr
norskum banka. DV-mynd Gunnar Gunnarsson
Fréttaljós á
laugardegi
Óttar Sveinsson
ið dóm. Árið 1987 afþlánaði hann þó
6 mánaða refsidóm í Bretlandi fyrir
fjármálabrot og á sjöunda áratugn-
um, þegar Jósafat bjó á íslandi, var
hann m.a. dæmdur í 2ja ára fangelsi
fyrir ávísanamisferli. Hann lauk þó
aldrei við að afþlána þá refsingu.
Kastljósið beindist mjög að Jósa-
fat áriö 1989 - í Westminsterbanka-
málinu. Þar var Jósafat ásamt
þremur öðrum fjármálajöfram ytra
ákærður fyrir að hafa reynt að
svíkja 1,2 milljarða íslenskra króna
út úr Westminsterbanka í London.
Málið tengdist kaupum á skreið frá
norskum seljendum sem senda átti
til Nígeríu.
Lögreglan hélt því fram að tveir
víxlar, ábektir af tyrkneskum
bankastjórum, væra falsaðir þegar
reynt var að selja þá í Westminster-
banka. Eftir löng málaferli ákvað
dómari að vísa málinu frá - reynd-
ar hafði verið rætt um að bankinn
heföi á vissu stigi málsins reynt aö
leiða fjórmenningana í gildra (set
up).
- Hugleiddir þú á sínum tíma að
fara í skaöabótamál við Westminst-
erbanka?
„Nei, þaö kostar of mikla pen-
inga. Fyrrverandi forsætisráðherra
írlands er til dæmis núna í skaða-
bótamáli við blað í London. Það er
reiknaö meö að kostnaðurinn þar
verði yfir ein milljón punda. Sé
maður útlendingur að stefna ein-
hverjum fyrir dóm þarf að leggja
fram tryggingar þannig að málsókn
er beinlinis útilokuð fyrir mig.“
- Var málið óþægilegt fyrir þig á
sínum tíma?
„Auðvitað var það mjög óþægi-
legt. Ég ræði reyndar aldrei svona
mál. En þetta vora ábektir víxlar.
Bretamir sögðu hins vegar aö þeir
heföu verið falsaðir. Yfirmaður ör-
yggisgæslu hjá öllum útibúum
Westminsterbankanna mætti síðan
fyrir dómstólinn þar sem hann
sagðist hafa borið saman stimp-
ilpúðana í viðkomandi banka í
Tyrklandi og undirskriftir ábeking-
anna á víxlunum. Hann sagði þetta
allt stemma. Einnig staðfesti hann
að telefaxsending frá tyrkneska
bankanum til Westminsterbankans
hafi verið send - sending sem Bret-
amir sóra þrisvar fyrir rétti að
væri fölsuð.
Þegar dómarinn heyrði þetta vís-
aði hann málinu frá. En við vorum
síðan undir eftirliti í sex mánuði.“
- Hefur þessi málarekstur háð þér
undanfarin ár?
„Blessaður, vertu! Þú hlýtur að
vera að grínast. Ég er íslendingur
og Vestfirðingur, ég er ísfirðingur.
Ég læt þetta ekkert á mig fá. Ekkert.
Andlegur styrkur er það mikill þó
það sé ekki mér að þakka. Hann er
mín arfleifö."
Við náðum sátt í
skreiðarmálinu
Síðla árs 1987 vora Jósafat og aðr-
ir aðilar ásakaðir fyrir að hafa svik-
ið 6 milljóna dollarar umboðslaun
út úr norskum skreiðarframleiðend-
um og Tromsö Sparbank. Um þetta
mál segir Jósafat:
„Ég vil endilega að það komi fram
að þessu máli lauk með réttarsátt
fyrir utan dómstóla. Við fengum 60
prósent en bankinn hélt 40 prósent-
um. Þetta hefur aldrei nokkum tím-
ann komið fram.“
- í nóvember 1986 varst þú hand-
tekinn, síðan sast þú inni í sex mán-
uði vegna 50 þúsund punda sem þú
varst sagður hafa svikið út úr
bresku fyrirtæki?
„Það er rétt. Það var maður sem
sagði mér að hann hefði verið með
yfirdrátt í sínum banka og spurði
hvort ég heföi eitthvað á móti því að
ég legði inn ávísun á minn eigin
reikning undir mínu nafni. Þannig
átti ég að láta ávísunina fara í gegn
fyrir hann og ég fengi greidd þrjú
prósent fyrir frá honum. Ég lagði
tékkann inn og fæ yfirlýsingu frá
bankanum og þessu væri lokið.
Maðurinn sem gaf út ávísunina
sagði síðan að henni hefði verið
stolið frá honum þó svo að hans
undirskrift væri á tékkanum. Fyrir
rétti mætti þessi maður aldrei,
hann var fluttur til Ástralíu. Sá sem
hafði afhent mér ávísunina mætti
heldur ekki. Lögmaður minn sagði
að þetta væri ekkert til að hafa
áhyggjur af.
En í þetta skiptið skaut ég sjálfan
mig í löppina. Fulltrúi saksóknara
spurði mig fyrir dómi: „Talar þú
ensku?“ Ég sneri mér að dómaran-
um og sagði: „Já, ég tala ensku.“
Hann þagöi og spurði i annað skipt-
ið: „Talar þú ensku? „Já, ég tala
ensku,“ svaraði ég aftur. Mér var
sagt það síðar að þegar menn vita
ekki alveg hvað þeir ætla að segja
næst í rétti endurtaka þeir spum-
ingar sínar. Þetta er bara taktur hjá
þeim. í þriöja skiptið sneri hann sér
að dómaranum og sagði: „Talar þú
ensku?“.
Ég sagði þá við dómarann: „Get-
um við fengið það á hreint héma
hver talar ensku og hver ekki?“ Ég
sá það á kviðdómaranum að hann
móðgaðist. Þetta var ókurteisi og
ekki rétt hjá mér að segja þetta. Ég
átta mig á því eftir á. Skap er skap.
En að öðra leyti komust menn að
þeirri niðurstöðu að ég væri sekur,
ávísunin hefði verið stolin og ég
hefði vitað af því. Það þýddi ekki að
deila við dómarann og ekki kvið-
dóm.“
Ég ætla að duga
Jósafat Segist ávallt hafa lifað fyr-
ir framtíðina, ekki fortíðina: „For-
tiðin er búin. Fólk sem lifir í henni
deyr af magasári. Mér hefur aldrei
orðið misdægurt, tek engin meðul
og fæ ekki einu sinni kvef. Ég er við
hestaheilsu, bæði líkamlega og and-
lega. Ef hlutimir hefðu áhrif á mig
myndu fjölmiölamir og aðrir sigra.
Ég þakka þetta því að ég er íslend-
ingur í húð og hár - það er annað-
hvort að duga eða drepast. Ég ætla
að duga,“ sagði Jósafat Amgríms-
son.
Hann sagöist hugsa hlýtt heim til
íslands en vildi ekkert um það segja
hvað hann vinnur við í dag.