Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 JL>V stýrt af tveimur konum. Þeim hin- um miklu móðurhöndum. Fundafall á Alþingi í dag. Hópur ráðherra og þingmanna kominn á Norðurlandaráðsþing til þess að tala skandinavísku við „okkar kæru, norrænu bræöur“. Við hin getum því tekið okkur góðan tíma á þingflokksfundinum. Rætt um vinnuvikuna í þinginu, sem hefst aftur á morgun. Rætt um næstu skrefin í verkefninu „Samstarf jafnaðarmanna". Mættur verktak- inn í víngarði drottins, Einar Karl Haraldsson. Vék af fundi rétt fyrir klukkan fjögur. Á slaginu fjögur mætti á skrifstofu minni í Austurstræti blaðamaður DV, Sdór, til þess að taka viðtal. Yfirheyrsla heitir það. Eins opg heitir fyrir rétti. Samt enginn dómur upp kveðinn. Ekki dómharður maður, Sdór? Á það nú samt til. Verklok kl. sjö Aftur í símann að viðtali loknu. Jón Baldvin leit við rúmlega fimm. Hafði stuttan stans. Maður á hrað- ferð. Verður kominn áleiðis til Kína þegar þetta birtist. Til þess að messa yfir Kínverjum næstu þrjár vikumar. Össur sagði í sjón- varpinu að maður jafn stór í snið- um og Jón Baldvin ætti að vera formaður í stórum flokki hjá fjöl- mennri þjóð. Þjóðir gerast ekki fjölmennari en í Kína. Vantar líka krataflokk þar. Svo er Jón Baldvin líka „simmari góur“ eins og frænd- ur vorir í Færeyjum segja. Eins og Maó formaður, sem „simmaði“ í Gulá. Verklok á skrifstofunni rétt fyr- ir klukkan sjö. Ekið heim í Breið- holtið með viðkomu til þess að kaupa mjólk. Hefðbundinn kvöld- verður með eiginkonu og syni mínum, sem heima býr. Hin böm- in hvert á sínum stað; á Kýpur, í Köln og í Kópavogi. Eftir fréttir, síminn. Eftir sím- ann undirbúningur undir almenn- an fund, sem haldinn verður á veg- um Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur næsta kvöld. Þar á eftir farið í háttinn." „Mánudagur. Rólegur dagur framundan eftir miklar annir. Flokksþingi Alþýðuflokksins, Jafn- aðarmannaflokks íslands lauk í gær. Þinginu lauk í sátt og sam- lyndi. Mikil samstaða var á þing- inu um málefnavinnu og mörkun stefnu og ný forysta var kjörin þar sem áhrif kv enna og ungs fólks vora stórlega aukin. Skilaboð flokksþingsins eru skýr og ein- drægni ríkir í röðum jafnaðar- manna. það styrkir okkur til allra verka. Gott er þreyttum að sofa. Vakn- aði ekki fyrr en á tíunda timanum. Fyrsta verkið að fá sér morgun- kaffið og lesa DV. Jákvæður leið- ari Elíasar Snælands um flokks- þingið og formannsskiptin. Rétt hjá honum, að ríkur vilji er hjá mörgum að efna til kosninga- bandalags jafnaðarmanna fyrir næstu kosningar. Árangur R- list- ans í Reykjavík sýnir, hvað hægt er að gera og orð Grétars Þor- steinssonar, forseta ASÍ, og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra em til vitnis um að öflug hreyfing er að myndast um að því fordæmi verði fylgt á landsvísu. Og svo fer síminn að hringja. Eins og vænta má. Var í símanum fram undir klukkan ellefu. Þá lá leiðin niður á Alþýðublað. Átti rabbfund með ritstjóminni þar sem m.a. var rætt um stöðu og framtíö blaðsins. Alþýðublaðið er hvorki stórt né úitbreitt. Samt að margra áliti best skrifaða blað á ís- landi. Klukkan tólf stuttur fundur með nýkjömum varaformanni, ritara, gjaldkera og formanni fram- kvæmdastjórnar. Rætt um verk- efnin framundan. Að þeim fundi loknum liggur leiðin niður í Al- þingishúsið við austurvöll. Fundafall á Alþingi Fundarherbergi jafhaðarmanna í Alþingishúsinu er lítið og þröngt. Fullskipað, þegar þingmenn og starfsmenn hafa fengið sér sæti. Hér var guðfraeðideildin til húsa þegar Háskóli íslands deildi hús- „Verklok á skrifstofunni rétt fyrir klukkan sjö. Ekið heim í Breiðholtið með viðkomu til þess að kaupa mjólk. Hefð- bundinn kvöldverður með eiginkonu og syninum, sem heima býr,“ segir Sighvatur Björgvinsson, nýr formaður Alþýðuflokksins. Hér er hann með konu sinni þegar úrslitin í formannskjörinu voru kynnt. DV-mynd GVA Dagur í lífi Sighvats Björgvinssonar, nýs formanns Alþýðuflokksins: Krötum líka stýrt af mildum móðurhöndum næði með alþingismönnum í þing- húsinu. Þess vegna hvílir guðs- blessun yfir þessu herbergi. Mætti þó stundum hafa verið örlítið meiri. Og meiri guðs friður. Hér hefur þingflokkur Alþýðuflokksins verið til húsa alla mína þing- mannsævi og svo miklu lengur. Miklar minningar bundnar þessu herbergi. Nú hafafjafnaðarmenn á Alþingi sameinast þar. Nú ríkir þar guðs friður. Nú er okkur líka Finnur þú fimm breytingar? 385 Ef þér getið ábyrgst að það sé ekkert ósiðlegt við þetta vil ég gjarna kaupa það. Nafn: _ Heimili: Vmningshafar fyrir þrjú hundruð áttugustu og þriðju getraun reyndust vera: Sigurbjörg Hallsdóttir Soffia G. Karlsdóttir Smáratúni 18 Breiðvangi 53 230 Keflavik 220 Hafnarfirði Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur i ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, aö verðmæti kr. 4.900, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúlá 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond- bók- in Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 385 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.