Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 41
49 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 Ódýrar ferðir til Óslóar: Blómstrar utan Evrópusam- bandsins Þrátt fyrir nálægðina við ísland hefur Ósló ekki verið með algeng- ustu áfangastöðum fyrir íslenska ferðalanga. Ástæðumar eru margar en fjölmargir íslendingar virðast vera á þeirri skoðun að Ósló sé svefnbær, lítið um að vera í skemmtana- og menningarlífi og því eftir litlu að slægjast. Eflaust mátti áður fyrr finna ein- hver sannleikskorn í þessu en þau eiga ekki lengur við um borgina. Á síðasta áratug hefur Ósló tekið stakkaskiptum og blómstrar nú sem aldrei fyrr. Ríkidæmi landsins á mikinn þátt í þeirri þróun. Olíuauð- urinn er mikill, enda er Noregur fimmta mesta olíuframleiðsluríki veraldar og annar stærsti útflytj- andinn. Velmegunin er meiri en í öllum ríkjum Evrópusambandsins en eins og kunnugt er höfnuðu Norðmenn áðild að sambandinu árið 1994. Er- lendar skuldir Norðmanna eru eng- ar, þjóðarframleiðsla umfram þjóða- reyðslu stefnir í yfír 38 milljarða á þessu ári og framleiðsluaukning verðm- rúm 5% sem er með því hæsta sem gerist í vestrænum ríkj- um. Stórlækkað verð Flugleiðir auglýstu í vikunni stórlækkað verð á ferðum til nokk- urra áfangastaða í Evrópu, þar á meðal til Óslóar. Nokkrar ferðir þangað á tímabilinu 16. nóvember til 10. febrúar verða til sölu á 17.900 krónur sem verður að teljast lágt verð. Ósló hefur tekið miklum breyt- ingum á undanfömum árum. Sjálf borgin liggur á ótrúlega stóru flæmi, jafn stóru og stórborgin Los Angeles sem hýsir milljónir manna. í Ósló búa þó aðeins mn 470.000 manns. Flæmið er meðal srnnars vegna þess hve mörg svæði eru græn í borginni. Veitingastaðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Ósló og eru víð- Heimsókn í Vikingskiphuset í Ósló gefur innsýn í ríka menningarhefð Norðmanna. frægir margir hverjir. Norðmenn sjálfir voru ekki vanir því að fara út að borða nema við sérstök tækifæri en það hefur sannarlega breyst. Engin önnur höfuðborg á Norður- löndum státar af eins mörgum veit- ingastöðum á hvern íbúa og Ósló. Fjölmargir þessara veitingastaða breytast í næturklúbba þegar hefð- bundnum matartíma lýkur. íslend- ingar eru vanir háu verðlagi og láta því verðlagið í Ósló ekki koma sér á óvart. Fjölbreytt úrval Þeir sem gera stuttan stans í Ósló ættu að bregða sér á Theatercafé við Stortingsgaten sem er veitingastaö- ur í austurrískum stíl. Þar fæst úr- vals málsverður á um 2000 krónur án víns. Léttvínflaska með mat í Ósló er oft á um 2500 krónur. Bestu veitingastaðimir í Ósló eru oftast með val á milli norskra rétta og hefðbundinna rétta úr franska eld- húsinu. Meðal þeirra má nefna Babette’s Giesthaus við Rádhuspassasjen, Julius Fritzner við Karl Johansgate og De Fem Stu- er við Kongeveien. Brasserie California við Hol- bergsgate sérhæfir sig í fiskréttum frá Kyrrahafinu en tekst að troða inn úrvals hreindýrasteik á matseð- ilinn. Úrvals ítalska rétti geta menn fengið á Brasserie Costa við Klin- genberggate og úrvals pitsustaður er Peppes Pizza við Holmensgate. Greiðari umferð Borgaryfirvöld í Ósló hafa gert mikið átak í umferðarmálum á síð- ustu árum og fjölda gatna hefur ver- ið lokað og þær gerðar að göngugöt- um. Enda veitir ekki af. Ferða- mönnum hefur fjölgað mjög og einn- ig borgarbúum sjálfum. Vinnuvikan er orðin stutt hjá Norðmönnum. Al- gengast er að menn vinni frá 8-16 mánudaga til fimmtudaga og 8-15 á fostudögum og yfirvinna er sjald- gæf. Borgarbúar hafa því mikinn frítíma sem þeir nýta á kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtistöðum. Allt kostar sitt því Noregur er dýrt land en enginn hörgull er leng- ur á krám og skemmtistöðum. Mik- ið líf er jafnan í kringum Aker Brygge og Karl Johansgate. Etoile Bar og The Scotsman eru vinsælar og vel sóttar krár á Karl Johansga- te. Ef menn vilja útsýni þá er Sky Bar á 37. hæð SAS-hótelsins við Sonju Henie Plass kræsilegur kost- ur. Menningarlífið blómstrar í Ósló, fílharmóníusveit borgarinnar spilar í Konserthus við Munkedamsveien, óperu- eða ballettsýningar eru í Den Norske Opera við Storgaten og leik- ritasýningar í Nationalteatret við Stortingsgaten. Djassaðdáendur bregða sér annaðhvort í Gamle Christiana við Grensen eða Oslo Jazzhus við Stockholmsgate. Söfn sem byggjast á ríkri menn- ingararfleifð Noregs eru orðin fiöl- Norðmenn hylla konung sinn fyrir framan konungshöllina í Ósló. mörg. Heimsókn í Vikingskiphuset við Huk Aveny er nauðsyn og sama má segja um Kon Tiki Museum við Bygdoynsvejen og Norwegian Maritime Museum við sömu götu. Þýtt og endursagt úr Business Traveler. -ÍS Vegabætur Árlega fara margar milljónir bíla í gegnum Holland enda liggja flestar flutningaleiðir í Evrópu þar um. Þessi bila- mergð hefur skapað mikinn troðning á vegunum en nú hafa hollensk samgönguyfirvöld ákveöiö að grípa í taumana. Samgönguráðherra Hollands tilkynnti að lagðir yrðu 1,25 milljarðar dollara í lagningu fleiri vega og fiölgun akreina á fiölfornustu leiðunum. Svíar buðu lægst Borgaryfirvöld í Manchester á Englandi leituðu tilboða í byggingu flugvallarhótels viö flugvöll borgarinnar. Sænska fyrirtækiö Skánska hreppti hnossið með tilboð upp á rúm- an tvo og hálfan milljarð króna. Hótelið verður risastórt, 350 herbergi, og með beintengingu við flugvöUinn. Deilur Letta og Rússa Lettar hafa bannað rúss- neska flugfélaginu Aeroflot að fljúga til Riga, höfuðborgar Lettlands, en samkomulag hafði verið um flug miUi Moskvu og Rigu þrisvar í viku. Ástæða bannsins er sú að Rúss- ar höfðu hafnað umsókn Letta um að fá einnig leyfi tU að fljúga á þessari sömu flugleið (með Baltic Airways). Á meðan samkomulag næst ekki er ekki flogið miUi þessara staða. Raqqi Bjarna oq GP husqöqn á sunnudöqum í desember Ef þú kaupir húsgögn hjá GP húsgögnum frá 1. nóvember til 22. desember, áttu möguleika á 100 þúsund króna vinningi. Fjóra fyrstu sunnudagana í desember, milli kl. 13 og 16 í þætti Ragga Bjarna á Aðalstöðinni, verður dreginn út heppinn viðskiptavinur GP húsgagna og fær sá hvorki meira né minna en 100.000 króna vöruúttekt. 1. Þú verslar hjá GP húsgögnum 2. Þú hlustar á Ragga Bjarna á sunnudögum í desember kl. 13 - 16 3. Þú gætir hlotið 100.000 kr. vöruúttekt m Toppurinn i húsgögnum í dag HÚSGÖGN BÆJARHRAUNI 12 - HAFNARFIRÐi - SÍMI 565 1234 Opit virka daga Jró kL 10-18, laugardaga fri kL 10-16 90 ðf 1D 9 AÐALSTÖÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.