Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 41
49
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
Ódýrar ferðir til Óslóar:
Blómstrar
utan
Evrópusam-
bandsins
Þrátt fyrir nálægðina við ísland
hefur Ósló ekki verið með algeng-
ustu áfangastöðum fyrir íslenska
ferðalanga. Ástæðumar eru margar
en fjölmargir íslendingar virðast
vera á þeirri skoðun að Ósló sé
svefnbær, lítið um að vera í
skemmtana- og menningarlífi og því
eftir litlu að slægjast.
Eflaust mátti áður fyrr finna ein-
hver sannleikskorn í þessu en þau
eiga ekki lengur við um borgina. Á
síðasta áratug hefur Ósló tekið
stakkaskiptum og blómstrar nú sem
aldrei fyrr. Ríkidæmi landsins á
mikinn þátt í þeirri þróun. Olíuauð-
urinn er mikill, enda er Noregur
fimmta mesta olíuframleiðsluríki
veraldar og annar stærsti útflytj-
andinn.
Velmegunin er meiri en í öllum
ríkjum Evrópusambandsins en eins
og kunnugt er höfnuðu Norðmenn
áðild að sambandinu árið 1994. Er-
lendar skuldir Norðmanna eru eng-
ar, þjóðarframleiðsla umfram þjóða-
reyðslu stefnir í yfír 38 milljarða á
þessu ári og framleiðsluaukning
verðm- rúm 5% sem er með því
hæsta sem gerist í vestrænum ríkj-
um.
Stórlækkað verð
Flugleiðir auglýstu í vikunni
stórlækkað verð á ferðum til nokk-
urra áfangastaða í Evrópu, þar á
meðal til Óslóar. Nokkrar ferðir
þangað á tímabilinu 16. nóvember
til 10. febrúar verða til sölu á 17.900
krónur sem verður að teljast lágt
verð.
Ósló hefur tekið miklum breyt-
ingum á undanfömum árum. Sjálf
borgin liggur á ótrúlega stóru
flæmi, jafn stóru og stórborgin Los
Angeles sem hýsir milljónir manna.
í Ósló búa þó aðeins mn 470.000
manns. Flæmið er meðal srnnars
vegna þess hve mörg svæði eru
græn í borginni.
Veitingastaðir hafa sprottið upp
eins og gorkúlur í Ósló og eru víð-
Heimsókn í Vikingskiphuset í Ósló
gefur innsýn í ríka menningarhefð
Norðmanna.
frægir margir hverjir. Norðmenn
sjálfir voru ekki vanir því að fara út
að borða nema við sérstök tækifæri
en það hefur sannarlega breyst.
Engin önnur höfuðborg á Norður-
löndum státar af eins mörgum veit-
ingastöðum á hvern íbúa og Ósló.
Fjölmargir þessara veitingastaða
breytast í næturklúbba þegar hefð-
bundnum matartíma lýkur. íslend-
ingar eru vanir háu verðlagi og láta
því verðlagið í Ósló ekki koma sér á
óvart.
Fjölbreytt úrval
Þeir sem gera stuttan stans í Ósló
ættu að bregða sér á Theatercafé við
Stortingsgaten sem er veitingastaö-
ur í austurrískum stíl. Þar fæst úr-
vals málsverður á um 2000 krónur
án víns. Léttvínflaska með mat í
Ósló er oft á um 2500 krónur. Bestu
veitingastaðimir í Ósló eru oftast
með val á milli norskra rétta og
hefðbundinna rétta úr franska eld-
húsinu. Meðal þeirra má nefna
Babette’s Giesthaus við
Rádhuspassasjen, Julius Fritzner
við Karl Johansgate og De Fem Stu-
er við Kongeveien.
Brasserie California við Hol-
bergsgate sérhæfir sig í fiskréttum
frá Kyrrahafinu en tekst að troða
inn úrvals hreindýrasteik á matseð-
ilinn. Úrvals ítalska rétti geta menn
fengið á Brasserie Costa við Klin-
genberggate og úrvals pitsustaður
er Peppes Pizza við Holmensgate.
Greiðari umferð
Borgaryfirvöld í Ósló hafa gert
mikið átak í umferðarmálum á síð-
ustu árum og fjölda gatna hefur ver-
ið lokað og þær gerðar að göngugöt-
um. Enda veitir ekki af. Ferða-
mönnum hefur fjölgað mjög og einn-
ig borgarbúum sjálfum. Vinnuvikan
er orðin stutt hjá Norðmönnum. Al-
gengast er að menn vinni frá 8-16
mánudaga til fimmtudaga og 8-15 á
fostudögum og yfirvinna er sjald-
gæf. Borgarbúar hafa því mikinn
frítíma sem þeir nýta á kaffihúsum,
veitingastöðum og skemmtistöðum.
Allt kostar sitt því Noregur er
dýrt land en enginn hörgull er leng-
ur á krám og skemmtistöðum. Mik-
ið líf er jafnan í kringum Aker
Brygge og Karl Johansgate. Etoile
Bar og The Scotsman eru vinsælar
og vel sóttar krár á Karl Johansga-
te. Ef menn vilja útsýni þá er Sky
Bar á 37. hæð SAS-hótelsins við
Sonju Henie Plass kræsilegur kost-
ur.
Menningarlífið blómstrar í Ósló,
fílharmóníusveit borgarinnar spilar
í Konserthus við Munkedamsveien,
óperu- eða ballettsýningar eru í Den
Norske Opera við Storgaten og leik-
ritasýningar í Nationalteatret við
Stortingsgaten. Djassaðdáendur
bregða sér annaðhvort í Gamle
Christiana við Grensen eða Oslo
Jazzhus við Stockholmsgate.
Söfn sem byggjast á ríkri menn-
ingararfleifð Noregs eru orðin fiöl-
Norðmenn hylla konung sinn fyrir framan konungshöllina í Ósló.
mörg. Heimsókn í Vikingskiphuset
við Huk Aveny er nauðsyn og sama
má segja um Kon Tiki Museum við
Bygdoynsvejen og Norwegian
Maritime Museum við sömu götu.
Þýtt og endursagt úr Business Traveler. -ÍS
Vegabætur
Árlega fara margar milljónir
bíla í gegnum Holland enda
liggja flestar flutningaleiðir í
Evrópu þar um. Þessi bila-
mergð hefur skapað mikinn
troðning á vegunum en nú hafa
hollensk samgönguyfirvöld
ákveöiö að grípa í taumana.
Samgönguráðherra Hollands
tilkynnti að lagðir yrðu 1,25
milljarðar dollara í lagningu
fleiri vega og fiölgun akreina á
fiölfornustu leiðunum.
Svíar buðu lægst
Borgaryfirvöld í Manchester
á Englandi leituðu tilboða í
byggingu flugvallarhótels viö
flugvöll borgarinnar. Sænska
fyrirtækiö Skánska hreppti
hnossið með tilboð upp á rúm-
an tvo og hálfan milljarð króna.
Hótelið verður risastórt, 350
herbergi, og með beintengingu
við flugvöUinn.
Deilur Letta og Rússa
Lettar hafa bannað rúss-
neska flugfélaginu Aeroflot að
fljúga til Riga, höfuðborgar
Lettlands, en samkomulag
hafði verið um flug miUi
Moskvu og Rigu þrisvar í viku.
Ástæða bannsins er sú að Rúss-
ar höfðu hafnað umsókn Letta
um að fá einnig leyfi tU að
fljúga á þessari sömu flugleið
(með Baltic Airways). Á meðan
samkomulag næst ekki er ekki
flogið miUi þessara staða.
Raqqi Bjarna oq GP husqöqn
á sunnudöqum í desember
Ef þú kaupir húsgögn hjá GP húsgögnum frá 1. nóvember til 22.
desember, áttu möguleika á 100 þúsund króna vinningi.
Fjóra fyrstu sunnudagana í desember, milli kl. 13 og 16 í þætti Ragga
Bjarna á Aðalstöðinni, verður dreginn út heppinn viðskiptavinur GP
húsgagna og fær sá hvorki meira né minna en 100.000 króna
vöruúttekt.
1. Þú verslar hjá GP húsgögnum
2. Þú hlustar á Ragga Bjarna á sunnudögum í desember kl. 13 - 16
3. Þú gætir hlotið 100.000 kr. vöruúttekt
m
Toppurinn i húsgögnum í dag
HÚSGÖGN
BÆJARHRAUNI 12 - HAFNARFIRÐi - SÍMI 565 1234
Opit virka daga Jró kL 10-18, laugardaga fri kL 10-16
90 ðf 1D 9
AÐALSTÖÐIN