Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 9
Guðmundur Arnlaugsson, fyrr- verandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, lést í Landspítalanum 9. nóvember eftir erfiða sjúkdómslegu. Guðmundur, sem var fæddur árið 1913, var einn fremsti skákmeistari íslendinga á árum áður og tefldi m.a. á fimm ólympíuskákmótum fyrir íslands hönd. Hann var ekki síður kunnur fyrir ritstörf sín en eftir hann liggja tvær skákbækur, Qöldi greina í blöðum og timaritum, auk þess sem hann flutti fastan skákþátt í Ríkisútvarpinu um ára- bil. Guðmundur er fyrsti alþjóðlegi skákdómari íslendinga og naut virð- ingar á þeim vettvangi. Hann var m.a. dómari í heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskýs í Laugardals- höllinni 1972 og í keppni Karpovs og Kortsnojs tíu árum síðar. Guð- mundur var kjörinn heiðursfélagi Skáksambands íslands árið 1975. Umsjón Jón L. Árnason Með Guðmundi er genginn merk- ur fulltrúi skáksögu íslendinga. Guðmundur lét fyrst að sér kveða á skáksviðinu á námsárum sínum í Kaupmannahöfn þar sem hann lagði stund á stærðfræði. Hann tefldi á sinu fyrsta ólympíuskák- móti i Munchen 1936 og síðan í Bu- enos Aires 1939 en þar urðu íslend- ingar efstir í B-riðli og hömpuðu forsetabikarnum svonefnda. Sigl- ingunni til Argentínu og mótshald- inu hefur Guðmundur lýst skemmtilega í tímaritinu Skák og má af því ráða að fórin hefur verið ævintýri líkust. Eftir að Guðmund- ur kom heim að loknu námi varð hann skákmeistari Norðlendinga 1946 og íslandsmeistari 1949. Síðasta ólympíumótið sem Guðmundur tók þátt í var í Moskvu 1956. Skáksveit MH á rektorsárum Guðmundar bar höfuð og herðar yfir sveitir annarra skóla og var margfaldur Norðurlandameistari. Mér er það minnisstætt hversu Guð- mundur tók ungum nemanda ljúf- mannlega á skrifstofu rektors þegar sá óskaði eftir því að verða leystur tímabundið undan námsskyldum sínum. Viðmótið breyttist ekki þótt keppnisferðunum fjölgaði jafnvel meira en góðu hófi gegndi. í erilsömu starfi gafst Guðmundi ekki tóm til taflmennsku en hann sneri sér í ríkari mæli að skákskrif- um. Skáksagan og gömlu meistar- arnir voru honum hugstætt yrkis- efni og eins skákþrautir og tafllok. Fastir þættir Guðmundar í tímarit- inu Skák um tafllok bera vönduðu handbragði hans fagurt vitni og næmu fegurðarskyni. í 5. tbl. 1996, sem út kom fyrir skemmstu, segir Guðmundur m.a. þetta: „Væri ég spurður að því hvaða tafllok mér væru minnisstæðust af þeim sem ég hef séð kæmist ég í talsverðan vanda. Samanburðurinn er erfiður ein tafllok hafa þetta sér til ágætis, önnur hitt. Það er rétt eins og að vera spurður að því hvaða fugl sé fallegastur eða hvaða blóm. Skömmu eftir að ég lærði mann- ganginn sá ég skákþraut sem varð mér lengi minnisstð vegna þess hvernig hvíta drottningin labbaði upp homalínuna al til h8 og hélt kóngi svarts í skefjum á meðan. Loks þegar hún var komin nógu langt fann hún opna línu og gat smellt sér niður í borð og mátað. Ég væri ekki jafn hrifinn af þessu nú en það hefur sennilega verið geó- metrían í lausninni sem heillaði mig.“ Á fimmtiu ára afmæli lýðveldis- ins 1994 tefldu íslensku stórmeistar- amir fjöltefli á Nýjatorgi í Kaup- mannahöfn á vegum íslendingafé- lagsins. Guðmundur og kona hans, Alda Snæhólm, voru með í för en Guðmundur var dómari í taflinu. Við þetta tækifæri rifjaði Guðmund- ur upp eitt og annað frá Kaup- mannahafnarárum sínum sem verð- ur þeim sem á hlýddu ætíð minnis- stætt. Guðmundur var þá orðinn áttræður en bar aldurinn vel. Hann rifjaði m.a. upp lýðveldisdaginn, 17. júní 1944, er hann var staddur í Kaupmannahöfn - rétt eins og fimmtíu árum síðar - en nærri má geta að margt hafði breyst á þessum ámm. Fyrir fjórum árum sendi Guð- mundur mér bréfstúf. Tilefnið var Guðmundur Arnlaugsson. umræða um skákbyrjunina kóngs- bragð sem varð til þess að skák, sem Guðmundur tefldi fyrir nærri hálfri öld „og var rækilega búinn að gleyma", rifjaðist upp fyrir honum. Guðmundi var kunnugt um áhuga minn á þessari fomu en bráð- skemmtilegu byrjun. Með bréfinu fylgdi ljósrit úr Skák árið 1947 þar sem skákin birtist með skýringum Guðmundar. Um skákina segir Guð- mundur: „Þetta er bréfskák, tefld á síðari hluta stríðsáranna, 1943 eða 4, þegar nasistar voru að herða tök- in á Dönum. Mig minnir að aðal- maður Dananna, landsliðsmaðurinn Hartvig Nielsen, hafi verið settur í fangelsi meðan á henni stóð.“ I bréfinu lýsir Guðmundur einnig skemmtilega skáklífinu í Kaup- mannahöfn á stríðsárunum og rifjar upp magnaða og spennandi skák sem hann tefldi við nefndan Hartvig Nielsen á Danmerkurmeistaramóti 1940 eða 41. Guðmundi segist svo frá: „Það var oft erfítt á þessum mót- um, Danmerkurmótið var alltaf teflt um páska og því þurfti að tefla tvær umferðir suma dagana - og biðskák- ir að auki. Við vorum víst báðir búnir að tefla tvisvar sinnum fjóra tíma þegar við settumst að biðskák- inni seint um kvöldið. Ekki var nema örfáum skákum ólokið og um- hverfis borðið hjá okkur var kom- inn margfaldur mannhringur að horfa á. Það hallaði á Hartvig og átti að vera að því komið að hann legði niður vopn. En Hartvig var tals- verður bardagamaður og ekki á því að gefast upp. Ég get enn heyrt fyr- ir mér strauminn sem hríslaðist eins og andvarp um hópinn um- hverfis okkur þegar hann lék og ljómaði upp í patt! Ég hafði verið á verði gagnvart þessum möguleika en nú var sefjunin frá áhorfendun- um svo sterk að mér fannst sem snöggvast ég vera búinn að leika taflinu niður í jafntefli. Ég sat nokk- ur andartök hreyfingarlaus en leit svo aftur á stöðuna - hann var ekki patt! Þetta voru dramatísk augna- blik, skákin var oft ekki síður spennandi hjá okkur þótt við tefld- um ekki jafnvel og þið gerið nú.“ Kóngsbragðsskákin góða er býsna skemmtileg og hraustlega tefld. Ég byggi á skýringum Guðmundar við skákina. Hvítt: Skákfélag Hafnarstúd- enta Svart: Jysk Akademisk Skakklub Kóngsbragð. 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 h6 4. Bc4 d6 5. d4 g5 6. 0-0 Bg7 7. c3 Re7 8. g3 g4 9. Rh4 f3 „í svipuðum stöðum og þessari hefur Speelman leikið Rbl-d2xf3 og fengið sterka sókn. Hér fer hvítur aðra leið.“ 10. Db3 0-0 11. h3 h5 12. Bg5 De8! „Hvítur hótaði 13. Rg6. I síðasta leik svarts er falin lævísleg gildra: 13. Rxe7 Dxe7 14. Rg6 Dxe4! 15. Rxf8 d5!! Ef nú Bxd5 þá De2 og hvítur get- ur ekki varist máti. Biskupinn get- ur því ekki drepið peðið - og ekki nóg með það, hann á engan öruggan reit. í stað þess að vinna skiptamun mundi hvítur því missa tvo menn fyrir hrók.“ 13. Rd2 Rc6 14. Dc2 Ra5 15. Bd3 f6 „Þessi leikur kom flatt upp á okk- ur en það er erfitt að benda á betra, staðan er svo þröng...tilgangur svarts með f6 er að knýja fram f5 og rýma þannig til en gallinn er sá að kóngurinn verður berskjaldaður." 16. Bf4 Df7 17. hxg4 hxg4 18. KÍ2! „Kóngurinn notar svörtu peðin sem skjöld. Hvítur er reiðubúinn til að leggja undir sig h-línuna og auk þess e-línuna ef hún skyldi opnast." 18. - f5 19. Hhl d5 20. exf5 Rxf5 21. Hael Rc4 „Hér kom sterklega til greina að vinda sér yfir í tafflok með almenn- um kaupum: 22. Rxc4 dxc4 23. Bxf5 Bxf5 24. Rxf5 Dxf5 25. Dxf5 Hxf5 26. Hh4. Svartur getur þá ekki valdað g- peðið. En hann á mótspil í 26. - Hb5 27. Bcl Hf8 28. Hxg4 Hh5, svo að hvítur tekur annan kost, sem einnig hafði það til sín ágætis að vera í stíl við fyrri hluta skákarinnar.“ 22. Rfl „Hvítur hótar nú einfaldlega að reka Rc4 í burtu og setja síðan eitt vald enn á f5 með Re3. Það myndi kosta svarta riddarann að stöðunni óbreyttri að öðru leyti því að riddar- inn má ekki hopa vegna Bh7+.“ 22. - Bd7 23. b3 Ra3 24. Db2 Rb5 25. Re3! Ef hins vegar 25. Rxf5 Rxf5 26. Bxb5 a6! og biskupinn á sér ekki undankomu auðið. 25. - Rxe3 26. Hxe3 „Hótar að vinna drottninguna með Bh7+, Kxh7, Rf5+ Kg6 (g8) Re7+.“ 26. - Bf6 Ef 26. - Hfe8 er 27. Bg6 mögulegt; ef 26. - Hfd8 27. Rg6 og næst 28. Re5. 27. Rg6 - Og svartur gafst upp. Ef t.d. 27. - Hfe8 28. Re5 og áfram gæti teflst 28. - Bxe5 29. Bxe5 De6 30. c4 og hvítur á vinningsstöðu. Barbara Cartland stillti sér upp við MG Montlery Midget frá árinu 1931 sem er sama tegund bíls og hún keyrði árið 1931. Barbara Cartland á kappaksturbrautína Barbara Cartland ástarsagnahöf- undur, sem nú er orðin 95 ára, skrúfaði klukkuna til baka þegar hún fór aftur á kappaksturssvæðið í Brookland 65 árum eftir að hún keppti þar fyrst. Cartland lét mana sig þegar hún var þrítug að aldri til þess að keppa í kappakstri á Bentley-bíl. Hún sagði strákunum að konur væru jafn góðir bílstjórar og karlmenn og þeir sögðu mér að sanna það. í þetta skipti var hún ekki bak við stýrið. Hún stillti sér upp við MG Montlery Midget frá árinu 1931 sem er sama tegund bíls og hún keyrði árið 1931. sviðsljós aijan ára hjónaband Fran Drescher, sem áhorfendur Stöðvar 2 þekkja sem Fran Fine úr þátt- unum um Barnfóstruna, er skilin að borði og sæng við eiginmann sinn átján ára, Peter Marc bæði 39 ára en hvorugt þeirra hef ið fram á lögskilnað enn þá. í menntaskóla og hafa verið saman síð an. Drescher og Jacobson hafa löngun verið talin með hamingjusömustu pör unum í Hollywood og engan grunaði að brestir væru komnir í hjónaband þeirra. Drescher hefur þó stundum kvartað yfir því að hann stjóma því sem hún ségir og starfsfólk þeirra segir að hjónunum yfirleitt komið vel saman en þau um langt skeið starfað náið saman að upptökum þáttanna um barnfóstruna. Fyrir átta árum reyndi heldur betur á ást þeirra þegar tveir menn réðust inn í íbúðina þeirra í Los Angeles og bundu Jacobson og nauðguðu Drescher og vin- konu hennar. Þau unnu úr því máli með hjálp sérfræðinga og hvort annars. Nánir vinir þeirra vonast einnig til að þeim takist að leysa ágreining sinn i þetta sinn. Fran Drescher, sem leikur Fran Fine í þáttunum um Barnfóstruna, er skil- in að borði og sæng við eiginmann sinn, Peter Marc Jacobsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.