Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 8
tlkerinn LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 3 > V Franski meistarakokkurinn Laurent Laplaige kokkar á Hótel Holti: Ofnsteiktur barri í kampavínssósu ■ Hitabeltisflskurinn barri telst til dýrari fisk- tegunda á veitingahúsum erlendis og þar er hann mjög eftirsóttur þó að íslendingar þekki lítið til hans. Fyrir nokkru hófst tilraunaeldi á barra á Sauðárkróki og er nú hægt að fá hann í fiskbúðum hér. Franski kokkurinn Laurent Laplaige kokkar um þessar mundir á Hótel Holti og verður barri á matseðlinum þar í fyrsta skipti hér á landi. Laplaige gefur hér uppskrift að ofnsteiktum barra í kampavínssósu. Hann leggur áherslu á að láta fisksalann úrheina barrann eða að hann sé keyptur í flökum því að erfitt sé fyrir leikmann að úrbeina hann. Uppskrift fyrir einn 150 g fiskflök fiskbeinin soðin í vatni 5 cl kampavín smáklípa smjör blaðlaukur 5 cl rjómi „Fumet"-sósa Fiskbeinin eru soðin í 12 klst. þannig að fisksoðið verði bragðsterkt. Fyrir hverja 5 cl af soði fara 5 cl af kampavini í sósuna. Soðið á pönnu þar til allt vatnið er gufað upp. Svo eru 5 cl af rjóma settir út í og smá klípa smjör. Eftir þetta má sósan ekki sjóða. Fiskurinn er bakaður á smurðu fati í ofni. Blaðlaukur er skorinn í 1 cm sneiðar og smjör- steiktur á pönnu. Laukurinn er settur á miðjan diskinn. Fisk- stykki er sett á diskinn ofan á blaðlaukinn. Best að þeyta sósuna aðeins áður en henni er hellt á diskinn. Ekki má hella sósunni ofan á fiskinn heldur á að hella henni hringinn kring- um fiskinn á diskinum -GHS Hitið 50 g smjör á vægum hita i djúp- um potti. Það er þó nokkur list að sjóða ; góöan ítalskan hrísgrjónarétt, risotto, en sem betur fer er ekkert mál að læra það. Hrísgrjónin eiga ; að vera límkennd og loða saman í Laurent Laplaige, kokkur á Hótel Holti, gefur uppskrift að barra sem er mjög eftirsóttur og þykir góð- ur matfiskur erlendis. Tiiraunaeldi er hafið á barra á Sauðárkróki og er nú hægt að fá þennan fisk í fiskbúðum. Best er að kaupa hann í úrbeinuðum fiskflökum. DV-mynd BG Bætið skinku eða kjöti út í lauk hræruna, snöggsteikið. 75 g smjör 1 niðurskorinn laukur 1 hvítlauksrif 300 g soðin hrísgijón 125 ml þurrt hvítvín 750 ml kjúklingur eöa annað kjöt 75 g ferskur parmesan w ' *W Bætið hrísgrjónunum út í og snögg- steikið í tvær mínútur. Hrærið stöðugt í á meöan. -GHS Mokka- múskaka ÍSjónvarpskonan Unnur Steinsson, sem var sæl- keri DV í síöustu viku, lumar á mörgum góðum uppskriftum. Um síðustu helgi gaf hún spennandi uppskrift að bragðsterk- um kjúklingarétti. Hér gefur hún uppskrift að sætum eftirrétti að lokn- um sterkum aðalrétti. Eft- irréttinn kallar hún mokkamúsköku. Botn 300 g marsipan 3 egg 2 msk. kakó Marsipaniö er rifið nið- ur, eggjunum blandað saman við og kakóið síð- an sett út í. Öllu er hellt í form, ca 24 cm, meö smelltum köntum. Botn- inn er bakaður í 20 mín. viö 175 gráðu hita. Botn- inn er kældur en ekki tekinn úr forminu. Yfirlag 4 dl rjómi 6 1V2 msk. neskaffi eða annað duftkaffi 3 msk. flórsykur 1 eggjarauða 25 g suðusúkkulaði til ; skreytingar Rjóma, kaffi og flór- sykri er blandað saman og þeytt vel. Eggjarauð- unni er bætt í kremiö. Kremið er smurt yfir botninn og látið standa í | frysti í ca 3 klst. Áöur en kakan er borin fram með sterku kaffi er forminu smellt af og suðusúkkulaðinu stráð Íyfir kökuna. -GHS ii' Snöggsteikið niðurskorinn lauk og marinn hvítlauk og hugsanlega beikon ef gert er ráð fyrir því í upp- skriftinni. risotto en hvert grjón á að vera þétt i kjama sínum. Hægt er aö nota hvaða hrísgrjónategund sem er en ekki er gott að nota forsoðin hrís- grjón. Hér kemur grunnuppskrift að góðu risotto. matgæðingur vikunnar Friða Björnsdóttir, matgæðingur í Hveragerði: Kínverskur p ottréttu r og nautakjöt með ostrusósu „Við erum svolítið fyrir kínversk- an mat og þess vegna vildi ég hafa kínverska rétti. Kínverki pottréttur- inn er gamall og við höldum mikið upp á hann hér heima en hinn rétt- urinn er nýrri,“ segir hvergerðingur- inn Fríða Bjömsdóttir en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Kínverskur pottráttur —fyrir 4-5 manns 1 kg lambaiærissneiðar 4 stk. eggjarauður 10 msk. matarolía 1 tsk. karrý 4 tsk. kjötkraftur eða 4 súputeningar 1 tsk. sykur 2 tsk. salt 2-4 tsk. sósulitur 1-2 tsk. Worchester-sósa 2 msk. kartöflu-jg' mjöl Kjötið er skorið í smá- bita. Best er að skera kjöt- ið hálffrosið því þannig fást skemmtilegustu bitarnir. Öllu er blandað saman í pott og látið standa yfir nótt i kæliskáp. Daginn eftir er rétturinn hitaður við vægan hita í 20-30 mín. Hrærið í með trésleif á meðan. Ef lögurinn er ekki nægur má bæta við blöndu af !4 bolla af vatni og 1% tsk. af kartöflumjöli. Borið fram með hrísgrjón- um. Nautakjöt með ostrusósu 500 g nautakjöt af hryggvöðva, skorið í örþunnar sneiðar þvert á vöðvann 1 stk. blaðlaukur, hreinsaður og skorinn niður, aðeins notaður að hluta 2 msk. sojasósa 2 msk. vatn 1 msk. hrísgijónavín 1 msk. maísmjöl y2 tsk. salt 2 msk. olía 2 msk. ostrusósa, 1 tsk. sykur Blaðlauknum, sojasósunni, vatn- inu, maísmjölinu, hrísgrjónavíninu og saltinu er öllu blandað saman. Því næst er blöndunni hellt yfir kjötið og hrært vel. Hitið olíuna á pönnunni. Þegar olían er orðin vel heit er kjöt- blöndunni hellt á pönnuna og steikt í 2 mín. Hrærið vel á meðan. Hrærið ostrusósu og sykri saman við og steikið áfram í 1 mín. Hellið yfir á fat og berið fram með hrísgrjón- um. Fríða skorar á Ingi- björgu Sverris- dóttur. -GHS / . mmmm Fríða Björnsdóttir, matgæðingur vikunnar, gefur uppskrift að kínverskum pottrétti og nautakjöti með ostrusósu. DV-mynd Sigrún Lovísa 1 bolli sykur í uppskrift að döðluköku, fem birtist í síð- ustu viku, var sagt að 2 bollar sykur ættu að fara í kökuna. Það er ekki rétt. Það er aðeins 1 bolli sykur. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.