Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 JL>V
%imm
Skattskyldar greiðslur
Hvað eiga skattamál og líkams-
rækt sameiginlegt? Til skamms tima
sáu menn fátt í þá áttina en í dag er
ljóst að bæði skattamál og trimmið
hafa fjárhagslega hlið. Einhver kostn-
aður fylgir líkamsræktinni eins og
flestu öðru og skatturinn snýst líka
fyrst og fremst um peninga eins allir
vita.
í þessum málum sitja þó ekki allir
við sama borð. Vel getur verið að
samkvæmt skattalögum og túlkun
skattyflrvalda á þeim verði til þess að
skattaleg meðferð komi misjafnlega
niður á fólki, til dæmis eftir því hjá
hvaða fyrirtæki það stundar atvinnu.
Er fyrirtækið með eiain
aðstöðu til líkamsræktar?
Skýrt dæmi um þetta er til dæm-
is mismunurinn á því hvort við-
komandi fyrirtæki hafi sérstaka eig-
in aðstöðu til líkamsræktar. Ef svo
er og starfsmönnum er heimilt að
stunda þar æfingar án sérstakrar
gjaldtöku, þá meta skattyfirvöld það
ekki sem skattskyld hlunnindi, upp-
lýsti Snorri Olsen ríkisskattstjóri
okkur um í viðtali. Hins vegar ef
fyrirtæki ákveður að endurgreiða
Vikudagskrá
Ragga Tomm
Fyrir nokkru birtist hér viðtal
i við Ragnar Tómasson, lögfræð-
ing og mikinn áhugamann um
J hreyfingu og líkamsrækt. Hann
sagði okkur einnig frá því
hvernig æfingaáætlun hans fyrir
j eina viku væri um þessar mund-
I ir-
1. Tvisvar í viku fer Regnar í
veggjatennis, einnig kallað
„skvass".
2. Vikulega hleypur hann sam-
tals 20 til 25 km. Hann hleypur
! tvisvar, þar af einu sinni um
helgi og þá nokkru lengra en
hinn hlaupadaginn. í sumar var
\ heildarvegalengdin meiri eða 30
til 50 km á viku.
3. í haust byrjaði hann aftur
j að fara á líkamsræktarstöð,
tvisvar til þrisvar í viku. Þessi
liður var hins vegar ekki á dag-
skrá í sumar sem leið.
„Þetta eru auðvitað meiri og
fleiri æfingar en beinlínis er
þörf á,“ sagði Ragnar. „En ég hef
bara svo óhemjugaman af þessu
I og er auk þess í eðli mínu „dellu-
kall“ og þess vegna er þetta nú
j svona. Æfingunum dreifi ég á
j kvöldin og helgamar svo þetta
' þvælist alls ekki fyrir öðrum
lifsins skyldum,“ sagði Ragnar
Tómasson að lokum.
- ef fyrirtæki greiðir líkamsrækt fyrir starfsmenn
hluta eða allan kostnað starfsmanna
sinna vegna líkamsræktar í al-
mennri líkamsræktarstöð á að meta
það til skattskyldra hlunninda,
sagði Snorri.
Form qreiðslu eða end-
urgjalds ræður meiru en
inmhald
Ástæður fyrir þessum mismun
væru þær, sagði hann, að þarna
réði formið fremur en sjálf athöfnin,
það er líkamsræktin. Hvort framlag
fyrirtækis til líkamsræktar og
íþrótta starfsmanna væri skattskylt
hjá starfsmönnum, væri hins vegar
á því svæði skattalaga sem oft væri
kallað „gráa svæðið" og því ekki
alltaf ljóst.
Ríkisskattstjóri benti hins vegar
á að opinber túlkun skattalaganna
væri sú að sumar stéttir yrðu ekki
skattlagðar fyrir hlunnindi af þessu
tagi. Gott líkamlegt form starfs-
manna væri þá svo auðsæilega
nauðsynlegt að enginn ágreiningur
yrði þar um. Dæmi um þetta væru
til dæmis slökkviliðsmenn og lög-
gæslumenn.
Er starfsmaðurinn betur
settur tekjulega en ella?
Ólafur Nilsson, löggiltur endur-
skoðandi, tók undir með ríkisskatt-
stjóra um að atriði eins og skattaleg
meðferð kostnaðar vegna líkams-
ræktar starfsmanna væri á gráu
svæði. Mat slíkra atriða hefði
skerpst á undanfórnum árum til
dæmis vegna breytinga á skattalög-
um og upptöku staðgreiðslunnar.
Hann taldi meginsjónarmið í mál-
um sem þessum vera spurninguna
um hvot starfsmaðurinn væri betur
settur tekjulega en ella, þegar verið
væri að meta skattskyldu vegna lík-
amsræktar starfsmanna, sem fyrir-
tæki greiddu.
Endurskoðendur og
skattyfirvöld greimr oft
á um atriði á „gráa
svæðinu"
Ljóst var af samtölum við löggilta
endurskoðandann og ríkisskatt-
stjóra að mat þessara aðila á skatt-
skyldu ýmiss konar hlunninda færi
oft ekki saman. Málin væru oft á
gráu svæði. Ólafur Nilsson benti á
að nágrannaþjóðirnar, sem við
gjarnan bærum okkur saman við,
væru margar komnar lengra en við
á þessu sviði.
Einkaritarinn - slæðan
eða minkapelsinn
Danir til dæmis hefðu lengur
búið við staðgreiðslu og tækju þessi
mál sem mörg önnur með sínum
margfræga „danska húmor“. Vitn-
aði hann í danskt rit þar sem fjallað
var um skattskyldu gjafa og hlunn-
inda og tekið dæmi um það ef for-
stjóri fyrirtækis gæfi einkaritara
sínum silkislæðu væri sú gjöf tæp-
ast skattskyld hjá starfsmanninum
en ef forstjórinn gæfi ritaranum sín-
um minkapels mundi skatturinn
vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. En
hvort greiðslur fyrir líkamsrækt
starfsmanna valda hækkun tekna
til skatts gæti vel orðið frekar til
umfjöllunar síðar.
Þegar haustar og dimmir vilja margir skokkarar og hlauparar fremur æfa inni en í myrkri og hálku vetrarins. Líkams-
ræktarstöðin World Class er um þessar mundir að fjölga hjá sér hlaupabrettunum en þau hafa stööugt orðið vinsælli
meö árunum. Raunar er það svo aö þar sem boöiö er upp á góö hlaupabretti þarf bæöi þolinmæöi og biö til aö kom-
ast á þau. Svo hefur veriö í World Class um langt skeiö og þess vegna er brettunum nú fjölgaö. Björn Sveinsson,
forstjóri World Class, sagöi okkur í viðtali aö ætlunin væri aö gera tilraun meö aö gefa hlaupurum kost á aö bóka
tíma fyrir fram á hlaupabretti. Almenna reglan væri sú aö á þeim mætti hver einstaklingur aðeins vera í 20 mínútur í
senn ef aðrir biöu eftir aö komast aö. Sá tími nægöi hins vegar ekki fyrir þá sem stunda hlaup aö einhverju marki.
Þess vegna væri ætlunin aö gefa hlaupurum kost á aö bóka tíma og þá lengur en í 20 mínútur. Reynslan skæri síö-
an úr um hvernig til tækist. Á myndinni sjáum viö Björn Sveinsson sýna Ragnari Tómassyni nýjasta göngubrettiö í
líkamsræktarstöð sinni. DV-mynd Pjetur
„Teygja" sem hægt er
að gera hvar sem er
Þessi teygja er mjög góð til
aö gera öðru hverju, bæði við
leik og störf, hvort sem er í
vinnunni, skólanum eða eftir
góða æfingu. Haltu vinstri
hendi um olnboga hægri
handar aftan við höfuðið þar
til þú finnur fyrir teygjunni í
öxlunum og í aftanverðum
upphandlegg. Haltu teygjunni
í 10 til 20 sekúndur. Færðu
síðan hægri olnbogann fram
fyrir brjóstið í átt að vinstri
öxl eins langt og þú átt hægt með.
Haltu teygjunni i 10 til 20 sekúndur.
Endurtaktu þessa æfingu með
vinstri hendi/olnboga. Þessi teygja
og skýringarteikningar fengum við
úr bókinni Hristu af þér slenið eftir
Ragnar Tómasson. En þá bók leyfö-
um við okkur á dögunum að kalla
Biblíu byrjandans í líkamsrækt. Þá
láðist reyndar að geta þess að bókin
mun fást í Pennanum.
Syndarinn
er kominn
Þeir eru iðnir við að gefa út
lítil fréttabréf, KR-ingarnir í
sunddeild félagsins, eins og fleiri
íþróttahópar. Sjöunda tölublað
Syndarans í ár kom út nýlega.
Öftast er í hverju bréfi eitthvað
t sem er áhugavert fyrir þá sem
áhuga hafa á framgangi almenn-
ingsí-
þrótta.
í Synd-
aranum
| er m.a.
að þessu
1. Skýr markmið: Við þurfum
að vita hvert er stefnt og ekki er
verra að hafa markmiðið skrifað
niður.
2. Löngun og vilji: Okkur þarf
að langa til að ná árangri og við
þurfum vilja til leggja það á okk-
ur sem til þarf.
3. Trú: Við þurfum trú á sjálf
okkur og á að markmiðið náist.
4. Áætlun - undirbúningur:
Skipuleggja þarf æfingadagskrá,
mataræði og lífsstíl. Þetta gera
þjálfaramir yfirleitt fyrir okkur.
5. Aðgerðir - framkvæmd:
Æfum vel.
Þó að þessi fimm atriði beri
þess merki að vera ætluð ungu
fólki sem stefnir að árangri í
keppnisíþróttum eiga þau auð-
vitað flest einnig erindi til al-
mennra skokkara.
Fleiri hreyfa sig
reglulega en
fyrir tveim árum
og fleiri karlar
en konur
Meirihluti þjóðarinnar hreyfir
sig reglulega og þessi hópur hef-
ur stækkað nokkuð síðan árið
1994. Þetta er meðal annars ein
af niðurstöðum könnunar sem
gerð var á vegum Heilsueflingar
fyrr á þessu ári en niðurstöður
voru kynntar fyrir skömmu.
Karlar hreyfa sig oftar en konur
og sama gildir um að yngra fólk
er meira á ferðinni að þessu
leyti en það eldra.
Hið síðastnefnda, að yngra
fólk hreyfi sig meira en hið
eldra, kemur væntanlega fáum á
óvart en vera má að sumum, í
það minnsta á höfuðborgarsvæð-
inu, komi á óvart að fleiri karlar
en konur telji sig stunda ein-
hvers konar líkamsrækt reglu-
lega. Samkvæmt lauslegri könn-
un Trimmsíðunnar taldi hópur
skokkara trúlegt að fleiri konur
en karlar sæjust á ferðinni gang-
andi eða skokkandi á götum og
göngustígum borgarinnar. Sé
það rétt er hitt einnig trúlegt að
karlar séu í það minnsta enn
mun drýgri og fjölmennari í
íþróttagreinum, eins og boltaí-
þróttum, golfi o.fl.
Umsjón
Ólafur Geirsson