Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 28
28 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 JL*"V Þögull sem gröfin Aðstæðurnar hefðu getað verið atriði úr sakamálahrollvekju. Klukkan hafði nýlega slegið sex að kvöldi, það hellirigndi og af og til lýstu eldingar upp himininn. Þeim fylgdu þrumur sem endurómuðu langar leiðir. Og skyndilega heyrðist kona reka upp skerandi óp. Þetta var febrúarkvöld árið 1988 í enska þorpinu Billinge. Óveðrið hafði það í för með sér að einungis öldruð kona, sem sat í hæg- indastól sínum við stofuglugga, heyrði neyð- arópið. Hún vissi ekki hvað hafði gerst og það var fyrst síðar að henni varð ljóst að hún hafði orðið, þar sem hún sat, vitni að atviki sem var hluti af morðgátu. Sú morðgáta komst á blöð sögunnar- af því að rannsókn hennar var sú fyrsta sinnar tegundar í Englandi. Hvarfið Tveimur dögum síðar varð öllum þorpsbú- um ljóst að morð hafði verið framið. Þá hafði gamla konan sagt sögu sina. Ópið sem hún haföi heyrt barst frá tuttugu og tveggja ára stúlku, Helen McCourt, en hún var almennt talin laglegsta stúlkan í Billinge. Ljóst var að ópið var síðasta tilraun Helen til að bjarga lífi sínu áður en hún var myrt. Grunur féll fljótlega á vissan mann og hann var handtekinn. Yfirheyrslur báru lítinn ár- angur. Maðurinn neitaði öllum áburði um að hann bæri ábyrgð á hvarfi Helen McCourt. Engu að síður var gefin út ákæra á hendur honum og hann síðan látinn koma fyrir rétt. Þar fékk hann dóm fyrir morð. En sagan snýst ekki um vanabundna leit að morðingja heldur um dóm sem var kveðinn upp vegna tilkomu nýrra aðferða við lausn glæpamála. Margt bendir til að ekki hefði ver- ið hægt að sakfella á grundvelli eldri úr- vinnslu þeirra vísbendinga og gagna sem fundust - og að auki hafði líkið af hinni myrtu aldrei fundist. Á gamlar slóðir Kvöldið örlagaríka átti Helen að vera kom- in heim frá vinnu sinni í Liverpool um klukk- an hálfsjö. Hún hafði ákveðið að hitta vin- konu sína nokkru síðar en kom aldrei úr vinnunni og því varð ekkert af þeim fundi. Móðir Helen hringdi til lögreglunnar þegar hana fór að lengja eftir dóttur sinni og bað um að svipast yrði um eftir henni. Rannsókn leiddi meðal annars í ljós að gamla konan, sem áður er vikið að, gat með lan Simms á Georg og drekanum. Helen McCourt. nokkurri vissu sagt að ópið heföi borist frá stað rétt við þorpskrána, Georg og drekann, en eins og síðar kom fram hafði „dreki“ raun- verulega búið um sig á kránni. Næsta skrefið var að yfirheyra eigandann, hinn þrjátíu og fimm ára Ian Simms. Hann hafði þekkt Helen mjög vel. Hún hafði unnið á kránni og hafði samið við Simms um að halda veislu á degi heiiags Valentínusar, þann 14. febrúar. En Simms sagðist ekki hafa hitt Helen síðustu tvo dagana og þess vegna hefði hann haldið að ekkert yrði af veisluhaldinu. Úsannindi Simms hélt því fram við lögreglumennina að hann hefði ekki farið úr kránni kvöldið sem Helen hvarf. En það reyndist ekki rétt. Þegar farið var að kanna nánar gerðir hans umrætt kvöld og hagi hans kom í ljós að hann var með skrámur í andliti og hnakka. Var ljóst að þær voru eftir neglur. Þá reyndist hann með óhreinindi undir nöglum og sýni staðfestu að þar var um mold að ræða. Fannst hún einnig á gólfi farangursgeymslunnar í bíinum hans. Þar fundust líka blóðaropar og sömuleiðis hluti af eymalokk sem Helen hafði borið. Hinn hluti hans fannst svo í íbúð Simms fyrir ofan krána. Leit tæknimanna í íbúðinni leiddi síðan í ljós hár - og blóð fannst þar bæði i gólftepp- inu og á veggnum í stigaganginum. Simms var nú tekinn til harðrar yfir- heyrslu en hann stóð fast á sínu. Hann kvaðst ekkert geta upplýst um hvarf Helen. Var nú ljóst aö þótt líkur á því að hann væri morðing- inn væru miklar yrði hann ekki dæmdur nema því aðeins að sönnunargögn tækju af allan vafa í málinu. Ný tækni Tæknideild rannsóknarlögreglunnar fékk fljótlega staðfest með rannsóknum, sem þá voru alveg nýjar af nálinni og hafði ekki áður verið beitt í máli sem þessu, að blóðið sem fannst í bíl Simms og íbúð hans kom heim og saman við blóðsýni úr foreldrum Helen og þær ályktanir af því sem draga mátti um blóð- flokk Helen og eiginleika hans. Líkurnar á að niðurstaðan væri röng voru aðeins ein á móti tíu milljónum. Þar með hafði tekist að sýna fram á að Helen var fómarlambið. Þær rannsóknir sem um ræðir hafa verið kallaðar leitin að „hinum nýju fmgraförum“ en hér er að sjálfsögðu um að ræða DNA-rann- sóknimar sem hafa síðan komið við sögu svo margra sakamála. í fáum orðum sagt er hægt að greina úr hverjum blóð er með rannsókn- um á litningum úr blóðfrumum og í vissum tilvikum, eins og þessu þar sem lík finnast ekki, er hægt að rekja slóðina til fómarlambs- ins með sýnatöku úr foreldrum. Aðferðinni hafði áður verið beitt í nauðgunarmálum en ekki í morðmálum. Er hér var komið var ljóst að ein helsta von Simms, sú að hann yrði ekki dæmdur þar eð líkið hafði ekki fundist, var brostin. Helen var horfin, hún fannst hvergi og vísindamenn voru á einu máli um að það væri blóð úr henni sem fundist hafði. Fleiri vísbendingar Sú heildarmynd sem lá nú fyrir var í meg- inatriðum á þann veg að Helen hefði farið heim úr vinmmni eins og venjuiega en komið við á kránni, líklega til að ræða veisluna sem til stóð að halda. Síðan hefði komið til rifrild- is. Ekki var þó talið að Simms hefði haft í huga að beita hana kynferðislegu ofbeldi því engar vísbendingar fundust um átök af því tagi, hvorki á líkama hans né fötum. Rispurn- ar á andlitinu og hálsinum voru þær einu sem fundust. Líklegast þótti að Helen hefði verið kyrkt - og síðar kom fleira fram sem renndi stoðum undir þá kenningu. í gili fundust blóðugar gallabuxur af Simms og reyndist blóðið í þeim vera eins og það sem fundist hafði í bíinum og íbúðinni. Þá fannst plastpoki nærri á í grenndinni og í honum voru föt af Helen. í pokanum var sömuleiðis jakki af Simms. Smásjárrannsókn á honum leiddi í ljós græn- an ullarþráð sem gat verið úr ullarefni i hönskum sem Helen hafði verið með daginn sem hún hvarf. Ekki er þó allt upp talið. Einnig fannst stál- vír og á honum var hár af Helen. Var þráður- inn úr lampa í íbúð Simms og þótti Ijóst að hann myndi hafa notað hann til að kyrkja hana með, líklega strax eftir að hún rak upp ópið sem gamla konan heyrði. Neitaði samt Halda hefði mátt að það sem nú var komið fram hefði nægt til þess að Simms játaði en það gerði hann ekki. Hann neitaði því enn að hafa hitt Helen daginn sem hún hvarf. Og hann hélt áfram að neita því eftir að skófla fannst við ána þar sem fatapokinn fannst. Lögreglan leit svo á að skóflan hefði verið notuð til að grafa gröf undir líkið. Var helst talið að hún væri einhvers staðar milli Liver- pool og Manchester, eða þá í grennd við Bill- inge en þar er mikið um gamlar námur, kola- grafir og grjóthrúgur. Þetta gat skýrt moldina sem fundist hafði, bæði undir nöglum Simms og í bílnum. Þegar unnnið hafði verið úr öllum þessum vísbendingum hófust réttarhöldin yfir Simms í Liverpool. Þau vöktu þegar í stað mikla at- hygli vegna DNA-rannsóknanna og biðu Líksins hefur veriö leitaö meö stórtækum vinnuvélum. margir með eftirvæntingu eftir því hvort nið- urstöður þeirra dygðu til sakfellingar fyrir morð, og það þótt lík fórnarlambsins hefði ekki fundist. Svo reyndist vera og var Simms dæmdur i lífstíðarfangelsi. Óleyst gáta Að sakfelling skyldi fást er þakkað ná- kvæmri og hefðbundinni rannsókn lögregl- unnar og tæknimanna hennar og þeim vís- indalegu framfönun sem gerðu DNA-rann- sóknirnar mögulegar. Einnig skipti miklu að föt af Helen og Simms fundust en það var fólk á hressingargöngu með hundinn sinn sem fann pokann með þeim. En þótt fáir efist um að réttlætið hafi náð fram að ganga í þessu máli er einn þáttur þess þó óleystur. Líkið af Helen McCourt hefur ekki fundist. Jafnvel þótt Simms hafi orðið aö sætta sig við að hver vísbendingin af annarri og hvert sönnunargagnið eftir annað hafi styrkt þá skoðun að hann væri sekur viðurkenndi hann ekki sekt sína meðan á réttarhöldunum stóð. Og það gerði hann heldur ekki eftir að dómur- inn féll. Dapurlegur eftirmáli Móðir Helen.'Mary McCourt, fylgdist með öllum þáttum málsins, allt frá upphafi, og var að sjálfsögðu ánægð yfir því að tæknin skyldi komin á það stig að hægt væri að koma bönd- um á morðingjann. En eitt skyggði á þá ánægju. Lík dóttur hennar fannst ekki. Ian Simms fór í fangelsi en hélt sem fyrr fast við að hann gæti engar frekari skýringar gefið, væri ekki sekur og vissi ekkert hvar lik- ið væri að finna. Um þessa afstöðu hans sagði Mary McCourt: „Simms er búinn að fá lífstíðardóm en ég vildi að við vissum hvar líkið er. Þá gætum við séð til þess aö dóttir okkar fengi kristilega útför.“ En Simms er þögull sem gröfin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.