Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1996, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 IjV « j&ikmyndir Allir vilja gera næstu Stjörnustríðsseríu George Lucas er á fullu að undirbúa Stjörnustríð 2 og eins og í fyrsta pakkanum verða gerðar þrjá kvik- myndir. Miðað við það tímatal sem var í fyrstu serí- unni þá er sagan færð fjörutíu ár aftur i tímann og sögð sagan um Obi-Wan Kenobi og Anakin Skywal- ker. George Lucas. Er með öll stóru kvikmyndafyrirtækin á biöilsbuxunum. Nú, þegar loks er orðið víst að George Lucas mun gera þessar þrjá kvikmyndir, eru öll stóru kvik- myndafyrirtækin á biðilsbuxunum hjá honum og lofa öllu fögru því öll vilja þau hafa heiðurinn af að dreifa myndunum. Það eru orðin þrettán ár síðan Retum of the Jedi var gerð og 20th Century Fox, sem dreifði tríólóg- íunni, á engan rétt á að dreifa frekara framhaldi þannig að Lucas er laus allra mála þar. Lucas hefur sagt að hann muni ekki fara yfir 70 milljón dollara kostnað við hverja mynd en það þykh ekki mikið í gerð slíkra mynda. Og til að draga úr kostnaðinum ætlar hann ekki að notast við stórsljömur kvikmynd- anna heldur einbeita sér að þekktum og lítt þekktum leikurum sem ekki eru í himinháum launaflokki. George Lucas hefur þegar leigt Leversden-kvik- myndaverið í London sem hefur víst yfir að ráða stærsta plássi í heiminum til kvikmyndagerðar innan- húss. Um er að ræða gamla Rolls Royce verksmiðju. Fyrsta kvikmyndin, sem tekin var þar upp, var Gold- eneye og nú hefúr James Cameron stórhýsið á leigu við gerð Titanic. Lucas segist búast við að fyrsta myndin í tríólógiunni verði ffumsýnd sumarið 1999. Fox og Disney heitust Þeim sem vit hafa á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í HoUywood finnst líklegast að það verði ann- aðhvort Fox eða Disney sem hreppi vinninginn. Lucas hefur góða reynslu af Fox ffá fyrri tíð og hann stend- ur nú í gerð skemmtigarðs í samvinnu við Disney-fyr- irtækið. Ekki má þó afskrifa Steven Spielberg og draumaverksmiðju hans og vitað er að Spielberg er að reyna að fá sinn gamla vin tU að koma með tríólógí- una tU hans. Þeir gerðu Indiana Jones myndirnar saman en þeir sem standa næst Lucas segja að hann sé ekki hrifinn af að láta myndimar í hendur fyrh- tæki sem hefur enga reynslu, auk þess hafa þeh Lucas og Spielberg þrátt fýrh vinskapinn verið keppi- nautar í mörg ár. Ekki má heldur afskrifa Paramount, Universal og Wamer sem öU eru einnig á eftir Lucas. George Lucas sjálfur hefur ekkert látið uppi mn fyr- hætlanh sinar í sambandi við dreifingu og hverjir koma tU með að gera tríólógíuna með honum. Hann situr inni á stóm heimUi sínu í Kalifomíu og vinnur að undhbúningi og æðstu stjómendur kvikmyndafyr- irtækjanna kvarta yfir þvi að erfitt sé að ná í hann og enn erfiðara að fá hann tU að segja eitthvað. Eitt er víst að hver sem kemur tU með að fá réttinn á dreifmgu og að vera um leið meðframleiðandi nýju Star Wars seríunnar þá mun George Lucas stjórna alhi samningagerð og fá aUt sitt fram og spurningin er þá hverju hinh halda efth. -HK i DENZEL WASHINGTON MEG RYAN r m y n d i n ) COURAGE ——UNDER—— FIRE (Hetjudáö) Forsýning í Regnboganum og Laugarásbíó laugardaginn 16. nóvember kl. 23.15 Forsýning í Regnboganum sunnudaginn 17. nóvember kl. 21.00 liD A YII J Regnboginn/Laugarásbíó - Til síflasta manns: Bófahasar í Texas irtrk Þau era orðin mikU áhrifin sem hin klassíska samúræjamynd Akira Kurosawa, Yojimbo, hefur haft á vest- ræna kvikmyndagerð því það var fyrst Sergio Leone sem endurgerði hana í Fist- ful of DoUars, fyrsti spaghettivestrinn sem gerði Clint Eastwood að kvikmynda- stjörnu. í kjölfarið fylgdi fjöldi mynda sem byggðu á sömu formúlu. TU siðasta manns (Last Man Standing) er þó fyrsta myndin á efth Fistfúl of DoU- ars, sem gerð er beint efth Yojimbo og nú er sögusviðið bannárin á fjörða áratugnum í Bandaríkjimum og gerist myndin í smábænum Jericho í Texas, nálægt landamæram Mexíkó, þar sem tvær glæpaklíkm- hafa hreiðrað um sig og stjóma umferðinni með ólöglegt áfengi. Inn í bæinn kemur maður sem kaUar sig John Smith, út- lagi á fiótta, sem með tímanum kemur ár sinni vel fyrh borð með því að vinna fyrh báða aðUa. Svo slyngur sem hann er með byssuna þá hefur hann einn veikleika; hjálparvana konur ná gegnum þykka skel hans og þær verða honum næstum að faUi, óvUjandi þó. Það er mikUl stUl yfh myndatökunni, lith nánast afiir út í brúnt, nær- myndatökur á réttum stöðiun og má segja að kvikmyndatakan, klipping og góð tónlist skapi þá fínu stemningu sem helst alla myndina. Og það er eitthvað fráhindrandi en um leið heiUandi við andrúsloftið sem leikstjór- inn kunni, Walter HUl, hefur náð að skapa og hefur hann ekki i lengri tíma gert betur. Brace WiUis nær góðum tökum á einfaranum en er kannski bestur sem sögumaður, röddin hrjúf og lág en áhrifarík. Ekki tekst eins vel með aðrar persónur og Christopher Walken er að verða eins og vélmenni í hlutverki skúrksins. TU síðasta manns er ekkert listaverk en þrátt fyrh ofbeldið er hún ákaflega áferðarfaUeg og í heUdina ágæt skemmtun. Leikstjóri og handritshöfundur: Walter Hill. Kvikmyndataka: Lloyd Ahern. Tónlist Ry Cooder. Aöalleikarar: Bruce Willis, Christopher Walken, Bruce Dern, Karina Lombard, David Patrick Kelly, William Sanderson og Leslie Mann. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Karlsson Háskólabíó - Staðgengillinn: Málaliði gerist grunnskólakennari * Staðgengillinn (The Substitute) er spennumynd sem er eins og svo margar aðrar slíkar, sem framleiddar eru á færibandi í HoUywood, einstaklega hug- myndasnauð og fljótfæmislega gerð. Það er eins og að leita að nál í hey- stakki að rejma að finna einhvem frumleika í myndinni. AUt hefúr verið gert áður og meha að segja nafnið The Substitude hefur verið notað áður. StaðgengiUinn gerist í Miami. Tom Berenger leikur málaliða sem ásmat félögum sínum er orðinn atvinnulaus. Það er unnusta hans aftur á móti ekki en hún er kennari í grunnskóla i fátækrahverfi í Miami þar sem enginn unglingur hefur áhuga á að læra. Henni lendir saman við foringja skólaklíkunnar og er hengt fyrh, gerð óvinnufær. Þegar kærastanum tekst ekki að finna forfaUakennara þá nælh hann sér í nokkrar háskólagráður og gengur í starf elskunnar sinnar. Málaliðinn er ekki lengi að sjá að í skólan- um er ekki aUt eins og það á að vera og að það eru ekki aðeins nemendum- h sem vinna bak við tjöldin fyrir glæpaklíku heldur má að öUum líkindum rekja glæpaslóðann tU skólastjórans sem er fyrrum harðjaxl úr lögreglunni. Hvað skyldi nú vera tfi ráða þegar handritið er gömul klisja sem enginn hefúr gaman af? Jú, þá er um að gera að dreifa athygli áhorfandans, láta nógu mikið vera að gerast, þar sem orð skipta litlu máli. Oft tekst þetta með góðri aðstoð tæknimanna og áhættuleikara en leiksfjóm Roberts Mandels (School Ties) er það þunglamaleg að hér vhkar það ekki og meha að segja hefur honum tekist að gera strendur Miami að háhindrandi sýn. Tíu ár em nú há því Tom Berenger lék eftirminnUega í Platoon og það verður að segjast eins og er að það er fátt í leik hans í Staðgenglinum sem minnh á foma sigra. Svipurinn á honum er yfirleitt þannig að það er eins og hann geri sér grein fyrh því að hlutverkið færh hann aðeins neðar í stig- ann og að fá þrep eru eftir tU að ná botninum. Leikstjóri: Robert Mandell. Kvikmyndataka Bruce Surtees. Tónlist: Gary Chang. Aðalleikarar: Tom Berenger, Ernie Hudson og Diane Venora. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Karlsson Sambíóin-Hvítur maður: Klisjum snúið við « Bandaríkjamenn hafa löngum verið meistar- ar í að mála svart-hvíta mynd af heiminum, skipta honum upp í góðu og vondu káUana, ekki bara í bíó, heldur í raunveruleikanum lika. Og má oft vart á miUi sjá hvar gengið er lengra. Þar tU nú, að við fáum að beija augum myndina Byrði hvíta mannsins, eins og þýðing ameríska heitisins hljóðar. Sú byrði hvíta mannsins sem heiti myndarinnar vísar í er hin skammarlega framkoma hans í garð blökkumanna, aUt frá því þeh voru flutth vestur um haf I þrælaskipunum. Og það er svo sannarlega kominn tími tU að um hana sé fjaUað á vitiborinn hátt. Leik- stjóra og handritshöfúndi þessarar myndar datt hins vegar ekkert beha í hug en hafa endaskipti á hlutunum, gera hvita að svörtum og öfugt, ekki bókstaf- lega þó. TUgangurinn er að sjálfsögðu að opna hug okkar, hvítu mannanna, fyrh þvi hvert hlutskipti blökkumanna í Bandaríkjunum er. Já, hér eru það svertingjamir sem eru í hlutverki yfirstéttarhmar. Hvíti maðurinn skipar hins vegar lágstéttma, úr hans hópi eru aUir heimUisleysin- gjarnh og áUh búa þeh í hálfgerðum hreysum. í þessum ósköpum leikur John Travolta verkamann sem verður fyrh því að missa vinnuna vegna fordóma og misskilnings og síðan missh hann leiguhús- næðið og konan og bömin fara heim tU mömmu en hann leggst nánast út. TU að leiðrétta misskUnmginn rænh hann svo Harry Belafonte, atvinnuveitanda sínum, án þess kannski að ætla sér það. Og þeh verða næstum vinh, en ... Hér er öUum verstu rasistaklisjunum snúið við, án þess að nokkur tilraun sé gerð tU neinnar greiningar á einu eða neinu og fyrir vikið mistekst leik- stjóranum ætlunarverk sitt. Leikaramh komast einhvem veginn klakklaust í gegnum þetta, ekkert meha, og bjarga því sem bjargað verður. Leikstjórn og handrit: Desmond Nakano. Kvikmyndataka: Willy Kurant. Leikend- ur: John Travolta, Harry Belafonte, Kelly Lynch, Tom Bower, Margaret Avery. Guðlaugur Bergmundsson K V I K M Y GGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.