Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996
11
Ekki veit ég til þess að þjóð-
hagslegt mikilvægi jólasveina hafi
verið metið. Jólasveinaútgerðin
er ekki kvótabundin og því getur
hver og einn verið eins mikill
jólasveinn og hann vill. Þá geta
menn að vild fengið til sín aðra
jólasveina sér og öðrum til
skemmtunar og dægrastyttingar í
svartasta skammdeginu.
Skemmtikraftar geta haft rifandi
tekjur sem jólasveinar alla að-
ventuna og veitir ekki af. Þá fá
margir, ungir sem aldnir, útrás
fyrir leikgleðina með því að búast
gervi jólasveinsins og sprella í
nafni hans.
Sá rauði og sá þjóðiegi
Jólasveinninn er í flestra aug-
um rauðklæddur með hvltt skegg.
Þannig held ég að flestum líki við
karlana þrettán þótt fyrirmyndin
sé að sönnu innflutt. í seinni tíð
hafa svokallaðir þjóðlegir jóla-
sveinar verið endurlífgaðir og
skemmta hörnum daglega, m.a. í
Þjóðminjasafninu. Það er í sjálfu
sér vel til fundið og börnin sem
heimsækja karlana skemmta sér
vel og syngja með þeim. Sam-
keppnin við innflutta, rauð-
klædda og skrautlega jólasveininn
er þó erfið. Börnin þekkja þá
rauðklæddu hetur og á teikning-
um þeirra eru jólasveinar rauð-
klæddir með hvítt skegg og poka á
baki. Segja má að staða hins þjóð-
lega jólasveins sé svipuð og ef
börnum væri gert að velja á milli
gosdrykkjar og mysu. Þá er liklegt
að flest skelltu sér á ropvatnið
hvað sem liði hollustu hinnar
þjóðlegu mysu.
Gott samband
við jólasveina
En hvað sem um þjóðhagslega
stærð jólasveinsins er að segja þá
skiptir hann miklu máli á hverju
heimili þar sem barn eða böm er
að finna. Þótt þessir synir Grýlu
og Leppalúða hafi fyrrum verið
þjófóttir prakkarar er því aðra
sögu að segja í dag. Jólasveinarn-
ir em vinir bamanna og gjafmild-
ir í betra lagi. Þeir em því i miklu
uppáhaldi sem vonlegt er.
Yngsta harn okkar hjóna, sjö
ára stúlka, er í afar góðu sam-
bandi við jólasveinana. Við förum
saman í bæinn þegar jólasvein-
arnir fara að koma í búðarglugg-
ana. Þar sem hún er vel að sér í
fræðunum veit hún að búðarjóla-
sveinamir eru aðeins brúður en
fallegir engu að síður og gaman
að horfa á. Margir þeirra em á
hreyfingu í búðargluggunum.
Sumir gægjast upp úr strompi,
aðrir eru að lauma pakka undir
tré og enn eru þeir sem spenna
hreindýr fyrir kerm og þeysa um.
Hún horfir hugfangin á þessa
glaðlegu karla sem eru dæmi um
þá miklu hátíð sem í vændum er.
Þrettán í alvörunni
En þessir jólasveinar komast
þó ekki í hálfkvisti við alvöru
jólasveina. Það eru bræðurnir
sem koma einn og einn til byggða,
þrettán síðustu dagana fyrir jól.
Okkar kona er vel heima í nafni
og náttúm hvers jólasveins. Hún
á myndskreytta bók um jólasvein-
ana og les fyrir foreldra sína um
hvern og einn væntanlegan
sveinka. Það var því mikil til-
hlökkun og spenningur á mið-
vikudagskvöld þegar vitað var að
Stekkjarstaur, sá fyrsti, var á leið
í bæinn.
Þetta yngsta barn okkar er mik-
ill nátthrafn og hún vill helst ekki
fara að sofa fyrr en síðasti maður
á heimilinu gengur til náða. Ella
heldur hún að hún missi af ein-
hverju fjöri. Það verður því að ját-
ast að hún fer stundum of seint að
sofa. Ég hef sagt móður stúlkunn-
ar að þetta hafi hún beint frá
henni. Eiginkona mín er nefni-
lega þeirrar skoðunar að of lang-
ur svefn standi í vegi fyrir ýmsum
skemmtilegheitum sem ella væri
hægt að taka þátt í.
Ófært vegna tuskudýra
Þá er það og svo með þetta
ágæta örverpi okkar að stúlkunni
finnst ekki skemmtilegt að taka
til í herberginu sínu. Líkt og með
kvöldsvefninn kemst hún upp
með þetta enda mikill lúxus að
vera yngstur á heimilinu. í meyj-
arskemmunni er því á stundum
erfitt á fóta sig. Þar eru barbí-
dúkkur af ýmsum gerðum á gólf-
inu. Sumar eru með dökkt hár og
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
aðrar ljóst. Fatnaður þeirra er
mismunandi, allt frá síðkjólum til
sportfatnaðar. Búnað, allan sem
nöfnum tjáir að nefna, eiga þær.
Þar eru barbíhárburstar og
snyrtidót auk þess sem þessi fjöl-
menni glæsikvennaskari á bæði
hús og sportbíl. Á þessu sama
gólfi eru einnig playmokarlar af
mörgum gerðum, auk dýra sömu
tegundar og húsa og húsbúnaðar.
Þá getur einnig að líta í herberg-
inu brúður af ýmsum stærðum og
gerðum auk bangsa, kanína,
katta, hunda, kóalabjarnar og ým-
issa annarra mjúkra og loðinna
dýra. Allur þessi fénaður geymist
í herberginu. Þar eru auk þess
bækur í stöflum með ævintýrum
og góðum sögum. Ótaldar eru þá
myndbandsspólur með Línu
langsokk, Ronju ræningjadóttur,
Fuglastríðinu, Ljónakonungnum,
Jasmin prinsessu og Pocahontas.
Margt af þessu dóti er í daglegri
notkun og.brúður og kvikindin
liggja því eins og hráviði, jafnt á
gólfmu sem uppi í rúmi. Stúlkan
lætur þetta stríðsástand herberg-
isins sig engu skipta nær allt árið.
Hún veit það að móðirin á heimil-
inu lagar þar til þegar ekki er
lengur gangfært að rúminu.
Undraverð áhrif
jólasveinanna
En þetta breytist allt þrettán
dögum fyrir jól. Stekkjarstaur og
bræðm- hans allir hafa undraverð
áhrif á bamið.
Daginn sem fyrsti jólasveinn-
inn var væntanlegur af fjöllum
var hún daglangt í tiltekt í her-
berginu sínu. Hún bað ekki einu
sinni um hjálp. Hún veit að jóla-
sveinar kunna því betur ef allt er
hreint og fágað fyrir jólin. Hún
ætlaði ekki að valda Stekkjar-
staur sínum vonbrigðum þegar
hann kæmi að gefa i skóinn. Þeg-
ar ég kom heim úr vinnunni á
miðvikudag tók hún mér fagnandi
að vanda. Hún gaf mér rétt tæki-
færi til þess að hengja af mér ut-
anyfirklæði áður en hún leiddi
mig til herbergis. Það stirndi á
hillur jafnt sem gólf. Barbídúkk-
urnar voru í röðum í herbergjum
barbíhússins. Mjúku dýrin voru
uppi í hillum og þau vinsælustu
og hestu til fóta i rúminu í snyrti-
legri röð. Aðeins kóalabjörninn
fékk að vera við koddann enda
einstakur í sinni röð. Bókum var
nánast raðað eftir stafrófsröð.
„Ég gerði þetta allt sjálf,“ sagði
stúlkan og leit til mín í hógværð.
Hún vissi að ekki var við hæfi að
monta sig mikið þegar fyrsti jóla-
sveinninn var væntanlegur. Ég
hrósaði henni fyrir dugnaðinn og
taldi víst að þetta færi ekki fram
hjá Stekkjarstaur. Ég tók eftir því
að stúlkan hafði sett rifu á glugg-
ann svo sá góði jólasveinn gæti at-
hafnað sig. í glugganum beið jóla-
legur lakkskór, glansandi nánast
eins og glerskór.
Ég var farinn í vinnuna áður en
stúlkan vaknaði á fimmtudags-
morgninum. Þegar við hittumst
það kvöld beið hún ekki með frétt-
imar. Stekkjarstaur var á réttum
stað og réttum tíma. Hann hafði
greinilega náð að stinga handlegg
inn um rifuna því ýmislegt faflegt
var i lakkskónum. Hún sýndi mér
það aflt saman og fór lofsamlegum
orðum um jólasveininn.
Orðalaust í háttinn
Enn var afar snyrtilegt í her-
berginu og það sem meira var,
hún settist óumbeðið að kvöld-
skatti með öðrum heimilismönn-
um. Aðra daga ársins sest hún
ekki að matborði nema með for-
tölum. Hún borðar heldur ekki
hvað sem er. Það er eiginlega
sama hvort það er fiskur eða kjöt,
það er sjaldan að hennar smekk.
Það er helst að hún vilji búðing
eða valdar tegundir jógúrtar. Hún
skilur heldur ekki af hverju hún
þarf að borða fisk og kjöt eða
grænmeti þegar hægt er að fá sér
súkkulaði eða lakkrís. Svona er
að vera yngstur.
En nú var öldin önnur. Hún
borðaði orðalaust það sem fram
var borið. Hún gerði enga athuga-
semd um að maturinn væri annað
hvort of heitur eða of kaldur, of
mikill eða hreinlega vondur.
Stekkjarstaur hafði verðlaunað
hana fyrir frábæra frammistöðu
og nú var Giljagaur að paufast tU
byggða. Það var því betra að hafa
vaðið fyrir neðan sig.
Ég sagði henni að nú ætti hún
að fara að sofa klukkan niu. Þeg-
ar klukkan sló tók þessi nátthrafn
heimilisins sig til, háttaði og
burstaði tennur og fór að sofa.
Það var rifa á glugganum fyrir
GUjagaur.
Giljagaur veit allt
Kannski hefur spennan verið
fullmikU því ég fann það þegar ég
var nýlega genginn tU náða að
hún stakk sér á milli foreldra
sinna. Hún hafði þá vaknað af
kvöldsvefninum. Stúlkan hafði
nokkrar áhyggjur af því að
Giljagaur færi fram hjá ef hann
sæi hana ekki i rúminu sínu. Ég
fullvissaði hana um að svo væri
ekki. Hið allt sjáandi auga
Giljagaurs vissi af góðum stúlk-
um hvort sem þær væru í rúminu
sinu eða fengju leigt hjá pabba og
mömmu. Með það sofnaði hún.
Giljagaur brást heldur ekki i
gærmorgun. Stúlkan vaknaði á
undan öllum öðrum og fann ger-
semar í glerskónum. Hún sagði
mér að Stúfur væri næstur.
Við bíðum spennt og sjáum
hvað hann gerir fyrir góðu börn-
in.