Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 35 sviðsljós Hann er 70 ára og hún 23ja: Þau eiga von á bami Mogens Kristoffersen, 70 ára, yflr- læknir á fæðingardeild í Árósum, er síungur ekkjumaður og verðandi faðir, nýkvæntur 23ja ára gamalli konu frá Taílandi. Mortens missti konuna sina fyrir fimm árum, skömmu áður en hann fór á eftirla- un. Þau hjón höfðu alla tíð ferðast mikið og þvi ákvað Mortens að fara til Taílands, gagngert til þess að ná sér í konu. Hann hitti Ampais í sinni þriðju ferð og nú er hann kominn í hnapphelduna. „Mér fannst ég svo einmana. Ná- grannar mínir höfðu flutt og þegar ég skoðaði myndir í fjölskyldualbúm- inu sá ég að fleiri og fleiri vin- ir og ættingjar voru famir,“ segir Mogens sem er ákaf- lega hamingjusamur, bú- inn að selja húsið sitt í Ár- ósum og pakka dótinu í gám og flytja til Taílands. Meiningin er að búa í Taíl- andi því að Mogens þykist viss um að eiga stuttan tíma eftir, í mesta lagi 20 ár. Hann vill að að Ampais hafi fjölskyldu sína að leita til þegar áfallið stóra ríð- ur yfir. -En hvernig tókst sjötug- um herra- manni að krækja i unga blómarós? „Ampai bauð mér upp í dans í bæ einum úti á landi,“ segir hann. Þetta var greini- legt merki um áhuga rósarinnar fyrir hinum háa ljósa herramanni. Stuttu síðar trúlof- uðu þau sig og hálfu ári síðar voru þau gift. Fyrir Ampai var mjög eðlilegt að eignast barn með Mogens enda varð hún þunguð stuttu eftir giftinguna. Mogens verður því faðir innan nokk- urra mánaða 43 árum eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn. „Mitt stærsta áhyggjuefni er að geta ekki fylgst með baminu alla ævi. Ef ég er heppinn get ég fylgst með þvi fyrstu 20 æviár þess,“ segir hann. Mogens Kristoffersen, yfiriæknir í Árósum, hitti Ampai, 23ja ára blómarós, í sinni þriöju ferð til Taílands og skömmu síöar giftu þau sig. Þau eiga nú von á barni. Gáttuð á áhrifunum Jennifer Aniston, hin krúttlega leikkona.í þátt- unum Vinir, er algjörlega gáttuð á því fiaðrafoki sem hárgreiðslan hennar hefur vakið. „Ég var að heimsækja Washington D.C. í fyrsta sinn, akandi niður aðalgötuna, þegar ég sá allt í einu stækkaða mynd af höfðinu á mér í glugga einnar hár- greiðslustofunnar. Þar stóð: Fáið ykkur Rachel hárgreiðslu." Rachel er persónan sem Jennifer leikur í þáttaröðinni. „Ég er gjörsamlega gáttuð á því hvað ein hárgreiðsla getin- haft mikil áhrif,“ sagði þessi brúnhærða leikkona í forundran. Troðfull búð af nýjum vörum Skólavörðustíg 7r 101 Reykjavík, Sími551-58/4, Fax552-9664 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.