Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 Ég fór á fætur í fyrra lagi. Klukkan var hálfsjö og ég ákvað að fá mér heitt bað áður en börnin fjögur vöknuðu. Hálftíma síðar voru tvíburarnir, Auður og Brynj- ar 19 mánaða, farin að rumska. Brynjar opnaði augun og brosti breitt og þá heyrðist mal í Auði sem líka var vöknuð í jafn góðu skapi og bróðir. Þau veltust um eins og hvolpar, glöð og útsofin. Litla strákastelpan mín hún Kol- brún 7 ára steinsvaf enda morgun- svæf. Klukkan sjö var Dísa 11 ára komin á fætur og tók sig til í róleg- heitum. Það er sannarlega enginn vandræðagangur á henni. Rúmri klukkustund síðar voru allir komnir út í bíl á leið í skóla og leikskóla. Kom upp á Árbæjarsafn stuttu síðar og rabbaði yfir kaffibolla við samstarfsfólkið um jólasýninguna daginn áður, annan í aðventu. Ræddi við Unni deildarstjóra sýn- ingadeildar um hve vel hefði tekist til með daginn. Gestir voru á sjötta hundrað og góður andi ríkti meðal safngesta. Mikill undirbúningur sýningadeildar síðustu vikur hafði því skilað sér. Á safninu fengu gestir að fylgjast með þegar verið var að skera út laufabrauð, reykja hangikjöt, steypa kerti og undir- búa jólin á baðstofuloftinu. Annars Margrét Hallgrímsdóttir borgarminjavöröur DV-mynd BG fund Umhverfismálaráðs á mið- vikudag. Fyrir fundinn er óskað umsagnar borgarminjavarðar vegna friðunar Melaskóla og beiðni um niðurrif tveggja húsa í miðbænum. Fór yfir þau erindi með Úlfari, deildarstjóra húsa- deildar. Niðurstaða okkar var að leggjast gegn niðurrifi annars hússins og taka undir tillögu að friðun Melaskóla. Vann síðan að greinagerð með Sigurjóni, deildarstjóra mynda- deildar um málefni myndasafns- ins. Eftir nokkur símtöl og af- greiðslu erinda var vinnudegi lok- ið. Frekar venjulegur mánudagur, en þó blessunarlega laus við marga fundi. Virðist rólegra hvað það snertir þegar nær dregur jól- um. Gott að koma heim Sótti tvíburana í leikskólann og eldri stelpurnar til afa og ömmu þar sem þær eru alltaf í góðu yfir- læti eftir skóla. Öllum fannst þó gott að koma heim. Systir mín kom í heimsókn og ég notaði tækifærið og skaust i leikfimi á meðan horft var á barnatímann. Kvöldið var hefðbundið og snerist um börnin, Dísa æfði sig á píanóið, Kolbrún gerði leikfimisæfingar og las haug Dagur í lífi Margrátar Hallgrímsdóttur borgarminjavarðar: Gestir kunna vel að meta jólasýninguna staðar var föndrað, spilað á harm- óníku, drukkið heitt súkkulaði og jólakort prentuð. Islensku jóla- sveinarnir sáust hér og þar á safn- svæðinu á leið sinni til byggða. Augljóst var að gestir kunnu vel að meta okkar islensku jólasiði og jólasýning Árbæjarsafns greini- lega orðin hluti af aðventustemm- ingu margra. Metnaður hjá borginni Fór með Helga, deildarstjóra munadeildar niður á Vitastíg þar sem Árbæjarsafn er með geymslur fyrir safngripi. Geymslurnar þar eru yfirfullar, en við blasir mikill vandi vegna skorts á geymslurými fyrir safngripina. Hinn vikulegi starfsmannafundur hófst að venju eftir 10 kaffið. Fundurinn gekk hratt og vel fyrir sig. Fólk er að komast í jólaskap. Eftir fundinn fór ég ásamt arki- tektinum og smiðunum út í Lækj- argötu 4, sem unnið er að endur- smíði á. Verkinu miðar ágætlega og er nú síðasti áfangi eftir. Er stefnt að því að opna húsið al- menningi næsta sumar á 40 ára af- mæli safnsins. Ræddi lauslega við Öm ráðs- mann um öryggiskerfí safnsins. í hádeginu fór ég í vettvangsferð og skoðaði þau hús sem eru til um- sagnar hjá Árbæjarsafni, kom við í Ráðhúsinu og hringdi nokkur sím- töl. Talaði m.a. við tölvudeild borg- arverkfræðings vegna hugmynda um að setja kort yfir fornleifar I Reykjavík inn á LUKR, landsupp- lýsingakerfi Reykjavíkur. Þarna verður um að ræða framfaraskref fyrir minjavörsluna þar sem helstu framkvædaraðilar hjá Reykjavíkurborg mun fá beinan aðgang að upplýsingum um minja- staðina. Einnig stendur til að í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1997-2016 verði kort yfir fornleifar auk sögulegra og friðaðra húsa. Hjá borgaryfirvöldum er einmitt mikill metnaður ríkjandi varðandi minjavemd og hefur verið unnið mikið stefnumótunarstarf í hús- vernd. Ræddi einnig við garðyrkju- stjóra vegna umhirðu safnlóðar næsta sumar og um fyrirhugaðan af bókum, Brynjar klifraði upp um allt sönglandi og Auður var með margvísleg skemmtiatriði í gangi. Þau litlu leika sér svo vel saman, hlæja saman og hjálpast að við prakkarastrikin, enda greinileg for- réttindi að vera tvíburi. Þegar börnin voru sofnuð undir- bjó ég morguninn, fann til fót á hópinn og útbjó nesti. Settist svo við tölvuna, skoðaði tölvupóst, fór í heimabankann og vann grein sem ég er að skrifa. Fór svo í háttinn, seint að vanda, eftir að hafa dáðst stolt að sofandi börnunum mínum. Finnur þú fimm breytingar? 389 Edwin! Annaöhvort skemmtiröu þér eöa tekur af þér þennan hatt! Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð áttugustu og sjöundu getraun reyndust vera: Hrafnhildur Björg Guðríður Ólafsdóttir Oddnýjarbraut 5 Starmóa 3 245 Sandgerði 260 Reykjanesbær Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 3.950, frá Bræðmnum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1790. Annars vegar Ógnarást eftir Lindu Randall Wisdon og hins vegar Sinnaskipti eftir Lyndu Kay Carpent- er. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 389 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.