Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 9 Krakkar úr Kársneskórnum fara í hús og syngja jólalög eftir pöntun til að vinna sér inn fyrir söngferð til útlanda næsta sumar. Hér eru nemendur úr Pinghólsskóla. Frá vinstri: Sigrún Jóna Norðdahl, Bjargey Ingólfsdóttir, Guðrún Ragna Yngvadóttir og Tinna Proppé fyrir aftan Bryndfsi Gísladóttur, Unnur Hjálmarsdóttir, Erla María Sigurgeirsdótt- ir og Erla Björk Sigurðardóttir. DV-mynd Pjetur Kársneskórinn bryddar upp á óvenjulegri fjáröflunarleið: Tveir góðir sportbilar Klassískur bíll, leðurinn- réttingar, sjálfskipting, rafdr. rúður, hiti í sætum. ,,Hardtop“ og blæja. Ekinn 145.000 km. Mercedes Benz 280SL árg. 1984 Toyota ica GT-four árg. 1995 NOTAÐIR BÍLAR Suðurlandsbraut 14 Sórglæsileg leðurinnréttingar, ABS-bremsukerfi, topplúga, loftkæling, líknarbelgur, fullkomin hljómflutningstæki með geislaspilara. Vél 2000 ccTwin entry turbo 241 ha., 4x4. Bifreiðin er ekin aðeins 7000 km. „í fyrra gáfum við út jólakort með nótnamyndum að jólalögum og aug- lýstum: sendið syngjandi jólakveðju. Ein móðirin misskildi þetta og hélt að við ætluðum að ganga í hús. Við höfum oft áður farið heim að húsum hjá vinum okkar óg velunnurum á þorláksmessu eða aðfangadag og það hefur alltaf mælst afskaplega vel fyr- ir. Hugmyndin að því að búa til litla hópa úr kórnum kom í kjölfar þessa jólakortamisskilnings," segir Þór- unn Björnsdóttir, stjórnandi Kárs- neskórs. Um 240 börn á grunnskólaaldri eru í Kársneskór, sem skiptist eftir aldri upp í fjóra kóra, og hefur verið ákveðið að eldri börnin frá 11 ára aldri upp í 15 ár taki að sér að koma í heimahús eftir pöntun og syngja jólakveðjur fyrir fólk. Börnunum verður skipt upp í sex til átta manna hópa og verður Þórunn ýmist með í fór eða börnin verða með undirleiks- kassettu, sem Diddi fiðla er að búa til. Þau munu syngja fimm til sjö jólalög í hvert skipti. „Við höfum afskaplega gaman af að troða upp og syngja fyrir fólk en við erum líka að gera þetta í fjáröfl- unarskyni því að báðir hóparnir fara til útlanda á næsta ári, þau yngri til Danmerkur og eldri syngja á listahá- tíð i Kanada. Við höfum venjulega reynt að gera átak og safna í ferða- sjóð fyrir jólin. Við höfum líka gefið út geisladiska og svo gáfum við út jólakort í fyrra,“ útskýrir hún. Banka upp á og syngja Þórunn segir að kórbörnin kunni mikinn fjölda jólalaga og mörg þeirra geti sungið linnulaust í tvær til þrjár klukkustundir án þess að endurtaka sig. Á efnisskrá hópanna verða algeng og falleg jólalög, lög sem fólk vill gjarnan fá að heyra fyr- ir jólin. Þórunn tekur fram að þeir sem panta sönghóp verði að sjá til þess að fólkið, sem á að fá kveðjuna, sé heima þegar hópurinn kemur. „Við munum bara banka upp á og þegar fólk kemur til dyra mætir því fallegur barnasöngur. Þau eru mjög spennt, sérstaklega yngri krakkarn- ir, að fá að troða upp og koma fram,“ segir hún. Pantanir eru þegar farnar að streyma inn og er búið að panta sönghóp upp á Ártúnshöfða, í Kópa- vogi og út á Seltjarnarnes þannig að ferðalög sönghópanna geta orðið syngja á þrettán stöðum í desember, talsverð fyrir jólin. Nú þegar er allur á aðventukvöldum, jólahátíðum og kórinn búinn að koma fram og svo framvegis. -GHS sími 581 4060/568 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.