Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 30
Yvy Jones og Lucille Burriss. „Hann nauðgaði mér, mamma. Bemhard Seymour nauðgaði mér. Ég reyndi að koma í veg fyrir það, en gat það ekki. Hann gaf mér drykk og ég varð máttlaus og gat mér enga hjálp veitt. Hvað á ég að gera? Mér líður svo illa?“ Ivy Jones, tuttugu og tveggja ára, lá grátandi í kjöltu móður sinnar þegar hún sagði þetta. Móðirin, Anna Jones, hjálpaði henni upp í rúm og naut við það aðstoðar systur sinnar, Denise Burriss. „Ég hringi í lögregluna,“ sagði Anna við Ivy. „Þvoðu þér hvorki né skiptu um fot. Réttarlæknirinn þarf að sjá þig eins og þú ert.“ Hálftíma síðar komu rannsóknar- lögreglumenn og réttarlæknir á heimili Jones-mæðganna við Birk- dale-breiðgötu í Wheeling í Vestur- Virginíu 1 Bandaríkjunum. Frumskoðun réttarlæknisins leiddi í ljós að Ivy hafði verið nauðgað, og að hún hafði verið óspjölluð mey þegar það var gert. Læknirinn bað um að hún yrði flutt á spítala án tafar, því taka þyrfti þrjú eða fjögur spor í hana á við- kvæmum stað, og það gæti hann ekki gert á heimili hennar. Eftir aðgerðina var Ivy yfirheyrð o^ lýsti hún þá því sem gerst hafði. Astfangin I apríl 1979 hafði Ivy kynnst Ber- hard Seymour, tuttugu og fjögurra ára syni efnaðra foreldra sem bjuggu í stóm einbýlishúsi í besta hverfi borgarinnar. Bernhard, sem var einkabarn, virtist mjög ástfang- inn af Ivy, og þegar hún bauð hon- um heim til sín leist móður hennar vel á hann. Móðursystur Ivy, Denise, leist hins vegar ekki eins vel á hann þótt hún gæti ekki bent á neitt eitt í fari hans sem henni líkaði ekki. En Ivy vildi ekki hlusta á ráð hennar. Faðir Yvy, Harold Jones, hafði dáið 1965, en þar eð þau hjón höfðu átt stórt hús hafði Denise, sem var þá fráskilin, flust heim til þeirra mæðgna ásamt dóttur sinni Lucille, sem var á svipuðum aldri og Ivy. Bæði Anna Jones og systir hennar voru mjög trúaðar, og stúlkurnar fengu strangt uppeldi. Þeim var þó ekki bannað að umgangast unga menn, en hins vegar var þeim kennt að kynmök fyrir hjónaband væru synd. Ivy og Lucille urðu að þola það að sumir ungir menn sneru baki við þeim af því þær voru ekki „til í tu- skið“, en dag einn í apríl 1979 kynntist Ivy Bemhard. Um svipað leyti hafði Lucille kynnst ungum Anna Jones. manni, Gerald Hunt, og fóm þau fjögur oft út að skemmta sér. Það gerðu þau líka þann 28. júlí 1979. Þá um kvöldið borðuðu þau á veitinga- húsi, en á eftir bauð Bernhard Ivy heim. Hættulegur drykkur Ivy, Lucille og Gerald skýrðu lög- reglunni síðar svo frá að Bernhard hefði boðið Ivy heim til þess að sýna henni hús foreldra sinna, en þeir voru þá í New York. Jafnframt hafði hann tekið fram að þeir hefðu lofað sér því að þegar hann kvæntist myndu þeir innrétta sérstaka íbúð handa honum í húsinu. Þau þrjú litu á þetta heimboð Ber- hards sem sterka vísbendingu, ef ekki staðfestingu á, að hann ætlaði sér að kvænast Ivy. Rétt eftir klukk- an níu fóru öll fjögur úr veitinga- húsinu, og settist Ivy upp í Thund- erbird- sportbíl Bemhards. Óku þau tvö svo heim til hans. Er heim var komið blandaði Bemhard drykk handa Ivy, og sagði að rétt væri fyrir þau að skála fyrir skoðunarferð hennar i húsinu. Að vísu hafði hún komið þangað áður, en aðeins í anddyrið og borðstof- una. „Ég drakk úr einu glasi,“ sagði Ivy síðar, „og rétt á eftir fór mér að líða illa og verða syfjuð." Nokkrum mínútum siðar bar Bemhard hana upp á efri hæðina, án þess að hún hefði í sér mátt til að streitast á móti. Nauðgunin Bemhard lagði Ivy á rúm í svefn- herbergi sínu og byrjaði að afklæða hana. „Ég reyndi að ýta honum frá mér, en hafði ekki krafta til þess. Ég grét því það sem hann gerði var sárt, en hann hélt áfram og svo leið yfir mig,“ sagði Ivy um atburðinn. „Þeg- ar ég rankaði við mér lá hann nak- inn við hliðina á mér. Ég leit niður á mig og sá að mér blæddi. Þá fór ég að gráta, en hann fór bara fram úr og inn á baðherbergið. Svo sagði hann mér að klæða mig því hann ætlaði að aka mér heim. Þá sagðist ég myndu segja móður minni hvað gerst hafði, en hann hló bara að mér.“ Ivy sagði enn fremur svo frá að Bernhard hefði sagt að hún gæti sagt það sem hún vildi við móður sína. Hann myndi hins vegar segja að hún hefði farið heim með sér og lagst með sér af fúsum og frjálsum Denise Burriss. vilja, ef hann yrði spurður um at- burði kvöldsins. Ivy sagðist þá hafa svarað því til að hún hefði aðeins farið heim með honum af því hún hefði haldið að hann væri ástfang- inn af sér og ætlaði að kvænast sér. „Heldurðu að ég hafi í huga að kvænast þér þegar ég get fengið hvaða stúlku sem er?“ var þá svar hans. „Ertu gengin af vitinu?" mannsins sagði hann við lög- regluna: „Dræsan vildi fara í rúmið með mér. Hún hefur svo séð eftir öllu saman. Stelpur gera það oft. Þær eru til í það, en þegar það er afstaðið segja þær að þeim hafl verið nauðgað. Ég nauðgaði henni ekki.“ Saksóknarinn sagði Ivy strax að róðurinn yrði þungur, og ef Bemhard yrði sýknaður myndi málið lengi brenna á henni því fólk myndi líta svo á að hann hefði sagt satt um hana. Móðir Ivy hélt hins vegar fast við að málið yrði að koma fyrir rétt. En vandi Ivy var ekki bara óvissan um hvemig færi þar, því hún reyndist ólétt. Brátt hófust réttarhöldin. Lög- maður ákærða var slyngur, og gekk hart að Ivy. Hún viðurkenndi þannig aðspurð að hún hefði farið heim til Bernhards af frjálsum vilja, og sömuleiðis að hún hefði verið ástfangin af honum. Bemhard var sýknaður, en Ivy leit út fyrir að vera barnaleg stúlka sem hafði farið í rúmið með honum af því hún var hrifin af honum. Fóstureyðing Á heimili Ivy varð nú að takast á við þann vanda sem þungun hennar var. Til ráðuneytis var kvaddur sóknarpresturinn, Emest J. Cooke, og hann sagði meðal annars þegar hugsanleg fóstureyðing kom til um- ræðu: „Bamið sem þú gengur með er af- sprengi manns sem þú leggur hatur á. Það kom undir í andrúmslofti bit- urleika og ótta. Ég veiti þér, sem fulltrúi kirkjunnar, leyfi til fóstur- eyðingar." Fóstureyðing var ekki leyfð í V- Virginíu, nema heilsufar konunar leyfði ekki meðgöngu eða þá að henni hefði verið nauðgað. Prestur- inn leitaði nú stuðings lögreglunn- ar, sem trúði framburði Ivy þótt dómurinn hefði gengið gegn mál- stað hennar. Leyfi fékkst því til fóst- ureyðingar. Meðan Ivy lá á sjúkrahúsi vegna aðgerðarinnar heyrði Gerald Hunt, unnusti Lucille, af tilviljun er Bern- hard Seymour gortaði af því við vini sína hvemig hann hafði komist Sýknun Bernhard Seymour var handtek- inn, grunaður um nauðgun, en hringdi á lögmann fjölskyldunnar og þremur tímum siðar var hann laus gegn tryggingu. í viðurvist lög- Gerald Hunt. yfir Ivy. Sagðist hann hafa gefið henni „kraftaverkadropa", það er sterkt lyf sem hefði gert hana svo máttlausa að hún hefði ekki getað sýnt mótþróa. Bemhard sagði enn fremur að hann gæti nú sagt frá þessu óhræddur því hann hefði ver- ið sýknaður og yrði ekki tvísaksótt- ur fyrir sama glæpinn. Þessi orð urðu upphaf þess sem sumir hafa nefnt síðari lotuna í átökunum sem hófust kvöldið sem Bernhard Seymour tók Ivy Jones með valdi. Lokaþátturinn Gerald hélt heim til Lucille og skýrði frá því hvers hann hafði orð- ið vísari. Auk Lucille hlustuðu þær Anna Jones og Denise Burriss á sögu hans. Ákveðið var að segja Ivy ekki strax frá því hvað Bemhard hafði sagt við vini sína, því ekki væri víst að hún þyldi álagið eftir allt sem á undan var gengið. Vegna trúarafstöðu sinnar taldi Ivy sig hafa drýgt synd með fóstur- eyðingunni, og það þótt sóknar- presturinn hefði veitt henni leyfi til hennar. Hálfum öðrum mánuði síðar var hringt til lögreglunnar seint um kvöld. Konurödd sagði að illa særð- ur maður lægi í almenningsgarði nokkur hundruð metra frá lögreglu- stöðinni. Svo var lagt á. Bernhard Seymour. Tveir lögregluþjónar flýttu sér á vettvang. í garðinum fundu þeir meðvitundarlausan mann. Hendur hans vom bundnar fyrir aftan bak, buxunum hafði verið flett frá og á nára hans hafði verið lagt hand- klæði. Það var blóðugt. Mcmninum var í skyndi ekið á sjúkrahús, og þar kom í ljós að hann hafði verið geltur á mjög grimmilegan hátt. Varð að gefa honum blóð oftar en einu sinni. Maðurinn reyndist vera Bern- hard Seymour. Grunur féll strax á Jones- fjölskylduna, en Ivy, Lucille, Anna Jones, Denise Bumiss og Ger- ald Hunt kváðust öll hafa setið við sjónvarpið frá því klukkan hálfátta þetta kvöld. Hefði ekkert þeirra yfir- géfið húsið. Lögreglurannsókn leiddi síðar í ljós að Jones-fjölskyldan var ekki sú eina sem sagt gat misjafnar sögur af Bemhard Seymour, því hann hafði lokkað ýmsar stúlkur upp í rúm með sér með hálfgildingsloforðum um hjónaband. í apríl 1980 var rannsókn hætt. Þá taldi lögreglan sig hafa yfirheyrt alla sem talist gætu hafa komið við sögu, án þess að nokkuð hefði kom- ið fram sem gæfi tilefni til kæru. Það með var málinu lokið, sem og ferli Benhards Seymour sem kvennamanns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.