Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 48
56 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 Valsað og verslað í Dublin: aðra guði en mammon Þeir skipta orðið tugþúsundum ís- lendingamir sem farið hafa til irsku borgarinnar Dublinar á austur- strönd eyjunnar grænu. Velflestir þeirra fara þangað í verslunarerind- um, enda verður því ekki neitað að verðlag er öllu hagstæðara en land- inn á að venjast hér á íslandi. Greinarhöfundur varð þeirrar ánægju aðnjótandi að slást í för með nokkur hundruð íslendingum sem bmgðu sér til Dublinar í byrjun des- emhermánaðar. Af samræðum við íslendinga virtist sem allir væru ánægðir með dvölina en áberandi var þó að ferðalangar vora yfirleitt ekki duglegir við að kynna sér fjöl- breytt menningarlíf borgarinnar. Einnig virtist sem flestir einskorð- uðu verslun sina við ákveðin stræti eða verslunarkeðjur og vissu ekki að víða er hægt að gera góð kaup. Bera sig eftir björginni Til að njóta þess sem Dublin hef- ur upp á að bjóða verða menn að bera sig eftir björginni. Samvinnu- ferðir-Landsýn bjóða farþegum sín- um upp á skoðunarferðir sem em ágætar, svo langt sem þær ná, en fjöldi þeirra er takmarkaður og alls ekki tæmandi fyrir það sem í boði er. írar eru orðnir þjálfaðir í þjón- ustu sinni við ferðamenn. Á öllum hótelum og upplýsingaskrifstofum og á mörgum krám er hægt að nálg- ast bæklinga sem segja allt um menningarlífið í borginni - og jafti- vel einnig hvar hagstæðast er að ''versla. í Dublin er lifandi tónlistarflutn- ingur á hverju kvöldi vikunnar á fjölmörgum þeirra hundraða kráa sem dreifðar eru um borgina. Fjöl- mörg tónlistarblöð og upplýsingarit em gefin út þar sem nákvæmlega er tilgreint hverjir spila tónlist, hvar hún er spiluð og hvenær. Af hótelum Samvinnuferða-Land- sýnar í Dublin er Temple Bar með langbestu staðsetninguna, rétt í hjarta borgarinnar. Það tekur innan við fimm mínútur að komast á aðal- verslunargöturnar og allt í kringum hótelið em úrvals veitingastaðir og krár. Margir veitingastaðanna em dýrir og auðvelt að borða og drekka fyrir 30-50 pund. (írska pundið er 'mmar 110 íslenskar krónur.) Hins vegar em fjölmargir ódýrari veit- ingastaðir og á kránum er yfirleitt hægt að fá ágæta máltíð fyrir 5-10 pund og skola henni niður með Guinness-maltbjómum (sem oftast kostar 2,25 pund) eða öðram gæða- bjór. Það er skemmtilegur og óvenjuleg- ur siður hjá ímm að bjóða upp á fyr- irtaks mat á velflestum krám. írar gera mikið að því sjálfir að kíkja úr vinnu í hádeginu á næstu krá, fá sér matarbita og skola honum niður með bjór. Ferðamönnum til viðvöranar skal bent á að ef beðið er um bjór í Irlandi, án þess að tilgreina stærð, fá menn \ lítra (pint). Verslunargötur víða í Dublin er mikið af góðum versl- unargötum. Áberandi er hve íslend- ingar sækja mikið í að versla á Grafton Street, afskaplega fallegri göngugötu sunnan Liffey-árinnar sem skiptir miðhluta borgarinnar í tvennt. Norðan árinnar era hins vegar mun stærri og ódýrari versl- unargötur, O’Connell Street og fjöl- margar stórar götur sem liggja út frá henni. Þar má sérstaklega nefna göturnar Henry Street og Abbey -Street sem eru með bestu verslunar- götunum. I mörgum smærri stræt- um þar í grennd eru mjög góðar verslanir, oft sérverslanir eða mark- aðir sem selja alls konar hluti og alla matvöra á hlægilegu verði. Grafton Street er aðeins þægileg að því leytinu að vegfarendur sleppa við bílaumferðina. Vörur eru þar í dýrari • kantinum en hins vegar er menning- Svona lítur verslunargatan Henry Street í Dublin út á mánudagsmorgni í byrjun desember. Daginn áður var mann- fjöldinn helmingi meiri. DV-myndir ÍS Allt í göngufæri arlíf i þeirri götu með líflegra móti. Götulistamenn eru á hverju strái og söngvarar á öllum aldri sem spila tón- list úr öllum áttrnn, blús, djass, írska tónlist, dægurlög eða Fjölmargir þessara götulistamanna myndu sóma sér vel í virtum tónlist- arhúsum. Það kemur reyndar ekkert sérstaklega á óvart þegar tillit er tek- ið til þess hve tónlistin er rikur þátt- ur í menningarlífl íra. Aðrir listamenn era einnig áber- andi, t.d. trúðar og látbragðsleikar- ar. Við syðri enda Grafton Street er mjög fallegur garður, St. Stephens Street. Islendingum þótti það merki- legt að gras var enn hvanngrænt í desembermánuði í garði þessum. Veöurlag er mjög milt í Dublin, hiti fer sjaldan niður fyrir frostmark köldustu mánuði ársins og yfirleitt er þar lygnt veður. í mörgum hliöargötum út frá aöalverslunargötunum eru útimarkaðir þar sem ýmsir hlutir og matvara fást á hlægilegu verði. Alls konar uppákomur á hverju götuhorni í Dublin eru daglegt brauð - hér var vegfarendum boðið í rauðvínssmökkun. Allt í kringum þekktustu versl- unargötumar eru flestar af merkari byggingum Dublinar. Listasaftiið er við endann á O’Connell, Dublinar- kastali fimm mínútna gang í vestur frá Grafton, þjóðminjasafnið aðrar fimm mínútur til austurs, tónlistar- höllin fimm mínútna gang í suður frá Grafton og kirkja St. Patricks skammt frá Dublinarkastala. Þá eru aðeins fáar af merkari byggingum borgarinnar upptaldar. Af samræðum við íslendinga á svæðinu virtist sem fáir þeirra hefðu gefið sér tíma til að skoða þau mannvirki. Algengt var að dagurinn færi all- ur í að þramma verslunargöturnar og að honum loknum væri búið að eyða svo mikilli orku að látið var fyrirberast á hótelinu um kvöldið. Það er mikil synd þegar tillit er tek- ið til þess hve liflegt getur orðið í borginni að kvöldlagi. írar sjálfir eru sérlega opinskáir og eru alltaf tilbúnir í skemmtilegar samræður yfir bjórglasi. -ÍS Viðgerðum lokið Menningarmálaráðherra ítal- íu, Walter Veltroni, tilkynnti að hið fræga Borghese-safn í Róm yrði opnað aftur í júní á næsta ári. Fyrir þrettán áram hrundi stór hluti loftsins 1 aðalsýning- arsalnum en safnið er í húsi sem byggt var á 16. öld. Borg- hese-safnið hefur að geyma heimsfræg verk kunnra lista- manna og má þar nefna meðal annarra Rafael, Botticelli, Titi- an og Caravaggio. Rólegtáný Fyrir nokkrum áram var Lí- banon ófriðvænlegasta svæðið í heiminum og engum ferða- manni datt í hug að ferðast til landsins. Síðan friður komst þar á hefur þetta verið að breyt- ast. I síðustu viku var opnað Iþar á ný heimsfrægt spilavíti og vonast landsmenn til að tilvist þess muni auka straum ferða- manna. Aðeins örfá spilaviti eru starfrækt í arabalöndum s vegna þess að íslamstrúin bann- ar veðmálastarfsemi. Áfram ókeypis Þrátt fyrir ótrygga framtið eins frægasta safns í heimi, British Museum, ætla þeir sem reka safnið að halda sig við aldalanga stefnu að hafa ókeyp- is aögang að safninu. British Museum hefur átt í nokkrum fjárhagserfiðleikum undanfarin ár og gæti farið svo að eitthvað yrði að draga saman seglin. Frá því safnið var opnað, árið 1759, hefur alltaf verið ókeypis fyrir gesti en þangað koma um 6 milljónir á hveiju ári. Lengri tími Umferð lesta Eurostar-fyrir- !! tækisins undir Ermarsundið er nú að mestu komin i eðlilegt horf. Göngin voru opnuð í lok slðasta mánaðar en þeim var lokað tímabundið eftir eldsvoða fyrri hluta nóvember. Lestirnar ganga þó enn sem komið er ekki á sama hraða í göngunum vegna þess að ekki er enn búið að ljúka fullkomlega öllum viðgerðum. Nýjar flugleiðir A hinum ört vaxandi Sanya- flugvelli á kínversku eyjunni Hainan er áformað að bæta við 8 nýjum flugleiðum fyrir lok ársins. Nýir áfangastaðir til og frá Sanya eru í S-Kóreu, Japan, Þýskalandi, Singapúr, Taílandi, Malasíu, Hong Kong og á portú- gölsku eyjunni Macao. Vaxandi markaður Litið er á heimsálfuna Asiu sem þann markað sem stækka muni hraðast hvað varðar flug- umferö. Mikill áhugi er hjá bandarískum flugfélögum að tengjast stærstu mörkuðunum í Asíu. Nú standa yfir viðræður bandarískra aðila við yfirvöld i Malasíu, Singapúr, S-Kóreu, Taívan, Kína og Víetnam um tengiflug milli landanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.