Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 40
48
bókarkafli
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 JjV
Snemma varð Ijóst að Olafur Ragnar Grímsson ætlaði sér stóra hluti enda var hann fyrirferðarmikil! í þjóðlífinu.
Út er komin bókin Herra forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, eftir Pálma Jónasson:
Herra forseti
Fyrr á þessu ári var Ólafur Ragn-
ar Grímsson kjörinn forseti íslands.
Hann vakti mikla athygli þegar á
unglingsárum og hefur verið í
fremstu víglínu stjórnmálanna sið-
ustu þrjá áratugi. í nýrri bók eftir
Pálma Jónasson, sem bókaforlagið
Una hefur gefið út, er rakin opinber
saga Ólafs Ragnars Grímssonar frá
uppvaxtarárum og allt þar til hann
er kjörinn forseti. Meginhluti bók-
arinnar fjallar um stjómmálaþátt-
töku Ólafs Ragnars. DV birtir hér
brot úr nokkrum köflum hókarinn-
ar með leyfi útgefanda.
Framtakssamur
unglingur
„Olafur Ragnar var tíu ára þegar
hann flutti til Reykjavíkur og fór í
Miðbæjarskólann við Tjörnina.
Hófst þar vinátta hans og Ragnars
Kjartanssonar, sem síðar varð fram-
kvæmdastjóri Hafskips. Nemendum
af Reykjavíkursvæðinu var síðan
safnað saman í landsprófsbekk í
Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti.
Ólafur Ragnar var þegar orðinn
áberandi á þessum árum og tók
virkan þátt í félagslífmu. Hann þótti
ósérhlífinn og þrekmikill og var
áberandi á málfundum. Reyndar
veiktist hann og þurfti að vera á
sterkum fúkkalyfjum í mörg ár
vegna slæmrar sýkingar. Það virtist
þó ekki koma niður á dugnaði hans
i félagslífi.
í Gagnfræðaskólanum í Vonar-
stræti tókst vinátta með þeim Ragn-
ari, Ólafi Ragnari, Garðari Halldórs-
syni, sem síðar varö húsameistari
ríkisins, og Ólafi Davíðssyni, síðar
ráöuneytisstjóra í forsætisráðuneyt-
inu. Saman stofnuðu þeir félags-
skapinn Menningarfélag íslenskrar
æsku, sem beitti sér mjög fyrir end-
urheimt handritanna frá Dan-
mörku. Ólafur Ragnar fór þar
fremstur í flokki og náðu þeir að
safna á sjöunda þúsund undirskrifta
sem afhentar voru í danska sendi-
ráðinu þegar þeir voru á fyrsta ári í
Menntaskólanum í Reykjavík. Vakti
þessi vaska framganga töluverða at-
hygli.
Það var heldur ekki hljótt um
Ólaf Ragnar á menntaskólaárunum.
Þegar í fyrsta bekk hafði hann staö-
ið fyrir undirskriftasöfnuninni eins
og áður er sagt og tekið virkan þátt
í útgáfu sérstaks blaðs til höfuðs
skólablaðinu. Þótti það djörf aðgerð.
Hann náði þegar á unga aldri góð-
um tökum á ræðutækninni og fáir
höfðu roð við honum á málfundum
Framtíðarinnar. Þar var hann val-
inn forseti þegar á árinu 1960, en þá
var hann að byija i fimmta bekk.
Sjálfur taldi hann Framtíðina „leik-
völl alvörunn-
voru ráðamenn ekki teknir neinum
vettlingatökum.
„Ég sökkti mér niður í þessa fjöl-
miðlun samfara náminu og var nán-
ast heillaður af því hvað menn
leyfðu sér að fjalla um hlutina á op-
inskáan og gagnrýninn hátt. Upp úr
þessum jarðvegi spruttu þær aðferð-
ir sem ég beitti þegar ég fór að
starfa í fjölmiðlum hér heima eftir
Bannaðurí
útvarpi
og sión-
varpi
Olafur R. Grfmeson
fyrrv. forsett
Frmmtfdarinnar
Ólafur Ragnar var formaöur málfundafélagsins Framtiöarinnar f Menntaskól-
anum f Reykjavík í eitt ár. í skólablaöi var formaöurinn teiknaöur sem blaöra.
BA-próf. Ég vandist smátt og smátt
eðlilegri og opinskárri umfjöllun,
aðhaldi og gagnrýni, sem þótti al-
deilis ekki passa í stirðnaða veröld
hér heima. Það leiddi til þess að ég
er líklega eini maðurinn sem hefur
verið bannaður bæði í útvarpi og
sjónvarpi á íslandi.”
Veturinn 1966 til 1967 sá Ólafur
Ragnar um þættina Þjóðlíf, sem út-
varpað var hálfs-
mánaðarlega í
Ríkisútvarpinu.
Vikið var frá
þeirri braut að
ræða eingöngu
við ráðherra og
embættismenn
þegar þjóðmálin
voru krufin en
þættirnir vöktu
ekki alls staðar
hrifningu. Bjarni
Benediktsson for-
sætisráðherra lét
vélrita fyrir sig
einn þátt Ólafs og
senda sér upp i
stjómarráð. Síðan
fjallaði hann um
Þjóðlífsþættina í
Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins.
„Það þætti trúlega
skrýtið núna ef
forsætisráðherra
skrifaði reglulega
í Morgunblaðið til
að segja frétta-
mönnum hvernig
þeir ættu að
vinna,” sagði
Ólafur sjálfur um
þetta atvik.
Þá deildu blöð-
in, einkum Tím-
inn og Morgun-
blaðið, hart um
ferð Ólafs Ragn-
ars til Vest-
mannaeyja í febr-
úarbyrjun 1967.
Hún var á vegum
Ríkisútvarpsins
og greidd af þeirri
stofnun, en Ólafur
Ragnar hélt jafn-
framt fundi á veg-
um Framsóknar-
flokksins í ferð-
inni.
Á þessum
tveimur árum
sem liðu milli
Englandsferða
Ólafs vann
hann ekki ein-
göngu að stjóm-
málafræðirann-
sóknum heldur
vakti einnig
mikla athygli í
fjölmiðlum.
Fjölmiölar hér
á landi voru
mjög staðnaðir
á þessum ámm
og náði sú
stöðnun
kannski há-
marki undir lok
viðreisnarára-
tugarins. Varla
mátti minnast á
þjóðmál öðru-
vísi en fulltrúar
allra stjórn-
málaflokka
væru til kvadd-
ir og ráðamönn-
um sýnd fyllsta
virðing. Ólafur
Ragnar hafði
hins vegar
kynnst annars
konar fjölmiðl-
un í Englandi
og varð ekki
síst heillaður af
þáttum Davids
Frost. í þeim
Tóbak, vfn og áfengt 61,
óífnt tal um þrenninguna
og handrittn a« heiman f«l,
held ég sanna kenninguna:
a« farl ég á vonarvöl,
varl útl um menninguna.
Sjálfstæðismenn vom mjög ósátt-
ir við þessa þáttagerð og það var svo
þáttur um heilbrigðismál sem varð
til þess á endanum að þættirnir
voru bannaðir að kröfu sjálfstæðis-
manna í útvarpsráði. Þar þótti Ólaf-
ur Ragnar vega of nærri Jóhanni
Hafstein heilbrigðismálaráðherra,
en sonur hans, Pétur Kr. Hafstein,
var siðar í framboði gegn Ólafi
Ragnari í forsetakosningunum.
Vitanlega voru deildar meiningar
um atvikið. Launaður erindreki
Framsóknarflokksins reynir að mis-
nota Ríkisútvarpið,” sagði Morgun-
blaðið á baksíðu 4. mars 1967 og
leiðarinn daginn eftir bar yfirskrift-
ina „Réttmæt frestun”. „Ritskoðun”
var hins vegar forsíöufrétt Tímans
og leiðarar báru nöfn eins og „Of-
ríkisverk” og „Ritskoðunin lýsir vel
valdahroka ráðherrans”.
Forystumaður
Möðruvellinga
Ungum framsóknarmönnum þótti
hægt ganga að koma sínum mark-
miðum á framfæri og það kom ekki
síst fram á SUF-þinginu á Hallorms-
stað í ágúst 1970, eða sama ár og
Ólafur Ragnar lauk doktorsprófi í
stjómmálafræðum frá Manchester-
háskóla.
Már Pétursson, bróðir Páls Pét-
urssonar, var valinn formaður Sam-
bcmds ungra framsóknarmanna, en
engum duldust áhrif Ólafs Ragnars.
Á fundinum var samþykkt ítarleg
og afar róttæk stefnuyfirlýsing sem
þótti vega að flokksforystunni í
Framsóknarflokknum. í nefndinni
sem undirbjó hana voru Ólafur
Ragnar, Björn Teitsson og Jónatan
Þórmundsson.
„Framsóknarflokkurinn beiti sér
fyrir myndun víðtækrar vinstri-
hreyfingar og ræki kröftuglega það
grundvallarhlutverk sitt að vera
höfuðandstæðingur íhaldsaflanna i
landinu,” sagði meðal annars í yfir-
lýsingunni. Átti stjórn SUF að hefja
viðræður innan Framsóknarflokks-
ins og utan hans um sameiningar-
málið. Tillaga um formlegar viðræð-
ur við A-flokkana og Samtökin var
borin upp í framkvæmdastjórn
flokksins. Þaðan var henni visað til
þingflokksins, sem hafnaði hug-
myndinni, enda margir forystu-