Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Qupperneq 40
48 bókarkafli LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 JjV Snemma varð Ijóst að Olafur Ragnar Grímsson ætlaði sér stóra hluti enda var hann fyrirferðarmikil! í þjóðlífinu. Út er komin bókin Herra forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, eftir Pálma Jónasson: Herra forseti Fyrr á þessu ári var Ólafur Ragn- ar Grímsson kjörinn forseti íslands. Hann vakti mikla athygli þegar á unglingsárum og hefur verið í fremstu víglínu stjórnmálanna sið- ustu þrjá áratugi. í nýrri bók eftir Pálma Jónasson, sem bókaforlagið Una hefur gefið út, er rakin opinber saga Ólafs Ragnars Grímssonar frá uppvaxtarárum og allt þar til hann er kjörinn forseti. Meginhluti bók- arinnar fjallar um stjómmálaþátt- töku Ólafs Ragnars. DV birtir hér brot úr nokkrum köflum hókarinn- ar með leyfi útgefanda. Framtakssamur unglingur „Olafur Ragnar var tíu ára þegar hann flutti til Reykjavíkur og fór í Miðbæjarskólann við Tjörnina. Hófst þar vinátta hans og Ragnars Kjartanssonar, sem síðar varð fram- kvæmdastjóri Hafskips. Nemendum af Reykjavíkursvæðinu var síðan safnað saman í landsprófsbekk í Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti. Ólafur Ragnar var þegar orðinn áberandi á þessum árum og tók virkan þátt í félagslífmu. Hann þótti ósérhlífinn og þrekmikill og var áberandi á málfundum. Reyndar veiktist hann og þurfti að vera á sterkum fúkkalyfjum í mörg ár vegna slæmrar sýkingar. Það virtist þó ekki koma niður á dugnaði hans i félagslífi. í Gagnfræðaskólanum í Vonar- stræti tókst vinátta með þeim Ragn- ari, Ólafi Ragnari, Garðari Halldórs- syni, sem síðar varö húsameistari ríkisins, og Ólafi Davíðssyni, síðar ráöuneytisstjóra í forsætisráðuneyt- inu. Saman stofnuðu þeir félags- skapinn Menningarfélag íslenskrar æsku, sem beitti sér mjög fyrir end- urheimt handritanna frá Dan- mörku. Ólafur Ragnar fór þar fremstur í flokki og náðu þeir að safna á sjöunda þúsund undirskrifta sem afhentar voru í danska sendi- ráðinu þegar þeir voru á fyrsta ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Vakti þessi vaska framganga töluverða at- hygli. Það var heldur ekki hljótt um Ólaf Ragnar á menntaskólaárunum. Þegar í fyrsta bekk hafði hann staö- ið fyrir undirskriftasöfnuninni eins og áður er sagt og tekið virkan þátt í útgáfu sérstaks blaðs til höfuðs skólablaðinu. Þótti það djörf aðgerð. Hann náði þegar á unga aldri góð- um tökum á ræðutækninni og fáir höfðu roð við honum á málfundum Framtíðarinnar. Þar var hann val- inn forseti þegar á árinu 1960, en þá var hann að byija i fimmta bekk. Sjálfur taldi hann Framtíðina „leik- völl alvörunn- voru ráðamenn ekki teknir neinum vettlingatökum. „Ég sökkti mér niður í þessa fjöl- miðlun samfara náminu og var nán- ast heillaður af því hvað menn leyfðu sér að fjalla um hlutina á op- inskáan og gagnrýninn hátt. Upp úr þessum jarðvegi spruttu þær aðferð- ir sem ég beitti þegar ég fór að starfa í fjölmiðlum hér heima eftir Bannaðurí útvarpi og sión- varpi Olafur R. Grfmeson fyrrv. forsett Frmmtfdarinnar Ólafur Ragnar var formaöur málfundafélagsins Framtiöarinnar f Menntaskól- anum f Reykjavík í eitt ár. í skólablaöi var formaöurinn teiknaöur sem blaöra. BA-próf. Ég vandist smátt og smátt eðlilegri og opinskárri umfjöllun, aðhaldi og gagnrýni, sem þótti al- deilis ekki passa í stirðnaða veröld hér heima. Það leiddi til þess að ég er líklega eini maðurinn sem hefur verið bannaður bæði í útvarpi og sjónvarpi á íslandi.” Veturinn 1966 til 1967 sá Ólafur Ragnar um þættina Þjóðlíf, sem út- varpað var hálfs- mánaðarlega í Ríkisútvarpinu. Vikið var frá þeirri braut að ræða eingöngu við ráðherra og embættismenn þegar þjóðmálin voru krufin en þættirnir vöktu ekki alls staðar hrifningu. Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra lét vélrita fyrir sig einn þátt Ólafs og senda sér upp i stjómarráð. Síðan fjallaði hann um Þjóðlífsþættina í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. „Það þætti trúlega skrýtið núna ef forsætisráðherra skrifaði reglulega í Morgunblaðið til að segja frétta- mönnum hvernig þeir ættu að vinna,” sagði Ólafur sjálfur um þetta atvik. Þá deildu blöð- in, einkum Tím- inn og Morgun- blaðið, hart um ferð Ólafs Ragn- ars til Vest- mannaeyja í febr- úarbyrjun 1967. Hún var á vegum Ríkisútvarpsins og greidd af þeirri stofnun, en Ólafur Ragnar hélt jafn- framt fundi á veg- um Framsóknar- flokksins í ferð- inni. Á þessum tveimur árum sem liðu milli Englandsferða Ólafs vann hann ekki ein- göngu að stjóm- málafræðirann- sóknum heldur vakti einnig mikla athygli í fjölmiðlum. Fjölmiölar hér á landi voru mjög staðnaðir á þessum ámm og náði sú stöðnun kannski há- marki undir lok viðreisnarára- tugarins. Varla mátti minnast á þjóðmál öðru- vísi en fulltrúar allra stjórn- málaflokka væru til kvadd- ir og ráðamönn- um sýnd fyllsta virðing. Ólafur Ragnar hafði hins vegar kynnst annars konar fjölmiðl- un í Englandi og varð ekki síst heillaður af þáttum Davids Frost. í þeim Tóbak, vfn og áfengt 61, óífnt tal um þrenninguna og handrittn a« heiman f«l, held ég sanna kenninguna: a« farl ég á vonarvöl, varl útl um menninguna. Sjálfstæðismenn vom mjög ósátt- ir við þessa þáttagerð og það var svo þáttur um heilbrigðismál sem varð til þess á endanum að þættirnir voru bannaðir að kröfu sjálfstæðis- manna í útvarpsráði. Þar þótti Ólaf- ur Ragnar vega of nærri Jóhanni Hafstein heilbrigðismálaráðherra, en sonur hans, Pétur Kr. Hafstein, var siðar í framboði gegn Ólafi Ragnari í forsetakosningunum. Vitanlega voru deildar meiningar um atvikið. Launaður erindreki Framsóknarflokksins reynir að mis- nota Ríkisútvarpið,” sagði Morgun- blaðið á baksíðu 4. mars 1967 og leiðarinn daginn eftir bar yfirskrift- ina „Réttmæt frestun”. „Ritskoðun” var hins vegar forsíöufrétt Tímans og leiðarar báru nöfn eins og „Of- ríkisverk” og „Ritskoðunin lýsir vel valdahroka ráðherrans”. Forystumaður Möðruvellinga Ungum framsóknarmönnum þótti hægt ganga að koma sínum mark- miðum á framfæri og það kom ekki síst fram á SUF-þinginu á Hallorms- stað í ágúst 1970, eða sama ár og Ólafur Ragnar lauk doktorsprófi í stjómmálafræðum frá Manchester- háskóla. Már Pétursson, bróðir Páls Pét- urssonar, var valinn formaður Sam- bcmds ungra framsóknarmanna, en engum duldust áhrif Ólafs Ragnars. Á fundinum var samþykkt ítarleg og afar róttæk stefnuyfirlýsing sem þótti vega að flokksforystunni í Framsóknarflokknum. í nefndinni sem undirbjó hana voru Ólafur Ragnar, Björn Teitsson og Jónatan Þórmundsson. „Framsóknarflokkurinn beiti sér fyrir myndun víðtækrar vinstri- hreyfingar og ræki kröftuglega það grundvallarhlutverk sitt að vera höfuðandstæðingur íhaldsaflanna i landinu,” sagði meðal annars í yfir- lýsingunni. Átti stjórn SUF að hefja viðræður innan Framsóknarflokks- ins og utan hans um sameiningar- málið. Tillaga um formlegar viðræð- ur við A-flokkana og Samtökin var borin upp í framkvæmdastjórn flokksins. Þaðan var henni visað til þingflokksins, sem hafnaði hug- myndinni, enda margir forystu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.