Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 menmng 29 Annað bindi af leiklistarsögu Islands, Islensk leiklist II eftir Svein Einarsson er að koma úr bókbandi um þessar mundir, en það er gefið út af Hinu íslenska bók- menntafélagi. Fyrra bindið fjallaöi um tímann fram að 1890, annað bindið byrjar þar og segir söguna til 1920. „Það er voðalega skemmtilegt tímabil," segir Sveinn. „Mér fannst gaman að glíma við fyrra bindið af því þar voru svo mörg óleyst mál - sem mér tókst ekki að leysa nema að litlu leyti - en þama er A fleiri spurningum svarað. H Og það er líka gaman.“ Áhugamenn - atvinnu- menn? „Þetta er vakn- ingartimabil í öllu,“ heldur Sveinn áfram. „Leiklistarsagan er bara spegil- mynd af menning- arsögunni, einn þáttur í gjörbreyt- ingu sem er að verða á þjóðlífinu. Alla 19. öldina eru áhugamenn að fást við leiklist án þess að gera aðrar kröfur en skemmta sér og sínu nán- 1 asta umhverfi. En upp úr 1890 kemur fram krafa um listsköpun. Listsköpun sem yrði fólki jafnmikil lyftistöng og til dæmis bókmenntimar. Breyting- arnar verða á mörgum vígstöðvum, til dæmis eru myndlist og tónlist líka að koma fram í nútímamerkingu, og þarna er lagður grundvöllur að allri listsköpun sem hefur átt sér stað á þessari öld hjá okkur. í leiklistinni voram við svo heppin að eiga nokkra af- burða leikara og tvo menn sem voru færir um að segja þeim til, gátu leikstýrt, Jens Waage og Einar H. Kvaran. Hvorugur var lærður. Stundum er sagt að þetta hafi ekki verið annað en áhugamennska áfram af því að fólk gat ekki lifað af list sinni eingöngu fyrr en löngu seinna, og af því að þau höfðu ekki formlega menntun í listinni þó að krafan væri komin um það. Fyrstu menn fóru til formlegs náms upp úr þessu tímabili. En ég veit að það var óhugsandi að tala um Brynjólf Jóhannesson, Arndísi Bjömsdóttur, Soffiu Guðlaugs- dóttur eða Val Gíslason sem amatöra þótt þau væru óskólagengin, ég sá þau sjálfur leika. Þetta voru þroskaðir listamenn. Þau höfðu sótt eitthvað af nám- skeiðum en það höfðu sumir frumherjarnir gert líka, til dæmis sóttu Stefanía Guðmundsdóttir og Guðrún Ind- riðadóttir báðar námskeið í Danmörku.“ - Leggjum við þá of mikla áherslu á skólagöngu nú til dags? „Nei, það vil ég ekki segja. Ég er sann- færður um að ýmsir sem nutu sín ekki sem skyldi á þessum tíma hefðu gert það ef þeir hefðu fengið form- lega menntun. En það er alltaf til fólk sem hefur óvenjulega hæfileika og kemst af sjálfs- dáðum á stig sem getur ekki kallast annað en atvinnu- mennska í list- inni. Þeir bestu meðal frumherjanna okkar komust upp á það stig. Nú er alltaf erfitt að bera Sveinn Einarsson leikstjóri og rithöfundur. DV-mynd GVA Guörún Indriðadóttir í hlutverki Höllu í Fjalla-Eyvindi árið 1911. Jóhanni Sig- urjónssyni fannst hún betri en Jo- hanne Dybwad í þriðja þætti, þegar Halla hendir barni sínu í fossinn. Myndin er í ritinu Leikfélag Reykjavík- ur 50 ára (1947). vitnisburð á milli kynslóða, smekkurinn breytist svo mikið. Þegar ég var í námi fengum við einu sinni að hlusta á Söru Bernhardt lesa. Rödd hennar hafði heillað heilar álfur, en það var ekki bara frumstæð tæknin sem gerði að verkum að okkur fannst hún hlægileg. Mót- tökufræðin verða að koma til hjálpar; hvemig virkaði þetta á samtíðina. Frú Stefanía er sennilega einhver sú kona sem hefur verið dáðust á ís- landi um sina daga. Hún var virt og elskuð og skáldin ortu um hana. Þegar hún hélt upp á 25 ára leikafmæli sitt var það meiri háttar þjóðhátíð! Allir helstu andans menn kepptust um að hylla hana.“ Myndum við kunna við leikstíl hennar í dag? „Hún myndi leika allt öðruvísi í dag!“ - En ef við sæjum hana eins og hún var? „Ég skal ekki segja. En ekki er nokkur vafi á að hún hefur haft rödd sem heillaði áheyrendur og ríka innlifunar- hæfileika, því hún hafði tilfinningaleg áhrif á áhorfendur. Hún var bersýniléga með óvenjuskarpa sviðsgrein- ingu, sem er sérgáfa, og sviðslegt hugmyndaflug sem felst í því að láta sér detta í hug hvemig bókstafurinn í handritinu geti orðið að lifandi veruleika sem kannski stendur ekki einu sinni í handrit- inu. Og hún var ekki ein um þetta. Svo höfum við mat gagnrýnenda og þeir vora ekkert óskarpari en nú til dags, enda vora þetta margir helstu menntamenn þjóðarinnar. Sumir höfðu unnið í leik- húsi og þekktu það innan frá, og þeir bera leiklistina fyrir bijósti. Það er svo mikill metnaður fyrir hennar hönd. Þegar stórvirki eins og Fjalla- Eyvindur er frum- sýnt þá er forsíðan lögð undir leikdóm." Samanburður við útlönd Þegar leikrit Jóhanns Sigurjónssonar koma til þá fá menn samanburð, því þau era líka leikin í útlöndum. Og samanburðurinn er ekki alltaf útlöndum í vil. Jó- hann sá bæði Guðrúnu Indriðadóttur og Johanne Dybwad leika Höllu með nokkurra mánaða millibili. Johanne var fremsta leikkona Norðurlanda á þessum tíma, og hann segir að hún hafi verið betri; þó hafi Guðrún slegið henni við í þriðja þætti. Þegar Galdra-Loftur kemur fram þá er almennt álit dönsku gagnrýnendanna að leikararnir þar hafi ekki haft burði til að leika verkið. Raunsæisstíllinn var rikj- andi í Danmörku og það þýðir ekki að reyna að leika rómantískt tungutak Jóhanns raunsætt. Skáldskapur- inn þarf að verða að sviðslegum sannleika. Ekki er vafi á að Jens Waage og Stefanía hafa ráðið betur við það. Og leiklistin vaknar út um allt land. Það er leikið í 30 til 40 plássum, og ekki bara eitt leikfélag á sumum stöðum heldur tvö og þrjú. Þetta era ungmennafélög, verkalýðsfélög, kvenfélög og mjög oft eru það templ- arar því þeir stóðu fyrir því að byggja húsin. Það er leikið hér um bil í hverjum skóla sem rís á landinu, í baðstofum og jafnvel hlöðum. Þessi almenni áhugi og snerting fólks við leiklistina er ein orsök þess hvað hún á stór itök meðal almennings. Þessu reyni ég að sinna líka eftir föngum. Fljótlega var farið að gera kröfur um umhverfi og fyrsti marktæki leiktjaldamálarinn kemur fram, Einar Jónsson. Og strax 1906 er farið að segja að leikarar Leikfélagsins séu svo góðir að þeir eigi skilið að fá al- mennilegt leikhús, þar sem þeir geti sinnt listinni frá morgni til kvölds." Hluti af sjálfstæðisbaráttunni „Á tíu árum gerbreyfir Leikfélagið viðhorfl fólks til leiklistarinnar. Það kemur meira að segja til tals að veita frú Stefaníu heiðurslaun eins og helstu skáldum og rithöfundum, og hún fékk þau einu sinni. Og þetta var ekki bara metnaður lítils hóps af fólki heldur er þetta stór hluti af sjálfstæðisbaráttunni. Leikfélagið er að sýna að við séum nútímaþjóð, hlutgeng í samfélagi þjóðanna, og að við eigum skilið sjálfstæði. Það skipti engu máli hvort við séum mörg eða fá. Þetta voru alvöru lista- menn sem við stöndum í feikn- arlegri þakkarskuld við.“ - Ertu byrjaður á þriðja bindi? „Nei, og ég veit ekki hvort ég hef orku til þess. Ég byrjaði á þessu þegar ég var í námi fyrir þrjátíu árum. Þetta hefur verið margra ára verk með öðram verkefnum. Licentiatsritgerðin mín fjallaði upphaflega um hluta af þessum tíma, og mér fannst alltaf að ég yrði að gera eitthvað úr henni. Þetta er ógurlega heillandi tími, þessi vaikning, þessi metn- aður að sýna að hér búi nú- tímaþjóð sem geti staðið á eigin fótum í öllu tilliti. Ég er dálítill aldamótamaður í mér. Það er svo gaman að fást við þetta af því að það er verið að leggja grunn að nútímamenningu okkar." -SA Jens B. Waage sem Galdra- Loftur 1914. Úr Leikfélag Reykjavíkur 50 ára. Þrír góðir jeppar Land Rover Discovery V8 árg. 1991 Kraftmikill jeppi, 7 manna, tvær topplúgur, originaf stuðaragrind m. aukaljósum og gangbretti, 6 disl" geislaspilari, MMT farsími o.fl. Ekinn 104.000 Mercedes Benz 280GE árg. 1987 Hraustur fjallabíll, sjálfskiptur, læst drif framan og aftan.Verð.650.000 Toyota LandCrusier GX turbo dísil árg. 1988 Ekinn aðeins 86.000 km, læst drif framan og aftan, 33” dekk á álfelgum, gangbretti.Verð 2.170.000 NOTAÐIR BÍLAR Suðurlandsbraut 14, sími 581 4060/568 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.