Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1996, Page 9
LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1996 9 Krakkar úr Kársneskórnum fara í hús og syngja jólalög eftir pöntun til að vinna sér inn fyrir söngferð til útlanda næsta sumar. Hér eru nemendur úr Pinghólsskóla. Frá vinstri: Sigrún Jóna Norðdahl, Bjargey Ingólfsdóttir, Guðrún Ragna Yngvadóttir og Tinna Proppé fyrir aftan Bryndfsi Gísladóttur, Unnur Hjálmarsdóttir, Erla María Sigurgeirsdótt- ir og Erla Björk Sigurðardóttir. DV-mynd Pjetur Kársneskórinn bryddar upp á óvenjulegri fjáröflunarleið: Tveir góðir sportbilar Klassískur bíll, leðurinn- réttingar, sjálfskipting, rafdr. rúður, hiti í sætum. ,,Hardtop“ og blæja. Ekinn 145.000 km. Mercedes Benz 280SL árg. 1984 Toyota ica GT-four árg. 1995 NOTAÐIR BÍLAR Suðurlandsbraut 14 Sórglæsileg leðurinnréttingar, ABS-bremsukerfi, topplúga, loftkæling, líknarbelgur, fullkomin hljómflutningstæki með geislaspilara. Vél 2000 ccTwin entry turbo 241 ha., 4x4. Bifreiðin er ekin aðeins 7000 km. „í fyrra gáfum við út jólakort með nótnamyndum að jólalögum og aug- lýstum: sendið syngjandi jólakveðju. Ein móðirin misskildi þetta og hélt að við ætluðum að ganga í hús. Við höfum oft áður farið heim að húsum hjá vinum okkar óg velunnurum á þorláksmessu eða aðfangadag og það hefur alltaf mælst afskaplega vel fyr- ir. Hugmyndin að því að búa til litla hópa úr kórnum kom í kjölfar þessa jólakortamisskilnings," segir Þór- unn Björnsdóttir, stjórnandi Kárs- neskórs. Um 240 börn á grunnskólaaldri eru í Kársneskór, sem skiptist eftir aldri upp í fjóra kóra, og hefur verið ákveðið að eldri börnin frá 11 ára aldri upp í 15 ár taki að sér að koma í heimahús eftir pöntun og syngja jólakveðjur fyrir fólk. Börnunum verður skipt upp í sex til átta manna hópa og verður Þórunn ýmist með í fór eða börnin verða með undirleiks- kassettu, sem Diddi fiðla er að búa til. Þau munu syngja fimm til sjö jólalög í hvert skipti. „Við höfum afskaplega gaman af að troða upp og syngja fyrir fólk en við erum líka að gera þetta í fjáröfl- unarskyni því að báðir hóparnir fara til útlanda á næsta ári, þau yngri til Danmerkur og eldri syngja á listahá- tíð i Kanada. Við höfum venjulega reynt að gera átak og safna í ferða- sjóð fyrir jólin. Við höfum líka gefið út geisladiska og svo gáfum við út jólakort í fyrra,“ útskýrir hún. Banka upp á og syngja Þórunn segir að kórbörnin kunni mikinn fjölda jólalaga og mörg þeirra geti sungið linnulaust í tvær til þrjár klukkustundir án þess að endurtaka sig. Á efnisskrá hópanna verða algeng og falleg jólalög, lög sem fólk vill gjarnan fá að heyra fyr- ir jólin. Þórunn tekur fram að þeir sem panta sönghóp verði að sjá til þess að fólkið, sem á að fá kveðjuna, sé heima þegar hópurinn kemur. „Við munum bara banka upp á og þegar fólk kemur til dyra mætir því fallegur barnasöngur. Þau eru mjög spennt, sérstaklega yngri krakkarn- ir, að fá að troða upp og koma fram,“ segir hún. Pantanir eru þegar farnar að streyma inn og er búið að panta sönghóp upp á Ártúnshöfða, í Kópa- vogi og út á Seltjarnarnes þannig að ferðalög sönghópanna geta orðið syngja á þrettán stöðum í desember, talsverð fyrir jólin. Nú þegar er allur á aðventukvöldum, jólahátíðum og kórinn búinn að koma fram og svo framvegis. -GHS sími 581 4060/568 1200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.