Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1997, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1997 PROFNAM A VORONN 1997 Öldungadeild GRUNNSKÓLASTIG (íslenska, stærðfræði, danska og enska) Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk eða vilja rifja upp. Undirbúningur fyrir nám á framhaldsskólastigi. FRAMHALDSSKÓLASTIG Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjamagreina: íslenska, danska, enska og stærðfræði. Auk þess eðlisfræði, efhafræði, félagsfræði, námstækni, saga, stærðfræði 112 og 122 og tjáning. Sjúkraliðabraut: heilbrigðisfræði, líffræði, líffæra- og lífeðlisfræði, líkamsbeiting, næringarfræði, sálfræði, siðfræði og skyndihjálp. Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í grunn- og fram- haldsskólum. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkisrkjuvegi 1, dagana 9. og 10. janúar frá kl. 17-19.30. Innritun ífrístundanám fer fram 12. og 13.janúar kl. 16.30-19.30. • • KVOLDSROLIH KOPAVOGS# Tungumálanámskeið: Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. DANSKA - NORSKA SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA ÞÝSKA - KATALÓNSKA ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA Bókhald - íslenska - Vélritun - Andlitsteiknun Vatnslitamálun - Brauðbakstur- Ljósmyndun Körfugerð - Leðurvinna - Öskjugerð og fjöldi annarra námskeiða Innrítun í síimim: 5641527,5641507 og 554 4391 Kl. 17.00-21.00. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur a\\t mll/í o og stighœkkandi Smaauglysingar birtingarafsláttur DV 550 5000 Utlönd Endaslepp hnattferö í loftbelg: Branson lenti í í morgun Alsír Breska auðkýfingnum Richard Branson varð ekki að ósk sinni um að verða fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg þar sem hann neyddist til að lenda belg sínum, Virgin Global Challen- ger, í Alsír í dögun í morgun, tæp- um sólarhring eftir að hann lagði af stað frá hinni fomu borg Marra- kesh í Marokkó. Ástæðan fyrir lend- ingunni var bilun í tækjabúnaði. „Þeir ætla að reyna að lenda um leið og birtir, ef þess er nokkur kost- ur,“ sagði Mike Kendrick, fram- kvæmdastjóri verkefnisins, á fundi með fréttamönnum sem hann boð- aði til í skyndingu eldsnemma í morgun á hóteli í Lundúnum. Kendrick sagði að engin ástæða væri til að óttast um líf Bransons og tveggja manna sem eru með honum um borð í loftbelgnum. „Enginn er meiddur, þetta er ein- göngu tæknilegs eðlis,“ sagði Kendrick. Hann sagði að Branson hefði haft samband við sig um talstöð úr loft- belgnum og skýrt sér frá tækni- vandamálinu. „Richard sagði: „Mér þykir fyrir því að þurfa að valda þér vonbrigð- um, Mike, en við verðum að lenda. Segðu öllum að okkur þyki þetta miður“.“ Kendrick sagði ekki ljóst hvert vandamálið væri en sagði þó Ijóst að það snerti ballestina og helíumið um borð. Kendrick sagði í nótt að loftbelg- urinn hefði verið kominn niður í fiögur þúsund feta hæð þegar hann var lægst á lofti en hann hefði síðan komist aftur upp í tólf þúsund feta hæö. Belgurinn yrði að fljúga yfir fiallgarð en síðan myndu Branson og félagar reyna að lenda honum á sléttlendi. Talið er að loftbelgur Bransons og aðstoðarflugmanna hans, þeirra Pers Lindstrands og Alex Ritchies, sé sá stærsti í heimi. „Þetta er eitthvert stórkostlegasta ævintýri sem nokkur maður getur lent í á ævi sinni,“ sagði Branson við fréttamenn áður en hann lagði upp í flugferðina í gær. Reuter Richard Branson kveöur fjölskyldu sína áöur en lagt var í langferöina I loftbelgnum í gær. Bilun í tækjabúnaöi varö hins vegar til þess að hann þurfti aö binda enda á feröalagið í Alsír í morgun. Símamynd Reuter Sprengju- árásir ógna friðarviðræð- um um N-írland Grunur leikur á að írski lýð- veldisherinn, IRA, beri ábyrgð á sprengjuárás á tvær lögreglubif- reiðar í Londonderry í gær- kvöld. Engan lögreglumann sak- aði í árásinni. í Belfast yfirheyrði lögreglan tvo menn sem handteknir voru eftir að írski lýðveldisherinn skaut flugskeyti að dómshúsinu á mánudag. í kjölfar þeirrar árásar barst lögreglunni fiöldi tilkynninga um sprengjur en til- kynningarnar reyndust gabb. Árásirnar undanfarna daga þykja stofna friðarviðræðunum um Norður-írland í hættu. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sem er hvatamaður að friðarviðræðunum, sagði flug- skeytaárásina í Belfast á mánu- daginn valda því að erfitt væri að ímynda sér að Sinn Fein, pólitískur armur írska lýðveld- ishersins, gæti tekið þátt í frið- arviðræðunum. Sinn Fein, sem fær ekki að taka þátt í viðræð- unum fyrr en IRA stöðvar sprengjuherferð sína, hefur hvatt til fiölflokkafriðarvið- ræðna þegar í stað. Reuter Rmm særðust í sprengjuárásum í Bagdad írönsku stjórnarandstöðusamtök- in Mujahidee Kalq greindu frá því í gær tvær sprengingar hefðu skekið Bagdad og fimm manns særst í sprengjuárás á aðalbækistöðvar þeirra í höfuðborg íraks. Sökuðu samtökin yfirvöld í íran um árás- ina. Samtökin eru með herbækistöð í Irak, nálægt landamærunum við Iran. Að sögn Mujahidee-samtakanna skemmdist sjúkrahús í Bagdad við árásina og einnig hús samtaka íra- skra rithöfunda. írakar og íranar saka hverjir aðra um að hýsa stjórnarandstöðu- hópa. Yfirvöld í Bagdad hafa sakað írönsk yfirvöld um banatilræðið við eldri son Saddams Husseins íraks- forseta. írönsk stjómvöld neita allri aðild. Reuter Fujimori ákveðinn í að láta ekki undan skæruliðum Alberto Fujimori, forseti Perú, áréttaði í gær þá afstöðu stjómvalda „að láta ekki undan hryðjuverka- mönnum" er hann ræddi við frétta- menn í óvæntri heimsókn sinni í fá- tækrahverfi í Lima. Forsetinn sagði stjómvöld ákveð- in í að forðast blóðbað og vonast eft- ir friðsamlegri lausn á gísladeilunni sem nú hefur staðið yfir í þrjár vik- ur. Nú em enn 74 gíslar í haldi skæruliða í bústað japanska sendi- herrans í Lima. Fujimori hætti reglubundnum heimsóknum sínum i fátækrahverf- in þegar skæruliðar tóku nokkur hundruð gísla í veislu hjá sendi- herranum í desember og heimtuðu frelsi félaga sinna sem sitja í fang- elsum. Forsetinn kveðst hafa tekið upp heimsóknir á ný til að sýna að lífið héldi áfram eins og venjulega í Perú. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.