Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Fréttir r»v Ríkissaksóknari höföar sakamál gegn lögreglumanni sem vikið hefur verið frá: Varðstjóri ákærður fyrir líkamsárás í fangageymslu - gefið að sök að ráðast á fanga sem hafði hrækt á hann og ausið svívirðingum Varöstjóri í lögreglunni í Reykja- vík hefur verið ákæröur fyrir lík- amsárás og tvenns konar brot í op- inberu starfl með því aö ganga í skrokk á ungum manni sem verið var að vista í fangageymslum þann 22. september síðastliðinn. Lög- regluvarðstj óranum var vikið frá og hefur hann ekki gegnt starfi sinu frá því að yfirstjóm lögreglunnar ákvað að láta rannsaka málið. Ann- ar lögreglumaður, sem var viðstadd- ur í fangageymslunum er hin meinta árás átti sér stað, gerði yfir- stjóm lögreglunnar viðvart. Hann ásamt fjórum öðrum lögreglumönn- um og fangavörður verða leiddir fram sem vitni í málinu. Hinn ákæröi lögregluvarðstjóri neitar hins vegar sök. Aðfaranótt laugardagsins 22. sept- ember hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum í áflogum á móts við Bíóbarinn við Hverfisgötu. Grunur lék á aö annar þeirra væri með hníf og var ákveðiö að fara með hann á lögreglustöðina. Hann lét heldur illa og sló meðal annars til eins af lögreglumönnunum. Hann var síðan færöur fyrir framan- greindan lögreglumann sem þá var varðstjóri í fangageymslunum á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu. Þeg- ar verið var að ræða viö manninn jós hann svívirðingum yfir varð- stjórann og hrækti einnig á hann. Eftir að maðurinn var færður inn í fangaklefa átti hin meinta líkams- árás sér stað. Ríkissaksóknari ákærir varðstjórann fyrir að hafa farið inn í fangaklefann og slegið manninn nokkur hnefahögg í brjóst og síðu er hann lá á bakinu í klefan- um. Eins og fyrr segir þótti lögreglu- mönnum varðstjórinn hafa gengið of langt í starfi sínu og létu yfir- stjóm lögreglunnar vita. Málið var síöan sent í opinbera rannsókn og var lögregluvarðstjóranum vikið úr starfi á meðan. í framhaldi af rann- sókninni var ákæra síðan gefin út. Manninum, sem var vistaður í fangaklefanum, var sleppt út daginn eftir að hann var handtekinn. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Réttarhöld með vitnaleiðslum verða haldin síðar í mánuðinum. Athygli vekur að það er í raun Fyrrverandi varöstjóri hjá lögregl- unni í Reykjavík hefur veriö ákærö- ur fyrir aö ráöast á fanga. Lögreglu- þjónninn á myndinni tengist ekki at- buröinum meö neinum hætti. DV-mynd GVA ekki þolandinn sem kærir í málinu heldur var því komið á rekspöl af hálfú lögregluembættisins. Maður- inn, sem varð fyrir hinni meintu árás, hlaut ekki teljandi áverka en hann hefúr engu að síður lagt fram bótakröfú upp á á annað hundrað þúsund krónur á hendur lögreglu- varðstjóranum. -Ótt Hafísinn nærri Norðurlandi: Vel fylgst með gangi mála á Raufarhöfn DV, Akureyri: „Menn hafa haft það á orði að e.t.v. þurfi að fara að huga aö því að skoða vírana sem notaðir hafa verið til að verja höfnina i hafísárum,“ segir Gunnlaugur M. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, en þar fylgjast menn vel með ferðum og framvindu hafissins úti fyrir Norð- urlandi. ísinn hefur nálgast landið mjög í norðanáttinni undanfama daga og komi hann upp að landinu gerist það einna fyrst nærri Raufarhöfn eins og dæmi eru um. „Menn hafa haft á orði að það þurfi e.t.v. ekki nema norðangarra í 2-3 daga, þá væri ísinn kominn hingað. Það er kominn mikill ís ná- lægt landinu og ekki nema byijun febrúar enn þá. Við erum því fylli- lega farnir að hugsa um þessi mál. Það er til sérstök áætlun sem unnið er eftir sjái menn fram á það að ís- inn komi að landi en ég hef ekki enn þá kallað almannavamanefnd saman til að skoða þetta. Það er þó alveg ijóst að við þurfúm að fara að athuga okkar spil vandlega," segir Gunnlaugur. Eins og fram hefur komið hafa Grímseyingar birgt sig vel upp af olíu og em við öllu búnir. ísinn er nú skammt norðan eyjunnar og svo kann aö fara gangi veðurspár eftir að ís komi upp að fastalandinu eftir fáa daga. Það heföi alvarlegar afleið- ingar í för með sér, lokun hafna og siglingaleiða sem m.a. stöðvaði bræðslu loðnu og fleira í þeim dúr. -gk Héraösdómur Reykjaness úrskuröaöi í gær 24 ára Hafnfiröing í gæsluvarö- hald til 19. mars í kjölfar þess aö tiann viöurkenndi aö hafa beint haglabyssu aö Hlööveri heitnum Aöalsteinssyni daginn sem hann fannst látinn viö Krýsuvikurveg i lok desember. Máliö telst aö mestu upplýst en Ifklegast þyk- ir aö sakborningnum veröi ekki sleppt áöur en ákæra veröur gefin út og rétt- aö veröur í máli hans. Á myndinni leiöa lögreglumenn frá RLR manninn inn I húsnæöi Héraösdóms Reykjaness í gær. DV-mynd S Tíö strok frá meðferðarheimilinu Stuðlum: Þurfum endalaust aö eltast við þessa sömu unglinga - segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn „Þetta er mjög slæmt fyrir lög- regluna að þurfa endalaust að eltast við þessa unglinga og oft eru þetta sömu unglingamir. Þetta er búið að vera svona síðan í haust þegar með- ferðarheimilið var opnað. Það er mjög auðvelt fyrir þessa unglinga að strjúka. Það er veriö að fara með þá í sund og gönguferðir og gæslan er greinilega ekki nóg,“ segir Guð- mundur Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, en tíö strok hafa verið frá meðferðarheimilinu Stuðl- um að undanfórnu. Staðurinn er meðferðarheimili sem rekið er af ríkinu fyrir unglinga. Um helgina struku fimm ungling- ar frá heimilinu og var mikill mannafli lögreglu fenginn í að leita strokuimglinganna. Meðferðarheim- iliö var opnað sl. haust eftir að þremur sambærilegum meðferðar- heimilum fyrir unglinga var lokað. Á Stuðlum eru 12 unglingar í senn þegar mest er og svo er um þessar mundir. Átta þeirra unglinga sem dvelja þar nú eru með hegðun- arvandamál en fiórir eiga við vímu- efnavanda að stríða. Samkvæmt heimildum DV eru þarna nú vistað- ir nokkrir unglingar sem handtekn- ir hafa verið eftir alvarlegar líkams- árásir. Töluverð gagnrýni hefur komið fram, m.a. frá nokkrum foreldrum þeirra unglinga sem þama hafa gist, að svo margir unglingar skuli vera hafðir saman, sérstaklega meö hlið- sjón af því að þeir eru mjög mis- langt leiddir. Fjórir starfsmenn gæta unglinganna að degi til, þrír eru á kvöldvakt og aðeins tveir á næturvakt. „Þessi strok eru að sjálfsögðu lit- in mjög alvarlegum augum hér. Gallinn er bara sá að ef þessir ung- lingar ætla sér að strjúka þá er erfitt að koma í veg fyrir það. Þetta er ekki fangelsi og við getum því ekki læst þá inni vikum eða mánuð- um saman,“ segir Áskell Kárason, forstöðumaöur Stuðla, aðspurður um málið. -RR Þú getur svarað þessarl spurningu með því að hringja I síma 9041600. 39,90 kr. mtnútan Jé Nel j rödd FOLKSINS 904 1600 Er réll að birta meðaltals- einkunnir í einstökum skólum? Stuttar fréttir Ólögleg hafnaáætlun Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýrri skýrslu aö hafnaáætlun hafi ekki verið samþykkt á Alþingi í samræmi við lög síöastliöin 20 ár. Aukin bílasala Bílasala jókst um 40 prósent í janúar miðað við sama mánuö í fyrra. Samkvæmt úttekt Við- skiptablaðsins eru bílasalar bjart- sýnir á framhaldið. íslandsbanki græðir Hagnaöur íslandsbanka á síð- asta ári nam 642 milljónum króna sem er besta afkoma bankans frá upphafi. Öll dótturfélögin skiluðu hagnaði. -bjb Húsiö Nesvegur 9 í Súðavík skemmdist mikiö í bruna aöfaranótt þriðjudagsins. DV-mynd Höröur Bruni í Súöavík: Eldurinn líklega frá sjónvarpi Um klukkan 3 aðfaranótt þriðju- dagsins var slökkvilið Súðavikur kvatt að húsinu númer 9 við Nesveg sem Samtak hefur á leigu. Kom slökkviliðið fljótlega á staðinn ásamt lögreglu og sjúkraliði frá ísa- firði. Ein kona var sofandi í húsinu er eldurinn kom upp og bjargaðist hún úr brunanum og var flutt með reykeitrun á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. Líklegt er talið að eldur- inn hafi komið upp við sjónvarp í stofu hússins, en konan svaf í svefn- herbergi fiærst upptökum eldsins. Þó vel hafi gengið að slökkva eldinn er húsið mikið skemmt af reyk og vatni, en það var hlaðið utan með múrsteini og allt timburklætt að innan. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.