Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
Fréttir
Æfingaskóli Kennaraháskólans með hæsta meðaleinkunn úr samræmdu prófunum 1996:
Ánægð og stolt að við
skulum vera í efsta sæti
- segir skólastjórinn - Grunnskólinn Hólmavík með lægstu meðaleinkunn
Æflngaskóli Kennaraháskóla ís-
lands er hæstur þegar meðalein-
kunnir skóla í samræmdum próf-
um í 10. bekk á síðasta ári eru
skoðaðar. Skólinn var með 6,48 í
meðaleinkunn en Gnmnskólinn
Hólmavík var hins vegar lægstur
með 2,73 í meðaleinkunn.
Sex skólar voru með yfir 6 í með-
aleinkunn, fjórir í Reykjavík, einn
í Kópavogi og einn á Þelamörk í
Hörgárdal. Árið áöur náðu flmm
skólar aö komast yflr 6 í meðalein-
kunn. Eins og kom fram í DV í gær
sést á niðurstööunum aö verulegur
munur er á námsárangri nemenda
í Reykjavík og víöa á landsbyggð-
inni.
„Ég og mitt fólk erum auðvitaö
ánægö og stolt með að við skulum
vera í efsta sæti í meöaleinkunn
samræmdu prófanna. Það hefur
sýnt sig að þaö eru margir sam-
verkandi þættir sem stuðla að góð-
um árangri á samræmdu prófun-
um. Staða nemenda í námi og
kennsla í skólanum hefur eflaust
mest að segja í þessu. Ég er með af-
skaplega metnaöarfulla og vel
menntaða kennara hér við skólann
sem skiptir auðvitaö miklu máli,“
segir Steinunn Helga Lárusdóttir,
skólastjóri Æflngaskóla Kennara-
háskólans.
„Sú áhersla sem mismunandi
samfélög hér og þar á landinu
leggja á nám, og sú áhersla sem
lögö er á mikilvægi þess í uppeldi
barnanna, hefur vafalítiö áhrif á
viöhorf og getu bamanna sjálfra til
náms. Ég held að ástæður fyrir
slakari árangri hjá mörgrnn skól-
um úti á landi séu að þar er t.d.
hlutfaU fagmenntaðra kennara lágt
og kennaraskipti afskaplega tíð.
Það er óhugsandi annað en þetta
hafl mikil áhrif á útkomu nemenda
úr prófunum. Ég er ansi hrædd um
að við myndum flnna fyrir því hér
í stóru skólunum á höfuðborgar-
svæðinu ef við væmm sífellt að
missa kennara og taka aðra inn
meira og minna frá ári til árs og
kannski helmingur þeirra væri
réttindalaus. Það er því erfitt að
setja upp ályktanir um gæði skól-
anna í heild miðað viö þessar nið-
urstööur prófanna," segir Steinunn
Helga.
Verulegar áhyggjur
Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri
Grunnskólans á Hólmavík, sem var
með lægstu meðaleinkunnina í
prófunum, segist hafa verulegar
áhyggjur af stöðunni en vandinn
liggi fyrst og fremst í tíðum manna-
breytingum. Kennarar stoppi stutt
og það hafi mikil áhrif á langtíma-
skipulag. Skarphéðinn segir meðal-
talsútreikninga mjög vafasama í
svona fámennum skólum þar sem
útkoman geti verið ýkt mynd af
raunveruleikanum. Að sögn Skarp-
héðins mun verða leitað úrlausna á
vandanum og skólanefnd hefur
óskað eftir fundi með hreppsnefnd
til að ræða hvernig stuðla megi að
betra skólastarfi á Hólmavík.
Aukinn metnaöur
„Viö erum mjög ánægð með þá
stefnu aö niöurstöður úr sam-
ræmdu prófunum skuli birtar opin-
berlega. Við teljum að birting af
þessu tagi sé eölilegur þáttur nú-
timastjómsýslu og opnari rnnræð-
ur stuðli væntanlega að auknum
metnaði bæði hjá sveitarfélögum,
skólamönnum, nemendum og for-
eldrrnn. Niðurstöðumar koma mér
ekki á óvart en ég er hins vegar
sannfærð um að það sé ekki hægt
að alhæfa um gæði skóla eingöngu
út frá niðurstöðunum," segir Unn-
ur HaUdórsdóttir, framkvæmda-
stjóri samtakanna Heimili og skóli.
„Ég er viss um að það er margt
mjög gott í gangi hjá skóliun úti á
landsbyggðinni sem em með slaka
meðaleinkunn úr prófunum. Ég
veit til þess að þama hefur átt sér
stað vakning og ég held að framfar-
ir eigi eftir að veröa í þessum skól-
um sem koma vonandi í ljós á
næstu 2-3 árum. Ég held einmitt
líka að með því að birta niðurstöð-
ur úr þessum prófum verði vakn-
ingin enn meiri en áðiur,“ segir
Unnur. -RR
Húsavíkurbær:
Skuldir lækka
um 80
miHjónlr
DV, Akureyri:
Skuldir Húsavíkurbæjar munu
lækka um 80 milljónir króna sam-
kvæmt nýsamþykktri fjárhagsá-
ætlun bæjarins. Þetta er á bilinu
15-18% af heildarskuldum bæjar-
ins um síðustu áramót.
Einar Njálsson bæjarstjóri seg-
ir að þrátt fyrir þetta muni ekki
verða dregið úr framkvæmdum af
hálfu bæjarins. „Þvert í móti
verður aukning á framkvæmdum
af hálfu bæjarins. Við ætlum að
vinna við gatnagerð fyrir um 50
milljónir, um 40 milljónir fara til
framkvæmda við frekari upp-
byggingu grunnskólans, rúmar 10
milljónir í nýja skíðalyftu og 23
milljónir króna til borunar eftir
heitu vatni viö Hveravelli.
Þetta eru meiri framkvæmdir
en á síðasta ári en þessi góða
staða helgast af því að bærinn
seldi hlutabréf i Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur. Bærinn seldi bréf fyr-
ir 55 milljónir króna að nafnverði
og fékk fyrir þau 107 milljónir
króna“ segir Einar Njálsson.
-gk
Hæstu og lægstu skólar
- í hverjum landshluta*-
Roykjavik Roykjanes
• Staftalstlg 1 elnkunnastiganum 1 tll 9. Lanðsmeðaltal er 51 dllum nýmsgrelnum.
Dagfari
Versti skólinn getur verið bestur
Menntamálaráðuneytið hefur
birt gögn sem sýna samanburð á
árangri nemenda í tíunda bekk í
hinum ýmsu skólum landsins. í
þessum gögnum kemur fram að
mikill munur er frá einum skóla til
annars á einkunnum nemenda og
skólarnir í Reykjavík bera þar
nokkuð af.
Ráöuneytið og talsmenn þess
vilja þó taka fram að ekkert sé aö
marka þessi gögn. Fulltrúar kenn-
ara og talsmenn þeirra vilja einnig
taka fram að ekkert sé aö marka
niðurstöður þessa samanburðar.
Ráöherra menntamála hefur sömu-
leiöis sagt við fréttamenn að taka
verði þessum gögnum með fyrir-
vara.
Allir eru þessir fróðu og reyndu
menn aö undirstrika meö rækileg-
um hætti aö gögn sem ráöuneytiö
sendir frá sér og fela í sér könnun
á námsárangri nemenda í 10 bekk
séu þess eðlis að óvarlegt sé að
draga af þeim einhverjar ályktanir
um aö sá skóli sem mælist með
bestu einkunnimar sé endilega
bestur. Eða sá verstur sem kemur
verst út.
Þar benda þeir á aö nemendur
séu misjafnir, einkunnir séu mis-
jafnar frá einu ári til annars, kenn-
arar séu misgóöir, nemendur séu
misgóðir og aöstæöur séu mismun-
andi milli landshluta og á milli
skóla og á miili ára og á milli
áhuga.
Sem sagt, það er ekkert að
marka þær upplýsingar sem mæla
einkunnir og árangur og enda þótt
einn skóli skari fram úr og ljóst sé
að skólamir í Reykjavík skili betri
nemendum og hærri einkunnum
þá er ekki þar með sagt að þetta
séu betri skólar eða betri nemend-
ur.
Þaö sem mennimir era líka að
segja er að ekkert sé að marka ein-
kunnimar því þaö sé svo ólíkt
hvemig aö þeim er staðiö og hverj-
ir fái einkunnimar og hveijir gefi
þær.
Og svo getur þetta allt breyst í
næsta árgangi og kennarar era
aðrir í ár heldur en þeir vora í
fyrra og það má alls ekki dæma
nemenduma út frá þessari könnun
og því síöur kennarana og allra
síst skólana.
En hvers vegna er þá mennta-
málaráðuneytið að senda frá sér
þessi gögn ef ekkert er að marka
þau?
Jú, það þarf að skapa samkeppni
á milli skóla og veita þeim aðhald
en um leið verður að hafa í huga að
skólarnir era misjafnir og hafa
misjafna nemendur og ef einn skóli
er slakur í útkomu þá er það vegna
þess aö hann hefur lélega nemend-
ur sem era ekki endilega lélegir
nemendur, nema vegna þess að
þeir hafa lélega kennara, sem er
ekki endilega vegna þess að kenn-
aramir séu lélegir vegna þess að
kennarar búa við mismunandi að-
stæður og kennslan er bara eitt at-
riði af mörgum sem gera skóla lé-
lega.
Þetta verða menn að hafa í huga
og svo er kannski aðalatriðiö þetta
að það er ekkert að marka ein-
kunnir vegna þess að þær segja
alls ekki alla söguna. Þær era háð-
ar kennslu og aðstæðum og nem-
endum og árangri sem getur veriö
misjafn og segir alls ekki alla sög-
una.
í raun og vera má segja að draga
megi þær ályktanir af þessum
gögnum sem ráðuneytiö hefur sent
frá sér og sýna samanburð á miili
skóla að sá skóli sem verst kemur
út geti út af fyrir sig verið bestur ef
tekið er tillit til þess að það era
nemendumir sem fá einkunnimar
og það er ekki skólanum eða kenn-
urunum að kenna þótt nemendur
séu slakir. Skólinn getur verið afar
góður enda þótt nemendumir séu
slakir.
Með öðrum orðum: Takið ekki
mark á einkunnum vegna þess að
þær segja ekki alla söguna um
skólann og alls ekki nemenduma
sem geta ekki gert að því þótt þeir
fái lélega einkunn af því einkunnir
segja ekki alla söguna.
Dagfari