Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 16
16
íþróttir
HM í frjálsum íþróttum innanhúss:
Jón Arnar og Vala
á meðal keppenda
- Pétur Guðmundsson og Guðrún Arnardóttir stefna á þátttöku
Sigurlás
áfram meö
ÍBV-stúlkur
DV, Eyjum:
Sigurlás Þorleifsson hefur ver-
ið endurráöinn þjálfari kvenna-
liðs ÍBV í knattspyrnu. Undir
stjórn hans náöi ÍBV sínum
besta árangri í 1. deild kvenna í
fyrrasumar, sjötta sæti.
ÍBV ætlar að safna liði fyrir
sumarið og undirbúa sig vel.
Meðal annars veröur farið í æf-
ingabúöir til Portúgals yfir pásk-
ana. -ÞoGu
Sættir milli
Rodmans og
stjórnar NBA
í gærkvöldi tilkynnti David
Stem, höfuðpaur NBA-deildar-
innar í körfúknattleik, að hann
hefði heimilað Dennis Rodman
að byija að leika á ný með
Chicago Bulls þann 11. febrúar,
eftir 11 leikja keppnisbann. Rod-
man sparkaði sem kunnugt er í
myndatökumann í leik fyrir
skömmu. „Dennis viðurkennir
aö framkoma hans hafi verið óaf-
sakanleg. Hann ætlar ekki að
breyta leikstíl sínum en er tilbú-
inn til að bæta hegöun sína og
gerir sér grein fyrir því að ef
eitthvað þessu líkt endurtekur
sig er ferli hans í NBA lokiö,"
sagöi David Stem. -VS
Maldini velur
ítalska liöiö
Cesere Maldini, landsliðsþjálf-
ari ítala, hefur valiö leikmanna-
hóp sinn sem mætir Englending-
um í undankeppni HM á
Wembley í næstu viku. Hópinn
skipar 21 leikmaður sem lítur
þannig út:
Markverðir: Angelo Peruzzi,
Francesco Toldo.
Vamarmenn: Ciro Ferrera,
Alessandro Costacurta, Al-
essandro Nesta, Fabio Caima-
varo, Paolo Maldini, Salvatore
Fresi, Antonio Benarivo, Christ-
ian Panucci.
Miðvallarleikmenn: Angelo
Di Livio, Roberto Di Matteo,
Demetrio Albertini, Dino
Baggio, Diego Fuser, Amedo Car-
boni.
Sóknarmenn: Pierluigi
Casiraghi, Fabrizio Ravanelli,
Gianfranco Zola, Alessandro Del
Piero og Enrico Chiesa.
Frændi Emersons
til Middlesbrough
Enska knattspymufélagið
Middlesbrough samdi í gær viö
brasilíska miðjumanniim Fabio
til 18 mánaða. Fabio er frændi
Emersons, leikmanns Boro, sem
fékk stjóm félagsins til að kíkja
á piltinn. -VS
Todd enn stjóri
mánaöarins
Colin Todd hjá Bolton var í
gær útnefndur framkvæmda-
stjóri mánaðarins í ensku 1.
deildinni í knattspymu í þriðja
sinn í vetur. Bolton, meö Guðna
Bergsson viö stjómvölinn innan
vallar, vann fjóra leiki í deiid-
inni í janúar og lagði Bolton, 6-2,
I bikamum. Bolton er með 12
stiga forystu og stefnir beint í
úrvalsdeildina. -VS
Leiörétting
Sigurður Valgeirsson, liðs-
stjóri Keflvíkinga í körfuknatt-
leik, tileinkaöi bikartitlana tvo á
laugardaginn Nikulási Brynjólfs-
syni en ekki Brynjarssyni eins
og kom fram í DV á mánudag-
inn. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Jón Amar Magnússon og Vala
Flosadóttir veröa bæði á meöal
keppenda á heimsmeistaramótinu í
frjálsum íþróttum innanhúss sem
fram fer í Bercy-höllinni í París
7.-9. mars. Jón Amar keppir við 11
fremstu sjöþrautarmenn í heimin-
um. Jón er I góðu formi þessa dag-
ana og stefnir hátt á HM. Vala tek-
ur þátt í stangarstökkinu en sem
kunnugt er setti hún nýtt glæsilegt
DV, Eyjum:
Tveir leikmenn 1. deildarliðs
ÍBV í knattspymu, Friðrik Frið-
riksson markvörður og Friðrik
Sæbjörnsson vamarmaöur, hafa
ákveðið að leggja skóna á hiiluna.
Samkvæmt heimildum blaðsins
náðist ekki samkomulag á milli
knattspymuráös ÍBV og Friðriks
Friörikssonar um áframhaldandi
samning og því ákvað Friörik í
framhaldi af því að leggja skóna á
hilluna. Friðrik er í mjög anna-
Wimbledon sýndi og sannaöi í
gærkvöldi að staða liðsins við topp
ensku knattspymunnar er engin til-
viijun meö því að slá Englands- og
bikarmeistara Manchester United
út í 4. umferð bikarsins með 1-0
sigri fyrir fullu húsi á Selhurst
Park.
Marcus Gayle skoraði sigurmark-
ið með skaila um miðjan síðari hálf-
leik en í fyrri hálfleik hafði
Wimbledon farið illa með mörg góð
færi. í seinni hálfleik var United
nokkmm sinnum nálægt því að
skora og í lokin skoraði enginn ann-
ar en markvörðurinn Peter Scheich-
Talan 50 milljónir króna, eða 450
þúsund pund, er komin í loftið í
Englandi varöandi fyrirhugað tilboð
Liverpool í Skagamanninn Bjama
Guðjónsson.
Hjá svonefndu Club-Call, eöa
símaþjónustu Liverpool, kom fram í
gær að þetta væri upphæðin sem
líklegast væri að Liverpool myndi
bjóða í Bjama. Sagt var aö Roy
Evans væri ekki búinn að gera ÍA
tilboð en hins vegar væri mikill
áhugi fyrir Bjarna í herbúðum
Liverpool. Félagið þyrfti þó að fara
að drífa í málinu ef það ætlaði ekki
að missa af pilti, því mörg félög
hefðu áhuga á að krækja í hann.
Bjami fór til æfinga hjá New-
castle i gær eins og áður hefur kom-
ið fram og verður þar út vikuna.
Þar á eftir gæti hann farið til Glas-
gow Rangers í Skotlandi.
heimsmet unglinga á afmælismóti
ÍR í Laugardalshöllinni á dögunum
og verður fróðlegt að sjá hvemig
henni reiðir af gegn fremstu stang-
arstökkvurum heims.
Ekki er loku fyrir það skotið að
fleiri íslenskir keppendur verði með
á mótinu. Pétur Guðmundsson
stefnir á að taka þátt í kúluvarpinu
og gert er ráð fyrir því að Guðrún
Amardóttir taki þátt í 60 metra
sömu starfi sem yfirmaður Bæjar-
veitna Vestmannaeyja. í framhaldi
af því samdi ÍBV við Gimnar Sig-
urðsson en hann verður aöalmark-
vörður ÍBV í sumar eins og reynd-
ar hafði staðiö til. Friðrik hefur
spilað 179 leiki í 1. deild með ÍBV,
Fram, Þór og Breiðabliki og hefúr
leikið 26 landsleiki.
Friörik Sæbjömsson, sem á að
baki 86 leiki með ÍBV í 1. deild, hef-
ur ráðið sig á sjóinn til vors og
ákvað þvi að hætta. Hann mun hins
vegar spila með Smástund í 4. deild.
el glæsilegt mark með hjólhesta-
spymu en markiö var dæmt af
vegna rangstöðu markvarðarins!
George Graham, sem var rekinn
frá Arsenal á sínum tíma, fagnaði
sigri gegn gamla félaginu á Hig-
hbury þegar Leeds vann, 0-1. Leeds
hefur ekki fengiö á sig mark í fimm
leikjum eftir að liöiö keypti hol-
lenska harðjaxlinn Robert Molen-
aar.
Guðni Bergsson og félagar í Bolt-
on féllu óvænt á heimavelli gegn 2.
deildarliði Chesterfield og Coventry
þurfti sjálfsmark til aö sigrast á ut-
andeildaliði Woking. -VS
Evans líka spenntur fyrir
Norömanni
En Bjami er ekki eini sóknar-
maðurinn sem Roy Evans er að
fylgjast með. Hægagangur hans í
málinu gæti stafaö af því að hann er
mjög hrifinn af Tore Andre Flo,
sóknarmanni hjá Brann í Noregi, en
Evans sá hann spila frábærlega þeg-
ar Brann vann Köln í Þýskalandi á
sunnudaginn.
Liverpool mætir Brann í Evrópu-
keppni bikarhafa í mars og í ensk-
um blöðum hefur verið sagt að þó
Evans sé spenntur fyrir Flo kunni
hann ekki við aö gera Brann form-
legt tilboð fyrr en félögin hafa mæst.
Þess má geta að ef Liverpool
kaupir Bjama á 50 milljónir á ÍA
rétt á að fá 90 prósent af kaupverð-
inu, eða 45 milljónir, í sinn hlut en
Bjami 5 milljónir. -GÞG/VS
grindahlaupinu og 400 metra hlaup-
inu. Það ætti að skýrast síðar í þess-
um mánuði hvort þau Pétur og Guð-
rún verða á meðal keppenda. Þá er
einnig möguleiki á að Sigriður
Anna Guðjónsdóttir keppi í þrí-
stökki, Geirlaug B. Geirlaugsdóttir í
60 metra hlaupi og Jóhann Mart-
einsson sömuleiðis.
-GH
Alls hafa því sex leikmenn ÍBV
hætt eða farið í önnur liö. Það eru
auk Frikkanna þeir Lúðvík Jónas-
son, Nökkvi Sveinsson, Heimir
Hallgrímsson og Jón Bragi Arnars-
son. Þá gæti farið svo að Hermann
Hreiðarsson og Bjamólfúr Lárus-
son hverfi í atvinnumennsku. í
staðinn hefur ÍBV fengið Guðna
Rúnar Helgason frá Völsungi og
Sverri Sverrisson frá Leiftri. Þá
verður ívar Bjarklind áfram í her-
búðum liðsins en hann hætti við
að hætta. -ÞoGu
EHGLAND
Bikarinn - 3. umferö:
Woking-Coventry ........1-2
O-l Whelan (11.), l-l Steele (36.), 1-2
sjálfsmark (79.)
(Coventry mætir Blackbum og sigur-
vegarinn þar mætir Derby)
Bikarinn - 4. umferö:
Arsenal-Leeds ...............O-l
0-1 Wallace (12.)
(Leeds mætir Portsmouth)
Bolton-Chesterfield..........2-3
0-1 Davies (7.), l-l Taylor (14.), 1-2
Davies (50.), 1-3 Davies (75.), 2-3
Green (89.)
(Chesterfield mætir Nott. Forest)
Peterborough-Wrexham .... 2-4
(Wrexham mætir Birmingham)
Wimbledon-Manch. Utd....1-0
1-0 Gayle (63.)
(Wimbledon mætir QPR)
1. deild:
Birmingham-WBA..........2-3
Efj) fRAKKIANP
Bikarkeppnin:
Marseille-Lille..............0-1
Metz-Montpellier.............3-3
(Montpellier vann í vítakeppni)
SPÁNN
Bikarkeppnin:
Compostela-Atletico Madrid . 2-3
(Atletico áfram, 5-2 samanlagt)
Robson fær stuðn-
ing stjórnarinnar
Stjóm spænska knattspymu-
stórveldisins Barcelona lýsti í
gærkvöldi yfir fullum stuðningi
við ffamkvæmdastjórann, Bobby
Robson, í annað skiptið á sama
sólarhringnum.
Robson hefur sætt mikilli
gagnrýni að undanfomu og í gær
sögðu spænskir fjölmiðlar að
Louis Van Gaal, þjálfara Ajax,
hefði verið boðin staða Robsons.
Þvi harðneitaði varaforseti
Barcelona og sagði félagið stefna
að því að Robson yrði sem lengst
við stjórnvölinn.
-VS
Frikkarnir hættir með ÍBV
Enska bikarkeppnin:
Wimbledon felldi
meistarana
- Arsenal og Bolton líka úr leik
Bjarni Guðjónsson og Liverpool:
Rætt um 50
miiyónir
MIÐVKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
33
é Júlíus Hafstein felldur úr Ólympíunefnd:
„Ógeðfelld
framkoma"
- Ellert B. Schram tekur við forsæti nefndarinnar
Júiíus Hafstein.
Ellert B. Schram.
íþróttir
Úrvalsdeildarlið KR í körfúknattleik
er á höttunum eftir úkraínskum lands-
liðsmanni að nafni Robchenko. Um er
að ræða tveggja metra framherja sem
lék með tyrknesku liði fyrir áramótin.
Þar fékk kappinn hins vegar ekki
greidd laun svo hann hélt aö nýju til
Bandaríkjanna en þar um slóðir hefur
hann lagt stund á háskólanám.
Robchenko er sem sagt á lausu en KR-
ingar höfðu í gærkvöldi ekki náð sam-
bandi við hann.
Gísli Georgsson, formaður körfu-
knattleiksdeildar KR, sagði í samtali
viö DV að það myndi skýrast í dag
hvort Robchenko gengi til liðs við KR
en þeir legðu þunga áherslu á að fá er-
lendan leikmann fyrir leikinn gegn
Keflvíkingum í úrvalsdeildinni annað
kvöld.
KR-ingar voru með annan leikmann
í sigtinu en hann vildi heldur bíða og
sjá hvort hann fengu ekki heldur tilboð
um að leika i NBA-deildinni.
„Ekki um annaö aö ræöa en aö
láta Herman fara“
„Það var ekki um annað að ræða fyr-
ir okkur en að láta Geoff Herman fara.
Hann stóð ekki undir þeim væntingum
sem til hans voru gerðar og því var
ekki hjá því komist að láta hann sigla
sinn sjó,“ sagði Gísli Georgsson, for-
maður körfuknattleiksdeildar KR, í
samtali við DV í gær.
KR-ingum helst illa á erlendum leik-
mönnum í vetur, en þrír slíkir hafa
þegar leikið með liðinu.
Champ Wrencher byijaði með lið-
inu, en var látinn fara eftir aðeins 3
leiki í úrvalsdeildinni. Kom það mörg-
um á óvart.
Þá var komið að David nokkrum Ed-
wards og var hann með liðinu í 8 leikj-
um í úrvalsdeildinni. Edwards lenti í
leikbanni er KR átti að leika gegn
Grindavík og þá var Geoff Herman
fenginn til liðsins.
Átti hann upphaflega ekki að leika
nema þennan eina leik. Úr varð að
Herman léki áfram með liðinu og Ed-
wards var látinn fara. Herman lék 4
leiki með KR í úrvalsdeildinni. Hann
heldur af landi brott á fimmtudaginn.
„Til þess að vinna Keflavík þurfum
við leikmann sem getur stöðvað
Damon Johnson. Hann sá einn um að
innbyrða bikarinn um síðustu helgi
gegn okkur og það er varla hægt að
sigra Keflvíkinga nema að stöðva þenn-
an snjalla leikmann,“ sagði Gísli Ge-
orgsson.
-JKS/SK
NBA í nótt og fleiri íþróttafréttir á bls. 34
Ivanisevic í miklu basli á heimavelli
Króatinn Goran Ivanisevic lenti í miklum erfiöieikum meö nær óþekktan
breskan tennisleikara í úrslitaleik á atvinnumannamóti i Króatíu á dögunum.
Ivanisevic vann fyrsta settið 7-6 en Greg Rusedski vann næsta sett, 4-6. í
úrslitasettinu maröi Ivanisevic sigur og vann 7-6. Á myndinni hér aö ofan
fagnar Króatinn sigrinum meö verölaun sín. Símamynd Reuter
Pressa á Hodgson
Forráðamenn Inter Milan á
ítaliu eru allt annaö en ánægð-
ir meö frammistööu liösins.
Eftir gott gengi með tilkomu
Englendingsins Roy Hodgsons í
stöðu þjálfara hefur liöinu ekki
vegnað vel síðustu misserin og
hefur aðeins hlotið 13 stig af 33
stigum sem hafa verið í boði.
Nokkur pressa er því komin á
Hodgson og ef ekki fer að batna
ástandið gæti hann fengið að
taka pokann sinn.
-GH
Hrafnhildur Hannesdóttir slær hér boltann í viöureign sinni gegn Gabrielle
Kucerovu frá Þýskalandi f gær.. DV-mynd ÞÖK
Alþjóðlega kvennamótið í tennis:
Hrafnhildur og
íris töpuðu illa
Július Hafstein náði ekki kjöri til
áffamhaldandi formennsku í Ölymp-
íunefnd íslands á aðalfundi hennar á
Hótel Loftleiðum í gærkvöld. Þegar
þetta lá ljóst fyrir gekk Júlíus af
fúndi. Ellert B. Schram mun gegna
formennsku tímabundiö fram yfir
Smáþjóðaleikana, sem verða haldnir
hér á landi í sumar, og fram að auka-
þinginu í september en þá er stefnt
að sameiningu ÓL og ÍSÍ.
DV hitti Júlíus að máli á heimili
hans seint í gærkvöld og hafði hann
eftirfarandi um niðurstöðuna að segja.
„Þetta er niöurstaða sem liggur
fyrir og þar með fer ég úr Ólympíu-
nefndinni. Ég hefði aö sjálfsögðu vilj-
að fara frá öðruvísi en með þessum
hætti. Þetta var niðurstaðan og ég
sætti mig auðvitað við hana. Ég aftur
á móti harma það bakplott sem átti
sér stað. Þaö var búið að aðvara mig
fyrr um daginn og ég gekk mjög hart
að Ara Bergmann, ritara mínum,
sem verið hefur minn nánasti sam-
starfsmaður, og spurði hann hvort
einhver heföi talað við hann. Já,
svaraði hann, þaö var talað viö mig
og beðiö um að ég tæki þetta að mér.
Ég hafnaði því algjörlega og sagði að
það kæmi ekki til greina. Það er nú
bara þannig aö ég sat við hliðina á
þessum fyrrverandi samstarfsmanni
þegar hann greiddi atkvæði og ég
fékk ekki hans atkvæði, það munaði
því. Þetta er náttúrulega ódrengilegt
og þetta sýnir óskaplega leiöinilega
karaktera. Mér er aftur á móti kunn-
ugt um það að forseti ÍSÍ er búinn að
vinna að þessu og í fyrrakvöld hitt-
ust fúlltrúar ÍSÍ, Unnur Stefánsdótt-
ir, Logi Kristjánsson og Hafsteinn
Pálsson. Þau unnu þetta mál og voru
búin að plotta. Því miöur er þetta
niðurstaða sem ég verð að sætta mig
við. Það er gott að vita hverjir voru
vinir manns og hverjir ekki. Ég er
búinn að vera að vinna að Smáþjóða-
leikunum síðustu tvö árin en kem
ekki nálægt þeim frekar. Ég sakna
þess því það var skemmtOegt verk-
efni. Ég mun tilkynna sjálfúr forystu-
mönnum alþjóðahreyfingarinnar
þessa niðurstöðu. Ég ætla ekki láta
Ellert Schram eða Ara Bergmann sjá
um það. Ég vil þakka þeim sem störf-
uðu með mér af heilum hug og dreng-
lyndi og hafa verið ágætir sfjómar-
menn. Ellert Schram er það ekki.
Hann er með 50% mætingu á síðustu
tveimur árum í stjóm Ólympíunefnd-
ar og hefur ekki eytt fimm minútum
fram yfir það sem hann hefur mætt á
fúndi í nefndinni. Mér finnst fram-
koma Ara Bergmanns ótrúlega ógeð-
felld. Hún segir meira en nokkuð
annað. Hann hefúr greinilega plottað
þetta með þeim. Ég sá þaö einfaldlega
á atkvæöaseðlinum. Haim sagði líka
bara viö mig þegar ég horfði á það.
Varstu að kíkja og ég sagði bara já.
Þar með vissi ég að spilin vom úti úr
höndunum,“ sagði Júlíus Hafstein.
„Ég átti satt best að segja ekki von
á því að verða kjörinn formaður
ólympíunefndarinnar. Enda lýsti ég
því yfir viö fundarmenn að ég teldi
ekki skynsamlegt af mér að gefa kost
á mér í formennsku og bað þá aö
leita að öðrum og það tók klukku-
tíma að ræða þaö mál. Aö mér skilst
þá voru eindregin tilmæli þorra
þeirra að ég gæfi kost á mér úr því að
svona fór með Júlíus. Það vænir eng-
inn Júlíus um ódugnaö. Hann hefur
unnið af atorku að málefnum ólymp-
íuhreyfingarinnar og aö undirbún-
ingi Smáþjóðaleikana. Núna verður
bara haldiö áfram. Ég veit ekki hvað
menn tala saman í hreyfmgunni og
auðvitað lá fyrir aö það voru ekki all-
ir sáttir með Júlíus. Það hefur verið
skoðanaágreiningur á milli okkar
sem á ekki koma neinum í opna
skjöldu. Honum má ljóst vera hvem-
ig mitt atkvæði féll. Ég bað hins veg-
ar engan um að kjósa ekki Július. í
svona kosningum alveg eins og í
íþróttum þá verða menn að kunna að
taka sigrum og töpum. Þetta eru auð-
vitað sárindi til aö byrja meö og
þeim líður ekki vel sem verða undir.
Vonandi geta menn jafnað sig á því
en fyrir mestu er starfið sjálft, ekki
einstaklingarnir," sagði Eilert B.
Schram, nýkjörinn formaður Ólymp-
íunefiidar íslands, í samtali við DV í
gærkvöldi. -JKS
Guðjón Þórðarson:
Hrafnhildur Hannesdóttir og íris
Staub töpuðu stórt fyrir andstæð-
ingum sínum á alþjóðlega tennis-
mótinu í Kópavogi í gær.
Þá hófst aðalkeppni kvenna.
Hrafnhildur lék gegn Gabrielle
Kucerovu frá Þýskalandi og tapaöi,
2-6 og 1-6.
Fyrra settið var mjög jafnt þrátt
fyrir lokatölumar en reynsla þýsku
stúlkunnar hafði mikið að segja.
íris Staub lék gegn Ninu Nittin-
ger frá Þýskalandi. Lokatölur urðu
6-0 og 6-1.
Leikurinn var mjög jafn innan
hverrar lotu en reynsluleysi háði
írisi ekki síður en Hrafnhildi. Ljóst
er þó að með meiri reynslu eiga þær
báðar að geta náð lengra.
í dag hefst tvíliðaleikur á mótinu
og þar keppa þær Hraftihildur og
Stefanía Stefánsdóttir við Camillu
Kremer og Ninu Nittinger frá
Þýskalandi um klukkan 15. -SK
Malarekstur gegn IA?
Albert prins kemur á Smáþjóðaleikana
Albert prins af Mónakó hefur þegið boð um aö vera við setningu Smá-
þjóðaleikanna sem haldnir verða hér á landi dagana 3.-7. júní í sumar.
FTinsinn hefúr oft heiörað leikana meö nærvem sinni og sat um tima í
framkvæmdaneftid þeirra. -ÆMK/VS
Guðjón Þóröarson, fyrrum þjálfari
Skagamanna, lét að því liggja í opin-
skáu viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi að svo
kynni að fara að hann höfðaði mál á
hendur Knattspymufélagi ÍA. Honum
var sem kunnugt er sagt upp störfum
þar í byrjun desember þó hann ætti
þijú ár eftir af samningi sínum við fé-
lagið.
Guðjón sagði meðal annars í viðtal-
inu að hann teldi sig eiga ákveðinn rétt
og myndi leita hans. Skagamenn hefðu
ekki talað við sig að fyrra bragði eftir
brottreksturinn og að hann vOdi leita
sanngjamra starfsloka hjá ÍA. Það
væri alfarið undir Skagamönnum kom-
ið hvemig það mál myndi enda.
Gylfi Þórðarson, formaður Knatt-
spymufélags ÍA, sagði við DV í gær-
kvöldi að fráfarandi stjóm félagsins
hefði gengið frá málum við Guðjón.
„Það verður síðan bara að koma í ljós
hvort hann fer í mál við okkur og það
hefur þá sinn gang,“ sagði Gylfi.
Ryskingar viö Bjarna
Guðjón skýrði frá ýmsu varöandi
eigin hagi i viðtalinu á Stöð 2. Þar kom
meðal annars ffarn að atvikið í New-
castle, sem leiddi síðan til brottrekst-
ursins frá ÍA, hafi veriö á þann veg að
hann hafi lent í ryskingum viö Bjama
son sinn á hótelherbergi eftir að hafa
komið þangað inn ölvaður seint um
kvöld. Daginn eftir hafi hann flogið til
íslands, ákveðið að segja skilið við
Bakkus og leitað sér meðferðar í því
sambandi. Hann væri langt frá því
hættur sem knattspymuþjálfari en
hefði góðan tíma til að hugsa sinn gang
og skipuleggja ffamtíðina.
Guðjón vísaði enn fremur á bug
orðrómi um að hann væri á leiö til
starfa hjá Þrótti í Reykjavík eða KR en
gaf hins vegar í skyn að fjölmargir að-
ilar innan knattspymunnar hefðu rætt
við sig að undanfomu.
-VS
Ukraínskur lands-
liðsmaður til KR?
Wimbledon
er vinsælast
Wimbledon, liðið sem eitt
sinn var hataö af flestum, er nú
orðið eitt hið vinsælasta í
ensku knattspyrnunni fyrir
framgöngu sína í vetur. Nú hef-
ur sjónvarpsstöðin Sky ákveöið
að sýna beint sex leiki með lið-
inu næstu sex vikurnar og fyr-
ir það fær Wimbledon litlar 135
milljónir króna í tekjur. Sann-
arlega breyttir tímar. -VS
Reid býöur í Rösler
Peter Reid, framkvæmda-
stjóri Sunderland, hefur boðið
Manchester City 2 milljónir
punda í þýska framherjann
Uwe Rösler. Framherjar Sund-
erland hafa ekki verið á skot-
skónum og nú vill Reid bæta úr
því.
Immel frá Clty
Eike Immel, fyrrum lands-
liðsmarkvörður Þjóðverja, fer
frá Manchester City í lok tíma-
bilsins en hann hefur gert
samning við þýska 2. deildar
liðið Waldorf Mannheim, lið
Bjarka Gunnlaugssonar.