Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Spurningin Telur þú aö þaö komi til verkfalla? Anna Lóa Guðmundsdóttir skrif- stofumaður: Það stefnir allt í það. Guðmundur Guðlaugsson: Nei, það held ég ekki. Axel Jón Björnsson verktaki: Já, það eru alltaf verkíoll. Alma Skúladóttir nemi: Ég þori ekki að segja til um það. Hannes K. Gunnarsson verkfræð- ingur: Já, ég held það. Ingibergur Guðveigsson verka- maður: Það fer allt eftir atvinnu- rekendum. Lesendur Börn og bílbelti Ólafur Gísli Jónsson, bamalækn- ir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, skrifar: Það er hryggileg staðreynd að slys á bömum eru algengari á fslandi en í flestum nágrannalöndum okkar. Enn dapurlegra er að stór hluti þessara slysa hefði aldrei orðið hefði einfoldum og sjálfsögðum regl- um um slysavamir verið fylgt. Á þetta ekki hvað sist við um bílslys af ýmsu tagi. Fjöldi bama kemur á hverju ári á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eftir að hafa verið farþegar í bíl og slasast við árekstur. Mörg þessara bama fara í aðgerð eða þurfa aðra meðferð og dvelja sum vikum sam- an á spítalanum. Börn hafa mikinn hæfileika til að gróa sára sinna en sumir áverkar em þess eðlis að þeir lagast aldrei að fullu. Á þetta sér- staklega við um höfuðslys. Auk likamlegra einkenna og fötl- unar af ýmsu tagi geta heilaáverkar leitt til einbeitingarskorts seinna meir, skertrar athygli, námserfið- leika o.fl. Þá er ótalið það andlega álag sem böm verða fyrir af sjúkra- hússdvölinni, aðgerðum, svæfmg- um, sársauka, fjarvistum frá heim- ili og ættingjum og þannig mætti lengi telja. Að auki verður gífurleg röskun á högum fjölskyldunnar, bæði félagsleg og fjárhagsleg, og oft á tíðum mikil sektarkennd hjá for- eldrum þegar þeir standa frammi fyrir orðnum hlut. Því miður hefur ríkt nokkurt tóm- læti hér á landi hvað varðar slysa- vamir bama og er mál að linni. Verulegan hluta slysa á bömum má koma í veg fyrir með réttri notkun bílbelta og bílstóla. Böm ættu aldrei að sitja í framsæti. Þetta á einnig og ekki síður við um þá bíla sem eru útbúnir með loftpúða fyrir farþega í framsæti. Nýjar upplýsingar frá Bandaríkjunum sýna að loftpúðar geta valdið alvarlegum áverkum hjá bömum og jafnvel dauðsfóllum og á þetta einnig við ef böm em í bílstól í framsæti slíkra bíla. Allir sem ferðast í bíl, bæði börn og fullorðnir, eiga að vera í bílbelti eða viðurkenndum bílstól. Foreldr- um ber skylda til að ganga hér á undan með góðu fordæmi. Það verð- ur að teljast vítavert gáleysi að hafa böm óbundin í bíl, jafnvel þótt ekki sé ætlunin að fara langt. Ökumenn bera ábyrgð á farþegum sinum og hvet ég þá og alla aðra til að kynna sér leiðbeiningar um rétta notkun bílbelta og bílstóla. Borgarstjóranum hlíft við gagnrýni Sigurbjörg Guðmundsdóttir skrifar: Fáum stjómmálamönnum í seinni tíð hefur verið hlíft jafn rækilega við eðlilegri og gagnrýn- inni fréttaumfjöllun og Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur borgarstjóra. Kannski er skýringin sú að borgar- stjórinn lætur ekki ná í sig, eða svarar ekki skilaboðum frétta- manna? Þannig var t.d. um daginn, þegar Stöð 2 flutti fréttir af Iðnó, sem stað- ið hefur eins og draugahús alla stjómartíð R-listans. í lok fréttar- innar var tekið fram að ekki hefði náðst í Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur - Það verður líklega látið nægja. En af ýmsu virðist vera að taka. - Fyrir nokkru kom fram í fréttum, að breytingar á Miðbæjarskólanum hefðu kostað um 140 milljónir. Þeg- ar þær umdeildu framkvæmdir voru kynntar í fréttum á sínum tíma var aftm- á móti haft eftir borg- arstjóranum að þær myndu kosta um 70 milljónir. Það er um 100% eyðsla fram úr áætlun. Einhvem tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar og borgarstjóri kraf- inn skýringa. En það eru greinilega aðrir tíma nú. Kannski er skýringin sú að borgarstjórinn er kona og að henni sé hlíft af þeirri ástæðu? Svo langt getur ruglið gengið og væri þá einfaldlega eftir öðra í þessu þý- lynda þjóðfélagi. Fræknastir í íslenskum fáránleika Helgi Gunnarsson skrifar: Að mínu mati leikur enginn vafi á því að þeir sem hæst standa á sviði skop- og skemmtikrafta em þeir leikararnir Þórhallur Sigurðsson og Gísli Rúnar Jónsson. Þó hvor með sinu mótinu. í skemmtiþætti Hemma Gunn sl. laugardag, þar sem Þórhallur var gesfru þáttarins ásamt fleirum, rifjaðist upp hvemig hann nær að persónugera þjóðarsál- ina í hinum ýmsu „karakterum". Hver kannast ekki t.d. við Þórð með stúdentshúfuna gömlu? Mann- inn sem endurtekur i sífellu sömu orðin og teygir lopann: „Og ég dok- aði, og dokaði, og dokaði..." Höfum við ekki staðið okkur að því í raun- veruleikanum að segja sem svo: „Hann rigndi, og rigndi, og rigndi...“? Auðvitað er þetta og ann- að svipað frábært innsæi í íslenska þjóðarsál sem maður hlær sig mátt- lausan að vegna þess að maður sér ekki sjálfan sig heldur bara hina í kringum okkur. Eða Gísli Rúnar Jónsson og þættir hans á Stöð 2, þar sem hann fer hamförum í túlkun sinni á fáránleika þjóðlífs og at- burða líðandi stundar? Auðvitað sámar sumum meðferð Gísla á veruleikanum. En svona emm við og þjóðfélagið einfaldlega i þriðju vídd fáránleikans. Ég efast um að aðrir komist nær því að sneiða nú- tímann í þynnri sneiöar en Gísli Rúnar og aðstoðarfólk hans í þess- um þáttum. - Þeir Þórhallur og Gísli Rúnar kunna að gera þjóðinni meira gagn en margur þjóðfélags- fræðingurinn eða hagspekingurinn - að þeim ólöstuðum, að sjálfsögðu. DV Tveggja flokka kerfi Óskar Sigurðsson skrifar: Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá að stjómmálakerfið hér á landi væri mun hagkvæmara með tveggja flokka kerfi, líkt og t.d. í Bretlandi. Allar línur yrðu miklu hreinni og hinir tveir flokkar myndu örugglega skipta um sess í ríkisstjóm fyndist fólki mælirinn fullur af óbilgirni ríkjandi stjómar. Samgöngurád- herra segi af sér Hilmar Hallvarðsson skrifar: í DV 28. jan. sl. kemur fram að fyrrv. ráðuneytisstjóri landbún- aðarráðuneytisins fái 5,5 milljón- ir króna á ári. - Vitað er að fyrr- verandi ráðuneytisstjóri sam- gönguráðuneytisins fær full laun ráðuneytisstjóra og fullan bOa- styrk, auk símkostnaðar, greitt til sjötugs. Einnig fær fyrrv. flug- málastjóri kaup frá samgöngu- ráðuneytinu. Hvað skyldi núver- andi samgönguráðherra hafa gert marga samninga sem ekki þola dagsbirtu? Hér hefur sam- gönguráðherra kveikt svo stórt bál að forsætisráðherra getur ekki horft á aðgerðalaus án þess að brenna sig. Víkja verður sam- gönguráðherra strax úr ráð- herrastóli og sækja hann til saka. Skattborgarar hafa orðið að þola mikið fyrir vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar og nú er mælirinn fullur. - Ég skora á þjóðina að krefjast afsagnar sam- gönguráðherra og þeirra ráð- herra sem hafa vitað eða sam- þykkt ráðagerðir samgönguráð- herra. Samningavið- ræður taföar Þorbjörn hringdi: Af fréttum af samningamálum heyri ég ekki betur en nú eigi að tefja samningaviðræður svo ráð- rúm gefist til að bræða saman eina svikamylluna enn í kaup- gjaldsmálum launþeganna. Ég skil ekki hætis hót á milli samn- inganefhdar vinnuveitenda og ASÍ í þessu tilviki. Báðir aðilar sviku okkur launþega með þjóð- arsáttarsamningum og nú á að leika sama leikinn aftur. Loðnu- samningar, sem gerðir vora í skyndingu á Austfjörðum, geta ekki orðið fyrirmynd að allsheij- arsamningi á öllu landinu. Svo mikið er víst. Velkomin í Kópa- vog að austan Tryggvi hringdi: Sem Kópavogsbúi er ég mjög áfram um að sett verði upp skilti í brekkunni við Lögberg þar sem stendur: Velkomin í Kópavog. Það land sem þarna er tilheyrir Kópavogi að mér er tjáð. - Síðan kæmi annað skilti þar sem stendur: Velkomin til Reykjavík- ur, þegar þeim landamerkjum er náð. Mér finnst rétt eiga að vera rétt og þarna á að vera skilti sem skilyröislaust aðgreinir Kópavog frá Reykjavik. Gamlar myndir með Bogart Kristín skrifar: Ég er þeirra á meðal sem vilja sjá góðar gamlar myndir í Sjón- varpinu. Helst með hinum góðu frægu leikurum sem vom fjöl- margir. Byrja mætti t.d. með myndum með Bogart, þeim mikla sjarmör og töffai-a. Ein mynda hans bar af að mínu viti: Myndin „Knock on any Door“ þar sem Bogart lék verjanda Nick Romano, vandræðadrengs í Chicago. Þetta er áhrifamikil mynd sem sýnd var í Stjömubíói á 6. áratugnum, minnir mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.