Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 35 Fréttir Njósnað um Islenskt starfsfólk með myndavélum I verslun vamarliðsins: Verið að ógna starfsfólki með rtiddalegum aðgerðum - segir formaöur Verslunarmannafélags Suðurnesja um aðgerðir bandarísku herlögreglunnar „Það er augljóst aö verið er að ógna íslensku starfsfólki og þetta er ekkert annað en yflrgangur og rudda- skapur. Ég sé engan annan tilgang með þessu nema að það er verið að pirra og ergja íslenskt starfsfólk sem þama er að vinna og reynt að flæma það í burtu. Við munum fylgja þessu máli eftir af eins miklum krafti og mögulegt er,“ segir Jóhann Geirdal, formaður Verslunarmannafélags Suðumesja, en undanfama mánuði hefur bandaríska herlögreglan á vell- inum framkvæmt mjög harðar að- geröir gegn á þriðja tug íslenskra starfsmanna sem vinna í verslun vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Navy Exchange. Herlögreglan hefur undanfarið framkvæmt skyndileit á íslenska starfsfólkinu vegna gruns um að það ástundi þjófhaði í versluninni og einnig hefur verið leitað í skápum þess og veskjum. Jóhann segist hafa fengið kvartanir um þessi mál og mótmælt formlega til yfirmanna vamarliðsins. Um þverbak keyrði sl. fostudags- morgun þegar islenskur starfsmaður varð var við litla myndavél í lofti, baka til í versluninni, sem greinilega hafði verið sett upp í þeim tilgangi að njósna um starfsfólkið. Við nánari eftirgrennslan fundu starfsmenn fleiri sams konar myndavélar í bak- herbergjum, lager og salemum versl- unarinnar, auk lítflla gata sem borað höfðu verið í loftið. Eftir að mynda- vélamar fundust vom þær teknar niður af herlögreglumönnum sl. fostudagskvöld. Ólöglegar aögeröir „Þetta em ólöglegar aðgerðir því ef Bandaríkjamenn hafa grun um að einhver íslensku starfsmannanna hafi stolið einhveiju þá eiga þeir að láta íslensku lögregluna vita og hún á þá að rannsaka málið,“ segir Jó- hann. „Starfsmenn era auðvitað mjög slegnir yfír þessu, bæði íslenskir og eins bandarískir koflegar þeirra. Ég vil ekki tjá mig um máliö að öðm leyti en að það er í rannsókn," segir Trausti Bjömsson, einn yfirmanna verslunarinnar. Trausti sagðist ekki vita til þess að íslenskur starfsmaður hefði verið kærður fyrir þjófiiað í versluninni í fjöldamörg ár. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi vamarliðsins, vildi ekki tjá sig um málið við DV. Myndavélar í flugskýli Fyrir rúmum fjórum árum fannst falin myndavél í flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli og varð mikil óá- nægja meðal flugvirkja þar að njósn- að væri um störf þeirra. Síðar kom í ljós að það var Tollgæslan sem hafði sett upp myndavélamar til að fylgj- ast með tofleftirliti og viðhalda ör- yggisgæslu eins og yfirmenn Toll- gæslunnar orðuöu það við DV. Flug- virkjar klöguðu máflð til stéttarfé- laga og töldu þetta brot á mannrétt- indum að vinna undir leynilegu eftir- liti. Myndavélamar vom síðar fjar- lægðar. -RR Akureyri: Byggt yfir skauta- svellið í sumar DV, Akureyri: „Það hafa ekki verið geröir nein- ir samningar um þessa framkvæmd en það stefnir aflt í að úr því verði áður en langt um líður og fram- kvæmdir geta þá hafist í vor eða snemma sumars," segir Kristján E. Jóhannesson, formaður Skautafélags Akureyrar, en nú má telja ömggt að byggt verði yfir skautasvellið á Ak- ureyri á árinu. Þessi framkvæmd er í tengslum við uppbyggingu vetraríþróttamið- stöövar á Akureyri og er áætlað að byggingin, sem mun rísa á svæði Skautafélags Akureyrar, muni kosta um 60 milljónir króna. „Þaö sem um er að ræða er skýli yfir svellið og þá aðstöðu sem félagið hefúr í Innbæn- um og þetta yrði þá fyrsti áfangi í frekari uppbyggingu á svæöinu," segir Kristján. Tvö vélfryst skautasvell era hér á landi, sveflið á Akureyri og annað í Laugardal í Reykjavik. Bæði þessi svell era óyfirbyggð og hefúr það tak- markað mjög notkun þeirra. „Það er ekki nokkur leið að re'.ca þetta eins og verið hefur. Það vantar ekki að áhugi meðal fólks á skautaíþróttinni er geysilega mikill en við höfúm alltaf þurft að glíma við það að þegar við höfum e.t.v. verið búnir að auglýsa að sveflið sé opið og fólk hefúr farið að koma, þá hefúr orðið að loka vegna veðurs. Nú verður þetta vandamál vonandi úr sögunni áður en langt um líður,“ segir Kristján. -gk „Hálkueyöir" stráir sandi á veginn til hagræöis fyrir vegfarendur. Víðidalur: G. Bender Axel hálkueyðir við störf „Það er töluverð hálka héma kringum Víðihlíð en ekki mikil snjór á veginum núna, þetta hefúr oft verið verra,“ sagði Axel Bene- diktsson, „hálkueyðir" hjá Vega- gerðinni, er blaðamaður hitti hann við störf sín í Víðidalnum, steinsnar frá íslagðri Dalsánni. Þar hófst vinna fyrir skömmu við að gera brú á ánni tvíbreiða en alltof mörg slys hafa orðið þama við brúna. „Við byrjum klukkan sex á morgnana og það er bæði sandur og salt sem við stráum á vegina“ sagði Axel og hélt áfram að eyða hálkunni. -G. Bender Stórstúka íslands: Mótmælir framtíðarsýn ATVR Fundur Framkvæmdanefndar Stórstúku íslands, haldinn 31. jan. 1997, leyfir sér að mótmæla harð- lega framkominni „framtíðarsýn stjómar ÁTVR“ um dreifingu og sölu tóbaks og áfengis og þeirri slökunarstefnu sem þar kemur fram. Framkvæmdanefndin tekur heils hugar undir álykttm starfs- mannafélags ríkisstofnana hjá ÁTVR þar sem segir að „tillögur fyrirtækisins um umbyltingu á sölu og dreifingu áfengis og tóbaks á íslandi séu órökstuddar og ábyrgðarlausar". Nefndin telur að þetta upphlaup sé í hróþlegri andstöðu við yfir- lýsta stefiiu stjórnvalda um eflingu forvama í áfengis- og öðrum vímu- efnamálum. Verkamannafélagiö Hlff í Hafnarfiröi hélt á sunnudag uppá 80 ára afmæli sitt meö mikilli veislu á veitingahúsinu Kænunni f Hafnarfiröi. Mikill fjöidi sótti félagiö heim á þessum tímamótum, þeirra á meöal var formaöur Verka- kvennafélagsins Framtföarinnar f Hafnarfiröi, Linda Baldursdóttir, sem hér er meö Siguröu T. Sigurössyni, formanni Hlffar. DV-mynd Sveinn Suðurnes: Fundur vegna stórbruna. DV, Suðurnesjum: „Markmið fúndarins var meðal annars að minna forráðamenn stofn- ana og fyrirtækja á að skoða þær skýrslur sem þeir hafa nú þegar feng- ið frá eldvamaeftirlitinu og bruna- málastofnun um kröfur til úrbóta sem sendar hafa verið til þeirra. Taka síðan svolítið til hendinni svo að ekki sé meira sagt,“ sagði Sig- mundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavama Suðurnesja, í samtali viö DV. BS stóð fyrir opnum fundi á Glóð- inni í Keflavík til að vekja athygli á hversu áríðandi eldvamir era, sam- virkni eldvarna og slökkvistarfa. Fundurinn var haldinn vegna þeirra tveggja stórbrana sem urðu í Kefla- vik á síðasta ári, fyrst hjá Jámi & Skipum og síðan hjá Víkurási. „Það er því miður þannig í mörg- um fyrirtækjum hér á landi að ekki er farið eftir kröfum eldvamaeftirlits eða brunamálastofnunar. Ég er ekki Frummælendur á fundinum. Sigmundur lengsf til hægri. DV-mynd ÆMK * að segja að það sé orsök þessara stór- brana en vissulega hefði það ekki skemmt að þessir hlutir hefðu verið í lagi. Ég tel að slökkvistarfið hafi ver- ið leyst mjög vel af hendi. Þegar við lendum í svona miklum eldi og þar verða sprengingar er guðs mildi að allir komast heilir heim,“ sagði Sig- mundur. Á fundinn vora mættir forráða- menn fyrirtækja og stofnana á Suður- nesjum ásamt nokkrum slökkviliðs- og sveitarstjórnarmönnum. Frum- mælendur á fundinum vora Benja- mín Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Víkuráss hf. í Keflavík, Öm Bergsteinsson varaslökkviliðsstjóri BS, Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- ^ liðsstjóri BS, Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvall- ar, Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri I Reykjavík og Helgi ívarsson, slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði. Einnig voru fulltrúar frá VÍS og Brunamála- stofiiun ríkisins og var fundurinn góður og málefnalegur. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.