Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 32
m (»■ Tvöfalém I. vinningur 1 Lmrrm 'IQ* iil mlklltað vinno Vinningstölur 4.2/97 @©@ KIN s un <c FRETTASKOTIÐ SÍMINIil SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 Eskifjörður: Hólmaborgin sló íslands- met DV, Eskifirði: Mjög góð loðnuveiði hefur verið á miðunum undanfama sólarhringa og er nú svo komið á Eskifirði að löndunarbið er þar. Hólmaborgin kom í morgun með metafla, 2600 tonn, til hafnar á Eskifirði. Þetta er langmesti afli sem íslenskt nótaskip hefur borið að landi. 3200 tonn bár- ust þangað á mánudag úr þremur skipum, Hólmaborg, sem var með 1800 tonn, Jóni Kjartanssyni og Júlla. Allt fór í bræðslu vegna átu. Að sögn Benedikts Jóhannssonar, frystihússtjóra hjá Hraðfrystihús- inu, hefur frysting gengið ágætlega fram að þessu á Rússlandsmarkað. Búið er að frysta um 2000 tonn. Það var haft hér að orði að loðnu- veiðin mundi ekki hefjast af alvöru fyrr en Alli ríki hefði haldið upp á afmælisdag sinn 30.janúar. Það varð líka raunin - loðnan fór að veiðast grimmt - og þannig var það einnig i fyrra. -ÞH Kjarasamningarnir: Sjálftökuliðið bíður - segir Siguröur T. „Þetta var alveg eins fyrir tveimur árum. Þá ríkti svona kyrrstaða en um leið og búið var að skrifa undir samninga hjá verkafólki opnuðust allar gáttir. Allir aðrir, sjáiftökuliðið, embætt- ismenn og ráðherrar fengu meira en við. Nú er verið að leika sama leikinn. Það er ætlast til að við semjum á hógværu nótunum en síðan ætla hinir að koma og skríða upp eftir bakinu á okkur og taka sér það sem þeir vilja. Þetta má ekki gerast, það verður að tryggja það að lægstu launin hækki án þess að allir aðrir fari af stað,“ sagði Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Hlífar í Hafnarfirði, um þá kyrrstöðu og það aðgerðaleysi sem nú ríkir í kjarasamningaviðræð- unum. Hann segir að tryggja verði að þetta endurtaki sig ekki nú. Það verði að setja ákvæði inn í samn- ingana þar um. „En til að koma samningamál- unum af stað sé ég enga aðra leið en þá að verkafólk sýni mátt sinn og megin. Það er ólán að þurfa þess en ég spyr: hvað getum við annað gert eins og staðan er,“ sagði Sigurður. -S.dór Óveöriö lamaði samgöngur á Suðvesturlandi í nótt og morgun: Flugvélin ók inn í fár- viðrisvegg við flugtak - gríðarlega skörp veðraskil og viðbúnaður áfram í dag „Þetta er nú líklega með því verra sem við höfum séð í ein tvö ár og ég býð ekki í það ef hann er að fara að bæta aftur í vind. Okk- ur hefúr tekist að opna allar stærstu umferðargöturnar en höfum ekkert komist í húsagöt- ur. Hætt er því við að þær séu ófærar öllum nema stærri bíl- um,“ sagði Atli Ágústsson, deild- arstjóri hjá Véladeild Reykjavík- urborgar, við DV í morgun, vegna óveðursins og mikils við- búnaðar vegna þess. Atli sagði að allt of mikið væri um að bílar væru skildir eftir á víðavangi, menn ætluðu sér stundum um of og þyrftu þá að yfirgefa bíla sína þannig að þeir stæðu í vegi fyrir tækjum borg- arinnar. „Við höfum í raun misst úr tvo vetur og því hafa menn kannski orðið værukærir í sambandi við útbúnað. Ég hugsa að tveir nýj- ustu bílprófsárgangamir séu al- veg reynslulausir í því að keyra í snjó og þegar svo er skiptir út- búnaðurinn ekki öllu máli,“ sagði Atli í morgun. Að sögn lögreglu á höfuðborg- arsvæðinu var mikið að gera hjá þeim og hjálparsveitmn í nótt og í morgun við að aðstoða öku- menn en ekki var vitað um nein stóróhöpp á svæðinu. Á Keflavíkurflugvelli ók flug- vél inn í fárviðrisvegg þegar hún var að undirbúa flugtak klukkan 8 í morgun. Vélin var stöðvuð og hætt var við flugið. Vindmælir- inn öðrum megin á flugbrautinni sýndi 9 vindstig á meðan annar vindmælir hinum megin á braut- inni var í logni. „Það fór skyndilega af stað mjög slæm vestanátt sem mynd- aðist á Suðumesjum um klukkan 8 í morgun. Vindurinn rauk úr einu upp í níu vindstig eins og hendi væri veifað. Þessi vestan- átt dembist yfir Reykjavík og ná- grenni þegar liður á morguninn og þá má fastlega búast við skafrenningi og látum enda erum við að tala um 8-10 vind- stig. Þetta mun standa fram eftir degi og líklega fram á kvöld og má búast við að úrkoma verði í éljaformi," sagði Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, við DV í morgun. Að sögn Einars gekk djúp og kröpp lægð yfir suðvesturhornið laust fyrir miðnætti í nótt og er hún kyrrstæð skammt fyrir vest- an landið í dag. -sv/RR Mikið óveöur gekk yfir höfuöborgarsvæöið í nótt og í morgun og lentu fjölmargir ökumenn í miklum vandræöum vegna ófæröarinnar. ( morgun haföi borgarstarfsmönnum tekist aö ryðja helstu ökuleiöir en ekkert komist í húsagötur. Búast má því viö nokkurri ófærö í smærri götum í borginni í dag. Þessi maður mokaði af kappi þegar Ijósmyndari DV var á ferðinni í Breiöholti í morgun. Búist var viö áframhaldandi ofankomu og hvassviöri eitthvaö fram eftir degi í dag. Lögregla á höfuöborgarsvæðinu hvatti eigendur smærri bíla til aö skilja þá eftir heima í morgun. DV-mynd Sveinn L O K I Veðrið á morgun: Él suðvest- an- og vest- anlands Á morgun verður sunnankaldi og él suðvestan- og vestanlands en hæg breytileg átt og að mestu þurrt annars staðar. Síðdegis er siðan búist við vaxandi norðanátt austast á landinu. Frost verður á bilinu 0 til 4 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Almera Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.