Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 9 Utlönd Kviðdómur í Santa Monica var einróma um sekt O.J. Simpsons: Gert að greiða 600 milljónir í bætur Elizabeth Taylor með heilaæxli Leikkonan Elizabeth Taylor er með góðkynja heilaæxli og mun hún gangast undir aðgerö 17. febrúar næstkomandi. Að sögn umboösmanns leikkonunn- ar er búist við aö hún nái sér aö fullu. Reuter Kviðdómur í Santa Monica í Kali- forníu komst í nótt að einróma nið- urstöðu þess efnis að O.J. Simpson væri sekur um að hafa myrt fyrr- verandi eiginkonu sína og unnusta hennar. Var Simpson fúndinn sekur af öllum kæruatriðum í einkamáli sem aðstandendur fórnarlambanna höfðuðu gegn honum og var gert að greiða um 600 milljónir króna í skaðabætur. í úrskurði kviðdóms- ins segir að Simpson sé sekur um að hafa myrt Nicole Brown og Ronald Goldmann með hnífl 1994 og að hann hafi gert það að yfirlögðu ráði. Niðurstaða kviðdómsins í nótt er fullkomlega andstæð niðurstöðu kviðdóms í opinberu sakamáli sem höfðað var gegn Simpson. Fyrir rúmu ári úrskurðaði kviðdómur, þar sem meirihlutinn var hönmds- dökkur, að Simpson væri saklaus af Múgur og margmenni var viö dómhúsiö f Santa Monica þegar O.J. Simpson kom þaöan út. Gerö voru hróp aö honum og kölluöu margir „moröingi". Sfmamynd Reuter „Flóttamaðurinn“ saklaus eftir 43 ár? DNA-rannsókn styður sakleysi Sérfræðingur í greiningu erfða- efna, DNA, segir að þriðji aðili kunni að hafa verið til staðar þegar vanfær eiginkona beinalæknis, Sams Shepppards, í Ohio-ríki í Bandarikjunum var barin til dauða fyrir 43 árum. Morðmál þetta er sér- stakt fyrir þær sakir að röð sjón- varpsþátta og kvikmynd undir nafn- inu Flóttamaðurinn (The Fugitive) var gerð með það að fyrirmynd. Sam Sheppard var fundinn sekur um morðið og sat 10 ár í fangelsi. En málið var tekið upp aftur 1966 og var hann þá sýknaður. Dómari hélt því fram að gríðarleg fjölmiðlaum- fjöllun hefði spillt fyrir málinu á sínum tíma. Sheppard lést 1970. Ólíkt Sheppard slapp flóttamaður- inn í umræddum þáttum úr fangelsi og hóf leit að einhentum manni sem hann grunaði um verknaðinn. Allt til dauðadags hélt Sheppard því fram að hrokkinhærður maður, sem brotist hefði inn í hús hjón- anna umrædda nótt, hefði rotað hann. Sá maður kom hins vegar aldrei í leitimar. DNA-sérfræðingurinn sagði á blaðamannafundi í gær að rann- sóknir sem hann hefði gert á blóðprufum frá málinu bentu til að þriðji aðili hefði verið í húsinu um- rædda nótt. Blóð af vettvangi hafi ekki verið úr frú Sheppard og herra Sheppard hafi ekki blætt. „Niður- stöður mínar benda til þess að Sheppard hafi verið saklaus. Það eru engin sönnunargögn sem tengja Sheppard við morðið og hafa aldrei verið,“ sagði sérfræðingurinn. Lögmenn Sheppards yngri telja að gluggaþvottamaður Sheppard- hjónanna sé hinn seki en hann af- plánar nú lífstíðardóm fyrir morð á annarri konu. Sonur Sheppards, sem var sjö ára þegar móðir hans var myrt, hefur höfðað mál á hendur Ohio-ríki vegna áranna sem faðir hans sat í fangelsi og krefst hátt í 20 milljóna króna miskabóta. Reuter öllum ákæruatriðum. í þetta sinn var meirihluti kviðdómsins ljós á hörund. Niðurstaðan fékkst eftir sex daga yfirlegu en athygl vakti að kviðdómurinn í opinberu mála- ferlunum var ekki nema fjórar klukkustundir að komast að niður- stöðu. Simpson hlýddi stjarfur á úr- skurð kviðdómsins og þegar hann yfirgaf dómhúsið gerði mannfjöld- inn hróp að honum. í réttarsalnum hrópuðu ættingjar fórnarlambanna og tárin runnu í stríöum straumum. Viðbrögð almennings voru annars á ýmsa vegu í kjölfar úrskurðarins í nótt og skiptust skoðanir sem fyrr eftir kynþáttum. Flest hvitt fólk fagnaði niðurstöðunni meðan svart- ir töldu hana ósanngjama, gagn- stætt því sem var uppi á teningnum fyrir rúmu ári. Úrskurði kviðdómsins var ekki sjónvarpað úr réttarsalnum en sjón- varpsstöðvar um öll Bandaríkin voru með beinar útsendingar frá dómhúsinu í Santa Monica. Skyggði umfjöllunin um Simpson-málið nær alveg á stefnuræðu Clintons forseta. í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var almenningur hvattur til að virða úr- skurð kviðdómsins og til að láta Nicole heitin Simpson. kynþáttadeilur lönd og leið. Væri tími til kominn að halda fram á veg- inn og takast á við alvarlegri vanda- mál sem blöstu viö bandarísku þjóð- inni. Simpson, sem er 49 ára, þarf ekki að sitja í fangelsi þrátt fyrir niður- stöðu kviðdómsins. En hætt er við að lítið verði eftir í buddunni eftir að hann hefur greitt skaðabætur. Ekki bætir úr skák fyrir hann að ættingjamir krefjast einnig miska- bóta í málaferlum sem hefjast á morgim. Reuter NÁMSKEIÐ í PORTÚGALSKRI MATARGERÐ Sparið peningana og lærið að elda ódýrt • Veislumatur og venjulegur heimilismatur • Bæði sterkur og mildur matur Upplýsingar gefur María í síma 562-1585 I^KDL5TEF Sýnilegir gfirburða kastir RRNNI JVCZB3 Kr. 53.3DD stgr, • Black Line myndlampi tiar sem svarter svartog hvítt er hvítt • Nicam Slereo • íslenskt textavarp • Allar aðgeröir á skjá • Sjálfvirk stöðvaleitun • 40 stöðva minni • Tenging fyrir auka hátalara • Svefnrofi 15-120 mín. • 2 Scart-tengi • Fullkomin fjarstýring Sjónvarpsmiðstöðin Oriolsn um land illt VESIIIRIMD: Hljómsýn. Akranesi. Kauplálag Bergflrðinga. BorgaroesL llinslurallir, Hillissioá toini Hallgrimsson Cniidirlirli. VESIFIRÐIH: toftíi Jónasar Hn PatreksHrii. Póllinn. Isslili. RQROUHLAID: KF Sleingrimsliariai, Hólml IE V-Hónvelnínga, Hvammslanga. (I Húnvelninga. Blöodotsi. Skagliriingabúi. Soiiirkiiti. KEA Dalvi. Hljómner. Akorevri. OryggL Húsavik. Vrl. flanlarhöfn. AUSIUREAID: KF Héralsbúa. Egilsstöóum. II Vognlirlinga. Vopnafirii. II Héraisbúa. SivlisFiii. IF Fáskrúisljarlar. Fiskiúisliili. IASK. Djúpavogi. KASI Hilfl Homliili. SUDURLAND: IF Árnesinga .Hvolsvelli Mosfell. Hellu. Orverk. Sellossi. Radiórðs. Selfossi. IE Árnesinga. Sellossi. Rís. Mkskiln. Brimnes.Vestmannaeyjom. HEVIJANES: Rafborg. Grindavík. Raflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garii. flalmættl HalnarFiili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.