Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 7 dv Sandkorn Álegg Þaö er ekki lítiö sem gengiö hef- ur á í nærsveitum Gnmdartanga vegna fyrirhugaðs álvers á þeim ágæta staö. Sumir halda því fram að fylgistap Fram- sóknarflokksins í skoðanakönn- un DV um sið- ustu helgi sé þessu máli að kenna. Nú hafa verið stofnuð samtökin Sól í Hvalfirði sem hafa það að markmiði að berjast gegn álverinu. Linda Samúelsdóttir frá Tungu í Svínadal hefur verið fremst í flokki þeirra sem berjast gegn mengun Hvalfjarðar. Linda rekur hænsnabú á höfuðbóli sínu og heitir það Hamingjuegg. Segja þeir sem smakkað hafa eggin frá Tungu að þau séu betri en önnur egg. Nú segja gárungar að þegar álveriö hefur risið á Grundartanga verði Linda að skipta um nafn á hænsnabúi sinu og kalla það Álegg. Sjúkdómurinn kvótakerfi Sá kunni trillukarl Sveinbjörn Jónsson á Suðureyri hefur aldrei leynt skoðunum sinum á kvótakerf- inu og gerir það heldur ekki i viðtali við blaðið BB á Isa- firði á dögun- um. Hann segir að eðli kerfis- ins, „þessi sam- runasjúkdómur og trúarboð- skapur ráða- manna kalli á stærri einingar og sameiningu.“ Hann segir þetta ekkert annað en náttúruval fyrir- tækja þegar sá hæfari sé alltaf að stækka og útrýma hinum óhæfari. Hann segir ekki hægt að sameina og stækka endalaust ef ekki verði til nein ný fyrirtæki vegna þess að þegar búið er að eyöa þessum minnsta þá verði sá næstminnsti minnstur og svo koll af kolli. „I þessu kerfi er því fólgið hrun, og eignarhaldskerfi, sem hefur slíkt uppsöfhunargildi og er boðið af ráðamönnum sem lausn, er ekki hagræðingarkerfi heldur sjúkdómur sem lýsir sér eins og krabbamein," segir Sveinbjörn og boðar hrun kvótakerfisins verði það ekki aflagt. Máttur blessun- arinnar Blaðið Vestri á ísafirði segir frá þvi að séra Gunnar Bjömsson, prestur í Holti í önundarfirði, hafi verið i vand- ræðum með bíl- inn sinn. Hann hafi verið að bila sí og æ uns séra Gunn- ar tók það til bragðs, eftir siðustu við- gerðina, aö blessa bílinn. Síðan hefur hann ekki bil- að. En þá brá hins vegar svo við að bill viðgerðarmannsins, Úlfars Ön- undarsonar, bilaði, vélin hrundi. Hann telur að séra Gunnar verði að blessa sinn bíl lika þegar búið verð- ur að gera við hann. Þá er bara spumingin hvert þessi vestfirski bíladraugur fer. ísfirðingar ættu að fá séra Gunnar til að blessa strætis- vaginn sinn, þennan sem ekur á hús og er ekki lengur kallaður strætisvagn heldur húsvagn. Yxu víur... Knútur Hafsteinsson mennta- skólakennari segir frá Sigurkarli Stefánssyni, fyrrum stærðfræði- kennara við MR, i þættí sin- um Sögur úr skólastofunni i blaðinu Ný menntamál. Hann segir að Sigurkarl hafi verið góður hagyrðingur. Muni ein hans þekktasta visa hafa orðið til við yfirsetu í einu hinna þjóðfrægu stafsetning- arprófa skólans og er þannig: Yxu víur ef ég hnigi og önd mín smygi í himininn fyrir þvl að það er lygi að Þráinn flygi á Skarphéðin. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Slippstöðin á Akureyri: Samningur við rússneskt risafyrirtæki á borðinu - þýðir innflutning á 20 iðnaðarmönnum frá Póllandi DV, Akureyri: Þess er vænst að í þessari viku verði gengið frá samningi milli Slipp- stöðvarinnar á Akureyri og Marels hf. annars vegar og rússnesks útgerð- arfyrirtækis hins vegar um umfangs- miklar viðgerðir og breytingar á tveimur af togurum fyrirtækisins. Rússneska fyrirtækið, sem um ræðir, er í Murmansk og er sannkallaður risi í sjávarútvegi, á og gerir út alls 45 togara. Þótt samningar hafi ekki verið und- irritaðir er annar rússnesku togar- anna þegar kominn til Akureyrar en haffæmisskírteini þess skips mun út- runnið. „Þetta mál stendur þannig að samningaviðræður era langt komnar og ég á von á að við getum gengið end- anlega frá samningum í þessari viku,“ segir Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar. Varðandi verkefnið segir Ingi að í fyrsta lagi þurfi að koma skipunum í svokailaðan „klassa". „Það þarf að yf- irfara vélbúnað og vinna talsverða viögerðarvinnu og loks á að fara í breytingar á vinnsludekki. Þetta eru talsvert umfangsmikil verkefni sem ég get reyndar ekki úttalað mig um þar sem ekki liggur fyrir endanlega um hvað verður samið,“ segir Ingi. Sem fyrr segir á rússneska fyrir- tækið 45 togara. Ingi Bjömsson segir að vissulega bindi menn vonir við að vel takist til og það gæti þá hugsan- lega þýtt enn meiri viðskipti þessara aðila. Vantar iðnaöarmenn Marel hf. mun selja búnað í togar- ana en öll önnur vinna verður unnin hjá Slippstöðinni og svo kann að fara að 20 pólskir iðnaðarmenn verði fengnir til Akureyrar vegna þessara verkefna. „Það er vissulega möguleiki að við fáum Pólverja til stöðvarinnar, ein- faldlega vegna þess að íslenskir iðn- aðarmenn eru ekki á lausu,“ segir Ingi Björnsson. -gk Loðnuverksmiðjusamningarnir: Hafa ekki áhrif á gerð aðal- kjarasamnings - segir Björn Grétar „Sá samningur sem þama var gerður mun varla hafa áhrif á gerð aðalkjarasamnings. Samningurinn við loðnuverksmiðjumar er fyrst og fremst tilkominn vegna vinnutíma- tilskipunar Evrópusambandsins og þeirra breytinga sem honum fylgja," sagði Bjöm Grétar Sveins- son, formaður Vinnuveitendasam- bandsins, í samtali við DV. Hann var spurður hvort engin hreyfing væri i samningamálunum hvað aðalkjarasamning varðar? „Það eina sem gerst hefur í okkar málum er kauptryggingarsamning- urinn sem gerður var við fisk- vinnslufólk á dögunum. Hann er út af fyrir sig mikils virði. En það hef- ur ekkert gerst varðandi kaupkröf- una sjálfa. Að mínum dómi er það mikið áhyggjuefni ef á að fara að auka enn á ójöfnuð í þjóðfélaginu þegar efnahagsástandið er loks að batna eitthvað og eftir allt það sem lægst launaða fólkið í þjóðfélaginu hefur á sig lagt frá árinu 1990. Þarna eru að minum dómi í uppsigl- ingu hörð pólitísk stéttaátök haldi atvinnurekendur áfram á sömu braut,“ sagði Björn Grétar Sveins- son. -S.dór Suðureyri: Klofningur í hausaþurrkun - nýtt fyrirtæki í gagnið sem skapar níu störf DV, Suðureyri: „Við emm bjartsýnir á þetta en erum svo til nýbyrjaðir. Hér em níu manns í vinnu, en iðnaðarmenn hafa unnið hér talsvert undanfamar vikur við að standsetja fyrirtækið fyrir vinnslunna," sagði Guðni Ein- arsson, framkvæmdastjóri hins nýja hausaþurrkunarfyrirtækis, Klofnings ehf. Einkahlutafélagið Klofhingur er í eigu 9 hluthafa á Suðureyri og Flat- eyri. Kambur og eigendur þess fyr- irtækis eru m.a. hluthafar í Klofn- ingi. „Við fáum hráefni frá nærliggj- andi stöðrnn og einnig frá Freyju hf. Það verður fylgst með öllum mögu- leikum til að auka fjölbreytni í þurrkun í komandi framtið. Það er búið að hengja 10 tonn af stórum hausum á hjalla, svo það er bæði þurrkað úti sem inni,“ segir Guðni. Nafnið Klofningur er fengið frá Klofningsheiði, sem liggur á milli Önundarfjarðar og Sunddals í Súg- andafirði og er gömul gönguleið. „Þetta er samvinna milli staðanna en hug-orinn fer yfir Klofningsheið- ina en hráefnið og samvinnan fer í gegnum jarðgöngin." RS . Fyrirtækið Klofningur er til húsa utan til við Stekkjarnes í Súgandafirði. DV-mynd Róbert Myndin var tekin þegar eldurinn var einna mestur og óviðráðanlegur. DV-mynd Pálmi Neyðarlínan brást DV, Neskaupstað: Neyðarlínan brást þegar eldur kom upp í Bátastöð Síldarvinnsl- unnar á Neskaupstað aðfaranótt 31. janúar. Benedikt Sigurjónsson lét vita af eldsvoðanum. Hann hringdi í neyðarlínuna kl. 4.30 um nóttina en ekki var svarað þar eftir 6 hringing- ar. Þá hringdi Benedikt í símanúm- er sjúkrahússins og starfsfólk þar boðaði slökkviliðið á staðinn og það var komið rétt fyrir fimm. Eldtungurnar teygðu sig tugi metra upp í loft þegar eldurinn log- aði hvað mest í bátastöðinni, gömlu timburhúsi. Þar var einnig til húsa trésmiðja Síldarvinnslunnar. Elds- matur var þvi mikill og erfitt að ráða við eldinn fyrir 30 menn slökkviliðsins. -PA Fiskmarkaöur Suðurnesja: Skortur á ýsu og verðið hátt DV, Suðurnesjum: „Það hefúr verið mikill skort- ur á ýsu og minna er um karfa en á sama tíma í fyrra. Mjög lít- ið hefur komið af ufsa en bátam- ir hafa reynt að finna hann enda nóg af ufsakvóta," sagöi Ólafur Þór Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Suðumesja, við DV. Ólafur segir að slægð línuýsa hafi selst á mjög góðu verði og farið á 150-220 krónur kílóið. Meðalverð á ýsunni er að öllu jöfnu um 100 krónur. Þá hefur þorskurinn farið í 120 krónur en oftast verið á 85-90 krónur. Ólafur segir að einu bátamir sem hafi komist á sjó séu netabát- ar. Þeir hafa komið með stóran þorsk, um og yfir 5 kíló. Smærri línubátar hafa lítið komist á sjó í 20 daga vegna veðurs en fengu smáútskot á þriðjudag til veiða. Afli þeirra fer allur á markaðinn. Stórir línubátar með beitningavél eru hins vegar i beinum viðskipt- um og landa ekki á markaðnum. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.