Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Blaðsíða 28
44
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997
mjieonn
Slökkvum á
draslinu
„Nú vil ég bara að við fórum í
verkfall og slökkvum á öllu heila
draslinu. Okkar þolinmæði er
þrotin."
Guðmundur Gunnarsson, form.
Rafiðnaðarsambandsins, i Alþýðu-
blaðinu.
Kaupmáttaraukning
sem enginn fær
„Hvenær er komið að því að
launafólk fái sinn skerf? Það næg-
ir ekki að benda launafólki í
Framsókn og Dagsbrún á 10%
kaupmáttaraukningu sem það hef-
ur ekki fengið."
Rannveig Guðmundsdóttir alþing-
ismaður, á Alþingi.
Óánægðir verkamenn
„Það er ekki rétt að spyrja hvað
menn séu óánægðir með, heldur
hvað það er sem þeir eru ekki óá-
nægðir með.“
Sigurgeir Jóhannsson, samninga-
nefndarmaður á Eskifirði, í DV.
Ummæli
Lýðræði en ekki
einræði
Einhvern veginn verðum við að
koma þeim stjórnmálamönnum
sem nú sitja við vöid í skilning
um að við viljum búa við lýðræði
en ekki einræði flokkakerfisins."
Friðrik Erlingsson rithöfundur, í
Degi-Tímanum.
Að gera betur en ég
„Það er áreiðanlega enginn
vandi fyrir unga menn og ungar
konur að gera betur en ég.“
Þorsteinn Gylfason verðlaunahafi
við afhendingu íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
Margar teiknikvikmyndir hafa orðiö
mjög vinsælar. Sú síðasta sem náö
hefur miklum vinsældum er Hringj-
arinn í Nortre Dame.
Teiknaðar kvikmyndir
Tveir menn eru taldir höfundar
hinnar lifandi teiknimyndar, J.
Stuart Blackton og Emile Cohl.
Árið 1900 bjó Blackton til fyrstu
teiknuðu kvikmyndina, The En-
chanted Drawing. Þar leikur
Blackton listamann sem stendur
við málaragrind og teiknar andlit
er breytir stöðugt um svip eftir
því hvernig Blackton teiknar það.
Árið 1908 sýndi Cohl 36 mínútna
langa kvikmynd sem hét
Fantasmagorie. Telst hún vera
fyrsta teiknaða kvikmyndin með
atburðarás.
Kerfi Earl Hurd
Árið 1914 fann Bandaríkjamað-
urinn Earl Hurd upp nýtt kerfi,
sem leysti menn frá þeirri þraut
að teikna baksvið á hverja mynd.
Fastir hlutir voru teiknaðir á
pappa, en þeir hlutar sem áttu að
hreyfa sig voru teiknaðir á gegn-
sæ blöð.
Blessuð veröldin
Fyrstu teiknimynda-
hetjumar
Bandarískir kvikmyndagerðar-
menn eiga stærstan þátt í því að
hafa skapað fyrstu teiknimynda-
hetjumar enda voru þeir fljótir að
tileinka sér tæknina. Fyrstu
teiknimyndahetjumar sem unnu
hug og hjarta áhorfenda eru
Mikki mús, sem Walt Disney
skapaði 1928, Kötturinn Felix, sem
Pat Sullivan skapaði, Stjáni blái
eftir Max Fleischer og Betty Boob
eftir Max-bræður og Lou
Fleischer.
Hvasst og snjókoma
Skammt suðvestur af Reykjanesi
er 970 mb lægð sem þokast norður
og verður við Snæfellsnes í kvöld og
nótt. 1018 mb hæð er yfír Norður-
Grænlandi.
Veðrið í dag
Allhvöss eða hvöss vestan- og
suðvestanátt verður í dag og élja-
gangur og snjókoma sunnan til á
landinu. Norðaustan hvassviðri eða
stormur og snjókoma norövestan til
en allhvöss austlæg átt með snjó-
komu norðaustanlands. Hiti verður
0 til 3 stig allra syðst en annars 1 til
5 stiga frost. í kvöld verða él um
landið sunnan- og vestanvert en á
Norðausturlandi fer að létta til.
Vindur fer þá minnkandi á öllu
landinu og snýst til suðvestanáttar
á Norðurlandi.
Á höfuðborgarsvæðinu verður
hvöss vestanátt og éljagangur eða
snjókoma. Hvöss suðvestanátt síð-
degis. Allhvöss eða hvöss suðvest-
anátt og minnkandi él í nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 17.29
Sólarupprás á morgun: 9.52
Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.52
Árdegisflóð á morgun: 5.20
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri snjóél -7
Akurnes snjókoma -2
Bergstaöir alskýjaó -4
Bolungaruík snjókoma -4
Egilsstaóir snjóél -4
Keflavíkurflugv. snjókoma -0
Kirkjubkl. snjókoma -0
Raufarhöfn snjókoma -4
Reykjavík snjóél -1
Stórhöföi úrkoma í grennd 3
Helsinki skýjaö -1
Kaupmannah. léttskýjaó 1
Ósló léttskýjaö -7
Stokkhólmur léttskýjaó -4
Þórshöfn hálfskýjað 4
Amsterdam rigning 3
Barcelona þokumóöa 5
Chicago alskýjaö -1
Frankfurt rigning 4
Glasgow lágþokublettir -5
Hamborg skýjaö 2
London þokumóöa 4
Lúxemborg rigning 3
Malaga skýjað 10
Mallorca léttskýjaö 3
Miami skýjaö 23
Paris rigning 7
Róm þokumóóa 8
New York rigning 5
Orlando léttskýjaö 18
Nuuk snjókoma -14
Vín þokumóöa -4
Winnipeg alskýjaö -7
Ólafur Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra akstursfélaga:
Torfærukeppnin sýnd um allan heim
Hugmyndin að því að selja tor-
færusportið í erlendar sjónvarps-
stöðvar er orðin sjö ára gömul en
það má segja að við séum búnir að
vinna að þessu mjög stift síðustu
þrjú árin. Fyrsti þátturinn var síð-
an sýndur á BBC í janúar 1995 og sá
þáttur sló í gegn. í fýrra gerðum við
svo samning við Eurosport um að
vinna efni fyrir þá og Eurosport
sýndi þætti frá okkur frá því í febr-
úar í fyrra og alveg fram á haust. í
október síðastliðnum fóru við síðan
á sýningu í Monte Carlo sem heitir
SportTel og er stærsta sölusýning í
heiminum á íþróttatengdu íþrótta-
efni og þar dreifðum við spólum
með efni. Meðal þeirra sem fengu
efni frá okkur var Fox Sport
Intemational sem hafði svo sam-
band við okkur í desember og þá
Maður dagsins
strax fór boltinn að rúlla," segir
Ólafur Guðmundsson, formaður
Landssambands islenskra akstursfé-
laga, en fyrir helgi var undirritaður
samningur á milli Landssambands-
ins og Fox um sölu og dreifingu á
sjónvarpsþáttum sambandsins sem
fjalla um íslenskar akstursíþróttir.
Ef söluáætlanir Fox ganga eftir er
talið að allt að 1V2 milljarður manna
Ólafur Guömundsson.
muni horfa á torfærubílana í
keppni hér á landi.
Ólafúr sagði að þetta væm tíu til
tólf 50 mínútna þættir og yrði fyrsti
þátturinn afhentur 1. mars en sá
þáttur væri yfirlit um íþróttina:
„Þetta er örugglega stærsti samn-
ingur sem hefur verið gerður um ís-
lenskt sjónvarpseöii. Hann gildir til
tveggja ára og er áætlunin á sama
veg 1998. Þetta eru í raun tveir
samningar, annars vegar er um að
ræða dreifingu á þeim stöðum sem
Fox rekur og hins vegar er um að
ræða samning þar sem Fox fær leyfi
til að selja þættina áfram tO ann-
arra sjónvarpsstöðva." En af hverju
eru íslenskar akstursíþróttir að slá
í gegn í útlöndum? „íslenska torfær-
an er sérfyrirbrigði í heiminum. Úti
er að vísu keppt á jeppum en hvergi
í heiminum er búið að þróa íþrótt-
ina á þann veg sem gert er hér á
landi. Hefur það sýnt sig að íþróttin
er mjög spennandi fyrir áhorfendur
og auk þess mjög myndræn. Þá hef-
ur einnig tekist að framleiða há-
gæða sjónvarpsefni frá þessari
keppni sem er frambærilegt á al-
þjóðlegum markaði. Þarna kemur
til sjö ára reynsla í gerð slíkar
myndatöku og þegar hafa verið
gerðir 150 þættir."
Ólafur, sem sjálfur er fyrrum rall-
bílstjóri, starfar dagsdaglega við
tölvuráðgjöf: „Ég hef sjálfúr ekki
keppt mikið undanfarið en verið að
dæma. Það er mjög spennandi að
vinna við akstursíþróttirnar, maður
kynnist mörgu nýju fólki og svo er
alltaf eitthvað nýtt og spennandi að
gerast hjá okkur. Framfarir í íþrótt-
inni verða á hverju ári og það er að
færast mikill atvinnubragur á
keppnina, sem er á vegum lands-
sambandsins, svo þetta er mjög
spennandi starf að vera í forsvari
fyrir samtökin."
Myndgátan
Haldinn sviðsskrekk
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi.
KA-Afturelding í
handboltanum
í kvöld verða leiknir fimm leik-
ir í 1. deild karla í handboltanum.
Stórleikur umferðarinnar verður
á Akureyri, þar sem KA og Aftur-
elding leika. KA er þegar búið að
tryggja sér úrslitaleikinn í bikar-
keppninni, en Afturelding er
ásamt Haukum í efsta sæti deild-
arinnar og má því búast við
spennandi viðureign. í Kópavogi
keppa HK og ÍR, Framarar taka á
móti Selfyssingum, Haukar leika
við Val í Hafnarfirði og Grótta
leikur gegn FH á Seltjarnarnesi.
Allir leikirnir hefiast kl. 20.00.
íþróttir
Þrír leikir eru í 1. deild kvenna
í kvöld. Kl. 18.00 leika ÍBA-Stjarn-
an og kl. 18.15 leika Haukar-KR og
Fram-Valur. í Kópavogi heldur
áfram alþjóðlegt tennismót, en því
lýkur um helgina.
Skemmtiganga á þorra
í miðvikudagskvöldgöngu
Hafnagönguhópsins á 13. degi
þorra verður farið frá Hafnarhús-
inu kl. 20 og gengið um Tjamar-
svæðið og Háskólahverfið suður í
Skerjafiörð og snúið þar við og
gengið niður að höfn. Þar verður
kl. 21.30 tekið upp nestið sitt,
gjaman þorramat. Boðið verður
upp á sýmdrykki og kaffisopa.
Þórður kemur með nikkuna. Öll-
Útivera
um velunnurum Hafnagöngu-
hópsins og þeim sem alltaf hafa
ætlað að koma í ferð með hópn-
um er velkomið að slást i hópinn
við Hafnarhúsið kl. 21.30. Þessi
kvöldganga er ein af sérstökum
skemmtigöngum hópsins á fimm
ára aftnælisári hans.
Bridge
Það getur haft alvarlegar afleið-
ingar þegar opnað er á spil sem ekki
fullnægja kröfunum um opnunar-
styrkleika. Það fékk danski spilar-
inn Niels Rasmussen að reyna í
þessu spili sem kom fyrir á Kaup-
mannahafnarmótinu í tvímenningi
fyrir skömmu. Hann gat ekki stillt
sig um að opna í fyrstu hendi, jafn-
vel þótt hann væri á hættunni og
andstæðingarnir utan hættu. Sagnir
gengu þannig, norður gjafari og n-s
á hættu:
* G5
KG752
♦ Á862
* D10
♦ K732
V Á94
♦ K75
♦ K54
♦ D84
W 8
♦ D93
* ÁG9873
Norður Austur Suður Vestur
1 v pass 2 * pass
2 ♦ pass 2 Grönd p/h
Vegna opnunar norðurs, ákvað
suður að teygja sig svolítið og sagði
tvö lauf sem allajafna lofa 10+
punktum. Þegar norður sagði tvo
tígla, hefði suður gert best í því að
passa vegna þess að hann getur séð
að samlega spilanna er ekki góð. En
hann ákvað að bjóða upp á þrjú
grönd með tveggja granda sögn
sinni og norður gat að sjálfsögðu
ekki hækkað þá sögn. Útspil vesturs
var spaðatvistur, austur drap á ás
og spilaði litlum spaða til baka sem
sagnhafi átti á gosann í blindum.
Sagnhafi varð að byggja vonir sínar
á lauflitnum, svínaði drottningunni
sem fékk að eiga slaginn, en laufgos-
ann drap vestur síðan á kóng. Nú
kom lítið hjarta, gosi í blindum og
austur átti slaginn á drottningu. í
kjölfarið fylgdu tveir spaðaslagir,
hjartaás og meira hjarta. Sagnhafi
reyndi að spila tígli að drottningu,
en vestur drap á kóng og spilaði
meiri tígli. Vörnin fékk því 3 slagi á
spaða og hjarta, 2 á tígul og einn á
lauf og spilið fór (verðskuldað)
fimm niður á hættunni.
isak Örn Sigurðsson