Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1997 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÖNAS KRISTJÁNSSON Aðstoóarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýslngastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, stmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Áfangi á réttrí leið Ungir sjáífstæöismenn hafa afhent forsætisráðherra tillögur um róttæka breytingu á því rangláta tekjuskatts- kerfi sem undanfarin ár hefur dregið kraft tár dugmiklu fólki og hvatt almenning til að koma sér undan skatt- greiðslum með svartri atvinnustarfsemi. í greinargerð unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum er vísað til fyrirliggjandi staðreynda um stóraukna tekju- skattspíningu nokkurs hluta launafólks á undanfómum árum. Tvennt hefur þar skipt mestu máli: í fyrsta lagi gífurleg hækkun á skattahlutfallinu sem þýðir að sífellt stærri hluti launanna fer beint til hins opinbera. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp á árinu 1988 var þetta hlutfall 35,2 prósent og þótti hátt. Á þessu ári eru hins vegar 41,98 prósent tekin af launun- um og sett í sjóði ríkis og sveitarfélaga. Hlutur hins op- inbera hefur þannig hækkað um einn fimmta. í öðm lagi hefur persónuafslátturinn lækkað að raun- gildi frá því staðgreiðslukerfið var lögfest. Þá var það fest í lög að persónuafslátturinn ætti að fylgja verðlags- breytingum. Það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna er persónusafslátturinn núna 24.544 krónur en ætti að vera 27.157 krónur. Skattleysismörkin ættu að miðast við 77.151 krónu en ekki 60.902 krónur eins og nú er. Ungir sjálfstæðismenn fuUyrða að vegna þessara stjómvaldsaðgerða sé skattbyrði hjóna með meðaltekjur að minnsta kosti 70 prósentum hærri á þessu ári en ef ákvæði skattalaganna frá 1988 hefðu fengið að standa óbreytt. Fyrir þessari stórauknu skattpíningu hafa margir launamenn fundið á undanfómum árum. Hún er reyndar þeim mun hastarlegri þar sem aðeins lítill hluti landsmanna stendur undir öllum tekjuskattinum eins og hann leggur sig. Talið er að einungis um 70 þúsund framteljendur greiði tekjuskatt. Aðrir þjóðfélagsþegnar sleppa eða fá beinlínis endurgreitt frá ríkinu. Tekjuskattskerfið hér á landi er ekki aðeins ranglátt gagnvart þegnunum, sem er hróplega mismunað, heldur dregur það líka úr áhuga launafólks á að afla sér auk- inna tekna og ýtir undir skattsvik. Einfaldasta og skyn- samlegasta leiðin til úrbóta er hreinlega að henda þessu ónýta kerfi og innheimta skatt til ríkis og sveitarfélaga af því sem landsmenn eyða. Ungir sjálfstæðismenn em ekki reiðubúnir að ganga svo langt í sínum tillögum. Þeir vilja þess í stað einfalda kerfið verulega, draga úr verstu ágöllum þess og minnka um leið skattpíningu launafólks. Megintillagan er sú að tekin verði upp tvö skattþrep um leið og persónuafsláttur og sjómannaafsláttur verði aflagður. Launafólk sem hafi allt að 125 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiði 2 prósent í tekjuskatt en ríkið taki til sín 25 prósent af tekjum umfram þetta lágmark. Lagt er til að bamabætur verði 50 þúsund á ári með hverju bami til 16 ára aldurs en 100 þúsund á ári til ein- stæðra foreldra. Þá er gert ráð fyrir að vaxtabótakerfið, sem nú er rækilega tekjutengt, verði aflagt en þess í stað tekinn upp sérstakur skattaafsláttur til þeirra sem em að kaupa sína fyrstu íbúð. Útreikningar ungra sjálfstæð- ismanna sýna að þessar breytingar myndu lækka vem- lega tekjuskattsbyrði alls þorra launafólks. Þótt eðlilega séu skiptar skoðanir um einstök atriði til- lagnanna ber sérstaklega að fagna þessu framtaki ungra sjálfstæðismanna. Viðbrögð forsætisráðherra gefa einnig vonir um að nú sé pólitískur vilji fyrir hendi til að losa launafólk undan oki óviðunandi tekjuskattskerfis. Elías Snæland Jónsson Auövitaö gerir þaö svo sem ekkert til þótt þessi fómenni hópur haldi áfram að skemmta sér við aö mótmæla, aðalatriöiö er aö stjórnvöld láti þetta sem vind um eyru þjóta, segir greinarhöfundur m.a. Molbúarnir vakna okkur vantar í þessu landi eftir langt tímabil stöðnunar. Fjölmiölasirkus En nú ber svo við að á sjónarsviðinu birtist fá- mennur hópur manna, nánast eins og út úr hól, sem vill sameinast und- ir kjörorðinu: „Björgum Hvalfirði". Ég skil það svo að halda eigi Hval- firði hreinum, án at- vinnu, án byggðar og umfram allt án erlendra fjárfestinga. Ég hef hvorki haft tíma né áhuga á að fylgjast með allri þessari umfjöllun. Þó hef ég heyrt talað um aðsteðjandi haettu fyrir „Engin félög hafa veríð stofnuð um það í Hafnarfírði eða Reykja■ vík að stöðva verði rekstur eða stækkun álversins í Straumsvík sem er þó að sjá á korti í svipaðri fjarlægð frá Breiðholtinu og Kjós■ in er frá Grundartanga Kjallarinn Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Sam- taka iönaðarins Ég hef trú á því að fleirum en mér sé farin að blöskra sú einkennilega umræða sem átt hefur sér stað að undanfomu vegna fyrirhugaðrar byggingar álvers á Grundartanga. Eft- ir áratuga langa leit að erlendri fjár- festingu hefur nú loks rofað til í þess- um efnum. Því var fagnað af flestum þegar ákvörðun lá fyrir um stækkun álversins í Straumsvík og satt að segja hélt ég að þeir sem ákafast börðust gegn bygg- ingu þess fyrir ald- arfjórðungi hefðu annaðhvort skipt um skoðun eða væru einhvern veginn gufaðir upp, líkt og gerðist síðar með andstæð- inga EES- samn- ingsins. Lítum á staðreyndir. Fyrir- huguð bygging ál- vers Colombia á Grundartanga mun auka hér hag- vöxt um nálega 1% á ári og veita um 600 manns atvinnu næstu 2 ár. Fjárfesting vegna framkvæmd- anna nemur um 12 milljörðum króna. Til lengdar skapast beint um 200 störf og a.m.k. önnur 400 óbeint. Þá eykst útflutningiu- um rúma 6 milljarða króna á ári. Það er einmitt erlend fjárfesting, auk- inn útflutningur og hag\’öxtur sem væntanlegan lífrænan landbúnað. Siðan birtist kona á skjánum sem talar um væntanleg vansköpuð börn. Frumlegastur allra er gam- all skólabróðir minn sem rakar á sér hausinn niðri í fjöru til vernd- ar væntanlegri skógrækt í Hval- firði. Allt er þetta tíundað í fjölmiðl- um sem gera þessum málflutningi góð skil og tekst eins og svo oft áður að véla einkennilegar yfirlýs- ingar upp úr aðilum sem eru veik- ir fyrir. Fyrstur í þeim flokki fór seðlabankastjóri. Gamall farsi Þetta er svipaður farsi og settur var á svið fyrir u.þ.b. 30 árum. Sþádómar um arðrán erlends auð- hrings og hroðalega mengun frá álveri í Straumsvík rættust ekki. Engin félög hafa verið stofnuð um það í Hafnarfirði eða Reykjavík að stöðva verði rekstur eða stækkun álversins í Straumsvík sem er þó að sjá á korti í svipaðri fjarlægð frá Breiðholtinu og Kjósin er frá Grundartanga. Upplýst hefur verið að meðal- árslaun starfsmanna í stóriðjufyr- irtækjunum eru langt yfir meðal- launum í landinu og meðalstarfs- aldur í álverinu í Straumsvík mun vera nálægt 20 árum. Af hverju er ekki talað við þetta fólk og reynslu þess, svona í bland við móður- sjúka hænsnaræktendur og verð- andi framleiðendur náttúruvænna landbúnaðarvara? Að mínu mati hefur iðnaðar- ráðuneytið staðið vel að þessu máli og ekki verður með sanngirni við það sakast þótt mótmælendur álvers á Grundartanga hafi ekki risið úr rekkju fyrr er undirbún- ingur var um garð genginn. Auð- vitað gerir það svo sem ekkert til þótt þessi fámenni hópur haldi áfram að skemmta sér við að mót- mæla. Árbæjarsafnið gæti t.d. ver- ið heppilegur staður. Aðalatriðið er að stjómvöld láti þetta sem vind um eyru þjóta, þá hætta fjöl- miðlamir leiknum en Molbúamir hverfa aftur inn í sinn hól. Sveinn Hannesson Skoðanir annarra Gölluð aðferöafræði „Sá aðili hérlendis sem fjallað hefur um fátækt á íslandi er Félagsvísindastofnun Háskóla íslands. Fé- lagsvísindastofnun hefur verið þátttakandi í sam- norrænu verkefni þar sem m.a. er fjaliað um fátækt. Notast er við aðferðir sem Efnahags- og framfara- stofnun (OECD) hefur beitt ... Aðferðafræðin er að því leyti gölluð að ef almenn breyting yrði til hins betra eða hins verra á kjömm almennings þá yrðu fátækir eftir sem áður jafnmargir. Auk þess er að- ferðin gölluð því ekki er tekið tillit til eigna.“ Úr 4. tbl. Vísbendingar. Launþegar og vinnuveitendur „Þegar árferði batnar og fyrirtækin fara að skila hagnaði, er skiijanlegt að launþegar sætti sig ekki við að hagsmunir þeirra séu fyrir borð bornir, sér- staklega þegar þeir hafa sýnt aðdáunarverða þolin- mæði og langlundargeð í mörg ár ... Rétt er aö laun- þegar sem aðrir geri sér grein fyrir því að á undan- fömum erfiðleikaárum hefðu mörg fyrirtæki þegið að geta lækkað laun til starfsmanna sinna, nokkuð sem fæst eða engin þeirra áttu kost á. Þess vegna sátu þau uppi með fasta launabyrði sem þau urðu að bera. Eigendur margra þessara fyrirtækja hafa tekið á sig tap og byrðar á meðan launþegarnir voru trygg- ir með sín laun.“ Bjöm Rúriksson í Mbl. 4. febr. Sjálfssamningar „Eigendur og rétthafar opinbera lífeyrisins fást aldrei til að ræða samanburð á eigin kjörum og ann- arra lífeyrisþega. Sem ekki er von, þar sem stefna núverandi stjórnvalda er að jafna svona kjör en ætla sér auðsjáanlega að gera hina jöfhu jafnari og hina ójöfnu ójafnari. En það tekst ekki nema með sann- færandi útúrsnúningi og málatilbúnaði í langloku- stíl. Og svo auðvitað að halda alla hagstæða samn- inga við sjálfa sig í heiðri." OÓ í Degi-Tímanum 4. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.